Morgunblaðið - 24.03.2007, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.03.2007, Blaðsíða 28
lifun 28 LAUGARDAGUR 24. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ HeimasætuhundurinnPjakkur tekur á mótigestunum eins og allirhundar og það er eins og hann vilji ólmur og stoltur sýna þeim sitt fallega heimili. „Pjakkur fagnar gestum,“ segja húsráðendur Sigríður Gunnarsdóttir og Vignir Ingi Garðarsson. „Gjörið svo vel að ganga í bæinn.“ Eftir að hafa dustað snjóflyks- urnar úr hárinu og farið úr skónum í forstofunni göngum við nánast beint inn í stofuna. Þar bregða konunglegri birtu á heimilið tvær forkunnarfagrar kristalsljósakrón- ur. „Ég hef oft farið til Prag í Tékklandi, sem er hálfgerð mekka kristalsins en það var ekki fyrr en ég sá þessar að mig langaði að eignast slíkar kórónur,“ segir hús- freyjan brosandi. Í arninum snark- ar eldur, úti snjóar og Sigríður, sem alltaf er kölluð Didda, hefur kveikt á kertum í nokkrum fal- legum gler- og kristalskertastjök- um. Heimilið er hlýlegt. „Ég hef alltaf verið með eitthvað í hönd- unum,“ segir hún og brosir aðspurð hvort hún nostri við skreytingar og uppstillingar á heimilinu. „Ég hef unnið í blómabúð í fimmtán ár og var einmitt að opna mína eigin verslun á síðasta ári, 18 Rauðar rósir, sem er í Hamraborg, Kópa- vogi svo að þetta er líf mitt, starf og áhugamál.“ Samofið líf Vignir Ingi er líka maður með góða reynslu. ,,Ég er húsgagna- smiður, segir hann en bætir því við að nú starfi hann einnig sem leigu- bílsstjóri. „Auk þess erum við með fallegan Cadillac Sevilla sem hægt er að leigja ásamt bílstjóra fyrir brúðkaup og fleiri tækifæri en Didda sér að sjálfsögðu um að skreyta hann,“ segir Vignir. „Já, og Vignir er auðvitað bílstjórinn og svo aðstoðar hann mig líka í búð- inni,“ segir Didda hlæjandi. Líf þeirra fléttast nú saman á allan hátt en það gerði það ekki fyrir þremur árum. „Þetta er okkar heimili. Við steyptum tveimur heimilum saman í þetta eina. Það var svo sem ekki margt sem við tókum með okkur, við vildum skapa nýtt en ljósakrónan yfir borðstofu- borðinu og gardínustangirnar Morgunblaðið/Árni Sæberg Eldhúsverk Eikin, svart granítið og glerviftan ríma vel saman í eldhúsverki skötuhjúanna. Á milli efri og neðri skápanna létu þau sprautulakka hvítt gler. HeimasætaVignir og Sigríður ásamt Pjakki, heimasætuhundinum, við borðstofuborðið. Húsfreyjan er að sjálfs- sögðu byrjuð að búa til páskaskreytingarnar en hún segir svart og hvítt vera vinsælt núna með páskalitunum. Eiginverk Hjónin féllu fyrir kristalskórónunum í Prag en Vignir smíðaði sófaborðið og bekkinn við arininn sem prýða fallega stofuna. Heimilið er hjarta hverr- ar fjölskyldu, höllin sem er umgjörð hversdags- lífsins. Unnur H. Jóhannsdóttir leit inn til handverksparsins Sigríð- ar Gunnarsdóttur og Vignis Inga Garðars- sonar sem hafa á tveimur árum breytt fokheldu í heimilislega höll og lagt hug og hönd í verkið. Heimili með hallarbrag Stíll Borðplatan er úr graníti eins og vaskurinn svo að hann líkist engum venjulegum eldhúsvaski heldur er hálfgert listaverk!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.