Morgunblaðið - 24.03.2007, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 24.03.2007, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 24. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Unnar Rafn Jó-hannsson fædd- ist á Ísafirði 20. apríl 1974. Hann lést í sjóslysi 13. mars sl. Foreldrar hans eru Margrét Þór- dís Jónsdóttir, f. 3. júlí 1954, og Jó- hann Björn Arn- grímsson, f. 23. maí 1954. For- eldrar Margrétar Þórdísar: Jón Jak- obsson, f. 11. októ- ber 1913, d. 12. júlí 1986, og kona hans Ásdís Sigrún Finn- bogadóttir, f. 6. apríl 1921, d. 3. júlí 1994. Foreldrar Jóhann Björns: Arngrímur Jóhann Ingimund- arson, f. 25. júlí 1920, d. 9. mars 1985, og kona hans Þórdís Loftsdóttir, f. 8. ágúst 1926. Eiginmaður Margrétar Þórdísar er Kristinn Pétur Njálsson, f. 17. júlí 1955, og eiginkona Jó- hanns Björns er Sólveig Hildur Halldórsdóttir, f. 5. júlí 1959. Systkini Unnars Rafns sam- mæðra eru Jón Halldór Pálma- son, f. 24. mars 1973, og Ás- gerður Inga Kristinsdóttir, f. 8. mars 1991. Sambýliskona Jóns Halldórs er María Berglind Kristófers- dóttir, f. 26. janúar 1980. Synir þeirra eru Daníel Stefán, f. 30. desember 1998, Jakob Jón, f. 7. júlí 2002, og Emil Ágúst, f. 3. október 2005. Systkini Unnars Rafns samfeðra eru Jóhann, f. 25. nóvember 1981, Halldór Páll, f. 7. ágúst 1984, og Nína Matthildur, f. 21. apríl 1987. Sambýliskona Halldórs Páls er Linda Hrönn Þór- arinsdóttir, f. 2. mars 1986, barn hans með Hrafnd- ísi Báru Ein- arsdóttur, f. 18. júlí 1983, Gísli Mar, f. 13. júlí 2004. Sambýlismaður Nínu Matt- hildar er Jónas Þór Ingólfsson, f. 9. júní 1987. Fóstursynir Jó- hann Björns, synir Sólveigar Hildar, eru Valgeir Örn Krist- jánsson, f. 29. september 1977, og Hlynur Þór Ragnarsson, f. 31. júlí 1980. Sambýliskona Valgeirs er Aðalbjörg Guð- brandsdóttir, f. 2. ágúst 1982. Börn þeirra eru Sigurður Kári, f. 29. apríl 2003, og Sólveig María, f. 20. júlí 2005. Kona Hlyns er Íris María Mortensen, f. 22. október 1979. Börn þeirra eru Arnar Már, f. 21. júlí 1999, og Katrín Sunna, f. 21. desember 2003. Unnar Rafn starfaði við beitningu og sjómennsku. Útför Unnars Rafns fer fram frá Ísafjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Takk fyrir allt Unni minn. Þín mamma. Í dag kveð ég Unnar son minn hinstu kveðju. Þær samverustundir sem við átt- um saman í lífinu voru mjög góðar. Sérstaklega mun ég minnast þess þegar við hittumst síðast, um miðjan nóvember. Þá borðuðum við saman á hótelinu á Ísafirði, röltum síðan á Langa Manga og Unnar sagði mér ýmsar skondnar ferðasögur og líka frá þeirri löngun sinni að komast í nám í tölvuviðgerðum en þær voru mikið áhugamál hjá honum. Unnar var afskaplega rólegur og hógvær maður og lét ekki mikið hafa fyrir sér en það var gaman að fá hann í heimsókn því hann hafði alltaf frá einhverju skemmtilegu að segja. T.d. hafði hann eitt sinn lagt inn öku- skírteinið sitt í einhvern tíma. En hann sótti það aldrei aftur, sagðist bara geta labbað heiman frá sér og niður að höfn, og ef hann þyrfti lengra þá tæki hann bara rútuna! Unnar kom með mér á nokkur ættarmót og var ákveðinn í að koma í sumar til að hitta systkini sín í föð- urættina enda svolítið síðan hann hafði hitt þau þar sem þau eru nú bú- sett víðsvegar um landið. En af því verður því miður ekki. Þegar við hittumst síðast, 14. nóv- ember sl., kom ég við hjá honum í beitningarskúrnum áður en ég lagði af stað heim. Þá sagðist ég ætla að