Morgunblaðið - 24.03.2007, Blaðsíða 54
Það fer óþolandi
illa saman, aura-
leysi og ferðaþrá. ... 61
»
reykjavíkreykjavík
ÉG hitti á þá Arnar Guðjónsson
(söngur, gítar, hljómborð), Hall
Hallsson (bassi) og Nóa Stein Ein-
arsson (trommur) í hljóðveri þeirra
en Andri Ásgrímsson (hljómborð,
gítar) var vant við látinn þennan dag-
inn. Spjallið hefst óformlega; við sitj-
um innan um allra handa hljóðvers-
græjur, tölvur og hljóðfæri og
lepjum rjúkandi kaffi. Hvort það er
löngu hléi frá viðtölum að þakka eða
einhverju öðru eru Leaves-menn æði
skrafhreifnir og spilin eru lögð á
borðið eitt af öðru í hressilega opnu
spjalli um afdrif og örlög sveit-
arinnar til þessa.
„Það var fúlt … en síðan frábært,“
segir Arnar og er að vísa í það þegar
nafni hans Ólafsson, gítarleikari,
hætti í hljómsveitinni haustið 2005.
Tónleikaferðalag um Bretland til að
fylgja eftir annarri plötu sveit-
arinnar, The Angela Test, átti þá að
hefjast tíu dögum síðar og eðlilega
fór allt í uppnám. „Þetta varð geð-
veikt gaman því að við þetta neydd-
umst við til að bretta upp ermar og
bara redda þessu. Þannig að við fór-
um út í miklum vígamóð. Bandið varð
þéttara og það kom meiri kraftur inn
í það. Fyrstu fernir, fimm tónleikarn-
ir fóru í að fínpússa, ég þurfti að
svissa oftar frá píanói yfir á gítar og
Andri fór líka að spila meira á gítar.
Við þurftum að spinna nýja kafla inn
í þetta gat sem myndaðist þegar ég
var að skipta yfir í annað hljóðfæri og
sú vinna þétti hópinn mikið. Við vor-
um farnir að spinna meira eftir því
sem leið á túrinn og það var rosalega
gaman og spennandi að fara upp á
svið undir þessum kringumstæðum.“
Hallur segir að ýmislegt hafi
hreinsast út þegar hljómsveitin
breyttist í kvartett. „Við urðum að
hugsa lögin upp á nýtt og breyta öll-
um útsetningum. Fyrst hugsaði ég
„Fokk! Við erum fimm manna hljóm-
sveit, hvað eigum við að gera?“. En
þetta varð svo til góðs, og við erum
t.d. til muna öruggari í hljóðverinu
núna og vitum betur hvað það er sem
við viljum ná fram.“
Hallur lýsir því að Angela Test
hafi bara komið almennilega út í
Bretlandi, og hérlendis varð hún svo
gott sem ósýnileg. „Þetta var mjög
furðulegt, hún var flutt hingað inn
eins og hver önnur erlend plata. Það
var ekkert gert hérna heima og við
sjálfir vorum úti á meðan. Þetta var
mjög súrt.“
Ekki brenndir
Arnar segir í þessu sambandi að
miðpunktur Leaves hafi alltaf verið
Bretland. „Við gerðum samninga þar
og umboðsmennirnir eru breskir. En
auðvitað viljum við sinna Íslandi líka.
Og það sem við ætlum að gera núna
er að byrja hér og ekki pæla í útlönd-
um strax. Okkur langar til að losna
við allt þetta fyrirtækishavarí sem er
í kringum þetta og gera þetta sjálfir.
Platan kemur út hérna fyrst og svo
sjáum við til hvernig og hvort það
verður sjoppað með hana eitthvað
áfram. Við eigum greiða leið í gegn-
um einhver óháð fyrirtæki í Bret-
landi þar sem hinar tvær plöturnar
komu út á stórum merkjum. En það
eru engir peningar í þessum bransa
lengur, það er allt orðið breytt.“
Strákarnir vilja þó ekki meina að
þeir séu brenndir af viðskiptum sín-
um við stór útgáfufyrirtæki. Fyrsta
platan, Breathe, kom út undir merkj-
um B-Unique, sem komst svo í eigu
Warner-risans og sú síðari kom út á
vegum Island Records. Þá var
Breathe gefin út í Bandaríkjunum af
Dreamworks.
„En þetta er mjög einfalt í þessum
stóra bransa,“ segir Arnar. „Þetta er
bara „hardcore“. Ef þú selur ekki
vissan fjölda af plötum þá er ekkert
verið að púkka upp á þig meira. Ég
hef aldrei fengið beint á tilfinninguna
að það sé verið að ráðskast eitthvað
með mann, ég upplifi þetta bara sem
svona þungt hlass.“ Hallur bætir því
við að honum hafi samt þótt stórfyr-
irtækjareynslan ívið betri í fyrsta
skiptið. „Þá var nánara samstarf á
milli okkar og útgáfunnar. En maður
upplifði þetta allt saman sem ein-
hvers konar færiband. Það er gerður
samningur, og svo er ákveðið mikið
og ef það gengur ekki þá er þetta
bara búið spil. Það er ekkert verið að
taka neina óþarfa áhættu.“
Músík og meik
Hallur dæsir og segir kíminn. „Já,
þetta er allt svo leiðinlegt … nei, mér
finnst bara fyndið að maður lendir
alltaf í því að tala um þetta í öllum
viðtölum.“
Blaðamaður ákveður því að ljúka
leiðindaspurningunum með því að
Morgunblaðið/ÞÖK
ROKKSVEITIN LEAVES HEFUR VERIÐ HULIN SJÓNUM ALMENNINGS AÐ
MESTU UNDANFARIÐ EN ÞAÐ ER AF OG FRÁ AÐ HÚN HAFI LAGT UPP LAUP-
ANA. LEAVES, SEM NÚ ER KVARTETT, ER Í ÓÐA ÖNN AÐ TAKA UPP ÞRIÐJU
BREIÐSKÍFU SÍNA OG NÚ UM HELGINA TEKUR NÝTT LAG, „KINGDOM
COME“ AÐ HLJÓMA Í ÚTVARPI. ARNAR EGGERT THORODDSEN RÆDDI
VIÐ ÞRJÁ AF FJÓRUM MEÐLIMUM SVEITARINNAR.
LEAVES