Morgunblaðið - 21.02.2007, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.02.2007, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ ALÞINGI UMHVERFISSTOFNUN telur ekki þörf á sérstökum lögum til að stofna Vatnajökulsþjóðgarð og að með nýju frumvarpi umhverfisráð- herra verði stjórnskipan náttúru- verndarmála alltof flókin. Þetta kem- ur fram í umsögn stofnunarinnar um frumvarpið en það verður tekið fyrir á fundi umhverfisnefndar Alþingis í dag. Í umsögninni er því fagnað að tek- in hafi verið ákvörðun um að stefna að friðlýsingu Vatnajökuls og helstu áhrifasvæða jökulsins. Hins vegar sé ekki nauðsynlegt að gera það með sérstakri löggjöf heldur myndi nægja að nýta lög um náttúruvernd með smávægilegum breytingum. Þá bendir Umhverfisstofnun á að nefnd- in sem vann frumvarpið hafi haft lítið samráð við stofnunina. „Tillögurnar byggjast því ekki á þeirri þekkingu og reynslu sem Umhverfisstofnun og forverar hennar hafa aflað sér á rekstri friðlýstra svæða í tímans rás,“ segir í umsögninni. Umhverfisstofn- un gagnrýnir jafnframt harðlega að til standi að aftengja hlutverk stofn- unarinnar í verndun náttúrunnar frá Vatnajökulsþjóðgarði. Afleiðingin verði m.a. sú að þrenns konar stjórn- sýsla verði á rekstri jafnmargra þjóð- garða landsins og það geti vart talist skilvirkt hjá 300 þúsund manna þjóð. Þarf ekki lög Umhverfisstofnun er ósátt við frumvarp um Vatnajökulsþjóðgarð Í HNOTSKURN » Umhverfisnefnd Alþingistekur frumvarp um Vatna- jökulsþjóðgarð fyrir í dag. » Umhverfisstofnun segirþekkingu stofnunarinnar ekki hafa verið nýtta við vinnslu frumvarpsins. » Stofnunin segir frum-varpið flækja stjórnskipan varðandi náttúruverndarmál. SEGJA má að nú standi yfir af- greiðsludagar á Alþingi enda að- eins um þrjár vikur eftir af starfs- tíma þingsins og mörg mál bíða afgreiðslu. Dagskráin tekur mið af því og bæði í gær og fyrradag stóðu fundir fram eftir kvöldi. Mikið ann- ríki er hjá nefndum þingsins en 42 stjórnarfrumvörp og 19 þing- mannafrumvörp bíða umfjöllunar. Sem dæmi má nefna frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á kynferðisbrotakaflanum, frum- varp utanríkisráðherra um íslensku friðargæsluna, frumvarp Guðjóns Arnar Kristjánssonar um stjórn fiskveiða, frumvarp Kolbrúnar Halldórsdóttur um jafna stöðu og rétt kvenna og karla og frumvarp Guðlaugs Þórs Þórðarsonar um að áfengi verði selt í búðum. Afgreiðsludagar á Alþingi Morgunblaðið/Sverrir Hvíslast á Þingmenn hafa í nógu að snúast þessa dagana og stundum er þörf á fundum á milli funda. Þá getur reynst ágætt að nota hvíslaðferðina gamalkunnu eins og Framsóknarþingmennirnir á þessari mynd. UNDIRBÚNINGUR að notkun bandaríska lyfsins Lucentis er þegar hafinn hjá Landspítala – háskóla- sjúkrahúsi en lyfið er notað til að hamla gegn blindu vegna hrörnunar í augnbotnum. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðherra við skriflegri fyrirspurn Jó- hönnu Sigurðardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar. Eins og Morgunblaðið greindi frá 21. janúar sl. kom Lucentis á markað í Bandaríkjunum á liðnu ári en ekki hefur fengist markaðsleyfi fyrir lyfinu hér á landi. Í svari heilbrigðisráðherra kemur fram að 800–900 Íslendingar séu verulega sjónskertir vegna hrörnunar í augnbotnum og yfir tíu þúsund eru með sjúkdóminn á byrjunarstigi. Um er að ræða algengustu orsök blindu á Íslandi og í nágrannalöndunum. Talið er að lyfjakostnaður á hvern sjúkling myndi nema um 1,1 milljón króna á ári og ætlað er að a.m.k. 150 sjúkling- ar þyrftu