Morgunblaðið - 05.04.2007, Síða 16

Morgunblaðið - 05.04.2007, Síða 16
16 FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT ÚR VERINU Eftir Guðbjörgu Sigurgeirsdóttur Vestmannaeyjarr | Fjölmenni var á bryggjunni í Vestmannaeyjahöfn þegar nýtt Gullberg VE 292 kom til nýrrar heimahafnar. Skipið er hið glæsilegasta í alla staði. Það er Ufsaberg ehf. sem kaupir skipið en félagið gerði áður út upp- sjávarskip með sama nafni en nú er verið að skipta yfir í bolfisk. Ufsa- berg er fjölskyldufyrirtæki og fyrir því fer Eyjólfur Guðjónsson skip- stjóri. Hann sagði vissulega ánægjulegt að koma með nýtt skip. „Við keypt- um skipið frá Ástralíu í nóvember í fyrra en sigldum því heim frá Esb- jerg í Danmörku þar sem því var breytt úr frystiskipi í ferskfiskskip,“ sagði Eyjólfur. Skipið er sjö ára gamalt. Verður ekki sjálfur um borð Ufsaberg er rótgróið útgerðarfyr- irtæki í Vestmannaeyjum, stofnað árið 1969 og hefur gert út skip með Gullbergsnafninu síðan og þetta er fjórða skipið sem félagið gerir út með þessu nafni. Eyjólfur hefur lengst af verið loðnuskipstjóri en segist ekki verða sjálfur um borð í nýja skipinu, að minnsta kosti ekki til að byrja með. „Útgerðarmynstrið er breytt frá því sem verið hefur, landanir vikulega og það þarf að ráðstafa afl- anum og það verður í mínum verka- hring. Umsvifin verða meiri í landi en við fyrri skipin.“ Þegar Eyjólfur er spurður út í kvótastöðuna segir hann útgerðina ráða yfir 1.600 þorskígildum í veiði- heimildum en þurfi að hafa 2.000. Það er stefnan að bæta við heim- ildum. Eyjólfur segir vissulega spennandi að vera kominn aftur í útgerð eftir u.þ.b. árs hlé en þetta sé alltaf spurn- ing um umhverfið í sjávarútvegi. „Þetta er spennandi ef við fáum að vinna í umhverfi sem við þekkjum. En það er mjög erfitt að geta ekki hugsað þetta nema eitt kjörtímabil í einu. Auðvitað er þetta spennandi ef rétt er staðið að málum því sjávar- útvegur er stóriðja okkar hér í Eyj- um. Við ætlum að reyna að gera sem mest úr aflanum og landa á markað hér heima eða í gáma eftir því hvað maður telur best hverju sinni, “ sagði Eyjólfur hæstánægður með að vera kominn með nýtt skip til Eyja. Dregur tvö troll Helgi Ágústsson, skipstjóri á Gull- bergi VE, vonast til að komast á sjó sem fyrst með nýja skipið enda há- vertíð og fínt fiskirí á miðunum. Hann sagði ekki hægt annað en að vera ánægður með skipið enda allur aðbúnaður mjög góður. Hann getur þess að skipið geti dregið tvö troll í einu og bindur vonir við að það verði árangursríkt. Meiri afli fáist og væntanlega verði ódýr- ara að ná honum. Helgi segist ánægður og spenntur að byrja veiðar á skipinu enda sé þetta öflugt skip. „Það er vertíð og vonandi verður nógur fiskur þegar við förum af stað. Það eru allir já- kvæðir og ánægðir að fá svona at- vinnutæki í bæinn. Svo eru margfeld- isáhrif af hverju skipi sem kemur í bæinn og öll þjónusta í kringum þetta. Ágætlega hefur gengið að manna skipið enda er góður aðbún- aður um borð, stutt útivera og til- tölulega reglulegur vinnutími. Ef vel gengur, geta menn fengið ágætisfrí á milli en tólf eru í áhöfn um borð og það geta verið þrír til fimm menn í afleysingum Menn vita nokkurn veg- inn að hverju þeir ganga og geta haft ágætar tekjur ef aflaheimildir eru nægar og fiskverð þokkalegt,“ sagði Helgi ánægður. Ætlum að gera sem mest úr aflanum Nýju skipi fagnað Fjölskyldan við komu Gullbergs á þriðjudaginn, Sigríð- ur Bragadóttir eiginkona Eyjólfs Guðlaugssonar útgerðarmanns og Eyjólf- ur með dæturnar Elínu Sólborgu og Guðrúnu Eydísi. Morgunblaðið/Sigurgeir Skipið Gullberg VE 292 er hið glæsilegasta skip þegar það siglir til hafnar. Nýtt Gullberg VE skiptir yfir í bolfisk Í HNOTSKURN »Gullberg VE 292 er 37metra langt og 10,4 metra breitt. Það var smíðað í Nor- egi árið 2000. »Skipið var keypt í Ástralíuen breytt í Danmörku. Það reyndist vel á heimsigling- unni. » Í skipinu eru góðar íbúðirfyrir 15 manns, sturta og salerni í hverjum klefa. »Skipið er vel búið tækjum.