Morgunblaðið - 24.03.2007, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 24.03.2007, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 24. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ALMENNINGUR OG HEILBRIGÐISÞJÓNUSTA Niðurstaða landskönnunar ávegum Háskóla Íslands, land-læknisembættis og Lýð- heilsustöðvar á afstöðu landsmanna til heilbrigðisþjónustu kemur ekki á óvart. Í könnun þessari kemur í ljós að yfirgnæfandi meirihluti landsmanna vill að opinberir aðilar komi að rekstri sjúkrahúsa og heilsugæzlustöðva. Þá kemur einnig fram, að yfirgnæf- andi meirihluti þjóðarinnar vill, að ríki og sveitarfélög leggi meira fjár- magn fram til heilbrigðisþjónustunn- ar en nú er gert. Segja má, að heilbrigð skynsemi hins almenna borgara ráði hér ferð- inni. Í því samfélagi, sem við höfum byggt upp, er eðlilegt að þessir grunn- þættir í heilbrigðiskerfinu verði rekn- ir af opinberum aðilum. Það kemur heldur ekki á óvart, að fólk vilji að meira fé verði lagt til heilbrigðisþjón- ustunnar. Almenningur á Íslandi gerir kröfu til þess að fá mjög fullkomna þjónustu í heilbrigðiskerfinu. Það er búið að ganga of langt í niðurskurði á þessari þjónustu. Það kemur heldur ekki á óvart, að fólk telji að ekki megi ganga lengra í gjaldtöku í heilbrigðiskerfinu. Þau gjöld, sem nú eru tekin, eru orðin býsna há. Út úr þessari könnun má lesa að töluverður stuðningur sé við einka- rekinn valkost eða einkarekna viðbót við hið opinbera kerfi. Það er full ástæða til fyrir stjórn- málamenn að kynna sér niðurstöður þessarar könnunar vel og fylgja eftir þeim óskum almennings, sem þar koma fram. Alþingi hefur gengið of langt í nið- urskurði á fjárframlögum til Land- spítala – háskólasjúkrahúss, svo dæmi sé tekið. Í opinbera kerfinu stendur nú yfir furðulegur leikur í tengslum við fjár- framlög til SÁÁ. Hvers vegna er ekki gerður þjónustusamningur við sam- tökin? Hvers vegna neitar fjármála- ráðherra að tjá sig um málið við Morg- unblaðið? Pólitísk stefnumörkun í heilbrigðis- málum er ekki nægilega skýr. Hún á ekki að vera í höndum embættis- manna eða stjórnenda heilbrigðis- stofnenda. Hún er verkefni stjórn- málamanna. Það eru of mörg mál í heilbrigðiskerfinu, sem ekki er tekið á. Sennilega er rækileg umbótaher- ferð í heilbrigðiskerfinu orðin mjög brýn og eitt stærsta verkefnið, sem bíður nýrrar ríkisstjórnar á nýju kjör- tímabili. Fátt skiptir meira máli í nýrri ríkisstjórn en vanda vel valið á nýjum heilbrigðisráðherra. Stjórnmálaflokkunum ber skylda til að gera kjósendum rækilega grein fyrir viðhorfum sínum og fyrirætlun- um í heilbrigðismálum í kosningabar- áttunni. BANDARÍKJAMENN OG ÍRAK Fulltrúadeild Bandaríkjaþingshefur samþykkt tillögu þess efn- is, að bandaríski herinn verði kallað- ur heim frá Írak fyrir 1. september á næsta ári. Þessi samþykkt þýðir ekki að svo verði gert heldur er um að ræða leik í átökum á milli demókrata og repúblikana á Bandaríkjaþingi og í átökum demókrata við Bush Banda- ríkjaforseta. Veruleikinn er sá, að Bandaríkja- menn komast ekki frá Írak og líkleg- ast að þeir verði þar með her í mörg ár enn. Í