Morgunblaðið - 05.04.2007, Side 6
6 FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Heimsferðir bjóða frábært tilboð á 15 nátta vorferð til Costa del Sol
24. apríl til 9. maí. Bjóðum frábært tilboð á síðustu sætunum. Þú
bókar sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir.
Gríptu tækifærið og njóttu vorsins á Costa del Sol.
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Costa del Sol
24. apríl
frá kr. 49.990
Síðustu sætin - 15 nátta ferð
Verð kr. 49.990 - -15 nætur
Netverð á mann, m.v. 2-4 í herbergi/stúdíó/íbúð
í 15 nætur, m.v. stökktu tilboð.
Munið Mastercard
ferðaávísunina
RÍKISSTJÓRNIN heldur naum-
lega velli ef marka má niðurstöður
nýjustu skoðanakönnunar Capacent
Gallups. Fylgið þarf lítið að hreyfast
til að gjörbreyta stöðunni, meðal
annars vegna þess að fylgi Íslands-
hreyfingarinnar þarf ekki að aukast
nema lítillega til að hún nái mönnum
inn á þing.
Könnunin var gerð dagana 28.
mars til 2. apríl og náði til 1.610
manna úrtaks og var svarhlutfallið
61,8%. Útreikningar á þing-
mannafjölda byggjast hins vegar á
fylgi flokkanna í könnunum tvær
síðustu vikunar. Samkvæmt þeim
niðurstöðum fengi Sjálfstæðisflokk-
urinn 27 menn kjörna og Framsókn-
arflokkurinn fimm menn eða sam-
tals 32 þingsæti af 63 á þingi. Vinstri
grænir fengju 15 menn kjörna, Sam-
fylkingin 13 og Frjálslyndir þrjá, en
Íslandshreyfingin myndi ekki ná inn
manni samkvæmt niðurstöðunum.
Þegar fylgi flokkanna er skoðað
eftir einstökum kjördæmum kemur
í ljós að Sjálfstæðisflokkurinn er
sterkastur í Kraganum þar sem
hann fær tæp 47% atkvæða ef
marka má niðurstöður könnunar-
innar. Flokkurinn er með vel rúm-
lega 30% atkvæða í öllum kjör-
dæmum, en minnst er fylgið í
Norðaustur- og Norðvest-
urkjördæmi þar sem fylgið er rétt
rúm 33%.
Vinstri grænir eru með mest fylgi
í Reykjavíkurkjördæmi norður þar
sem þeir eru með 27,2% og minnst
er fylgið í Norðvesturkjördæmi,
19%. Samfylkingin er einnig með
mest fylgi í Reykjavíkurkjördæmi
norður þar sem hún fær 22,9% en
minnst er fylgið í Suðurkjördæmi,
16,7%.
Hins vegar skiptir alveg í tvö
horn með fylgi Framsóknarflokks-
ins. Það er lítið í öllum þéttbýlis-
kjördæmunum, minnst í Reykjavík-
urkjördæmi norður, 2,7%, en til
muna meira í landsbyggðarkjör-
dæmunum og mest í Norðaust-
urkjördæmi þar sem það er 19,6%.
Frjálslyndir eru með mest fylgi í
Norðvesturkjördæmi, 9,5%, og Suð-
urkjördæmi 8%. Fylgi Íslandshreyf-
ingarinnar er mest í Reykjavík-
urkjördæmi norður þar sem það er
7,4%, en listinn þarf 9% til að ná inn
manni þar og 5% á landsvísu til að fá
þrjá uppbótarmenn.
Stuðningur kynjanna er mjög
mismunandi eftir flokkum, en hlut-
fallslega mun fleiri karlar en konur
styðja Sjálfstæðisflokkinn og
Frjálslynda og öfugt hvað varðar
Samfylkinguna og VG. Þannig
styðja 27% kvenna VG og tæp 18%
karla og 15% karla styðja Samfylk-
inguna og 24% kvenna. Sjálfstæð-
isflokkinn styðja hins vegar 45%
karla og tæp 32% kvenna.
Ríkisstjórnin heldur velli í
skoðanakönnun Gallups
!"#$
%!"#$
%&"#$
"#$
Meirihlutinn einungis eitt sæti og lítið þarf að breytast til að ríkisstjórnin falli
!!"
#
$%& ' !!(
'
'
'
!"#$%
&" $
"&'
(
)
#*
FRÉTTASKÝRING
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
MJÖG fátítt er að ákært sé fyrir
brot á 165. grein almennra hegning-
arlaga og meint almannahættubrot
af því tagi sem tveir menn eru
ákærðir fyrir vegna mengunarslyss-
ins í sundlaug á Eskifirði í júní í
fyrra. Ákærurnar hafa verið þing-
festar í Héraðsdómi Austurlands.
Báðir mennirnir neita sök, að sögn
Brynjars Níelssonar hrl., sem er
verjandi annars mannsins.
