Morgunblaðið - 24.03.2007, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.03.2007, Blaðsíða 14
Í HNOTSKURN »Sveitarfélög á Íslandi eru nú79 talsins. »Vel innan við helmingurþeirra er með sérstaka vá- tryggingu fyrir börn yngri en 16 ára sem tekur til slysa í skólastarfi sem og skipulögðu tómstunda- og íþróttastarfi. »Hámarksslysakostnaður,hvort heldur er lækna- eða tannlæknakostnaður, er á bilinu 100–225 þúsund kr. eftir því hvaða sveitarfélag á í hlut. FRÉTTASKÝRING Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is NOKKUÐ misjafnt virðist vera milli sveitarfélaga með hvaða hætti þau tryggja börn 18 ára og yngri í skólastarfinu sem og í skipulögðu tómstunda- og íþróttastarfi. Meðal sveitarfélaga sem vá- eða slysa- tryggja börn jafnt í leik- og grunn- skólastarfi sem og í skipulögðu tóm- stunda- og íþróttastarfi eru Hafnarfjörður, Kópavogur og Hveragerði. Meðal þeirra sveitarfé- laga sem ekki kaupa sérstakar vá- tryggingar til handa skólabörnum eru Reykjavíkurborg og Akureyr- arbær. Vátrygging nær til slysa eða tjóns þar sem enginn er ábyrgur eða ber sök í málinu. Eftir því sem blaðamað- ur kemst næst eru flest sveitarfélög með svokallaða frjálsa ábyrgð- artryggingu atvinnurekenda en und- ir slíka tryggingu falla mál þar sem sannanlega má rekja slys eða tjón ýmist til lélegs aðbúnaðar eða við- halds húsnæðis og tækja eða van- rækslu starfsmanna. Samkvæmt upplýsingum frá Ingi- björgu Pálsdóttur, sérfræðingi í slysadeild hjá VÍS, hefur sveit- arfélögum staðið sérstök trygg- ingavernd til boða síðan í haust. Slík tryggingavernd nær til slysa eða tjóns barna 18 ára og yngri sem eru með lögheimili í viðkomandi sveitar- félagi. Tryggingin tekur til slysa eða tjóns sem verður í skólastarfi sem og í skipulögðu tómstunda- og íþrótta- starfi. Að sögn Ingibjargar hafa bæði Kópavogsbær og Hveragerðisbær þegar keypt sér slíka slysatryggingu, auk þess sem Mosfellsbær og Akra- nes eru við það að bætast í hópinn. Aðspurð segir Ingibjörg hámarks- slysakostnað, þ.e. læknis- eða tann- læknakostnað, í hverju tilviki vera 220 þús. kr. en sjálfsábyrgðin er 13 þús. Bendir Ingibjörg á að slysa- kostnaður sé eingöngu greiddur að því marki sem fæst ekki greitt hjá TR. „Ef eitthvað af þessu fæst greitt frá TR, þá borgum við mismuninn.“ Örorkubætur eru rúmar 3,4 milljónir og dánarbætur 341 þúsund krónur. Hjá Sveini Segatta, fram- kvæmdastjóra á fyrirtækjasviði Sjó- vár, fengust þær upplýsingar að vel á annan tug sveitarfélaga í landinu keypti hjá fyrirtækinu sérstaka grunnslysatryggingu til handa leik- og grunnskólabörnum sem nær til slysa og tjóns í skólastarfinu. Að- spurður segist Sveinn áætla að íbúa- fjöldi þessara sveitarfélaga sé sam- tals innan við tíu þúsund. Til viðbótar kaupa innan við sex af þessum sveit- arfélögum viðbótartryggingu sem nær til barna 18 ára og yngri í öllu skipulögðu tómstunda- og íþrótta- starfi. Nemendur í sjálfsábyrgð hjá borgarsjóði Reykjavíkur Að sögn Sveins er hámarkslæknis- og tannlækniskostnaður samkvæmt grunntryggingunni 225 þús. kr. í hverju tjóni en sjálfsábyrgð er 20 þús. Örorkubætur miðast við 4,5 milljónir og dánarbætur við 450 þús. Hjá Þórði Þórðarsyni, sölustjóra hjá Tryggingamiðstöðinni, fengust þær upplýsingar að þar stæði sveit- arfélögum til boða trygging sem næði til slysa og tjóna barna í skóla- starfi. Almennt viðmið er að há- marksslysakostnaður er 215 þúsund kr. en sjálfsábyrgð um 15 þús., ör- orkubætur 3 milljónir og dánarbætur 300 