Morgunblaðið - 24.03.2007, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 24.03.2007, Blaðsíða 60
60 LAUGARDAGUR 24. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ Hagatorgi • Sími 530 1919 • www.haskolabio.is / KRINGLUNNI WILD HOGS kl. 1:30 - 3:50 - 6 - 8:15 - 10:30 B.i. 7 ára 300 kl. 5:30 - 8 - 10:10 - 10:30 B.i. 16 ára DIGITAL NORBIT kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 - 8 LEYFÐ VEFURINN HENNAR KARLOTTU m/ísl. tali kl. 1:30 LEYFÐ eeee V.J.V. LADY CHATTERLEY kl. 9 HORS DE PRIX ísl. texti kl. 4 - 6 TELL NO ONE (NE LE DIS A PERSONE) kl. 3:30 - 10:20 PARIS, JE T'AIME kl. 5:40 ALLIANCE FRANÇAISE, Í SAMVINNU VIÐ PEUGEOT OG BERNHARD, KYNNA: FRÖNSK KVIKMYNDAHÁTÍÐ Í HÁSKÓLABÍÓ 3.MARS TIL 1. APRÍL STÆRSTA MYND ÁRSINS Í BANDARÍKJUNUM STÆRSTA OPNUN ÁRSINS Á ÍSLANDI FRÁ HÖFUNDI SIN CITY eee VJV, TOPP5.IS eee SV, MBL THE GOOD GERMAN kl. 3:30 - 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 16 ára 300 kl. 3:30 - 6 - 8:30 - 11 B.i. 16 ára MUSIC AND LYRICS kl. 8 STÆRSTA GRÍNMYNDIN Í BANDAR GEORGE CLOONEY, TOBEY MAGUIRE OG CATE BLANCHETT SÝNA STÓRLEIK Í MAGNAÐRI MYND LEIKSTJÓRANS STEVEN SODERBERGH VAR VALINN BESTA MYND ÁRSINS Í FRAKKLANDI eee L.I.B. - TOPP5.IS á allar sýningar merktar með appelsínugulu á laugardögum og sunnudögumSPARBÍÓ 450kr eee „Meinfyndin!“ - S.V., Mbl NÆSTSÍÐASTA til- raunakvöld Músíktilrauna varð í meira lagi sögulegt. Sölulegt fyrir tilraunirnar þetta árið fyrir það að þrjár sveitir komust áfram og eins að tvær hljómsveitir voru án söngs, en sögulegar almennt fyrir að í miðjum klíðum varð að gera hlé og reka alla úr húsinu fyrir klúður Base Camp, rekstraraðila Loft- kastalans. Þetta setti eðlilega nokkurn svip á tilraunirnar, en kom ekki svo að sök því áheyrendur tóku öllu með stakri ró og ekki virtist þetta koma niður á músíkinni. Tilraunirnar fóru vel af stað þetta kvöld með náttfatapartíi Black Sheep, fyrstu sveit- arinnar á svið. Sveitin var vel þétt, en vantaði snerpu, náði ekki að hrífa mann með og söngurinn var ekki vel heppn- aður. Seinna lag þeirra félaga var miklu betra, en hefði líka mátt spila talsvert hraðar. Rolandinn reddaði miklu og gítarleikur var fínn. Gítarspil var ekki síður vel heppnað hjá Eugene, en helsti ljóður á þeirri sveit var eig- inlega að hún var ekkert nema gítarinn, það vantaði í hana alla stemningu og þegar mað- ur var búinn að fá nóg af gít- arsýru var ekkert annað í boði. Flott spilað þó. Aftur á móti var nóg að ger- ast hjá næstu sveit, Artika; vel þétt sveit með frábæran trommuleikara og afbragðs bassaleikara. Gítarspil var líka gott, en söngurinn ekki eins vel heppnaður, hádrama- tískt emó og leiðigjarnt þegar á leið. Seinna lag sveitarinnar var hreint fyrirtak og unun að fylgjast með trommu- og bassaleik. Þegar hér var komið sögu var gert hlé á allri skemmtan og öllum vísað úr húsinu. Spurningakeppnin Gettu bet- ur var að hefjast í hinum enda hússins og þar sem ekki var leyfi fyrir því að hafa svo marga í húsinu varð eitthvað undan að láta. Segir sitt um ástandið í henni Reykjavík anno 2006 að