Morgunblaðið - 24.03.2007, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.03.2007, Blaðsíða 6
                                  !     "  " #    "                                                   15,1% svarenda í nýrri könnun Capacent-Gallup telur frekar lík- legt eða mjög líklegt að það muni kjósa nýtt framboð sem ber vinnu- heitið Íslandsflokkurinn og styður velferðar- og umhverfismál. Nán- ast sama hlutfall (14,9%) telur frekar eða mjög líklegt að það kjósi framboð eldri borgara og ör- yrkja. Liðlega 60% telja frekar eða mjög ólíklegt að þau kjósi slík framboð. Könnunin var gerð 14.–20. mars en þá var Íslandshreyfingin ekki búin að kynna stefnu sína eða nafn og því er flokkurinn nefndur Ís- landsflokkurinn í spurningu Capa- cent. Könnunin náði til 1.230 manna og var svarhlutfall 61,5%. Aðeins hærra hlutfall kvenna segir koma til greina að kjósa þessi tvö framboð. Sömuleiðis er ungt fólk opnara fyrir því að kjósa þessi framboð. 32% fólks á aldr- inum 18–29 ára segja líklegt að þau kjósi framboð eldri borgar og öryrkja, en 16,9% fólks á aldrinum 60–75 ára. 37,4% fólks á aldrinum 18–29 ára telja líklegt að þau kjósi Íslandsflokkinn. Kjósendur stjórn- arflokkanna virðast hafa einna minnstan áhuga á að kjósa Ís- landsflokkinn. 7–8% kjósenda stjórnarflokkanna töldu frekar eða mjög líklegt að þau myndu kjósa Íslandsflokkinn. Kjósendur VG virtust einna lík- legastir til að styðja Íslandsflokk- inn, en 36,7% sögðust telja allt eins líklegt að þau myndu kjósa flokkinn. 31,3% óákveðinna nefndu Íslandsflokkinn og 20,8% kjósenda Samfylkingar töldu allt eins líklegt að þau myndu kjósa Íslandsflokk- inn. Framboð aldraðra og öryrkja virðist sömuleiðis sækja minnst fylgi inn í stjórnarflokkanna, en þó er hlutfallið hærra en hjá Íslands- flokknum, en 10–13% telja allt eins líklegt að þau kjósi flokkinn. Hæst er hlutfall kjósenda Frjálslyndra, um 32%, óákveðinna 29%, VG 23% og Samfylkingar 20%. Hafa ber í huga að þegar búið er að brjóta úrtakið svona mikið nið- ur verða vikmörk hærri, þ.e. óvissa verður meiri. 15% sýna nýjum framboðum áhuga 6 LAUGARDAGUR 24. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SAMGÖNGUMÁL, atvinnumál, málefni aldraðra og öryrkja og um- hverfismál eru þau mál sem svarend- ur í könnun Capacent – Gallup nefndu oftast þegar kjósendur voru spurðir hvaða mál þeir teldu vera mikilvægustu mál á næsta kjörtíma- bili í kjördæmi þeirra. Karlar höfðu meiri áhuga á sam- göngumálum en konur, 38,5% á móti 21,2%. Konur höfðu hins vegar mun meiri áhuga á málefnum aldraðra og öryrkja en karlar, 15,1% á móti 6,6%. Áhersla á atvinnumál var hins vegar svipuð hjá kynjunum. Greinilegur munur er á afstöðu fólks eftir kjördæmum. Þannig nefndu 36–41% kjósenda í NA- og NV-kjördæmi atvinnumál sem mik- ilvægasta kosningamálið en á höfuð- borgarsvæðinu nefndu 1–4% þennan málaflokk. Áhugi á samgöngumálum er svipaður í öllum kjördæmum en þó mestur í Suðurkjördæmi (41%). Ungt fólk leggur áherslu á umhverfismál Kjósendur á höfuðborgarsvæðinu hafa mun meiri áhuga á málefnum aldraðra og öryrkja en kjósendur í landsbyggðarkjördæmunum eða 11– 23% á móti 2–7% Sömuleiðis er áhugi á umhverfismálum mun meiri á höf- uðborgarsvæðinu en á landsbyggð- inni eða hjá 10–12% á móti 2–7%. Ungt fólk hefur áberandi mestan áhuga á umhverfismálum eða um 18%. Kjósendur VG nefna umhverf- ismálin sömuleiðis mun oftar en kjósendur annarra flokka. Kjósend- ur Sjálfstæðisflokksins nefna lang- oftast samgöngumál (44%) en miklu síður atvinnumál en kjósendur ann- arra flokka (8,5%). Capacent spurði einnig um hvað væri mikilvægasta mál næsta kjörtímabils. Flestir nefndu samgöngumál, atvinnumál, umhverfismál og málefni aldraðra og öryrkja. Mun færri nefndu t.d. sjáv- arútvegsmál, Evrópumál og mennta- mál. Könnunin var gerð 14.–20. mars. 1.230 manns voru í úrtakinu og var svarhlutfall 61,5%. Samgöngu- og atvinnumál eru talin mikilvægust Áherslur kjósenda í einstökum kjördæmum á málefni eru talsvert ólíkar    "  $   "  " " $      $           !  "# $    % & $ ' # $  (  )$ *                 ÁKVEÐIÐ hefur verið að stofna starfshóp sem fari yfir hugmyndir forsvarsmanna Faxaflóahafna um að Faxa- flóahafnir taki að sér að leggja Sundabraut í einum áfanga. Geir H. Haarde forsætisráðherra átti fund með fulltrúum Faxaflóahafna í gær þar sem ræddar voru hugmyndir um að þær leggi Sundabraut. Á fundinum voru einnig Sturla Böðvarsson samgönguráðherra og Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra. „Það er búið að leggja mikla vinnu í þetta mál nú þegar. Nú á að fara að bora rannsóknarborholur til að athuga með jarðgöng. Það er enn verið að meta hvaða kostir eru hagkvæmastir,“ sagði Geir. „ Þetta er auðvitað lofsvert framtak hjá Faxaflóa- höfnum að vilja koma inn í þetta. Við þurfum svo að skoða allar hliðar þessa máls, m.a. hvort það sé hugs- anleg útboðsskylda þarna. Ég geri nú frekar ráð fyrir því. Síðan þarf að skoða kostnað, fjármögnun og margt fleira sem fylgir svona stórum verkefnum. Þetta er auðvitað alveg heilmiklir peningar. Það má spyrja, höf- um við efni á þessu og svarið er já. Við höfum efni á þessu.“ Geir líst best á að farin verði sú leið í lagningu Sundabrautar, sem styttir vegalengdina mest upp í Kollafjörð, þar sem best þjóðhagsleg áhrif verði af því. Morgunblaðið/Sverrir Starfshópi falið að skoða hugmyndir Faxaflóahafna Viðræður Niðurstaða fundarins í gær var að setja á fót starfshóp til að fara yfir hugmyndir Faxaflóahafnar. Á myndinni eru Bolli Þór Bollason ráðuneytisstjóri (lengst til vinstri), Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra, Geir H. Haarde forsætisráðherra, Sturla Böðvarsson samgönguráðherra, Björn Ingi Hrafnsson, formaður stjórnar Faxa- flóahafna, og Gísli Gíslason, framkvæmdastjóri Faxaflóahafna. TÆPLEGA þriðjungur fólks telur að lækkun virðisaukaskatts á mat- væli hafi skilað sér að öllu eða miklu leyti í lækkuðu matarverði í verslunum. 45% telja að lækkunin hafi skilað sér að nokkru leyti. Um 23% telja að lækkunin hafi að litlu eða engu leyti skilað sér. Aðeins um 4% telja að lækkunin hafi skilað sér í lægra matarverði á veitingahúsum. 47,4% telja að lækkunin hafi að nokkru leyti skil- að sér í lægra verði matar á veit- ingahúsum. 73,6% telja að lækkun virðisaukaskatts hafi að litlu eða engu leyti skilað sér í lægra mat- arverði á veitingahúsum. Þetta kemur fram í könnun sem Capacent – Gallup gerði 14.–20. mars. Í úrtakinu voru 1.230 manns. Svarhlutfall var 61,5%. Nokkru fleiri karlar en konur telja að lækkunin hafi skilað sér í lægra matarverði í verslunum og veitingahúsum. 4% telja lækk- un skattsins hafa skilað sér ÞRÁINN Skagfjörð Guðmundsson, fyrr- verandi skólastjóri við Laugalækjarskóla, andaðist á Kanaríeyj- um 20. mars síðastlið- inn, 73 ára að aldri. Þráinn var fæddur 24. apríl 1933 á Siglu- firði, sonur hjónanna Guðmundar Þorleifs- sonar verkamanns og Ingibjargar Jónsdótt- ur húsmóður. Hann ólst upp á Siglufirði og fór síðan til náms í Menntaskólanum á Akureyri og varð stúdent þaðan 1953. Hann lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Ís- lands árið eftir og fyrrihlutaprófi í ís- lenskum fræðum við Háskóla Ís- lands 1956. Þráinn nam skólastjórnun við Oregon-háskóla í Bandaríkjunum, fór í námsferðir til Svíþjóðar og Banda- ríkjanna auk nám- skeiða hér innanlands. Hann var kennari við Miðbæjarskólann og síðan yfirkennari og skólastjóri við Lauga- lækjarskóla og fræðslu- stjóri í Reykjavík 1985– 86. Þráinn var í forystu Skáksambands Íslands um árabil og forseti þess 1986–89, formaður stjórnar Skákskóla Ís- lands frá 1990 og al- þjóðlegur skákdómari FIDE 1990. Hann var í mótsnefndum alþjóðlegra skákmóta hér á landi, þ.á m. heims- meistaraeinvígis Fischers og Spass- kys 1972. Eftirlifandi eiginkona Þráins er Margrét Guðmundsdóttir. Þau eign- uðust fimm börn. Þráinn Guðmundsson Andlát Smáralind, sími 5288800, www.drangey.is Fermingargjöf til framtíðar Mikið úrval FLUTNINGUR rekstrar fram- haldsskóla frá ríki til sveitarfélaga hefur margvíslega kosti í för með sér, t.d. sveigjanleg skil skólastiga, að því er fram kemur í ályktun sem samþykkt var á 21. landsþingi Sam- bands íslenskra sveitarfélaga í gær. „Landsþingið hvetur mennta- málaráðherra til þess að taka já- kvætt í hugmyndir sveitarfélaga um að taka yfir rekstur framhalds- skóla í tilraunaskyni og hefja sem fyrst undirbúning þess verkefnis í samvinnu við sveitarfélögin.“ „Tilfinning mín er sú að þetta verkefni sé rétt við dyrnar og mörg sveitarfélög tilbúin að takast á við það. Sveitarfélögin hafa stórbætt grunnskólann og ég trúi að það sama gerist með framhaldsskól- ann,“ sagði Júlíus Vífill Ingvarsson sem flutti tillöguna ásamt Gunnari Einarssyni og Soffíu Lárusdóttur. Vilja flutn- ing fram- haldsskóla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.