þúsund kr. Alls er innan við tug- ur sveitarfélaga með slíka vátrygg- ingu hjá TM en stærstu bæjarfélögin eru Vestmannaeyjar, Reykjanesbær og Stykkishólmsbær. Hjá menntasviði Reykjavík- urborgar fengust þær upplýsingar að borgin keypti ekki sérstakar vá- tryggingar til handa grunn- skólabörnum, heldur bæri hún sjálf alla ábyrgð á tjóni eða slysum sem börn í grunnskólum yrðu fyrir, hvort heldur það væri í húsnæði skólans, á skólalóð eða atburðir á vegum grunn- skólans, eins og t.d. skólaferðalög eða sundkennsla. Samkvæmt upplýs- ingum blaðamanns liggja hag- kvæmnisástæður að baki þeirri ákvörðun að hafa skólanemendur í sjálfsábyrgð borgarsjóðs, þar sem árlegar greiðslur Reykjavíkurborgar vegna slysa og tjóna barna í skóla- starfi séu verulega lægri en heildar- iðgjald sem borgin þyrfti að greiða fyrir tryggingar skólabarna ár hvert ef þau væru sérstaklega vátryggð. Í samtali við Morgunblaðið var fullyrt að börn í Reykjavík sem lentu í slysi eða tjóni væru ekki verr sett en börn í öðrum sveitarfélögum sem væru með sérstakar vátryggingar til handa skólabörnum. Hjá Berglindi Söebech, verkefn- isstjóra trygginga hjá borginni, feng- ust þær upplýsingar að greitt væri fyrir fyrstu tvær komur á slysavarð- stofu í hverju tilviki, auk þess sem hámarkskostnaður vegna tannslysa væri 100 þús. kr. Spurð um örorku- og dánarbætur sagðist Berglind ekki geta gefið upp nákvæmar tölur, en tók fram að ef til slíks tjóns kæmi byggist hún við að litið yrði til annars vegar þeirra trygginga sem önnur sveitarfélög væru að kaupa vegna barna á sínum vegum og hins vegar þeirra trygginga og viðmiðana sem tryggingafélögin væru að bjóða. Vátryggingar barna í skólastarfi Morgunblaðið/ÞÖK Vátryggingar Misjafnt er hvort vátryggingar vegna skólabarna nái til 16 eða 18 ára aldurs, sem og hvort þær nái aðeins til skólastarfs eða einnig til tómstunda- og íþróttastarfs á vegum viðkomandi sveitarfélags. Vel innan við helm- ingur sveitarfélaga í landinu vátryggir börn sérstaklega í skóla- og tómstundastarfi á sín- um vegum.  Flest sveitarfélög eru með frjálsa ábyrgðartryggingu atvinnurekenda  Undir slíka tryggingu falla mál þar sem sannanlega má rekja slys til lélegs aðbúnaðar eða vanrækslu starfsmanna 14 LAUGARDAGUR 24. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is „ÉG lít á þetta sem skref sem mik- ilvægt sé að stíga – frekar en að bíða,“ segir Halldór Halldórsson, bæjar- stjóri á Ísafirði og formaður Sam- bands íslenskra sveitarfélaga. Fulltrúar sambandsins og ríkisins undirrituðu í fyrradag viljayfirlýs- ingu um fjármálaleg samskipti ríkis og sveitarfélaga sem meðal annars felur í sér að ríkið greiðir tímabundið aukaframlag í Jöfnunarsjóð sveitarfé- laga til að jafna aðstöðumun sveitar- félaga. Ríkið greiðir 1.400 milljónir á þessu ári og því næsta í stað 700 millj- óna kr. Viljayfirlýsingin var kynnt á lands- þingi Sambands íslenska sveitarfé- laga í gær ásamt bókun sem stjórn sambandsins gerði. Auk aukningar á framlagi ríkisins lýsir ríkisstjórnin sig reiðubúna til að skoða mögu- leikana á að lækka skuldir sveitarfé- laga. Það er þó háð því að viðkomandi sveitarfélag framfylgi fjármála- reglum sem sveitarfélögin og ríkið hyggjast móta í sameiningu. Ríkið hefur áhuga á að reglurnar leiði til þess að fjármál sveitarfélaganna vinni í sömu átt og ríkisfjármálin við al- menna hagstjórn. Ánægðir með hækkun framlags Stjórn Sambands íslenskra sveitar- félaga lýsti sérstakri ánægju sinni með hækkun framlags í