Írak geisar nú borgarastyrjöld, þótt Hvíta húsið í Washington vilji ekki viðurkenna það eða nota það orð. Bandaríkjamenn hafa ekki herafla til þess að stilla til friðar. Þeir geta hugsanlega dregið úr átökunum um skeið með því að fjölga í herliði sínu í Írak, sem þeir eru að gera, en þessi átök mundu brjótast fram aftur á þeirri stundu, sem Bandaríkjamenn hyrfu með herlið sitt frá landinu. Borgarastyrjöldin er innbyggð í það þjóðfélag, sem byggt hefur verið upp í Írak á mörgum undanförnum ára- tugum. Sumir sérfræðingar eru þeirrar skoðunar, að Bandaríkjamenn hafi gengið of langt í að styðja þá stjórn, sem nú situr í Írak. Sá stuðningur hafi leitt til þess að þeir hafi minni áhrif en ella á aðra hagsmunaaðila innan landamæra Íraks. Hin rétta stefna fyrir Bandaríkjamenn væri að mati þessara sérfræðinga sú, að draga sig heldur til hlés og auka fjar- lægðina á milli sín og allra stríðandi fylkinga í Írak. Með því móti gætu þeir komist í sterkari stöðu til þess að semja um einhvers konar málamiðlun á milli þessara hópa. Vandinn er hins vegar sá, að stríð- andi fylkingar í Írak eru sjálfum sér sundurlyndar. Súnnítar koma ekki fram sem einn hópur og það á líka við um sjíta og Kúrda. Innan þessara þriggja meginhópa eru illindi og deil- ur og jafnvel vopnuð átök. Út af fyrir sig er hægt að færa rök fyrir því, að Bandaríkjamenn eigi að hverfa úr þessum heimshluta og láta þjóðirnar í Mið-Austurlöndum um að útkljá sín deilumál. Líkurnar á því að það verði niðurstaðan í Washington eru ekki miklar. Bush mun líta á það sem skyldu sína gagnvart frambjóð- anda repúblikana í forsetakosningun- um 2008 að halda þannig á málum í Írak, að brottför Bandaríkjamanna þaðan verði ekki jafn auðmýkjandi og brottför Bandaríkjamanna frá Suð- ur-Víetnam á sínum tíma. Mestar líkur eru á að það komi í hlut nýs forseta í Bandaríkjunum, sem tekur við völdum í ársbyrjun 2009, að hafa forystu um heimför Bandaríkjamanna frá Írak. Líklegt má telja, að það verði liður í allsherj- arendurskoðun á því stríði, sem Bush hóf gegn hryðjuverkamönnum og hefur gengið misjafnlega. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Haraldur Johannessenríkislögreglustjóri tel-ur að með frávís-unardómi Hæstaréttar í olíuforstjóramálinu svokallaða hafi Hæstiréttur í raun fallist á þau sjónarmið sem embætti rík- islögreglustjóra hélt fram sumarið 2003 þegar deilur um hvort lög- regla ætti að hefja sakamálarann- sókn á meintu ólöglegu samráði olíufélaganna stóðu sem hæst. Embættið hefði frá upphafi talið vafasamt að hægt væri að hefja lögreglurannsókn jafnhliða því sem málið væri til rannsóknar hjá samkeppnisyfirvöldum og bent á sömu vafaatriði sem Hæstiréttur hefði síðar byggt frávísun sína á. Á sínum tíma hefðu ýmsir, þar á meðal einstaka alþingismaður, gefið lítið fyrir þessi sjónarmið en þess í stað þyrlað upp samsær- ishugmyndum og reynt að grafa undan trausti á lögreglunni og stofnunum ríkisins. Meginforsendan fyrir frávísun Hæstaréttar var að forstjórar Ol- ís, Esso og Shell hefðu ekki notið lögbundinna réttinda sem sak- borningar, m.a. í viðræðum og samningum við