Morgunblaðið - 21.02.2007, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.02.2007, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Tryggðu þér áskrift! Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemi á liðnu ári. 2. Ársreikningur félagsins fyrir starfsárið 2006. 3. Ákvörðun um hvernig fara skuli með hagnað félagsins. 4. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna. 5. Breyting á samþykktum: Tillaga um að hækka hlutafé félagsins með útgáfu nýrra hluta, að fjárhæð 292.000.000 kr. að nafnvirði á genginu 13,7 sem þegar hefur fengist áskrift fyrir. Það leiðir af tillögunni að hluthafar falla frá áskriftarrétti. 6. Breyting á samþykktum: Tillaga um að hækka hlutafé félagsins með útgáfu nýrra hluta, að fjárhæð 230.000.000 kr. að nafnvirði á genginu 16,5 sem þegar hefur fengist áskrift fyrir. Það leiðir af tillögunni að hluthafar falla frá áskriftarrétti. 7. Kosning stjórnar og endurskoðanda. 8. Umræður og atkvæðagreiðslur um önnur málefni sem löglega eru upp borin. verður haldinn miðvikudaginn 28. febrúar nk. á Hótel Nodica, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík, sal G. Fundurinn hefst kl. 16.00. Aðalfundur Fasteignafélagsins Stoða hf. ● LAUN og launaaukar bankastjóra, sex framkvæmdastjóra og stjórn- armanna Glitnis námu samtals 460 milljónum króna í fyrra en samsvar- andi upphæð var 224 milljónir árið 2005 en þá voru framkvæmdastjór- arnir fimm. Þetta kemur fram í árs- skýrslu Glitnis. Laun og launaaukar Bjarna Ár- mannssonar, forstjóra Glitnis, hækk- uðu um 75% á milli ára, fóru úr 80 milljónum árið 2005 í 140 milljónir króna í fyrra. Miklar hækkanir                          !!"#         $"%&' (!!)(         *  + , ')        ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● LÍTIL breyting varð á úrvalsvísitölu OMX á Íslandi en hún lækkaði um eitt stig í 7.349 stig. Gengi bréfa FL Group og Alfesca hækkaði um 1,5%. Gengi bréfa Teymis lækkaði mest eða um nær 4% og gengi bréfa Atl- antic Petroleum lækkaði um 3,2%. Krónan veiktist um 0,25% í gær og evran kostar nú 87,5 krónur, pundið 130,1 og dalurinn 66,55 krónur. Tíðindalítið á hluta- bréfavígstöðvum ● HAGNAÐUR af rekstri fyrirtæk- isins Alfesca nam 19,5 milljónum evra eða 1,7 milljörðum íslenskra króna á öðrum ársfjórðungi rekstr- arárs fyrirtækisins og 17,7 millj- ónum evra á fyrstu sex mánuðum fjárhagsársins en það er um 47% aukning milli ára. Sala á öðrum ársfjórðungi nam 235 milljónum evra sem er 6,1% aukning frá síðasta ári. Hagnaður fyrir afskriftir og fjár- magnsliði (EBIDTA) nam 34,7 millj- ónum evra á ársfjórðungnum og 38,3 milljónum evra fyrstu sex mánuði ársins. Er það aukning um 20% milli ára. Fram kemur í tilkynningu Alfesca, að hráefnisverð á laxi virðist vera að ná meiri stöðugleika. Framboð af laxi, sem verði tilbúinn til slátr- unar seinni part ársins 2007, sé um 32% meira en á síðsta ári. Alfesca hagnast um 1,7 milljarða króna ● GREININGARDEILD Landsbank- ans hefur sent frá sér nýtt verðmat á Straumi-Burðarási Fjárfestinga- banka. Þar er mælt með að fjár- festar kaupi bréf í bankanum og yf- irvogi þau í vel dreifðu eignasafni. Landsbankamenn segja Straum ætla sér stóra hluti á næstu árum og hafi arðsemismarkmið verið hækkuð samhliða nýjum mark- miðum. Stjórnendur hefðu komið á óvart á síðasta ári með því að ná öllum settum markmiðum. Hefur greiningardeildin trú á að flest ný markmið bankans náist einnig á næstu árum. Kennitölur Straums eru sagðar nokkuð hagstæðar. Ekki sé hægt að bera kennitölurnar saman við innlendu viðskiptabank- ana. Mikill munur sé á starfsemi bankanna og eðli eiginfjárbinding- ar. Mæla með Straumi SPRON-Verðbréf, SPRON og Net- bankinn munu á næstu dögum bjóða viðskiptavinum sínum nýja ávöxtunarleið; innlánsreikning sem tengdur er kjörum hlutabréfa- vísitalna í Evrópu og Asíu. Reikn- ingurinn verður vaxtalaus en fjár- festirinn fær hins vegar þá ávöxtun sem tengd er viðkomandi hluta- bréfavísitölum. Höfuðstóll fjárfestis er tryggður og þýðir það að SPRON ábyrgist höfuðstólinn og féð sem fjárfestir leggur fram í upphafi er greiddur til baka óskertur á uppgjörsdegi, óháð þró- un hlutabréfamarkaða. Fjárfest- irinn