Jöfnunarsjóð. Í bókun er þó tekið fram að stjórnin hafði vonast til að komið yrði með ákveðnari hætti til móts við réttmæt- ar kröfur sveitarfélaganna um aukna hlutdeild í skatttekjum ríkisins, eins og fjármagnstekjuskatti og sköttum af einkahlutafélögum og þess krafist að málin verði leyst í framhaldinu. Halldór segir mikilvægt að auka aga og koma á meiri formfestu í sam- skiptum ríkis og sveitarfélaga. Hann sér fyrir sér kerfi sem geri ráð fyrir sífelldri endurskoðun tekjustofna, í samræmi við skiptingu verka. Fulltrúar allra sveitarfélaga í land- inu koma saman á landsþinginu sem haldið er í Reykjavík. Aðalverkefni þess er að ræða verkefnaflutning frá ríki til sveitarfélaga. Halldór segir að sveitarstjórnarmenn séu að fara yfir það hvernig hafi tekist til með yfir- færslu grunnskólans, hvort og þá hvaða verkefni ætti að flytja og þá hvernig. Þá sagði finnskur lögfræð- ingur frá breytingum á sveitarstjórn- arstiginu þar. Á þinginu var samþykkt að heild- stæðum flutningi verkefna á sviði vel- ferðar-, félags- og menntamála yrði hrundið af stað tafarlaust. Rekstur framhaldsskóla og heilsugæslu var sérstaklega nefndur auk þjónustu við aldraða og fatlaða sem meira hefur verið í umræðunni til þessa. Tekið var undir hugmyndir sveitarfélaga um að taka yfir rekstur framhaldsskóla í til- raunaskyni. Sveitarfélögin fá 700 milljónir Ríkisstjórnin opnar á að lækka skuldir þeirra sem framfylgja fjármálareglum Morgunblaðið/RAX Sveitarstjórnarmenn Fulltrúar frá öllum sveitarfélögum landsins, 79 að tölu, sátu landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga sem fram fór í gær. Í HNOTSKURN »Gerðar verða tillögur aðfjármálareglum fyrir sveitarfélögin. Þar verða m.a. sett markmið um þak á aukn- ingu útgjalda og hlutfall skulda. »Ríkisstjórnin lýsir sigreiðubúna til að koma að lækkun skulda sveitarfélaga sem framfylgja reglunum. »Ríkið greiðir aukaframlagí Jöfnunarsjóð. RÍKISENDURSKOÐUN leggur til að kannað verði hvort flytja megi hluta vinnuvélaeftirlits Vinnueftirlits ríkisins til faggiltra skoðunarstofa og stjórnsýslu sem það varðar til Um- ferðarstofu. Þetta kemur fram í nýrri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðun- ar á Vinnueftirlitinu. Ríkisendurskoð- un á með tillögu sinni m.a. við eftirlit með farandvinnuvélum, tækjum sem áföst eru bílum og öðrum hjólatækj- um sem aka utandyra, en það er um margt hliðstætt bifreiðaeftirliti. Að mati Ríkisendurskoðunar gæti slíkt fyrirkomulag orðið bæði hag- kvæmara og skilvirkara en það sem nú tíðkast og auk þess hentugra fyrir þá sem notfæra sér þjónustuna. Um leið mætti flytja stjórnsýslu sem varðar starfsréttindi vegna vinnuvéla undir Umferðarstofu sem annast nú þegar stjórnsýslu sem varðar öku- réttindi. Ríkisendurskoðun telur á sama hátt eðlilegt að markaðseftirlit Vinnueftirlitsins með ýmiss konar vélum, búnaði og tækjum sem ætluð eru til vinnu fari fram í samstarfi við Neytendastofu, sem ætlað er að sam- ræma opinbert markaðseftirlit. Neyt- endastofa semji þá við faggiltar skoð- unarstofur um eftirlitið og tryggi samræmi í því, en Vinnueftirlitið rýni í þau gögn sem skoðanir leiða í ljós og gegni áfram hlutverki eftirlitsstjórn- valds. Vegna fyrirtækjaeftirlits er lagt til að Vinnueftirlitið hraði sem mest inn- leiðingu svonefnds aðlagaðs eftirlits þar sem megináherslan er lögð á ábyrgð atvinnurekanda á stöðugu vinnuverndarstarfi. Umferðar- stofa taki verkefni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.