Morgunblaðið - 21.02.2007, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 21.02.2007, Blaðsíða 41
|miðvikudagur|21. 2. 2007| mbl.is staðurstund Leikarinn Gísli Örn Garðarsson hefur þekkst boð enska þjóð- leikhússins um að leika á fjölum þess. » 43 leiklist Ingveldur Geirsdóttir fjallar um tónskáldið og söngkonuna Emi- lie Simon sem er væntanleg hingað til lands. » 42 af listum Erlendir fjölmiðlar fjalla um ferðalag leikarans Judes Laws hingað til lands og vináttu hans við Höllu Vilhjálmsdóttur. » 49 fólk Gagnrýnandi er ánægður með framtak Eyþórs Inga Jóns- sonar sem lék óskalög á orgel í Akureyrarkirkju. » 45 tónlist Teiknimyndin Kirikou og villi- dýrin er fyrir yngstu kynslóð- ina. Hún fær þrjár stjörnur hjá gagnrýnanda. » 49 kvikmyndir Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is VETRARHÁTÍÐ í Reykjavík verð- ur formlega sett annað kvöld en há- tíðin stendur fram á sunnudag. Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri setur hátíðina á Aust- urvelli kl. 19.45 en að því loknu hefj- ast sérstæðir tónleikar franska tón- listarmannsins Michel Moglia. Moglia leikur á sérstakt eldorgel sem breytir hita í hljóð. Í tilkynn- ingu segir, að þeir sem hafi upplifað þennan óvenjulega gjörning, segi að dularfull hljóðin minni helst á blöndu af hvalasöng, tíbetskum trompethljómum, afrískum flautum og flugvélahreyflum. Moglia fær góðan liðsstyrk á tónleikunum en þeir Sigtryggur Baldursson og Steingrímur Guðmundsson leika á parabólur auk þess sem Gísli „Gald- ur“ Þorgeirsson þeytir skífum. Aðspurður segist Moglia hafa fengist við að leika á eldorgel í um það bil tólf ár. „Þetta hefur þróast töluvert á þeim tíma og ég hef spilað á fimm mismunandi eldorgel á þess- um árum. Ég spila til dæmis á mis- munandi orgel í mismunandi lönd- um og þá eru hljóðin alltaf ólík,“ segir Moglia, en orgelið sem hann spilar á hér á landi er sjö metra breitt og níu metra hátt. Ekki beint tónlist „Ég var klassískur flautuleikari en missti áhugann á því og missti raunar áhugann á klassískri tón- list,“ segir Moglia um tilurð þess að hann fór að fást við þessi sérstöku hljóðfæri. „Ég fór til Afríku þar sem ég kynntist manni sem spilaði á bambusflautu. Hann hafði mikinn áhuga á því hvernig öndunarkerfi mannsins virkar og hann kveikti áhuga minn á því. Ég áttaði mig þá á því að andardráttur okkar tengist því að innra með okkur býr ákveð- inn eldur. Í kjölfarið fór ég að búa til hljóð með því að kveikja eld inni í þar til gerðum rörum,“ segir Moglia sem síðar þróaði frumútgáfu hljóð- færisins sem hann leikur á annað kvöld. Hann segir að ekki sé beint um tónlist að ræða. „Þetta snýst um orku og hljóð úr náttúrunni eins og til dæmis hljóðin sem vindurinn skapar. Við erum alltaf að spinna því við gerum þetta utandyra og vindurinn hefur áhrif á þau hljóð sem myndast. Þetta er því ekki beint tónlist en fyrirfram hef ég samt einhverjar hugmyndir um hvernig þetta muni hljóma.“ Moglia segir fremur einfalda eðl- isfræði búa að baki þessari tækni. „Hljóðin heyrast þegar mismunandi hitastig mætast í sama rörinu, þá myndast svo mikil orka. Ef hitastig- ið er alls staðar það sama í heilu röri myndast engin hljóð,“ útskýrir hann. Moglia hefur spilað víða um heim á undanförnum árum, þar á meðal í Svíþjóð, Rússlandi og Brasilíu. „Það sem er sérstaklega skemmtilegt við að spila á Íslandi er að fá að spila með íslenskum tónlist- armönnum og að vinna við íslenskt veðurfar. Þá er líka magnað að vera að spila svona tónlist á þessu mikla eldfjallalandi.