Morgunblaðið - 24.03.2007, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 24.03.2007, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MARS 2007 35 Við leitum eftir samstarfi við félagasamtök, sveitarfélög og stofnanir sem ætla að vinna að verkefnum á sviði umhverfis- eða ferðamála í sumar. Við bjóðum fram krafta vinnuhópa ungmenna á aldrinum 16 til 20 ára sem starfa hjá okkur á sumrin. Hóparnir sinna viðhaldi og snyrtingu í nágrenni mannvirkja okkar en um árabil hafa þeir sinnt umhverfismálum og bætt aðstöðu til útivistar og ferðamennsku víða um land. Við viljum eiga samstarf um verkefni sem lúta að ræktun, hreinsun og öðrum umhverfisbótum ásamt t.d. stígagerð og stikun gönguleiða. Við bjóðum fram vinnuframlag unglinganna og flokkstjórn yfir þeim. Við óskum eftir að samstarfsaðilar leggi fram vel skilgreind verkefni, samkvæmt nánari lýsingu á umsóknareyðublaði sem er að finna á vefsíðu Landsvirkjunar, www.lv.is. Nánari upplýsingar veita: Þorsteinn Hilmarsson upplýsingafulltrúi og Ragnheiður Ólafsdóttir umhverfisstjóri í síma 515 9000 – thorsteinn@lv.is og ragnheidur@lv.is. Umsóknum skal skila í síðasta lagi 18. apríl með vefumsókn á lv.is eða bréflega til Landsvirkjunar, merkt Margar hendur vinna létt verk, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík. P IP A R • S ÍA • 7 0 56 3 Margar hendur vinna létt verk Samstarfsaðilar óskast! EINHVERN TÍMANN var sagt að pólitíkin væri versta tík á Íslandi. Nú er pólitíkin allavega að fá á sig þá mynd að hún sé margbrotin og að loft sé lævi blandið. Frá vinstri kemur rautt tungl sem felur sig í grænum skrúða og er tilbúið að segja stórt stopp á öll- um sviðum. Vinstri grænir eru alls ekki grænir í venjulegum pólitískum skilningi. Þeir minna meir á græningja sem eru afar róttækt fólk um allan heim. Græn- ingjar eru stjórnleys- ingjar sem hafa hátt og brúka stór orð og fara víða mikinn. Eins og Vinstri grænir eru græningjar fyrst og fremst á móti en gera lítið af því að leggja fram gagn- legar lausnir á vanda samtímans. Ef Vinstri grænir næðu völdum hér 12. maí, væru það tíðindi sem yrði sagt frá um víða veröld. Í út- löndum yrðu þeir ekki skilgreindir sem grænir, heldur afsprengi sósíal- ista, að stofni til brot úr komm- únískum flokki. Persónulega þykir mér vænt um margt þetta fólk, það er skrafhreifið og skemmtilegt, heldur langar ræð- ur og er haldið baráttuanda gegn ríkjandi þróun í þeim löndum sem best gengur í dag. Það er sagt að unga fólkið flykki sér undir merki Vinstri grænna. Unga fólkið á Íslandi segir í dag að það vilji verða efnað og þrái tæki- færi hins opna samfélags. Unga fólk- ið verður hins vegar að fara yfir það í sínum huga, vill það stopp og aft- urhvarf til fortíðar. Sú verður afleið- ingin af því að leiða Vinstri græna til öndvegis. Vinstri grænir verða að svara mörgum spurningum vegna stefnu sinnar um framtíðina. Treysta Íslendingar sér til að styðja það að eftirfarandi hlutir ger- ist: 1. EES-samningi verði sagt upp. EES er viðskiptabrú okkar til Evrópu, henni fylgja miklir pen- ingar heim og at- vinna í hálaunastörf- um. 2. Að Íslendingar segi sig frá NATO-samstarfi. 3. Að útrás bankakerfisins verði stöðvuð. 