koma fljótlega eftir áramót vestur. Sú ferð varð ekki fyrr en 14. mars, til að líta hann augum en þá var lífs- ljósið hans slokknað. En þar sem ég trúi á framhaldslíf þá hittumst við aftur. Svæfillinn minn og sængin mín sé önnur mjúka höndin þín, en aðra breið þú ofan á mig, er mér þá værðin rósamlig. Blessa þú, Drottinn, bæ og lýð, blessa oss nú og alla tíð, blessun þína oss breið þú á, blessuð verður oss hvíldin þá. (Sig. Jónsson, frá Presthólum.) Pabbi. Til eru fræ, sem fengu þennan dóm: Að falla í jörð, en verða aldrei blóm. Eins eru skip, sem aldrei landi ná, og iðgræn lönd, er sökkva í djúpin blá, og von sem hefir vængi sína misst, og varir, sem að aldrei geta kysst, og elskendur, sem aldrei geta mæst og aldrei geta sumir draumar ræst. Til eru ljóð, sem lifna og deyja í senn, og lítil börn, sem aldrei verða menn. (Davíð Stefánsson) Þín systkini, Nína Matthildur, Halldór Páll, Jóhann, Hlynur Þór og Valgeir Örn. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Bless elsku bróðir. Þín Ásgerður Inga. Í dag kveðjum við góðan dreng. Unni var ekki allra. Hann var þeirra sem hann vildi. Við vorum svo heppin að fá að njóta samvista við hann alla tíð. Hann var traustur, ljúfur og hjálp- samur. Hann vissi svo margt og það var gaman að spjalla við hann. Hann var mjög rólegur en stutt var í kímnina hjá honum. Einatt féllu frá honum gullkorn og þeim fylgdi góðlegt bros. Við þökkum góða samfylgd og kveðjum með söknuði. Jakob, Ingibjörg, Ingvar og Ástrún. Elsku Unnar, Ekki grunaði okkur þegar við vöknuðum þennan miðvikudags- morgun að fyrstu fréttirnar væru að þú hefðir farist með bátnum þínum. Enn og aftur minnti sjórinn okkur á hvað hann er miskunnarlaus og ung- ur maður í blóma lífsins er horfinn á brott. Eftir sitjum við og spyrjum spurninga en fáum engin svör. Það er sárt að sakna, en það er gott að gráta. Tárin eru dýrmætar daggir, perlur úr lind minninganna. Tárin mýkja og tárin styrkja. Minningarn- ar um góðan dreng mun lifa með okkur. Við kveðjum þig með þessum fallegu orðum. Þegar ungur ég var og alls óhræddur við hætturnar, sem lífið faldi mér. Ég braust einn, gegnum her sem að lagði að mér ég var sár, þú komst og reistir mig. Ég fann leiðina á ný og fékk styrk minn á því er þú stóðst, við hliðina á mér. Núna stend ég á því sem að lagðir þú í gjöfina, sem að okkur færðir mér og öllum sem á eftir komu og lærðu það hjá þér nú sé ég dag á ný. Hvert sem ég fer – ertu hér þú ert með mér þó að ég sé einn á ferð gegnum dimma dali fer. Hvar sem ég er – ertu mér viti sem að merkir land í ólgusjó þú stýrir mér í var og ég finn þig aftur þar. (Einar Bárðarson) Við kveðjum Unnar frænda með söknuði og sendum fjölskyldu hans innilegar samúðarkveðjur. Kveðja, Jón, Ína, Halla, Siggi, Hel- ena, Arnþór og Þórhalla. Eiríkur Þórðarson og Unnar Rafn Jónsson Þær voru sárar fréttirnar sem bárust til mín frá Kristjáni Andra syni mínum um miðnætti þann 13. mars sl. um að báturinn hans, Björg Hauks ÍS, væri án sambands. Veður var vont og ástæða til að óttast að slys hefði orðið. Það var staðfest skömmu síðar að illa hefði farið og óttast væri um þá Eirík og Unnar sem voru í þessari sjóferð. Við Kol- beinn sonur minn lögðum þá strax af stað vestur. Við fengum svo þær fréttir næstu klukkustundir um nótt- ina á leiðinni vestur að Eiríkur og Unnar væru fundnir en báðir látnir. Það voru hörmulegar fréttir. Tveir menn á besta aldri látnir í sjóslysi. Ég þekkti