Morgunblaðið - 24.03.2007, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 24. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
ÞETTA HELST ...
VIÐSKIPTI
● ÚRVALSVÍSITALA aðallista Kaup-
hallar Íslands lækkaði lítillega í gær,
eða um 0,1%, og er lokagildi hennar
7.514 stig.
Mest lækkun varð á hlutabréfum
Teymis, eða 2,7%. Þá lækkuðu bréf
365 hf. um 1,7%, Exista um 1,4% og
FL Group um 1,3%.
Mest hækkun varð í gær á hluta-
bréfum Össurar, eða 0,8%. Þá
hækkuðu bréf Glitnis um 0,7% og
bréf Actavis um 0,4%.
Lækkun í Kauphöllinni
● FJÖLMIÐLA-
FYRIRTÆKIÐ 365
hf. tilkynnti í gær
til Kauphallar Ís-
lands um við-
skipti með eigin
bréf, sem fram
fóru í lok janúar. Í
tilkynningunni
segir að um sé að
ræða afhendingu bréfa vegna upp-
gjörs á kaupum á Senu af Disknum
ehf., en láðst hafi að geta um við-
skiptin.
Að sögn Þórðar Friðjónssonar, for-
stjóra Kauphallarinnar, flokkast við-
skipti fyrirtækis með eigin bréf undir
innherjaviðskipti og því beri að til-
kynna þau strax. Það hafi ekki verið
gert í þetta skipti og í þannig tilvikum
sé það regla Kauphallarinnar að vísa
málinu til Fjármálaeftirlitsins (FME).
Það verði gert í þessu tilviki.
Gleymska verður
tilkynnt til FME
● KAUPÞING er á lokastigi viðræðna
um kaup á dönsku húsgagnakeðj-
unni Ilva af breska fjárfest-
ingasjóðnum Advent. Danskir fjöl-
miðlar greindu frá þessu í gær.
Sjóðurinn keypti Ilva fyrir fjórum ár-
um og frá þeim tíma hefur fyrirtækið
opnað eitt vöruhús í Svíþjóð og þrjú í
Bretlandi. Ilva er með þrjár stórversl-
anir í Danmörku; í Lyngby, Ishøj og
Árósum, en sú fyrsta var opnuð árið
1974. Að sögn Benedikts Sigurðs-
sonar, upplýsingafulltrúa Kaupþings,
verður gengið frá kaupunum á næstu
vikum. Mun Kaupþing hafa lagt Ad-
vent til lánsfé á sínum tíma. Tap varð
á rekstri Ilva á síðasta ári upp á 128
milljónir danskra króna, einkum
vegna kostnaðar af útrásinni til Sví-
þjóðar og Bretlands.
Kaupþing kaupir
danska verslanakeðju
ÍSLAND er enn í hæsta áhættu-
flokki og í hagkerfinu eru enn merki
um mögulega ofhitnun. Þetta er mat
lánshæfismatsfyrirtækisins Fitch
Ratings og kemur fram í nýrri
skýrslu þess um áhættuna í banka-
kerfum heimsins (Bank Systemic
Risk Report).
Í skýrslunni er útlánavöxtur sagð-
ur hafa verið með mesta móti í heim-
inum á síðasta ári. Þróunin í sífellt
fleiri þróunarlöndum valdi áhyggj-
um. Þá segir í skýrslunni að þótt þau
lönd sem séu með þróað bankakerfi
séu betur í stakk búin til að mæta
hugsanlegum áföllum, þá sé ástæða
til að hafa áhyggur af svonefndum
nýmarkaðslöndum. Ísland hefur ver-
ið talið tilheyra þeim hópi.
Mikill þrýstingur
Segir í skýrslunni að dregið hafi
úr útlánum á Íslandi á síðasta ári.
Einkageirinn hafi engu að síður vax-
ið að umfangi um meira en 63% af
vergri landsframleiðslu. Það gefi til
kynna að efnahagskerfið sé enn und-
ir miklum þrýstingi.
Í skýrslunni kemur fram að Ástr-
alía og Kanada hafi verið færð í
hæsta áhættuflokk en þó segir að
staðan í þessum löndum sé ekki sam-
bærileg við stöðuna á Íslandi. Þá eru
í þessum flokki einnig lönd eins og
Suður-Afríka, Aserbaídsjan, Rúss-
land og Íran.
Þá er tekið fram í skýrslunni að þó
svo að hlutfallið á milli útlána og
vergrar landsframleiðslu hafi aukist
hratt í löndum eins og Írlandi og
Spáni sé ekki ástæða til að þau lendi í
hæsta áhættuflokki.