“ Aðspurður segir hann vissulega geta verið erfitt að ferðast milli landa með svo stórt hljóðfæri, en hann hafi hins vegar gripið til þess ráðs að smíða eldorgel á staðnum, eins og hann gerði til dæmis í Sao Paulo í Brasilíu. Moglia notar sérstakt gas til að framkalla eldinn í orgelinu. Hann segir það þó frekar hættulaust. „Eins og allir hlutir sem varðveita mikla orku getur þetta verið hættu- legt fyrir mig. En áhorfendum staf- ar engin hætta af þessu. Það er miklu hættulegra að keyra bíl en að koma að sjá og heyra í eldorgelinu.“ Leikið á eldorgel á Austurvelli Morgunblaðið/Golli Tilsögn Michel Moglia segir þeim Sigtryggi Baldurssyni og Steingrími Guðmundssyni til á æfingu í gær. Frakkinn Michel Moglia opnar Vetrarhátíð á óvenjulegan hátt Sjónarspil Það er nóg um að vera á sviðinu á tónleikum hjá Moglia. Tónleikarnir fara fram á Aust- urvelli og hefjast kl. 20 annað kvöld. Aðgangur er ókeypis. NÝÚTKOMIÐ tölublað af Jóni á Bægisá – tímariti þýðenda er helgað ensk-ameríska skáldinu og Íslandsvininum W.H. Auden (1907–1973). Auden er mörgum kunnur hér á landi, ekki síst fyrir tvær Íslandsheimsóknir, bókina Letters from Iceland og þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar á ljóðinu „Ferð til Ís- lands“. Í Jóni á Bægisá eru nokkur áður óþýdd kvæði skáldsins auk ítarlegrar umfjöllunar um æviferil hans og skáldskap. Auk þess er að finna kafla úr Letters from Iceland sem ekki hafa áður verið þýddir. Þýðandi og umsjón- armaður alls þessa efnis í ritinu er Ögmundur Bjarnason læknir og þýðandi, en auk hans eiga þar efni; Sigurður A. Magnússon, Ragnar Jó- hannesson og Matthías Johannessen sem allir þrír hittu Auden í lifanda lífi. „Auden er svolítið tengdur okkur Íslend- ingum, hann kom hingað tvívegis, var umhuga í orði kveðnu um íslenskar fornbókmenntir og átti þátt í því að snúa úrvali úr eddukvæðum yfir á ensku. Hann las fornsögurnar okkar og fór fallegum orðum um Ísland og íslenska menningu víða. Því er full ástæða til þess fyrir okkur að halda nafni hans svolítið á lofti,“ segir Ögmundur sem hefur lengi þótt Auden skáld gott. „Hann er ekkert uppáhaldsskáld hjá mér, þannig lagað, en vissulega merkilegur og ég hef hrifist af mörgu sem ég hef lesið eftir hann. Auden var mjög fjölhæfur og orti í öllum mögulegum stílum.“ Í tilefni af útgáfu Jóns á Bægisá og ald- arafmælis Auden efnir Stofnun Vigdísar Finn- bogadóttur ásamt breska sendiráðinu til dag- skrár í stofu 101 í Odda, Háskóla Íslands, í dag frá kl. 15.30 til 17.30. Þar munu Ögmundur, Matthías og Sigurður allir halda erindi um Auden auk þess sem Martin Regal dósent og Ragnheiður Steindórsdóttir leikkona lesa úr ljóðum Audens á ensku og íslensku. Jón á Bægisá fjallar um skáldið W.H. Auden Ólafur K. Magnússon Skáld W.H. Auden dvaldist hér á landi um skeið árið 1936 og aftur 1964. Auden með þeim Gunnari Gunnarssyni, Sigurði Nordal og Tómasi Guðmundssyni á Hótel Borg árið 1964.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.