meðferð sem tæki tvö ár. Hrörnun í augn- botnum leiðir af sér versnandi sjón en svokölluð beyglusjón, þar sem það sem fyrir augu ber virðist beyglað eða bogið eins og í spéspegli, er oft fyrirboði. Lyfið hefur reynst vel í Bandaríkjunum og búist er við að gengið verði frá miðlægri skráningu lyfsins hjá evrópsku lyfjamálastofnuninni á næstu vikum, en hún tekur þá jafnóðum gildi hér á landi. Lyfið er ekki komið með markaðsleyfi neins staðar á Norðurlönd- um en vitað er að undanþáguleyfi hafi verið gefin út í Danmörku. Undirbúningur að notkun Lucentis hafinn Lyfið er notað gegn blindu vegna hrörnunar í augnbotnum Katrín Júlíusdóttir 20. febrúar „Hvað er klám?“ 7 ára sonur minn spurði mig þessarar spurningar þegar ég var að elda matinn nú í kvöld. Mér brá nú dáldið og fór strax að velta vöngum yfir því hvernig þessi spurning gæti hafa komið upp hjá honum. Spurði hann því að því hvar hann hefði heyrt þetta. „Í Kastljósinu núna“ var svar- ið. […] Ég nefnilega hræðist það mjög að umfjöllun fjölmiðla um þetta mál verði til þess að sonur minn – sem er orðinn læs og skrifandi og fylgist talsvert með fjölmiðlum þar sem þeir eru mikið í gangi á heimilinu – að hann læri það að menn haldi klámhátíðir og klámþing eins og hverja aðra hátíð eða hvert annað þing. Meira: www.katrinjul.is Björn Bjarnason | 19. febrúar 12 ára afmæli Í dag eru tólf ár síðan ég færði fyrstu færsl- una á síðuna mína. Þetta er langur tími og margt hefur verið látið flakka. Þetta er örugg- lega elsta vefsíðan, sem aldrei hefur rykfallið allan þennan tíma. Þrátt fyrir að sumum vinum mínum þyki ég stundum taka dálítið stórt upp í mig, hefur síðan verið mér mjög gagnleg. Úlfaþytur, sem stundum hefur orðið vegna þess, sem hér hefur staðið, er eins og uppgjafarandvarp, þegar til baka er litið. Meira: bjorn.blog.is Ágúst Ólafur Ágústsson | 20. febrúar Ruslakista þingsins Auðvitað er mismikið að gera í nefndunum. Sumar nefndir funda nánast aldrei en aðrar nýta fundartíma sína til hins ýtrasta. Þær nefndir sem ég er í, efnahags- og viðskiptanefnd og alls- herjarnefnd, eru frekar duglegar að funda enda spanna þær mjög vítt svið. Reyndar er allsherjarnefndin nokkurs konar ruslakista sem fær öll þau mál sem passa ekki í neinar af hinum nefndunum. Má hér nefna eftirlaunafrumvarpið og fjölmiðla- frumvarpið. Í þessum tveimur mál- um var mikið um kvöldfundi eins og gefur að skilja. Meira: agustolafur.blog.is ● FJÖLDI þingmála liggur fyrir Alþingi þessa dagana. Frjálslyndi flokkurinn hefur í þriðja sinn lagt fram frumvarp til laga um að íslenska táknmálið verði viðurkennt sem fyrsta mál heyrnarlausra, heyrnarskertra og daufblindra. Verði frumvarpið að lög- um hafa allir heyrnarlausir rétt á að njóta aðstoðar táknmálstúlks til að sinna atvinnu, námi og menningar- lífi, hérlendis sem erlendis. Verði fyrsta mál ● Þórunn Svein- bjarnardóttir, þingmaður Sam- fylkingarinnar, hefur lagt fram fyrirspurn til utan- ríkisráðherra um hvers vegna Ís- land hafi ekki við- urkennt sjálf- stæði Vestur-Sahara. Vestur-Sahara hefur verið hernumin af Marokkómönnum í meira en 30 ár en yfir 80 ríki hafa viðurkennt útlaga- stjórn Polisario, frelsishreyfingar Sahrawimanna. Viðurkenni V-Sahara Þórunn Svein- bjarnardóttir ● Drífa Hjart- ardóttir, þing- maður Sjálfstæð- isflokks, mælti í gær fyrir þings- ályktunartillögu þess efnis að heilbrigð- isráðherra standi fyrir farald- ursfræðilegri rannsókn á mögu- legum áhrifum rafsegulsviðs farsíma og rafsegulbylgna á mannslíkamann. Flutningsmenn