Morgunblaðið - 21.02.2007, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.02.2007, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Önnu Pálu Sverrisdóttur aps@mbl.is BORGARSTJÓRN Reykjavíkur er einhuga um að þátttakendur ráð- stefnu klámframleiðenda eru óvel- komnir gestir í borginni. Þetta kom fram á fundi borg- arstjórnar í gær en þar var einróma samþykkt ályktun þar sem harmað er „að Reykjavíkurborg verði vett- vangur ráðstefnu framleiðenda klámefnis […] Og hugsanlega jafn- framt vettvangur athæfis sem bann- að er með íslenskum lögum.“ Athugað með barnaklám Konur voru í meirihluta fund- armanna. Sóley Tómasdóttir, vara- borgarfulltrúi VG, sem mælti fyrir ályktuninni, telur það engu hafa breytt. Konur hafi í gegnum tíðina verið í forystu baráttu gegn klámi en nú hafi borgarstjórn sent skýr skilaboð um að þetta sé málefni samfélagsins alls. „Það er stórkost- legt.“ Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borg- arstjóri hefur lýst því yfir að koma ráðstefnugesta sé í óþökk hans. „Það var mjög ánægjulegt að sjá hvað var breið og eindregin sam- staða um yfirlýsingu borgarstjóra,“ segir Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks. Hann segist ekki hafa tekið til máls á fundinum „sem fulltrúi neins flokks heldur sem faðir dætra minna“. Aðspurður hvort hann líti á sig sem femínista, segir Gísli: „Ef það felst í þessari afstöðu minni, vík ég mér ekki undan því. Ég hef ekki verið að setja þann merkimiða á sjálfan mig en trúi á jafnan rétt ein- staklinganna.“ Í ályktun borgarstjórnar er ítrek- uð sú yfirlýsta stefna Reykjavík- urborgar að vinna gegn klámvæð- ingu og vændi. Þá eru ítrekaðar „óskir borgarstjóra um að lögreglu- embættið rannsaki hvort þátttak- endur í hópi ráðstefnugesta kunni að vera framleiðendur barnakláms, auk annars ólögmæts klámefnis, ef það mætti verða til þess að koma í veg fyrir dvöl meintra kynferð- isbrotamanna hér á landi eða til þess að upplýsa um ólögmæta starfsemi.“ Brot gegn hegningarlögum? Félag kvenna af erlendum upp- runa (WOMEN) hefur einnig sent frá sér ályktun þar sem m.a. er harmað að framleiðendur kláms skuli hafa valið Ísland sem sam- komustað. „Meðal annars hefur komið fram, í viðtali við talskonu hópsins, í kvöldfréttum Rík- isútvarpsins fimmtudaginn 15. febr- úar, að áætlað væri að búa til mynd- efni hér á landi. Myndir á vefnum http://snowgathering.com/ sýna af- rakstur síðustu samkundu og ekki fer á milli mála að þarna er um klámefni að ræða,“ segir í álykt- uninni og eru stjórnvöld hvött til að fylgjast vel með hópnum. Það varðar sex mánaða fangelsi skv. 210. gr. hegningarlaga að „búa til eða flytja inn í útbreiðsluskyni, selja, útbýta eða dreifa á annan hátt úr klámritum, klámmyndum eða öðrum slíkum hlutum …“ Í ræðu sinni á fundi borgarstjórnar í gær sagði Sóley fyrirhugað að brjóta gegn ákvæðinu á ráðstefnunni. „Fyrirhugað er að gera allt það sem 210. grein hegningarlaga kveður á um að megi ekki, að framleiða klám – með klámmyndatökum, að flytja inn klám – m.a. frá kostunaraðil- unum, að selja klám – með kost- unum og að dreifa klámi – m.a. í kostunarpakkanum.“ Hún segist þó binda í alvöru vonir við að hætt verði við ráðstefnuna. „Þessi bransi hefur engan áhuga á svona umfjöllun.“ Íslandsráðstefna framleiðenda kláms fyrir netmiðla vekur hörð viðbrögð víða í íslensku samfélagi Morgunblaðið/Ásdís Bara konur Minnihluti borgarstjórnar er nú eingöngu skipaður konum þar sem karlmennirnir eru allir í leyfi Borgarstjórn öll á móti klámráðstefnu Borgarstjórn ályktaði í gær einróma um að ráð- stefna klámframleiðenda yrði haldin í mikilli óþökk borgaryfirvalda og vill láta rannsaka hvort ráðstefnugestir framleiði ólöglegt klámefni Í HNOTSKURN » Ráðstefna klám-framleiðenda fyrir net- miðla er fyrirhuguð dag- ana 7.