Fitch setur Ísland áfram
í hæsta áhættuflokk
Segir enn merki um hugsanlega ofhitnun í hagkerfinu
kerfin heldur hverjir séu flinkastir
að nota þau. Og við höfum náð
nokkrum árangri í þeim efnum.
Þetta hefur undið upp á sig því nú
hefur verið ákveðið að markaðssetja
okkar lausnir á ákveðnari hátt en
hingað til. Enn er markmiðið það
sama og í byrjun, nefnilega að það sé
hægt að ná niður kostnaði við upp-
lýsingatæknina með því að bjóða
lausnir sem allir geta nýtt á sama
tíma. Þar teljum við okkur vera með
sérstöðu. Ný stefna, nýtt nafn og út-
lit er liður í þessu.“
Að sögn Sæmundar er ekki úti-
lokað að eignarhaldið í Teris verði
opnað er fram líða stundir. Hann
segir þó ekkert hafa verið ákveðið í
þeim efnum. Þá segir hann að til
þessa hafi ekki verið gerð krafa um
að fyrirtækið skili arði. Á því verði
hins vegar breyting á þessu ári.
Starfsmenn Teris eru um 100 og
er fyrirtækið meðal stærstu upplýs-
ingatæknifyrirtækja landsins.
Nafnið Teris er afbrigði af forn-
gríska karlmannsnafninu Eleuther-
ios sem merkir frjáls og óháður. Í
forn-grísku er til sagnorðið tereo-
sem þýðir vernda eða vaka yfir.
Ákveðin markaðs-
sókn með nýju nafni
Tölvumiðstöð sparisjóðanna breytir um nafn og heitir Teris
Morgunblaðið/ÞÖK
Breytingar Sæmundur Sæmundsson forstjóri Teris kynnti hið nýja nafn og
hina nýju stefnu Tölvumiðstöðvar Sparisjóðanna í gær.
Eftir Grétar Júníus Guðmundsson
gretar@mbl.is
TÖLVUMIÐSTÖÐ sparisjóðanna
hefur fengið nýtt nafn og heitir nú
Teris. Ákvörðun um þetta var tekin á
aðalfundi félagsins í gær. Að sögn
Sæmundar Sæmundssonar, for-
stjóra Teris, hefur verið ákveðið að
markaðssetja lausnir fyrirtækisins
með ákveðnari hætti en hingað til og
nýtt nafn er liður í því.
Sæmundur segir að sparisjóðirnir
hafi stofnað Tölvumiðstöðina árið
1989 og hún hafi verið eiginleg tölvu-
deild sjóðanna allar götur síðan þá.
„Tölvumiðstöðin hefur alltaf þurft að
útbúa sínar lausnir þannig að mörg
fjármálafyrirtæki geti notað sömu
lausnirnar,“ segir Sæmundur. „Og
það er einmitt einn helsti munurinn á
því sem við gerum, annars vegar, og
tölvudeildir bankanna, hins vegar,
sem útbúa lausnir hver fyrir sinn
banka. Við erum hins vegar að útbúa
lausnir sem margir geta nýtt á sama
tíma á sama vélbúnaði, en öllu er þó
haldið algjörlega aðskildu.“
Árangur hefur náðst
Sæmundur segir að fyrir um fimm
árum hafi Tölvumiðstöðin byrjað að
markaðssetja þær lausnir sem hún
hefur unnið að út fyrir eigendahóp-
inn, þ.e. sparisjóðina. „Þar höfum við
unnið eftir þeirri hugmyndafræði að
samkeppni á fjármálamarkaði bygg-
ist ekki á því hverjir séu með bestu
NÝ íbúðalán bankanna í febrúar
námu samtals 3,7 milljörðum króna
og jukust þau um 900 milljónir frá
janúar. Heildaríbúðalán bankanna
voru komin í rúma 392 milljarða í lok
febrúar. Þetta kemur fram í tölum
frá Seðlabanka Íslands.
Fjöldi íbúðalána bankanna er lið-
lega 40 þúsund og meðalfjárhæð láns
er um 9,4 milljónir króna.
Í febrúar voru heildarútlán Íbúða-
lánasjóðs um 4,4 milljarðar króna og
var það áttundi mánuðurinn í röð
sem útlán sjóðsins voru meiri en
samanlögð íbúðalán bankanna.