eina athvarf fyr- ir ungmennamenningarhátíð- ina Músíktilraunir sé aflóga leyfislaus hjallur. Eftir hléið langa hófst hljóðfærasláttur með Eyr- arbakkasveitinni Narfa. Ekki skorti þar fínar hugmyndir, en sitthvað vantaði upp á að láta þær ganga upp, til að mynda það að hljómsveit- armenn næðu betur saman. Seinna lagið var klif- unarkennt, byggt á góðum gítarfrasa og heppnaðist bærilega. Æsismenn voru vel þéttir, lagið fínt og söngur góður. Þeir fóru aftur á móti illa út af sporinu í seinna laginu sem virkaði stefnu- og tilgangs- laust. The Custom spilar blúsað rokk og gerir það býsna vel. Það vakti reyndar ekkert at- hygli í fyrra lagi þeirra félaga en það síðara var þrælgott, góður lýrískur gítar og þétt spilamennska. Spunakaflarnir hjá þeim félögum sýndu þó að þeir eiga nokkuð í land með að skilja blúsinn almennilega – það var allt of mikið af nótum í sólóunum. Ókeypis ráðgjöf strákar: minna er meira. Hip Razikal mættu til leiks eftir tveggja ára æfingar og sýndu gríðarlega framför. Það kom ekki á óvart að bassa- leikur var fyrsta flokks, en gaman að sjá að öll sveitin hafði tekið stórstígum fram- förum, ekki síst í lagasmíðum. Músíkin var nokkuð hefð- bundin – fyrra lagið emo, það síðara indískotið, en lögin grípandi góð og söngur mjög vel útfærður. Líkt og Eugene sleppti A Long Way From Nowhere söngvaranum og lentu í því sama – fyrsta lagið vel heppn- að, hátimbraðir gítarflekar, heillandi hljóðheimur og vel útfærður. Seinna lagið var aft- ur á móti meira af því sama, vissulega vel spilað, en það vantaði eitthvað til að lyfta lögunum aðeins hærra. Overrated Monday var vel þétt sveit en slakur söngur dró sveitina óneitanlega nokk- uð niður. Fyrra lag hennar var þó vel heppnað undir það síðasta og seinna lag sveit- arinnar var fjári gott. Þegar síðasta hljómsveitin þetta tilraunakvöld sté á svið var kvöldið vissulega orðið býsna langt. Öll þreyta hrökk þó af mönnum þegar Shogun byrjaði að spila, því keyrslan var hrikalega mögnuð og sveitin geysiþétt og skemmti- leg. Þó allt væri í botni var ekki bara hamagangur í boði, frábærum riffum rigndi yfir áheyrendur, flestir ekki nema nokkrar sekúndur að lengd, en ógleymanlegir engu að síð- ur. Söngvarinn stóð sig líka vel þó hann væri ekki alltaf verið í toppformi. Salurinn kaus The Custom, en dómnefnd var nokkur vandi á höndum – þurfti að velja á milli þriggja afbragðs- sveita; Shogun, Hip Razikal og Artika. Ekki var pláss fyrir tvær aukasveitir og því fóru Shogun og Hip Razikal áfram. Sögulegt tilraunakvöld TÓNLIST Músíktilraunir, fjórða til- raunakvöld. Haldið í Loftkast- alanum 22. mars.  Útaf Æsir stóðu sig vel framan af en enduðu útí móa. Eyrbekkingar Narfsmenn slepptu sér í restina. Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Flekar Gítarsöngur A Long Way From Nowhere. Þétt Artika státaði af besta hrynpari tilraunanna. Náttfatapartí Black Sheep brá á leik. Gítarsýra Þremenningarnir í Eugene slepptu söngnum. Efnilegt Overrated Monday var lengi í gang. Árni Matthíasson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.