Mennirnir eru ákærðir fyrir að
hafa sýnt af sér gáleysi. Stöðvar-
stjóra Olís er gefið að sök að hafa af-
greitt 1.000 l. tank sem merktur var
80% ediksýra í stað 1.000 l. af 15%
klórlausn og að hafa gefið undir-
manni sínum fyrirmæli um að fara
með tankinn og dæla innihaldi hans í
klórtank sundlaugarinnar. Undir-
manninum, sem var 17 ára þegar at-
burðurinn átti sér stað, er gefið að
sök að hafa dælt 200 l. af ediksýrunni
í klórtankinn án þess að ganga úr
skugga um hvort hann væri að dæla
klórlausn. Í 165. gr. segir að; „Fang-
elsi skal sá sæta, sem bakar öðrum
tjón á lífi, líkama eða eignum, með
því að valda sprengingu, útbreiðslu
skaðlegra lofttegunda, vatnsflóði,
skipreika, járnbrautar-, bifreiðar-
eða loftfarsslysi eða óförum annarra
slíkra farar- eða flutningatækja.“ Í
ákæru er vísað í 167. grein þar sem
segir að ef brot skv. 165. grein sé
framið af gáleysi, þá varði það sekt-
um eða fangelsi allt að 3 árum.
Brynjar segir þarna byggt á hug-
lægum saknæmisskilyrðum, spurn-
ingin sé hvenær um gáleysi eða
óhapp sé að ræða. ,,Þetta getur verið
hárfín lína,“ segir hann. Fá og líkleg-
ast engin fordæmi er við að styðjast
enda um mjög huglægt mat að ræða.
Sigríður Elsa Kjartansdóttir sak-
sóknari segir rétt að mjög óvenju-
legt sé að gefin sé út ákæra vegna
brota sem talin eru upp í 165. grein.
Um mjög óvenjulegt slys hafi verið
að ræða. Ekki sé við mörg fordæmi
að styðjast, enda atvik eins og þau
sem tiltekin eru í þessu hegningar-
lagaákvæði mjög sjaldgæf og ennþá
sjaldgæfara að fundinn sé flötur á
refsimeðferð á slíku máli.
„Ákæruvaldið telur að um gáleys-
isbrot hafi verið að ræða, það hafi
ekki verið ásetningur þessara manna
að valda þessari hættu. Þess vegna
vísum við til 167. greinar þar sem
heimild er til að refsa fyrir gáleysi.“
Brynjar er þeirrar skoðunar að
ákæruvaldið gangi nokkuð langt að
ákæra 17 ára ungling sem hlýðir fyr-
irmælum yfirmanns um að fara með
tank og dæla innihaldi hans í annan
tank í sundlauginni.
Sakaðir um refsivert
brot af gáleysi
„Langt gengið að ákæra 17 ára mann sem hlýðir fyrirmælum“
Morgunblaðið/ÞÖK
Eitrað gas 45 einstaklingar urðu fyrir eituráhrifum vegna klórgassins í
sundlaug Eskifjarðar. Sumir áttu við mikla öndunarerfiðleika að stríða
Í HNOTSKURN
»45 einstaklingar urðu fyrireituráhrifum klórgassins
þegar þeir önduðu að sér gas-
inu.
»Mennirnir hafa báðir neit-að sök. Aðalmeðferð máls-
ins hefst 22. maí.
UNDIRRITAÐUR var í gær sam-
starfssamningur milli Kaupþings,
Taflfélagsins Hellis og hins efnilega
skákmanns Hjörvars Steins Grét-
arssonar, en hann er aðeins 13 ára.
Markmiðið er að gera Helli kleift að
stórauka þjálfun Hjörvars og þátt-
töku hans í alþjóðlegum skákmótum
innanlands og erlendis.
Um er að ræða mikil tímamót inn-
an skákhreyfingarinnar hér á landi
en þetta er í fyrsta sinn sem fyrir-
tæki gerir slíkan samning við skák-
mann og taflfélag.
Hjörvar hefur náð eftirtektar-
verðum árangri á síðustu árum þrátt
fyrir ungan aldur. Hann er marg-
faldur Íslands- og Norðurlanda-
meistari og sá yngsti í íslenskri skák-
sögu sem teflt hefur í landsliðsflokki
Skákþings Íslands.
Er það allra von að samningurinn
greiði enn betur en ella fyrir leið
Hjörvars til meiri afreka.
Tímamót
í skák-
þjálfun
Morgunblaðið/Ómar
Skák Ingólfur Helgason forstjóri
Kaupþings leikur fyrsta leiknum
fyrir Hjörvar Stein Grétarsson.
STARFSMENN fram-
kvæmdasviðs Reykjavík-
urborgar brugð hart við
og hreinsuðu veggjakrot
af Hljómskálanum við
Tjörnina í Reykjavík með
öflugum tækjum, há-
þrýstidælum og öðru
slíku, en veggir skálans
voru orðnir útbíaðir í
kroti, eins og sjá mátti á
mynd sem birtist í Morg-
unblaðinu í gær. Nú er
allt annað upp á ten-
ingnum og veggir skálans
aftur drifhvítir.
Veggjakrotið horfið