4. Að með hækkuðum sköttum á fólk og fyrirtæki sjái undir iljarnar á atvinnulífinu úr landi. 5. Höfnun á virkjanir og alla stóriðju þýðir ásamt hinu sem upp var tal- ið, atvinnuleysi og landflótta. Treystir þjóðin sér til að hafna og refsa stjórnmálaflokkum sem hafa á 12 árum umbreytt Íslandi í land tækifæranna. Hvað er það sem veld- ur því að öfgaflokkar til hægri og vinstri blása nú til sóknar og boða samstarf um eitt stórt stopp á lífs- kjör og framsækni atvinnulífsins. Ég ætlast til að stjórnmálafræð- ingar með hlutlaust mat skilgreini íslensku flokkana og greini frá hvar þeir liggja í litrófinu. Framtíðarlandið er eina aflið sem stillir fólki upp við vegg og segir: ef þú svarar okkur ekki með því að krossa við já, þá ert þú grár en ekki grænn. Ég held að við þurfum nú að þvo framan úr okkur þessar öfgar, þær eru ekki boðlegar. Hér stendur ekki til og er ekki á dagskrá að sökkva landinu eða byggja stóriðju í hverjum firði eins og áróðurinn gengur út á. Hins veg- ar hefur hinn græni málmur, sem ál- ið er nefnt, aukið þjóðartekjur og hagsæld Íslendinga. Látum ekki flokka, sem klæðast grænum klæðum, blekkja okkur. Við framsóknarmenn höfum haldið utan um grænan flokk í 90 ár. Við eigum systurflokka um alla Evrópu sem eru án öfga og teljast til miðjunnar. Ég óttast að ef þróunin verður þessi, færist íslensk pólitík í illdeilur og átök og lífsgæðin á Íslandi bíði hnekki. Munu Vinstri grænir stöðva Ísland? Guðni Ágústsson skrifar um stefnu stjórnmálaflokkanna »Unga fólkið verðurhins vegar að fara yfir það í sínum huga, vill það stopp og aft- urhvarf til fortíðar. Sú verður afleiðingin af því að leiða Vinstri græna til öndvegis. Guðni Ágústsson Höfundur er landbúnaðarráðherra. Í MORGUNBLAÐINU 22. mars skrifar Hjörleifur Gutt- ormsson um upphafið að ákvæði um þjóðareign á auðlindum. Hjörleifur eignar sér ásamt Steingrími Sigfússyni og Geir Gunnarssyni allan heiður að fyrstu tillögu um það mál þegar þeir félagar fluttu tillögu um það í desember 1983. Fullyrðing Hjörleifs er sögu- fölsun, vonandi vegna misminnis og óskhyggju. Þann 22. nóvember 1976 lögðu þingmenn Alþýðuflokksins fram frumvarp til laga um þjóðareign á landi. Fyrstu flutningsmenn þess voru Bragi Sigurjónsson og Jón Ármann Héðinsson. Fyrsta grein frumvarpsins hljóðar svo: „Landið allt með gögnum þess og gæðum og miðin umhverfis það, svo sem viðtekin efnahags- og fiskveiðilögsaga hverju sinni greinir er sameign þjóðarinnar allrar, að svo miklu leyti sem ekki er öðruvísi ákveðið í lögum þessum.“ Í greinargerð með frumvarpinu kom fram að nokkur undanfarin þing hefðu þingmenn Alþýðu- flokksins flutt þingsályktun- artillögur um sama efni. Í greinargerð með frumvarpinu segir í lið 5: „Eignarréttarformi liðins tíma ber að breyta til sam- ræmis við síbreytilegar þarfir þjóðfélagsins, svo það sé hag- stætt þjóðfélagsheildinni.“ Ýmsir, sem tala nú í nafni jafn- aðarmanna um þjóðlendulögin, ættu að kynna sér þetta laga- frumvarp gömlu kratanna. Birgir Dýrfjörð Valminni Hjörleifs leiðrétt Höfundur er fyrrverandi þinglóðs Alþýðuflokksins. SANDUR MÖL FYLLINGAREFNI WWW.BJORGUN.IS Sævarhöfða 33, 112 Reykjavík, sími 577 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.