–11.mars nk. » Hana ber upp ákvennadaginn 8. mars og hefur vakið hörð við- brögð. » Umdeilt er hvort ís-lensk fyrirtæki, svo sem Hótel Saga þar sem ráðstefnugestir gista, eigi að synja um viðskipti. » Aðilar í ferðaþjónust-unni, m.a. hótelstjóri Hótels Sögu segjast ekki geta gert greinarmun á viðskiptavinum. FULLTRÚAR Skógræktarfélags Reykjavíkur og Kópavogsbæjar hitt- ust í gær til að ræða framkvæmdir í Heiðmörk. Helgi Gíslason, framkvæmdastjóri Skógræktarfélagsins sat fundinn af hálfu félagsins ásamt Aðalsteini Sig- urgeirssyni varaformanni og Kristni Bjarnasyni lögmanni. Frá Kópa- vogsbæ sátu fundinn Páll Magnússon bæjarritari ásamt Steingrími Hauks- syni, Geir Arnari Marelssyni og Stef- áni L. Stefánssyni frá framkvæmda- og tæknisviði. Helgi sagði fulltrúa Skógræktar- félagsins hafa verið boðaða á fundinn til að Kópavogsmenn gætu skýrt sína hlið á málinu. „Við kynntum þeim að félagið hefði ákveðið að leggja fram kæru á hendur þeim varðandi þessa framkvæmd, sem er ólögleg. Það var farið yfir hvort framkvæmdaaðilar hafi haft samráð við félagið og ég held að það hafi verið ágætlega upplýst að svo var ekki,“ sagði Helgi. Hann sagði boltann nú hjá Skógræktarfélaginu sem ætti að gera tillögu að samkomu- lagi við Kópavog um framhald fram- kvæmdarinnar, frágang verksins, samskipti og bætur. Þá var rætt að fulltrúar framkvæmdadeildar Kópa- vogs, verktakans og Skógræktar- félagsins hittust til að fara yfir ákveðnar tæknilegar útfærslur. „Eins og í góðu hjónabandi verða menn að tala saman og ég held að það hafi margt skýrst í þessu. Ég held að margir hafi farið heldur geyst í þessu máli,“ sagði Gunnar I. Birgisson, bæj- arstjóri í Kópavogi, í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins í gær um fundinn. „Það liggur alveg ljóst fyrir að Kópavogsbær mun bæta þær skemmdir, ef einhverjar verða, vegna þessarar vatnslagnar,“ sagði Gunnar og bætti því við að gengið hafi verið frá þessu við fyrrverandi fram- kvæmdastjóra Skógræktarfélagins. Skemmdir verða bættar Skógræktarfélagið gerir tillögu að samkomulagi við Kópavogsbæ Morgunblaðið/Golli Heiðmörk Fulltrúar Skógræktarfélags Reykjavíkur og Kópavogsbæjar hittust til að ræða framkvæmdir við vatnslögn á vegum Kópavogs. STARFSMENN Náttúrustofu Reykjaness flugu ásamt fulltrúum Umhverfisstofnunar yfir svæði í ná- grenni Sandgerðis og Garðs í gær án þess þó að sjá neina olíumengun. Hins vegar fannst dauð og olíu- blaut æðarkolla við Hvalsnes þar sem flutningaskipið Wilson Muuga hefur legið á strandstað í rúma tvo mánuði. Er fuglinn hinn fyrsti sem finnst dauður úr olíumengun. Að sögn Sveins Kára Valdimarssonar, forstöðumanns NR, þarf að ganga fjörur og skoða viss svæði betur. Eru þetta svæði inn að Ósabotnum og Hvalsnes. Sýnatökur vegna þeirrar olíu sem þegar hefur fund- ist við Garðskaga standa yfir hjá rannsóknarstofu ol- íufélaganna og segir Sveinn Kári áhugavert að fá nið- urstöður úr þeim og fá því svarað hvort um sé að ræða svartolíu og þá jafnvel hvaðan hún hafi komið. Samkvæmt upplýsingum á vef Umhverfisstofnunar í gær er enn óljóst hvert olían sem fuglarnir hafa lent í á rætur sínar að rekja. Hins vegar ætti að vera unnt að ganga úr skugga um hvort hún er upprunnin úr flaki Wilson Muuga með rannsóknum á þeim sýnum sem hafa verið tekin. Í gær og fram á fimmtudag er hæsti sjávarstraum- ur og við slíkar aðstæður er hugsanlegt að restar af olíu, sem enn leynast í botntönkum skipsins, nái að leka um rifur á þeim á háfjörunni þegar sjávarborð stendur lægra en rifurnar. Þetta er í samræmi við það sem Umhverfisstofnun hefur áður upplýst að hætta kunni að vera á, að þær restar af olíu sem séu í botn- tönkunum kunni að leka út við slíkar aðstæður. Dælt í nótt úr lestum Wilson Starfsmenn Olíudreifingar voru í skipinu í gær að dæla upp úr lestinni en á háflóði var vonast til þess að þær restar sem í botntönkunum væru myndu þrýstast upp í lestina. Ekki er hægt að ná olíunni sem enn er hugsanlega í botntönkunum á annan hátt án þess að losa úr lestunum sjó sem aftur á móti kynni að valda því að skipið yrði óstöðugra. Slíkt verður tæpast gert fyrr en fyrir liggur með hvaða hætti skipið verður fjarlægt. Fylgst var náið með hvort olía læki undan skipinu á háfjörunni kl. 15 í gær og kom þá í ljós að olíutaumur rakti sig frá skipi til sjávar. Gert var ráð fyrir að starfsmenn Olíudreifingar yrðu um borð í skipinu í nótt til að dæla burtu 15–20 tonnum af sjó með olíu- smiti. Þá er reiknað með því að sýnatökur úr olíu- smituðu fuglunum leiði í ljós nú í vikunni hvaðan olían kom. Fyrsti olíudauði fuglinn fundinn Morgunblaðið/ÞÖK Olíumengun Það gæti skýrst í vikunni hvort olíu- mengun úr Wilson Muuga hafi valdið þeirri ógn sem steðjar að fuglum við Garðsskaga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.