eru úr þremur þing- flokkum og þetta er í annað sinn sem tillagan er flutt. Í greinargerð er vitn- að í erlendar rannsóknir og bent á að tæki á borð við tölvur og farsíma skipi æ meiri sess í lífi fólks og því þurfi að fara fram upplýst umræða um áhrif þess á mannslíkamann. Alltaf í símanum Drífa Hjartardóttir ÞINGFUNDUR hefst á hádegi í dag. Auk fyrirspurna eru áætlaðar tvær utandagskrárumræður. Ann- ars vegar um þróun kaupmáttar hjá almenningi og hins vegar um meðferðarúrræði fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga. Dagskrá þingsins ÞETTA HELST ... ÞINGMENN BLOGGA UMRÆÐA um Orkubú Vestfjarða var fyrirferðamikil á Alþingi í gær þegar fjármálaráðherra mælti fyrir frumvarpi um að eignarhlutur rík- isins í orkubúinu sem og hlutur í Raf- mangsveitu ríkisins (RARIK) verði lagðir til Landsvirkjunar. Verði frumvarpið að lögum verða Orkubú Vestfjarða og RARIK að fullu dótt- urfélög Landsvirkjunar. Stjórnarandstöðuþingmenn gagn- rýndu frumvarpið harðlega. Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Frjáls- lynda flokksins, sagði Landsvirkjun hafa selt orku vegna Kárahnjúka of lágu verði til að standa undir fram- kvæmdunum og nú væri öðrum ætl- að að borga það. Fyrir vikið gætu Vestfirðingar ekki nýtt Orkubú Vestfjarða til að styrkja sitt eigið at- vinnulíf. Sagði Kristinn frumvarpið eitt það alversta sem hann hafi séð og fráleitt m.t.t. byggðasjónarmiða. Steingrímur J. Sigfússon, þing- maður VG, sagði frumvarpið vera einokunarfrumvarp og var mjög ósáttur við að ráðherra kæmi með það fram að nýju en það er nú lagt fram með breyt- ingum. „Þetta frumvarp gengur auðvitað þvert á anda og tilgang innleiðingar orkutilskipunar Evrópusam- bandsins sem átti að leiða hér til samkeppnismarkaðar á sviði raforku,“ sagði Steingrímur og bætti við að þetta yrði „einn sam- ansúrraður einokunarrisi“. Árni M. Mathiesen, fjármálaráð- herra, sagði fráleitt að halda því fram að um einkavæðingu væri að ræða. Engin ákvörðun hefði verið tekin um slíkt. Hins vegar mætti ná fram ýmiss konar hagræðingu í rekstri fyrirtækjanna tveggja en í greinargerð með frumvarpinu kem- ur jafnframt fram að æskilegt sé að ríkið reyni að halda utan um hags- muni sína í rekstri raforkufyrirtækja í einu öflugu félagi. Deilt um samein- ingu orkufyrirtækja Árni M. Mathiesen Í frétt um svonefnda klámráðstefnu á þessari síðu í gær var í undirfyr- irsögn ritað að forsætisráðherra hefði sagt nóg að lögregla gripi í taumana ef þyrfti. Þetta er hins veg- ar ekki rétt heldur sagði forsætis- ráðherra lögregluna hafa þessi mál til rannsóknar og að hann vænti þess að kæmist upp um ólöglegt athæfi gripi hún í taumana. Þarna var því rangt haft eftir og beðist er velvirð- ingar á mistökunum. LEIÐRÉTT ● Ísland hefur undirritað en ekki fullgilt samning Evrópuráðsins um aðgerðir gegn mansali en Margrét Frímannsdóttir, þingmaður Samfylk- ingarinnar, mælti fyrir þingsályktun- artillögu í gær þess efnis að stjórn- völd fullgildi samninginn. Í greinargerð kemur fram að 31 ríki hafi undirritað samninginn en tvö hafi fullgilt hann, Rúmenía og Mol- dóva. Samningurinn taki hins vegar ekki gildi fyrr en 10 ríki hafi fullgilt hann. „Baráttan gegn mansali er nú háð af auknum þunga á al- þjóðavettvangi. Hér er um að ræða einhverja verstu skuggahlið hnatt- væðingar og opinna landamæra sem ógnar mannréttindum og öðr- um grunngildum lýðræðislegra sam- félaga,“ segir jafnframt í greinar- gerðinni. Barist gegn mansali

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.