Morgunblaðið - 05.04.2007, Síða 14

Morgunblaðið - 05.04.2007, Síða 14
14 FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Andra Karl andri@mbl.is KARLMAÐUR á fimmtugsaldri hefur verið úrskurðaður í fimm vikna gæsluvarðhald eftir lífs- hættulega hnífstunguárás á þriðju- dagskvöld. Hann hefur játað að hafa stungið tæplega fimmtugan karlmann tvívegis og fór hnífurinn t.a.m. í gegnum hjarta fórnar- lambsins. Sekúnduspursmál var hvort fórnarlambið lifði árásina af en hann liggur á gjörgæsludeild og er ástand hans stöðugt. Aðdragandi árásarinnar er ekki að fullu ljós en samkvæmt upplýs- ingum frá lögreglunni á höfuð- borgarsvæðinu sátu fimm karl- menn á fimmtugs- og sextugsaldri að drykkju heima hjá einum þeirra. Ekki liggur fyrir hvað gerðist en af einhverjum ástæðum brá einn mannanna sér inn í eld- hús íbúðarinnar, sótti hníf og réðst að félaga sínum og stakk hann tví- vegis. Mennirnir hringdu sjálfir á lög- reglu sem kom á staðinn ásamt sjúkraliði. Fórnarlambið var flutt í skyndi á slysadeild Landspítala – háskólasjúkrahúss en hinir gistu fangageymslur. Einn þeirra játaði og hefur eins og áður segir verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Hin- um mönnunum var sleppt í gær. Með djúp sár á brjóstkassa Samkvæmt upplýsingum frá LSH var það fyrir snarræði og sérstaklega góð viðbrögð að fórn- arlambið lifði árásina af. Ágúst Hilmarsson deildarlæknir var einn af fyrstu mönnum á vettvang og mat aðstæður svo að engan tíma mætti missa. Maðurinn var með litla meðvitund og djúp sár á brjóstkassa. Kallaði hann því eftir miklum viðbúnaði á bráðamótttök- unni, og hjartaskurðlækni. Hjartaskurðlæknirinn Tómas Guðbjartsson var kallaður út en hann var á svonefndri bundinni vakt á Landspítalanum við Hring- braut. Þegar hann fékk tilkynn- inguna voru fimm mínútur í að komið yrði með fórnarlambið niður í Fossvog. Tómas var fluttur niður eftir í lögreglubifreið og var þangað kominn tveimur mínútum á eftir fórnarlambinu. Nánast á sama tíma stöðvaðist hjarta mannsins og grípa þurfti til aðgerða samstund- is. Afar sjaldgæft er að aðgerðir séu gerðar í bráðamóttökunni en eftir að Tómas hafði beitt hjarta- hnoði og hjarta mannsins sló að nýju var ekki annað í stöðunni. Að- gerðin gekk vel. Liggur alvarlega slasaður Ófeigur Þorgeirsson, yfirlæknir á slysa- og bráðasviði LSH, segir að viðbrögðin hafi verið til fyr- irmyndar og á spítalanum séu menn ánægðir með hvernig til tókst. Margir starfsmenn áttu þátt í björgun mannsins og hvert skref heppnaðist vel. Hann segir að þarna hafi afar litlu mátt muna en bendir jafnframt á að maðurinn sé enn á gjörgæsludeild, og þó svo að ástand hans sé stöðugt sé hann al- varlega slasaður. Hugað líf eftir hníf- stungu í hjartastað  Árásarmaðurinn var í gær úrskurðaður í fimm vikna gæslu- varðhald  Aðdragandi árásarinnar er ekki að fullu ljós Morgunblaðið/Júlíus Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is NORRÖNA, farþega- og flutninga- ferja Smyril-Line, slitnaði frá hafnarbakkanum á Seyðisfirði í fyrrinótt þegar skyndilega gerði vitlaust veður. Áhöfninni tókst að ræsa vélar skipsins áður en allar festingar fóru og sigldi skipinu í var úti fyrir Seyðisfirði. Ekki urðu slys á mönnum, né skemmdir á skipi eða hafnarlægi. „Það skeði í sjálfu sér ekkert, það er enginn slasaður og engar skemmdir urðu,“ sagði Jónas Hall- grímsson hjá Austfari í samtali við Morgunblaðið í gær. „Þetta er eins og hvert annað óhapp og skipið var forsvaranlega bundið. Áhöfnin er mjög vel þjálfuð, æfingar eru reglulegar í öllum mögulegum hlutum og öll viðbrögð voru hár- rétt.