Eirík vel enda samstarfs- maður okkar feðga til margra ára. Eiríkur var einn af okkar reyndustu mönnum á Vestfjörðum við skip- stjórn á smærri bátum. Marga ferð- ina hafði hann farið á Björginni við misjafnar aðstæður enda verið á bátnum frá því hann komst á flot um mitt ár 1999. En þrátt fyrir kunnáttu hans og reynslu fór það svo að brot- sjór hvolfdi bátnum á landleið austan við Deildarhorn þar sem víðsjárverð Jökulfjarðarbáran úr austri ýfir upp norðaustan hafölduna. Við verstu brotsjói í mynni Ísafjarðardjúps hef- ur margur góður drengur látið líf sitt á undanförnum áratugum þótt sem betur fer væru slysin fátíð nú seinni ár. Sex tíma keyrsla á Ísafjörð þessa nótt var erfið og döpur ferð. Ég bið fyrir minningu Eiríks M. Þórðarson- ar skipstjóra og skipverja hans Unnari Rafni Jóhannssyni. Pálínu, börnum, fósturbörnum og öðrum ættingjum og vinum færi ég dýpstu samúðarkveðjur. Margréti, móður Unnars, föður hans Jóhanni, systk- inum og ættingjum og vinum votta ég dýpstu samúð. Guð blessi minn- ingu góðra drengja. Guðjón Arnar Kristjánsson Unnar Rafn Jóhannsson Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför ástkærrar eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGURVEIGAR STELLU KONRÁÐSDÓTTUR, Þangbakka 8. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 4B, Landspítalanum í Fossvogi. Guðmundur Þ. Björnsson, Sigríður Kristinsdóttir, Torfi Þorsteinsson, Kolbrún Jónsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir, Ásmundur Karlsson, Birna Guðmundsdóttir, Eyjólfur Ó. Eyjólfsson, Konráð Guðmundsson, Rósa Björg Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður og ömmu, HÓLMFRÍÐAR SIGURÐARDÓTTUR, (Lillu Lúthers) frá Fosshóli. Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunarheimilinu Hlíð og Lyflækningadeildar FSA fyrir góða umönnun. Svava Sigurðardóttir, Hilmar Sæmundsson, Sif Sigurðardóttir, Rúnar Jóhannesson, Sigurður Lúther Gestsson, Valgerður Kr. Guðbjörnsdóttir, Guðbjörg Birgisdóttir, Guðmundur G. Norðdahl og ömmubörn. ✝ Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og frænka, KRISTÍN BALDURSDÓTTIR, (Diddín), Melasíðu 4e, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri sunnu- daginn 11. mars. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug. Guðmundur Svavarsson, Líney Arnardóttir, Elvar Guðmundsson, Laufey Kristjánsdóttir. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, EINAR GUÐMUNDSSON verkfræðingur, Hrauntungu 37, Kópavogi, sem lést á heimili sínu aðfaranótt föstudagsins 16. mars, verður jarðsunginn frá Digraneskirkju mánudaginn 26. mars kl. 13.00. Sólveig Kristinsdóttir, Guðmundur Konráð Einarsson, Helga Einarsdóttir, Kristín Andrea Einarsdóttir, Jóhann Ingibergsson, Berghildur Ýr Einarsdóttir, Haukur Einarsson, Ásdís Erla, Sigrún Björk, Einar Aron og Hilmir Nói. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SKÚLI MAGNÚSSON ÖFJÖRÐ frá Skógsnesi, Gaulverjabæjarhreppi, síðast til heimilis í Reykjamörk 1, Hveragerði, varð bráðkvaddur á heimili sínu að kvöldi þriðjudagsins 20. mars. Jarðarförin auglýst síðar. Jón Ingi Skúlason Öfjörð, Gerður Helgadóttir, Þórdís Kr. Skúladóttir Öfjörð, Ingólfur Einarsson, Sveinn Skúlason Öfjörð, Helga Hjartardóttir, Þóra Skúladóttir Öfjörð, Ríkharður Jónsson, Ingigerður Skúladóttir Öfjörð, Hrafn Sigurðsson, Magnús Þ. Skúlason Öfjörð, Þórunn R. Sigurðardóttir, afabörn og langafabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.