Morgunblaðið - 21.02.2007, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.02.2007, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 2007 11 FRÉTTIR LÖGREGLAN í Rangárvallasýslu var í síðustu viku kölluð til vegna heimilisófriðar sem endaði með því að ölvaður gestur í húsinu var handtekinn. Þegar færa átti manninn í fangageymslur á Selfossi réðst hann að lögreglumönnum og náði að bíta tvo þeirra auk þess sem hann eyðilagði gleraugu annars lögreglumannsins. Maðurinn gisti fangageymslur þar til rann af hon- um ölvíman. Tvær líkamsárásir voru kærðar til lögreglunnar á Hvolsvelli um helgina. Önnur átti sér stað á þorrablóti, hin í heimahúsi. Beit tvo lög- reglumenn EIRÍKUR Bergmann Einarsson, dósent og forstöðumaður Evr- ópufræðaseturs Háskólans á Bif- röst, ritar kafla í fræðibók sem há- skólinn í Lundi í Svíþjóð gefur út. Í kaflanum skrifar Eiríkur um stöðu Íslands í Evrópusamvinnunni. Nið- urstaða hans er að í gegnum EES- samninginn og Schengen sé Ísland komið á kaf í Evrópusamrunann, segir í frétt frá Bifröst. Evrópusamruni Á SAFNANÓTT á vetrarhátíð verð- ur boðið upp á fræðslugöngu frá Hlemmi að Þvottalaugunum í Laugadal og þaðan inn í Grasagarð Reykjavíkur. Gangan hefst föstu- daginn 23. febrúar kl. 20 og í henni segja leiðsögumenn frá lífi og starfi reykvískra kvenna við Þvottalaug- arnar. Morgunblaðið/Þorkell Þvottalaugar Í SÍÐUSTU viku afhenti Jón Helgi Guðmundsson, forstjóri Kaupáss, formanni Björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ ávísun að upp- hæð 1.200.000 kr. Um var að ræða afrakstur söfnunarátaks sem sett var af stað við opnun nýrrar Krónu- verslunar í Mosfellsbæ 10. nóv- ember síðastliðinn. Styrkur Jón Helgi Guðmundsson, forstjóri Kaupáss, og Ingvar Þór, formaður Björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ. Krónan styrkir Kyndil MERKISDAGUR verður á Strönd- um á föstudag, en þá fer í fyrsta skipti fram kennsla á háskólastigi á Hólmavík þar sem heimamenn sjá um kennslu, að því er segir á strandir.is. Von er á 15–20 nemum í hagnýtri menningarmiðlun. Þeir sækja námskeið um menntatengda ferðaþjónustu sem byrjar á Hólma- vík. Strandaháskóli flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið Fréttir á SMS DIONYSOS Á VETRARHÁTÍÐ í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi laugardaginn 24. febrúar kl. 22:00 Aðgangur ókeypis www.vetrarhatid.is Franska rokksveitin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.