mun því vera tryggður gagn- vart niðursveiflum, en fær hækkun á umræddum vísitölum með tilliti til þróunar þeirra á tímabilinu. Reikningurinn verður bundinn í tvö ár og þóknun SPRON-Verðbréfa nemur 1%. Fleiri svipaðar vörur Hlutabréfavísitölurnar vega allar jafnmikið í reikningnum, eða þriðj- ung hver, og þær eru evrópsku vísi- tölurnar CECE EUR og SX5E og kínverska HSI vísitalan. ECE EUR sem er skráð í kaup- höllinni í Vín, er samansett af 29 austur-evrópskum fyrirtækjum og hefur hækkað um 70% á síðast- liðnum tveimur árum. SX5E sem er skráð í Sviss, er samansett af 50 stórum fyrirtækjum á evrusvæðinu og hefur hækkað um 38% á síðustu tveimur árum. HSI (Hang Seng In- dex) og skráð er í Hong Kong, er samansett úr 36 fyrirtækjum, sem flest eru í Kína og hefur hækkað um 41% á síðustu tveimur árum. Ólafur Haraldsson, fram- kvæmdastjóri hjá SPRON, segir fyrirtækið hafa tryggt sig að mestu fyrir hugsanlegum niðursveiflum í hlutabréfavísitölunum þremur og geti þess vegna boðið áðurnefnda höfuðstólstryggingu. „Trygginga- samningarnir miðast við ákveðið hámark innlánsfjár og er því ekki víst að allir geti fjárfest í reikn- ingnum sem vilja að þessu sinni. Sé áhuginn hins vegar nægilegur er mjög líklegt að við bjóðum fljótlega aftur upp á svipaða vöru.“ Fjárfestar geta skráð sig fyrir innlánum frá 20. til 26. febrúar. SPRON ábyrgist höfuð- stól á hlutabréfareikningi ICELANDIC Water Holdings ehf. í Þorlákshöfn, sem framleiðir Ice- landic Clacial, hefur samið við Lead- ing Brands Inc.-dreifingarfyrirtæk- ið um að dreifa íslensku vatni í neytendaumbúðum í Kanada undir vörumerkinu Icelandic Glacial. Leading Brands, sem skráð er á Nasdaq, dreifir fjölda þekktra drykkjarvörumerkja í verslanir um alla Norður-Ameríku og er með eitt sterkasta og öflugasta dreifinetið í Kanada. Fyrir ári hófst markaðssetning á Icelandic Glacial í völdum verslun- arkeðjum í Kanada og hefur vatnið fengist í Shoppers, Drug Mart, Sob- ey’s, Whole Foods Markets, Wal- Mart, Ultramar og Boni-Soir. Í tilkynningu Icelandic Water Holdings og Leading Brands segir að með þessum samningi muni Ice- landic Glacial fá enn víðtækari dreif- ingu í Kanada en vatninu hafi verið mjög vel tekið þar og eftirspurnin farið vaxandi. „Þessi samvinna við Leading Brands er mikilvægt skref í sókn okkar með Icelandic Glacial í Norð- ur-Evrópu,“ segir Kristján Ólafs- son, sölustjóri. Icelandic Water Holding er í meirihlutaeigu Jóns Ólafssonar og Kristjáns sonar hans og er með verksmiðju í Þorlákshöfn þar sem vatni úr gamalli lind í Ölfusi er tapp- að á flöskur. Samið um dreif- ingu Glacial Ljósmynd/Halldór Kolbeins Icelandic Glacial fá- anlegt í verslunum um allt Kanada HAGNAÐUR Icelandair Group eftir skatta í fyrra nam 2,6 milljörðum króna og ávöxtun eigin fjár félagsins nam um 10%. Samaburður niður- stöðutalna eftir fjármagnsliði er ekki mögulegur þar sem félagið var áður hluti af samstæðu FL Group en var skráð sem almenningshlutafélag í Kauphöllinni í desember. Rekstur Icelandair Group er að venju sveiflukenndur eftir árstíðum og þannig nam tap af rekstri fjórða ársfjórðungs um 555 milljónum króna. EBIDTA eykst um 22% Jákvæð þróun var í rekstri Ice- landair Group þegar horft er til hefð- bundinna rekstrarhagnaðarliða; þannig var rekstrarhagnaður Ice- landair Group fyrir afskriftir og fjár- magnsliði (EBIDTA) 6.058 milljónir króna á móti 4.953 milljónum króna árið 2005 og jókst því um liðlega fimmtung. Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði og skatta (EBIT) nam 3,3 milljörðum króna á móti tæpum 2,6 milljörðum árið áður og jókst því um 28%. Rekstrartekjur Icelandair Group losuðu 56 milljarða króna og jukust um 23% frá árinu 2005 en Icelandair skilaði 52% af tekjum samstæðu Ice- landair Group. Eignir félagsins í árslok námu 76,6 milljörðum króna, eigið fé var um 26 milljarðar og eiginfjárhlutfall félags- ins var því 34%. Icelandair Group með 2,6 milljarða króna hagnað Morgunblaðið/ÞÖK Góðar horfur Jón Karl Ólafsson forstjóri segir horfur almennt góðar og hjá Icelandair Group stefni menn að því að gera enn betur í ár en í fyrra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.