Samkeppn- isstofnun sem þeir tóku þátt í en með þátttöku sinni hefðu þeir fellt á sig sök þegar málið var síðar tekið til lögreglurannsóknar og ákæra gefin út. Réttarstaða manns sem gefur skýrslu hjá sam- keppnisyfirvöldum vegna rann- sóknar á meintum brotum gegn samkeppnislögum og þess sem lögregla rannsakar vegna gruns um refsvert athæfi er gjörólík og taldi Hæstiréttur að ekki hefði komið nægjanlega vel fram í lög- reglurannsókninni, sem fór fram í kjölfar meðferðar samkeppnisyf- irvalda, að forstjórarnir hefðu, eins og þeirri rannsókn var hagað, notið þeirra réttinda sakborninga sem lög mæla fyrir um. Vöruðum við hættunni Haraldur telur að þessi niðurstaða Hæstaréttar staðfesti þær áhyggj- ur sem embættið hafði áður en það hóf rannsókn á málinu árið 2003. „Að mínu áliti er í dómi Hæsta- réttar fallist á þau sjónarmið sem embætti ríkislögreglustjóra hafði uppi á árinu 2003 þegar Sam- keppnisstofnun vakti athygli emb- ættisins á rannsókn sinni á olíufé- lögunum. Embættið hafði þá uppi varnaðarorð í þá veru að löggjöfin um samkeppnismál væri óskýr um hvernig fara skyldi með mál sem væru annars vegar til meðferðar hjá samkeppnisyfirvöldum og hins vegar hjá lögreglu. Það væri hætta á að mál sem Samkeppn- isstofnun hefði haft til rannsóknar nýttust ekki sem sakamál, meðal annars vegna réttarstöðu starfs- manna olíufélaganna sem sam- keppnisyfirvöld höfðu rætt við. Við töldum að ef samkeppnisyf- irvöld hefðu komist að þeirri nið- urstöðu að um sakamál væri að ræða, þá hefðu þau átt að hætta rannsókn mjög fljótlega eftir hús- leitina í desember 2001 og beina málinu til ríkislögreglustjóra eða ríkissaksóknara til að koma í veg fyrir sakarspjöll,“ sagði Haraldur. Hæstiréttur hefði einnig fallist á þau sjónarmið sem embættið hélt fram að löggjöf í samkeppn- ismálum væri óskýr um hvort hægt væri að hafa mál til rann- sóknar á tveimur stöðum. „Emb- ætti ríkislögreglustjóra varaði einnig við að þarna væri hætta á ferðum varðandi Mannréttinda- sáttmála Evrópu þar sem rétt- arstaða einstaklinga væri allt önn- ur hjá samkeppnisyfirvöldum en segir einkennast af skörp um góðs og ills þar sem h endasýn ræður ríkjum og er jafnan að finna meðal h arinnar eða valdhafa. Sam issmiðurinn sé andvitsmu því allt verði honum að vo meðan veigamikil mótrök hunsuð. Annað einkenni á særissmíð sé það gríðarle upplýsinga sem á að skjót um undir réttmæti kennin en raunverulegar staðrey venjulega í litlu eða engu samhengi við atburðinn se særið á að snúast um. Guðni segir að Åsard o hafi bent á hvernig samsæ ishugsun sé orðin eitt hel kenni bandarískrar verule og birtist jöfnum höndum ræðu um stjórnmál og me Síðan segir í greininni: „Á virðist þróunin vera sú sa síðustu þremur árum hefu samsæriskenningin rekið lenskum fjölmiðlum, en hæ sess skipa sögur af óeðlile ítökum viðskiptajöfra í stj málaflokkum (t.d. sögur a Ólafssyni og Samfylkingu hjá lögreglunni. