Morgunblaðið - 24.03.2007, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 24.03.2007, Blaðsíða 30
tíska 30 LAUGARDAGUR 24. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ Nú fer sá tími ársins að ganga í garð á klak-anum kalda að sólin fer að skína og bræðahjörtu klakabúa. Heiti tíminn. Um leið ogþeir tína af sér spjarirnar eftir veturinn, smátt og smátt, og klæða sig í léttari og litríkari fatn- að og leyfa hárinu að flaksa í vorvindunum, fara þeir hylja á sér andlitið – með sólgeraugum! Í tísku eru stór, já stór, eiginlega mjög stór sólgler- augu. Kringlótt en minni gleraugu virðast samt einnig vera að ryðja sér til rúms og þar er umgjörðin ílengri. Í tísku eru svört, hvít, rauð, gul og fjólublá gleraugu, mestmegnis úr plasti, en einnig úr stáli og með örlítið dekkri glerjum en í fyrra. Risarnir leggja línuna, Yves Saint Laurent er með sportlegar umgjarðir, Stella McCartney er undir áhrifum frá hinni klassísku Ray Ban-umgjörð sem lengi hefur verið kennd við flug- menn, og Prada er með stór gleraugu og reyndar minni líka í anda sjötta áratugarins. Almenni markaðurinn reynir síðan að líkja eftir frumkvöðlunum og gerir það oft stórvel. Verðmun- urinn á merkjavörunni og eftirlíkingunum skýrist ekki af útlitinu, hann skýrist af gæðum umgjarðarinnar og sólglerjanna. Það er hins vegar ekkert að því að fjár- festa líka í eftirlíkingum og jafnvel ólíkum gerðum þar sem þær eru jú ódýrari. Sólgleraugu eru hinn ómiss- andi fylgihlutur sumarsins, hvort sem þau eru á nef- inu, sitja á kollinum eða hanga kæruleysislega og næstum því eins og óvart í fleginni sumarskyrtunni. Þau eru bara einfaldlega heit! Fer að sjást til SÓLAR Reuters Skemmtileg Svöl fyrir hina litríku, 990 kr. Hygea. Vinsælt Hvítu gleraugun ku þykja flott í rokk og róli en þau eru frá eru frá hinum amerísku Initium, 17.900 kr. Plusminus. Ljósgulu gleraugun eru frá Evitu Peroni, 2.990 kr. Isis. Rómantísk Hin fjólubláu eru fyrirmyndin frá YSL með sínum einkennandi hringjum, 16.900 kr. Prooptik. Hin bleiku fást í Next og kosta 1.790 kr. Stór, stór og stór Sólgleraugun í sumar verða áfram stór og dramatísk, umgjörðin er að verða aðeins rétthyrndari en hin kringlóttu standa samt enn fyrir sínu. Hættuleg Rauð og lokkandi. Minni gler- augun eru frá Balani, 4.900 kr, og þau stærri frá Prada, 24.900 kr. Sjón. Klassísk Svört og hvít sólgleraugu eru áberandi. Gleraugun með mynstruðu spönginni eru frá Evitu Peroni, 9.900 kr. Isis. Hin svörtu eru dönsk hönnun frá Prego, 6.900 kr. Plusminus Optic. Karlmennska Þýsk hönnun frá Balani, 4.900 kr. Sjón. Fyrir bæði Silfruð og svöl frá Scandinavian Eyeware, 18.500 kr. Plusminus Optic. Drottningin Sumarsvali frá tískuhönnuðinum Stellu McCart- ney, 19.900 kr. Plusminus Optic. Stælt Flott stæling, 990 kr. Next. Staðall Yves Saint Laurent er fyr- irmyndin, 16.900 kr. Prooptik. Morgunblaðið/G.Rúnar uhj@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.