Í hálf fimm fréttum Kaupþings
segir að eftir rólegheit í byrjun árs
hafi orðið aukning í íbúðalánum í
febrúar. Þá segir að miðað við veltu-
tölur frá Fasteignamatinu fyrir
fyrstu tvær vikurnar í mars virðist
vera góður gangur á fasteignamark-
aði og engin merki um að það sé að
draga úr umsvifum.
„Aukin samkeppni á íbúðalána-
markaði síðustu vikur, sem hefur
skilað sér í auðveldara aðgengi að
lánsfé, ætti að öðru óbreyttu að leiða
til aukinnar eftirspurnar á markaði
og þar með ýta undir frekari hækkun
fasteignaverðs á landinu öllu,“ segir í
hálf fimm fréttum Kaupþings.
Tekið er í svipaðan streng í Morg-
unkorni Glitnis, en þar segir að kipp-
ur virðist vera að koma í fasteigna-
markaðinn.
Ýtt undir verðhækkun
Íbúðalán bankanna aukast um 900 milljónir milli mánaða
Morgunblaðið/ÞÖK
Aukning Kippur virðist kominn í
fasteignamarkaðinn að nýju.
STERLING-
flugfélagið hef-
ur skrifað undir
viljayfirlýsingu
um leigu á
þremur flug-
vélum sænska
lággjaldaflug-
félagsins FlyMe
til viðbótar við
tvær vélar sem Sterling hefur nú
þegar leigt. Þetta segir Almar
Örn Hilmarsson, forstjóri Sterl-
ing.
FlyMe var með sex flugvélar í
rekstri þegar félagið óskaði eftir
að verða tekið til gjaldþrotaskipta
um síðustu mánaðamót. Fljótlega
var gengið frá leigu Sterling á
tveimur flugvélum FlyMe. Almar
Örn segir að næg verkefni séu
hjá Sterling fyrir vélarnar þrjár,
þegar gengið hefur verið end-
anlega frá leigu þeirra, sem allar
líkur séu á að verði innan tíðar.
Þrjár vélar
til viðbótar
!"# $
!
"! "#$
!!
%!
$&!
'
() * +, -
. / +'
&-' , -
0
0!
$ !
1 2% 34$54'
6
)7
$ +!
8
- ! (! - +
8
-
!
9:5
;0<%
=>
=>++ + 33
? 3
1 4 * +1 3 -
(%-
( 35
!
@
@
@A
@
@
@
@
@B
@
A@
@
@
@A
@
@
A@
@
@
@B
@
@
@
B@
@
@A
@
@
( -2
3
-+ = '!3C !-+ . 1
AB
AB
BBAB
AB
A
ABBA
B
AB
A B
B
A B
A
B
AB
2
B BB
2
2
AA
B
2
2
2
2
@
@
@A
@
@
@
@
@A
@
@
@
@
@A
@
@
A@
@
@B
@B
@
2
@
A@A
@
@
2
@
@
@
@B
@
@
@
@
@
@
B@
@
@
@B
@
@
A@
@A
@
@
@
2
@
B@
2
2
@B
@
? 3 CE =(F + $5 -
3
A
B
A
2
B
2
2
2
2
2
2
1C3
33
9-G
1H"
$=1)
I<
;0<1!
;0<.
9
8
)<
I!JK!
ATORKA hefur eignast nærri 30%
hlut í breska tæknifyrirtækinu
Clyde Process Solutions (CPS), sem
skráð er á AIM-markaðinn í Lond-
on. Heildarkaupverð var um níu
milljónir punda, um 1,1 milljarður
króna, en viðskiptin fóru fram í
tengslum við útgáfu nýs hlutafjár í
félaginu. Fyrir átti Atorka um 10%
hlut í CPS en í kjölfar hlutafjár-
aukningar kaupir CPS allt hlutafé í
bandaríska félaginu MAC Equip-
ment Inc. CPS framleiðir lausnir til
flutninga og meðhöndlunar á hrá-
efni í framleiðsluferlum, ásamt
tengdum mengunarvarnarbúnaði.
Kaupir í CPS
fyrir milljarð
ALÞÝÐUSAMBAND Íslands (ASÍ)
og Samtök fjármálafyrirtækja
(SFF) hafa ákveðið að efna til sam-
starfs um samanburðarúttekt á
þjónustugjöldum banka og spari-
sjóða á Norðurlöndum. Hagfræði-
stofnun Háskóla Íslands sér um
framkvæmd verkefnisins.
Í fyrsta áfanga verður lagt mat á
helstu þjónustuliði, þ.e. þjónustu-
gjöld, en í síðari áfanga verður kann-
aður kostnaður vegna lántöku, upp-
greiðslugjald og vaxtamunur.
Úttekt á
gjöldum