Morgunblaðið - 21.02.2007, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.02.2007, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 2007 13 FRÉTTIR Í DRÖGUM að ályktun landsfundar Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs er lagt til að bundið verði í stjórnarskrá jafnt hlutfall kvenna og karla á Alþingi og í sveitarstjórnum, lögbundið verði jafnt hlutfall kvenna og karla í stjórnum fyrirtækja og komið verði á kynjaðri fjárlagagerð. Landsfundur VG verður haldinn um næstu helgi. Drög að ályktunum hafa verið kynnt á heimasíðu flokksins, en þær verða síðan af- greiddar á fundinum að lokinni umræðu. Lögð er til breyting á lögum flokksins á þann veg að við val í trúnaðarstöður flokksins verði gætt jafnaðar milli kynja, þar með talið við val á framboðslista vegna kosninga til Al- þingis og í sveitarstjórnir. Vilja afnema launaleynd Þessi áhersla er síðan áréttuð í róttækri ályktun um aðgerðir til kvenfrelsis. Þar segir að allar einingar samfélagsins einkennist af kynjakerfinu. „Kynbundinn launamunur, tak- markað aðgengi kvenna að völdum og fjár- magni, kynbundið ofbeldi, staðalmyndir kynjanna, hlutgerving kvenna í auglýsingum, klámvæðing og vændi eru afleiðingar af kynja- kerfinu, félagslegu yfirráðakerfi þar sem karl- ar njóta góðs af kerfisbundinni undirskipan kvenna.“ Til að bregðast við þessu er lagt til að sam- þætt verði kynjasjónarmið við alla ákvarðana- töku í samfélaginu. Þetta verði m.a. gert með því að binda í stjórnarskrá jafnt hlutfall kvenna og karla á Alþingi og í sveitarstjórnum og skylda stjórnmálaflokka til að leiðrétta hlut kvenna á framboðslistum. Lögbinda skuli jafnt hlutfall kvenna og karla í stjórnum fyrirtækja. Koma þurfi á kynjaðri fjárlagagerð og skylda stofnanir til að kyngreina upplýsingar um fjár- framlög. Þá eru lagðar til aðgerðir til að styrkja stöðu kvenna á vinnumarkaði, sem felist í því að af- nema launaleynd og hækka laun hefðbundinna kvennastétta. Fyrir landsfundinum liggur einnig ítarleg stefna um innflytjendamál. Í henni er lögð áhersla á að allir sem búa á Íslandi eigi að vera með sömu réttindi og skyldur og innflytjendur verði að taka þátt í uppbyggingu íslensks sam- félags að öllu leyti. Staðfesta þurfi viðurlög við brotum sem byggjast á rasisma og fordómum. Tryggja þurfi réttindi innflytjenda frá löndum utan EES-svæðisins, sem hafi mun síðri rétt- indi í íslensku samfélagi en einstaklingar innan EES. Í drögum að ályktun um utanríkismál er lögð áhersla á að efla þurfi þátttöku Íslendinga í starfi Sameinuðu þjóðanna, svo og Evrópu- ráðsins, Öryggis- og samvinnustofnunar Evr- ópu, Norðurlandaráði og öðrum lýðræðislega uppbyggðum svæðis- og alþjóðastofnunum. Ekki er hins vegar minnst í utanríkismála- ályktuninni á EES-samninginn eða Evrópu- samstarf almennt. Í drögum að ályktunum flokksins er lögð áhersla á að bæta stöðu þeirra sem þurfa að reiða sig á almannatryggingar. Gerð er tillaga um að lengja fæðingarorlof og að leikskólinn verði gjaldfrjáls. Í drögum að ályktun um landbúnaðarmál er lýst áhyggjum af þeirri þróun að fyrirtæki og