Morgunblaðið - 24.03.2007, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 24.03.2007, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MARS 2007 57 Aðgangseyrir: 1500 kr. (750 kr. fyrir listvini og 500 kr. fyrir nemendur) Sálmar á afmælisári L I S T V I N A F É L A G H A L L G R Í M S K I R K J U 25. starfsár • 2006-2007 25. mars 2007, sunnudagur kl. 17.00 í Hallgrímskirkju Sálmar V ... Faðmur „sorgin og lífið“ Kirstín Erna Blöndal, sópran Örn Arnarson, gítar • Gunnar Gunnarsson, píanó Jón Rafnsson, bassi Einstakur flutningur sálma um huggun og von fös. 23/3 kl. 20 fim. 29/3 kl. 20 HOLLYWOODPARIÐ Angelina Jolie og Brad Pitt virðist ekki ætla að láta deigan síga í hjálp- arstarfinu. Nú hafa þau ánafnað heilsugæslustöð í Súdan 100.000 bandaríkjadollurum. Stöðin ber heitið Duk Lost Bo- ys Clinic og verður sú fyrsta sinnar tegundar í Duk-sýslu í Suður-Súdan. Hún verður opnuð í vor og mun þjóna yfir 150 þús- und manns. Stöðin er hugmynd Johns Daus, sem er einn af „týndu strákun- um“ í heimildamyndinni God Grew Tired of Us, sem Pitt fram- leiddi og vann m.a. til dómnefnd- arverðlauna á Sundance- kvikmyndahátíðinni í fyrra. Í myndinni segir frá 25 þúsund strákum sem flúðu stríðið í Súdan og ferðuðust í fimm ár til að komast í flóttamannabúðir í Ken- ýa. Um fjögur þúsund þeirra, þar á meðal Dau, komust síðan þaðan til Bandaríkjanna. Heilsugæslustöðin er í bænum sem Dau flúði upphaflega frá. „Jolie og Pitt standa fyrir am- erískt göfuglyndi,“ sagði Dau um parið. „Vonandi mun framlag þeirra hvetja aðra til að vera með okkur í að byggja upp Suð- ur-Súdan.“ Framlag þeirra til heilsugæsl- unnar kemur úr Jolie-Pitt- sjóðnum, sem þau stofnuðu til að aðstoða við mannúðarmál víðs- vegar um heim. Jolie og Pitt aðstoða í Súdan Reuters Örlát Brad Pitt og Angelina Jolie koma á frumsýningu God Grew Tired of Us í Los Angeles fyrr á þessu ári. ÞAU Leonardo DiCaprio og Kate Winslet ætla að leiða saman hesta sína á nýjan leik í mynd sem fjallar um brostnar vonir eftirstríðsáranna í Bretlandi. Þetta verður í fyrsta sinn sem leikararnir sjást saman á skjánum frá því þeir léku einhverja frægustu elskendur kvikmyndasög- unnar, Rose og Jack í Titanic. Myndin nýja, sem ber heitið Re- volutionary Road, er gerð eftir sögu Richards Yates. Það er kvikmynda- gerðarmaðurinn Sam Mendes sem ræðst í gerð myndarinnar en hann er eiginmaður Winslet. Winslet og DiCaprio saman á ný Sameinuð DiCaprio og Winslet kela um borð í Titanic. KASTLJÓSMAÐURINN Helgi Selj- an bloggaði ansi skemmtilega í lok vikunnar þegar hann sagði frá uppákomu í Kastljósinu sem tengd- ist Ómari Ragnarssyni. Látum Helga hafa orðið: „Ómar og félagar kynntu Íslands- hreyfinguna í dag. Talaði stuttlega við Ómar í Kastljósinu áðan og ég hef sjaldan haft hjá mér viðmælanda sem var eins stressaður. Stressið kom þó viðtalinu lítið við. Ómar átti nefnilega að vera mættur á svið í Borg- arleikhúsinu rúmum fimm mínútum eftir að viðtalinu lauk. Þar leikur hann að mig minnir alzheimers- sjúkan mann á elliheimili sem segir fátt. Góð hvíld fyr- ir Ómar eftir að hafa talað í allan dag. Fáheyrt að menn taki sér hvíld frá amstri dagsins í söngleik í Borgarleikhúsinu. Þegar viðtalinu lauk stóð Ómar snöggt upp losaði af sér litla míkrafóninn í brjósti jakka síns og hugðist skutla honum á borðið. Míkrafónninn lenti í vatnsglas- inu mínu og Ómar tók bakfall af hlátri – hafði ekki tíma fyrir fleirtölu bakfall – meðan míkrafónninn dinglaði í vatnsglasinu eins og ormur á öngli. Stuttu áður en viðtalið hófst og Ómar var að koma sér fyrir tók ég eftir einhverju sem gægðist undan skyrtunni hans. Ómar var eins og menn hafa eflaust tekið eftir með bindi hnýtt um hálsinn en það sem menn vissu ekki var að undir þeirri skyrtu og því bindi var önnur skyrta, annað bindi. Ómar var þannig í leik- búningi sínum undir búningi stjórnmálaforingjans. Fyrst eftir að ég kynntist Ómari tók ég eftir því að hann gekk alltaf með tvö úr á handleggnum. Vissi ekki að búningarnir væru líka tveir. Hljóðmaður sem var á staðnum sagði við mig þegar ég furðaði mig á búningnum undir búningnum: „Bless- aður, þakkaðu bara fyrir að hann skuli ekki vera í jólasveinabúningnum undir öllu saman.““ Meira: 730.blog.is „… og Ómar tók bakfall af hlátri“ Helgi Seljan. Með hundinn upp að altarinu ÞAÐ ER ekki óalgengt í íslenskum brúðkaupum að sjá börn brúð- hjónanna uppi við altarið með for- eldrum sínum. Hundar eru aftur á móti yfirleitt ekki gestir í hérlendum kirkjum. Hin íðilfagra og aðþrengda Eva Longoria mun hins vegar hafa afráð- ið að Jinxie, hvítur möltuhundur hennar, muni fylgja henni inn kirkjugólfið þegar hún gengur í það heilaga með körfuboltastjörnunni Tony Parker hinn 7. júlí nk. Verður Jinxie brúðhjónunum við hlið þegar þau strengja heit sín. Samkvæmt heimildarmanni Nat- ional Enquirer-tímaritsins mun Jinxie bera sérstaka demantsól við tilefnið með áletraðri dagsetningunni 7/7/07. Það er ljóst að Eva hefur hundinn sinn í hávegum og mun hún eyða rúmum 30.000 krónum í alls kyns lúxusdekur og tannhreinsun fyrir Jinxie í hverjum mánuði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.