“ Jónas segir veðrið hafa komið algjörlega óvænt og engu slíku hefði verið spáð, þ.e. 35–40 m/sek og ekki nein aðvörun í gangi. Þeg- ar gerði svo vitlaust veður um fimmleytið í morgunsárið tóku festingar skipsins að slitna, en skipið er bundið með tólf tógum að aftan og framan sem hvert og eitt á að þola 110 tonn. „Þetta er ekk- ert smotterí sem þarna hefur gengið á,“ segir Jónas og bætir við að vindurinn hafi komið aftan á hliðina. Áhöfninni hafi tekist að ræsa vélarnar með það sama áður en skipið slitnaði alveg frá eða fór nokkuð að reka. Skipstjóranum hafi þannig strax tekist að ná valdi á skipinu og því ekki hætta á ferð. Hitaskot myndar ofsarok Skipinu var strax siglt út fyrir fjörðinn þar sem var rólegra veð- ur. Reynt var að koma skipinu í höfn um hádegisbilið í gær, en þá var enn of hvasst og tókst ekki fyrr en eftir kl. 14 að leggja skip- inu að hafnarbakkanum. „Það get- ur verið afar misvindasamt í þess- um þröngu fjörðum og þegar verður skyndilega svona ofsalegur hiti eins og varð í gær og nótt (á þriðjudag og aðfaranótt miðviku- dags, innsk.blm.) þá geta myndast þessar aðstæður.“ Jónas segist muna eftir svipuðu tilviki í Seyð- isfirði einu sinni áður, en þar var þó ekki um Norrönu að ræða held- ur fraktskip á hans vegum. „Þá vaknaði ég um miðja nótt, í húsi við hlið hafnarinnar, við einhver læti og þá var farið að fjúka á höfninni og þegar ég leit út um gluggann sá ég að skipið lá þvert á bryggjuna á einum kaðli. Mér tókst að vekja áhöfnina og þeir gerðu nú ekkert annað en að slíta það sem eftir var og sigla burt, það var ekki um annað að ræða. Svona getur rokið upp með ofsalegum vindi. En þetta gerist ekki oft, sem betur fer.“ Norröna er 164 metrar að lengd, 30 metrar á breidd og 4.300 tonn, tekur 1.482 farþega og 118 manns í hámarksáhöfn. Í gær voru um 70 manns í áhöfninni. Ekki fara fram sjópróf vegna atviksins. Erfiður vetur en bjart í sumar Veturinn hefur verið erfiður í hafi og hefur Norröna ekki farið varhluta af því. Jónas segir vet- urinn hafa verið óvenjulegan og öll skip meira eða minna lent í ein- hverjum vandræðum. Þetta sé þriðji veturinn sem Norröna sigli og ekki áður verið viðlíka tafir vegna veðurs. Hins vegar sé mjög bjart framundan í sumar, bókanir góðar og full ástæða til bjartsýni. Norræna fór frá Seyðisfirði sam- kvæmt áætlun í gærdag með um 370 farþega. Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson Átök Betur fór en á horfðist er Norröna slitnaði frá bryggju í ofsaroki snemma í gærmorgun. Ekki var hægt að binda hana við bryggju fyrr en um miðjan dag í gær vegna veðurs. Skipstjórinn snar- aði vélunum í gang og sigldi í var Norröna slitnaði frá bryggju á Seyðisfirði þegar skyndilega gerði ofsaveður FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, er á ferð í Bandaríkj- unum og hefur í gær og í fyrradag heimsótt og flutt fyrirlestur í Har- vard-háskóla og MIT, sem er einn helsti vísinda- og tækniháskóli Bandaríkjanna, en þá var einnig kynntur nýr samstarfssamningur MIT við Háskólann í Reykjavík. Forseti Íslands flutti fyrirlest- urinn við Harvard í boði hins virta prófessors Michaels Porters sem er heimsþekktur fyrir rannsóknir á samkeppnishæfni þjóða. Fyrirlest- urinn sóttu stúdentar frá um fimm- tíu þjóðlöndum og tók forsetinn þátt í um fjögurra klukkustunda sam- ræðum um árangur Íslendinga á undanförnum árum og tækifæri lands og þjóðar í framtíðinni. Fyr- irlestur forseta verður hluti af náms- efni um Ísland sem Harvard Bus- iness School dreifir til um 100 háskóla um allan heim, en forsetinn fjallaði um íslenskt viðskiptalíf og þróun þess undanfarna áratugi og sókn þess á alþjóðlegum markaði undanfarið. Í MIT átti forsetinn viðræður við forsvarsmenn háskólans og vís- indamenn á sviði orku- og loftslags- mála, m.a. Ernest J. Moniz, sem stýrir orkusetri MIT, og Ronald G. Prinn, sérfræðing á sviði loftslags- mála. Þá átti forseti ítarlegan fund með Jeffrey Tester prófessor en hann er aðalhöfundur nýrrar skýrslu um jarðhita í Bandaríkj- unum og mögulega nýtingu hans sem vakið hefur mikla athygli, að því er fram kemur í frétt. Í för með forseta voru Svafa Grön- feldt, rektor HR, og Ágúst Valfells, forstöðumaður Orkurannsóknaset- urs HR. Þau kynntu nýjan sam- starfssamning við MIT og tóku þátt í viðræðum um samstarf á sviði vist- vænnar orku, en samningurinn veit- ir íslenskum fyrirtækjum tækifæri til þess að nýta sér sérþekkingu sér- fræðinga MIT á ýmsum sviðum. Fundur Ólafur Ragnar ræddi við prófessor Michael Porter við Harvard-háskóla í Boston í Bandaríkjunum. Forseti Íslands í Harvard

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.