kaupsýslumenn séu að kaupa upp bújarðir. Lagt er til að sett verði ákvæði í jarðalög sem takmarki fjölda jarða í eigu sömu eða tengdra aðila. Sömuleiðis að sett verði ákvæði í búvöru- lög sem takmarki hámarkshlut sama eða tengdra aðila af heildargreiðslumarki í mjólk og dilkakjöti. Einnig að komið verði í veg fyrir verslun kaupsýslumanna með greiðslumark, t.d. með því að tengja framleiðsluréttinn við fasta búsetu en ekki aðeins eignarhald á lög- býlum. Róttæk stefna í kvenfrelsismálum Tillaga lögð fram á landsfundi VG um að lögbinda jafnt kynjahlutfall í stjórnum fyrirtækja Morgunblaðið/Brynjar Gauti Landsfundur Kolbrún Halldórsdóttir og Álf- heiður Ingadóttir sátu síðasta landsfund VG. Í HNOTSKURN »Á síðasta ári voru fram-leiddar um 117 milljónir lítra af mjólk en það er þriðja mesta mjólkurframleiðsla frá upphafi. Mest var framleiðslan árið 1978 þegar hún var 120,2 milljónir lítra. »Framleiðsla á mjólk er 7%meiri síðustu 12 mánuði en sömu mánuði á undan. Sala á mjólkurafurðum hefur einnig aukist. MJÓLKURSAMSALAN hefur ákveðið að greiða bændum fullt verð fyrir alla mjólk á þessu verðlagsári sem lýkur 31. ágúst nk. Mikil fram- leiðsla hefur verið á mjólk undanfar- in misseri og samhliða því hefur ver- ið góð sala á mjólkurvörum. Kvótakerfi er í mjólkurfram- leiðslu, sem í meginatriðum þýðir að þegar bændur hafa fyllt kvótann skerðast greiðslur til þeirra fyrir mjólk sem framleidd er umfram kvóta. Oftast nær hefur eitthvað ver- ið greitt fyrir umframmjólk. Nú hef- ur stjórn MS ákveðið að greiða fullt verð fyrir umframmjólk á þessu verðlagsári. Ríkið greiðir hins vegar ekki beingreiðslur fyrir umfram- mjólk. Í fréttatilkynningu segir að ástæður þessarar ákvörðunar séu, að miðað við þær áætlanir sem fyrir liggja, muni mjólkuriðnaðurinn með þessu ná því jafnvægi í birgðastöðu mjólkur sem stefnt hefur verið að. Jafnframt sé jákvæð þróun í sölu mjólkurvara um þessar mundir auk þess sem tilraunaverkefni í útflutn- ingi lofi góðu; því sé nauðsynlegt að hafa svigrúm til að fylgja því verk- efni eftir. MS ætlar að greiða fullt verð fyrir alla mjólk FYRSTA úthlutun úr nýstofn- uðum Afrekskvennasjóði Glitnis og ÍSÍ fór fram fyrir aðalfund Glitnis á Nordica hóteli í gær. Út- hlutað var styrkjum að upphæð samtals 2,5 milljónum króna sem runnu til þriggja aðila. Kvenna- landslið Íslands í knattspyrnu hlaut eina milljón króna. Skylm- ingasamband Íslands hlaut sömu upphæð vegna verkefna tveggja afrekskvenna, Guðrúnar Jóhanns- dóttur og Þorbjargar Ágústs- dóttur. Þá hlaut sundkonan Ragn- heiður Ragnarsdóttir 500 þúsund króna styrk. Svafa Grönfeldt, rektor Háskól- ans í Reykjavík og formaður sjóð- stjórnar, kynnti styrkhafana en Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, afhenti styrkina ásamt Völu Flosadóttur stangarstökkv- ara sem á sæti í stjórn sjóðsins. Afrekskvennasjóður Glitnis og ÍSÍ var stofnaður í upphafi þessa árs með 20 milljóna stofnframlagi Menningarsjóðs Glitnis. Tilgangur sjóðsins er að styðja við bakið á afrekskonum í íþróttum og gera þeim betur kleift að stunda íþrótt sína og ná