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að ekki hefði verið gætt að ákvæðum mannréttindasáttmálans. Ég sé ekki betur en niðurstaða Hæsta- réttar í þessu svokallaða olíumáli sé í þá veru sem embættið varaði við á árinu 2003 þegar umræða gaus upp um hvort ríkislög- reglustjóri ætti að rannsaka málið eða ekki,“ bætti hann við. Afskipti stjórnmálamanna séu sem minnst Á þessum tíma hefði orðið mikil umræða, sem einstaka þingmaður hefði tekið þátt í, um að viðvar- anir og efasemdir embættisins væru tortryggilegar. „Einstaka stjórnmálamaður hafði uppi mjög stór orð og miklar yfirlýsingar um að ríkislögreglustjóri væri að hlífa forstjóra eins olíufélaganna vegna tengsla við fyrrverandi dóms- málaráðherra. Þar með var reynt að grafa undan trausti á embætti ríkislögreglustjóra. Fáeinir stjórn- málamenn höfðu uppi lög- fræðilegar meiningar sem gengu þvert á okkar sýn og gerðu lítið úr þeim lögfræðilegu álitamálum sem embættið hafði uppi í þessu máli. Nú hefur Hæstiréttur kom- ist að þeirri niðurstöðu að okkar lögfræðilega álit var rétt. Þá er spurningin hvernig einstakir stjórnmálamenn ætla að vinna úr afskiptum sínum af þessu máli og ummælum sem þeir létu falla, að- allega á árinu 2003,“ sagði Har- aldur. Telur þú að alþingismennirnir þurfi að útskýra hvernig þeir líti málið nú? „Ég held að þessir þingmenn, almenningur og fjölmiðlamenn ættu að hugleiða hvort það sé rétt að stjórnmálamenn reyni að hafa afskipti af tilteknum sakamálum. Ég held að reynslan sýni, bæði hér á landi og erlendis, að það er ekki heillavænlegt. Við höfum nokkur dæmi um að stjórn- málamenn hafi haft uppi opinber- ar yfirlýsingar um einstök saka- mál og þyrlað upp samsærishugmyndum sem ég tel að sé afar varasamt og til þess fallið að draga úr trausti á stofn- unum ríkisins,“ sagði Haraldur. Þetta ætti aðallega við meðan mál væru enn til meðferðar hjá stofn- unum ríkisins, s.s. lögreglu eða samkeppniseftirlitinu. „Ég held að best fari á því að afskipti stjórn- málamanna séu sem minnst, svo ég tali nú ekki um þegar slíkur þrýstingur myndast sem við upp- lifðum á árinu 2003 vegna olíu- málsins. Ég vil ræða um þessa opinberu umræðu vegna þess að þegar embættið var að vinna eftir fag- legum, lögfræðilegum leikreglum þá var reynt að gera okkar störf tortryggileg. Alls staðar þar sem stór efnahagsbrotamál eru til meðferðar erlendis er mikil um- fjöllun um þau, hin svokölluðu hvítflibbabrot, og það er ekkert séríslenskt fyrirbæri að það komi fram samsærishugmyndir í sam- félaginu um þessi sakamál. Í þessu sambandi finnst mér skrif Guðna Elíssonar, dósents í al- mennri bókmenntafræði við Há- skóla Íslands, í Skírni síðastliðið haust þar sem hann fjallar um samsærishugmyndir, einkar at- hyglisverð,“ sagði Haraldur. „Dauðinn á forsíðunni“ Skrif Guðna sem Haraldur vísaði til birtust í síðari hluta grein- arinnar „Dauðinn á forsíðunni – DV og gotnesk heimssýn“ í haust- hefti Skírnis 2006 en greinar Guðna vöktu töluverða athygli. Í umræddri grein vísar Guðni m.a. til kenningar Eriks Åsards um samsæriskenningar sem Åsard „Okkar lögfr Varist „Stjórnmálamenn, hafa varann á sér þegar sa Ríkislögreglustjóri segir að Hæstiréttur hafi fallist á sj rannsókn á olíufélögunum en ýmsir, m.a. alþingismen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.