Morgunblaðið - 24.03.2007, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.03.2007, Blaðsíða 26
Charles Atlas Karl- mennskan er talin reynast mönnum vel þegar þeir eru að ná sér eftir slys. Skemmtilegir skór |laugardagur|24. 3. 2007| mbl.is daglegtlíf Sól, sól skín á mig … þegar sumarið nálgast er ekki seinna vænna að fara að kynna sér sól- gleraugnatískuna. » 30 tíska Handverkshjónin Sigríður Gunnarsdóttir og Vignir Ingi Garðarsson hafa breytt fok- heldu í heimilislega höll. » 28 innlit Ég kem í bæinn þegar tímigefst til,“ segir BaldurOrri Rafnsson. Hann hef-ur vanið sig á að mæta á leiki Vals með trommur miklar og ber þær af miklum móð til að hvetja sína menn áfram. Hann býr í Grund- arfirði og þarf þess vegna að leggja á sig þó nokkurt ferðalag til að geta sinnt áhugamálinu. „Ég ólst upp á höfuðborgarsvæðinu,“ segir hann þegar hann er spurður af hverju hann styðji Val svo ákaft, „og faðir minn ól mig upp sem Valsara þannig að Valshjartað er sterkt í fjölskyld- unni,“ heldur hann áfram og hlær við. Baldur fer á kvennaleiki jafnt sem karlaleiki, það er þannig jafnræði með kynjunum í hans huga. Í Grundarfirði hefur Baldur þann starfa að kenna grunnskólanemum tónlist, nánar til tekið á trommur. „Þetta áhugamál fer þess vegna mjög vel með starfi mínu,“ segir Baldur léttur. Hann segir nemend- urna hafa gaman af þessu og þeir séu mjög áhugasamir um áhugamál kennarans. Svona líka rosalega gaman Baldur er ekki einn um að berja bumbur á leikjum Vals heldur er annar maður í sama hlutverki. „Já, við erum í þessu tveir félagar,“ segir Baldur, „við mættum fyrst á fót- boltaleiki sumarið 2003, fyrst bara hjá körlum. Undir lok sumars feng- um við svo beiðni um að mæta á leik í kvennaboltanum og við gerðum það. Það var svo bara svona rosalega gaman, alls ekki síðri skemmtun en karlaleikur, og sumarið 2004 mætt- um við á alla leiki.“ Smám saman bættist við leikjafjöldann hjá köpp- unum og veturinn 2004 tóku þeir upp á því að mæta á allflesta leiki Vals í handbolta. „Við reynum sem sagt að styðja allt félagið og hvort kynið sem er.“ Félagarnir tveir ólust upp á sama tíma í Mosfellsbænum og feður beggja eru harðir Valsarar. Leiðir þeirra lágu saman að nýju á fyrsta leiknum árið 2003. Stemning á kappleik, þar sem bumbur eru barðar markvisst af kraftmiklum köppum allan tímann, hlýtur að verða umtalsvert magn- aðri en ef eingöngu hvatningarorð eru hrópuð, þó að slíkt geti að sjálf- sögðu líka verið til bóta. „Ég fæ alla- vega að heyra það en ég kemst nátt- úrlega ekki á alla leiki og mér er sagt að það muni miklu þegar við er- um ekki.“ HSÍ og KSÍ hafa leitað eftir kröftum Baldurs og hann hefur mætt á landsleiki með trommurnar til að hvetja landsliðsfólk allra Ís- lendinga. Hann segir þetta mjög skemmti- legt áhugamál og að hann fái mikið út úr þessu. Hljómsveitir líka Baldur lætur þó ekki staðar num- ið við að berja bumbur á kapp- leikjum heldur er hann í tveimur hljómsveitum. „Ég er í einni ball- hljómsveit sem er að ryðja sér til rúms, spilar á árshátíðum og þorra- blótum, og annarri sem leikur djass- og fönktónlist.