árangri. Úthlutað verð- ur úr sjóðnum tvisvar á ári. Sjóð- stjórn skipa Svafa Grönfeldt, rektor Háskólans í Reykjavík, Vanda Sigurgeirsdóttir þjálfari og lektor við KHÍ, og Vala Flosa- dóttir stangarstökkvari. Kvennalandsliðið í knattspyrnu hefur um árabil verið framarlega í Evrópu og nálægt því að komast í úrslitakeppni. Nú er stefnan sett á úrslitakeppni EM í Finnlandi 2009 en keppt er um 11 laus sæti. Skylmingakonurnar Guðrún Jó- hannsdóttir og Þorbjörg Ágústs- dóttir úr Skylmingafélagi Reykja- víkur stefna á keppnisrétt á Ólympíuleikunum í Peking 2008. Ragnheiður Ragnarsdóttir, sundkona úr KR, var útnefnd sundkona ársins 2006 en hún setti fjögur Íslandsmet á árinu og var eina íslenska konan sem náði lág- markstíma fyrir EM í 50 m sundi í Búdapest. Þar tryggði hún sér keppnisrétt á HM í Ástralíu í mars. Morgunblaðið/G.Rúnar Glitnir styrkir afrekskonur FORSETI Alþingis, Sólveig Péturs- dóttir, afhenti fyrir hönd Alþingis Jónshúsi í Kaupmannahöfn sl. laug- ardag veglega bókagjöf til nota við íslenskukennslu sem fram fer í hús- inu, en sú kennsla stendur öllum grunnskólabörnum í Kaupmanna- höfn til boða sem hafa íslensku að móðurmáli. Auk bókanna voru einnig afhentir ýmsir aðrir hlutir sem koma að góðu gagni við ís- lenskukennslu. Kennslan fer fram á laugardögum og er tvískipt, þau yngri koma fyrir hádegi en þau eldri eftir hádegi. Gjafaafhendingin var í tengslum við heimsókn forsætisnefndar Al- þingis til Kaupmannahafnar en megintilgangur ferðarinnar var að kynna sér þá starfsemi sem fram fer í Húsi Jóns Sigurðssonar, sem er í eigu Alþingis og stendur við Øs- tervoldgade 12. Skoðaðar voru þær miklu endurbætur sem gerðar hafa verið á húsinu á síðastliðnum árum, en auk þess hefur sú fasta sýning sem er í húsinu um Jón Sigurðsson og Ingibjörgu Einarsdóttur konu hans verið endurgerð nýlega. Jafnframt skoðaði forsætisnefnd þær endurbætur sem gerðar hafa verið á íbúð í eigu Alþingis sem er til afnota fyrir íslenska fræðimenn og kennd við Jón Sigurðsson og stendur við Skt. Paulsgade 70, ör- skammt frá Jónshúsi. Í ferðinni kynnti forsætisnefnd sér einnig þá aðstöðu, sem er fyrir skólaþing í danska þinghúsinu, en slíkt þing verður opnað í húsakynnum Al- þingis á næstu mánuðum. Fjölbreytt félagsstarfsemi Á samkomu sem haldin var í Jónshúsi sl. laugardag var forsæt- isnefnd kynnt sú viðamikla starf- semi sem Íslendingar búsettir í Kaupmannahöfn standa fyrir í hús- inu. Við það tækifæri komu fram tveir þeirra kóra sem æfa í húsinu en það voru kvennakórinn og blandaður kór sem nefnist Staka. Þá var sagt frá starfi bókmennta- klúbbsins Thors, starfsemi bóka- safns, konukvöldum, starfsemi ís- lenskuskólans og greint frá undirbúningi ýmissa viðburða sem helgaðir verða Jónasi Hallgríms- syni næsta haust en 16. nóv. verða liðin 200 ár frá fæðingu Jónasar. Gjöf til íslensku- skólans í Jónshúsi Gjöfin afhent Á myndinni eru Helga Kristín Friðjónssdóttir kennari við ís- lenskuskólann, Sólveig Pétursdóttir, forseti Alþingis, og Jón Rögnvalds- son, forstöðumaður Jónshúss.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.