“ Sú síðarnefnda er í Grundarfirði, eða Snæfellsnesinu, því eins og Baldur segir: „Það er góður hópur af mjög færum tónlist- armönnum á Snæfellsnesinu. Við er- um nýbyrjaðir að spila en það kemur að því að sveitin fari almennilega af stað og við förum í höfuðborgina til að spila,“ segir hann kíminn. Ball- hljómsveitin er hins vegar á höf- uðborgarsvæðinu þannig að Baldur leggur líka á sig smáferðalag til að æfa sig með þeirri sveit. Ferðin frá Grundarfirði tekur um það bil tvo tíma, að því gefnu að færð og veður sé skaplegt. Baldur er bjartsýnn fyrir hönd sinna manna [kven- og karlmanna] fyrir sumarið. „Það eru spennandi tímar framundan hjá Val, mikil upp- bygging í gangi og uppgangur, nýtt hús og allt að gerast. Sumarið leggst mjög vel í mig. Stráka- og kvennalið- in eru að verða svo sterk og lofa mjög góðu fyrir sumarið.“ Í lokin vill Baldur taka fram að næsta sunnudag mætir Valur Stjörnunni í karlaboltanum. „Það var haft samband við mig frá stjórn- inni í handboltanum og ég hringdi í nokkra félaga mína sem spila líka á trommur og við ætlum að setja sam- an „smá-risa“-sambasveit. Þetta er síðasti heimaleikurinn okkar í Laug- ardalshöllinni og við ætlum að gera flotta umgjörð um þennan leik. Þar verður ósvikin sambastemning, meiri en sést hefur hjá okkur áður. Nú á að tjalda öllu sem til er.“ Morgunblaðið/Sverrir Stuðningsmaðurinn Baldur Orri Rafnsson mætir með trommurnar á flestalla leiki hjá Val – hvort sem er í kvenna- eða karlaflokki. Valshjartað sterkt í fjölskyldunni SKÓR eru ekki bara skór og að mati sannra skófíkla getur mað- ur aldrei átt of mörg pör. Það er þó ólíklegt að skórnir sem hér sjást nýtist sem hversdagsskór, en þá er að finna á sýningunni „Skórinn endurhannaður“ sem haldin er í La Capella dels Angels í miðborg Barcelona. Sérstakir Strigaskórinn er verk Royo Comunicacion, „niðursuðudósin“ var hönnuð af Isidro Ferrer og ökklastígvélið er eftir Juli Capella. KARLMENNSKAN er víst ekki alveg gagnslaus eftir allt saman. Banda- rískir vísindamenn hafa nefnilega komist að því að dæmigerðir töffarar ná sér fyrr sér eftir alvarleg slys en karlmenn sem hafa mýkra yfirbragð. Könnunina gerðu vísindamenn við Háskólann í Missouri-Columbia í Bandaríkjunum að því er forskning.no greinir frá. Hingað til hafa þeir sem eru sterkir, harðir af sér og fámæltir þótt dæmigerðir töffarar og slíkar manngerðir hafa oft á tíðum verið tengdar hermennsku og öðrum hættustörfum í samfélaginu. Ekki í verri stöðu en aðrir „Í mörg ár hafa sérfræðingar staðhæft að sterka, þögla týpan veigri sér við því að biðja um hjálp þegar á þarf að halda og því sé hún í verri aðstöðu en aðrir að ná sér eft- ir slys og áföll,“ segir í greinargerð með könnuninni. „Rannsókn okkar bendir hins vegar til að svo sé ekki.“ Þetta mun vera fyrsta könnunin sem er nægilega stór til að staðfesta sambandið milli karlmannlegra einkenna og möguleika til bata. Mikilvægt atriði í niðurstöðunum er að töffararnir náðu meiri bata en aðrir eftir að þeir voru lagðir inn á sjúkrahús og þar til ári eftir að þeir út- skrifuðust. „Grundvallaratriði í karlmennskunni er enda hæfileikinn til að þola mótgang og viljinn til að ná árangri,“ segja vísindamennirnir. „Jafnvel þótt frek- ari rannsókna sé þörf hefur rannsóknin leitt ýmislegt óvænt í ljós.“ Töffararnir fljótari að ná bata
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.