Í fyrra var sett upp veið- arfærastýring fyrir 30 millj- ónir kr. og ekkert annað ís- lenskt skip er með slík tæki. Associated Press. | Þegar komm- únistunum var steypt af stóli í Mið- og Austur-Evrópu héldu kapítalist- arnir innreið sína. Erlend fyrirtæki á borð við McDonald’s og Microsoft hugsuðu sér gott til glóðarinnar og voru fljót að grípa viðskiptatækifær- in í nýju lýðræðisríkjunum sem buðu upp á ódýrt vinnuafl og um 70 millj- ónir hugsanlegra viðskiptavina. Nú þegar átján ár eru liðin frá því hruni kommúnismans er farið að bóla á fyrstu merkjunum um að senn fari að draga úr uppganginum mikla sem verið hefur í Mið- og Austur- Evrópulöndunum síðustu árin. Laun, fasteignaverð og skattar hafa hækkað verulega í löndunum og fyrirtæki, sem hyggja á útvistun framleiðslu eða þjónustu, telja þau ekki jafnhagkvæman kost og áður. Sérfræðingar segja að þessi breyting sé enn óveruleg – í sumum tilvikum vart merkjanleg – en þeir vara við því að aukin hagsæld og bætt lífskjör geta orðið til þess að löndin verði of dýr fyrir fyrirtæki sem hyggja á útvistun. „Þetta hefur gerst áður – í Mexíkó, Singapúr, Taílandi – og þetta heldur áfram að gerast svo lengi sem til eru ódýrari staðir sem fyrirtækin geta fært sig á,“ sagði Charlie Barnhart, ráðgjafi á sviði út- vistunar í Kaliforníu. Hann spáir því að verulega dragi úr útvistun fram- leiðslu til Mið- og Austur-Evrópu á næstu þremur árum. Byrjuð að flytja starfsemina Þessi þróun er þegar hafin. Á meðal fyrirtækja sem hafa dregið úr starfsemi sinni í þessum löndum eða jafnvel hætti henni alveg eru eft- irtalin:  Delphi, bandarískur bílaparta- framleiðandi, hefur flutt hluta fram- leiðslu sinnar frá Tékklandi, þar sem verkafólkið fær sem svarar 400 krónum á tímann, til Úkraínu þar sem tímakaupið nemur aðeins rúm- um 100 krónum.  Lauma, fyrirtæki sem fram- leiðir undirfatnað kvenna, hyggst hætta framleiðslu í Lettlandi og flytja hana til Hvíta-Rússlands og Úkraínu.  Lidl, matvöruverslanakeðja með höfuðstöðvar í Þýskalandi, seldi um 50 lóðir í Eistlandi og Lettlandi, þar sem fyrirtækið hugðist reka verslanir, eftir að stjórnendur þess komust að því að rekstrarkostnaður- inn var miklu hærri í Eystrasalts- löndunum en þeir höfðu gert ráð fyr- ir. Rússland og Úkraína miklu ódýrari Guntis Strazds, formaður sam- taka vefnaðarfyrirtækja og fata- framleiðenda í Lettlandi, segir að skortur á vinnuafli og hækkandi vinnukostnaður verði til þess að fyr- irtækin flytji allt að 40% framleiðsl- unnar til ódýrari landa „í náinni framtíð“. Starfsmaður bandarísks fyr- irtækis í Ungverjalandi sýndi frétta- manni Associated Press línurit og fleiri gögn sem fyrirtækið notar þeg- ar það ákveður hvar reisa eigi nýjar verksmiðjur. Þar kemur fram að Rússland og Úkraína eru miklu ódýrari en Pólland, Ungverjaland og Rúmenía. Taka ber fram að því fer fjarri að fjöldaflótti vestrænna fyrirtækja sé hafinn og því er spáð að störfum haldi áfram að fjölga í Mið- og Aust- ur-Evrópulöndunum næstu tvö árin. Ólíklegt er einnig að fyrirtæki, sem hafa ráðist í miklar fjárfestingar í löndunum, til að mynda bílaverk- smiðjur, flytji starfsemina til ann- arra landa. Hækka um allt að 20% á ári Sérfræðingarnir segja þó óhjá- kvæmilegt að breyting verði á. Einn þeirra bendir á að í Póllandi sé gert ráð fyrir því að launahækk- anirnar verði í fyrsta skipti hærri en framleiðniaukningin í ár. Þetta er mikilvægt vegna þess að mikil fram- leiðni hefur gert Pólland að væn- legum fjárfestingarkosti fyrir vest- ræn fyrirtæki. Charlie Barnhart segir að lönd teljist ekki vænleg til útvistunar framleiðslu eða þjónustu þegar laun- in eru orðin um 70–75% af laununum í Bandaríkjunum og þegar hráefnin eru ekki lengur að minnsta kosti 8– 10% ódýrari. Við það batnar sam- keppnisstaða landa á borð við Ind- land og Kína þar sem launagreiðsl- urnar eru aðeins um 3% af launakostnaðinum í Bandaríkjunum. Í Rúmeníu eru launin þegar orðin um 50% af laununum í Bandaríkj- unum og hækka um 20% á ári. Af Mið-Evrópulöndunum eru meðallaunin hæst í Tékklandi þar sem þau hækkuðu um 6,5% á síðasta ári. Þótt þau verði ekki jafnhá og í Þýskalandi fyrr en í fyrsta lagi árið 2037 nálgast þau meðallaunin í Vest- ur-Evrópu. Bætt kjör draga úr útvistuninni AP Aukin hagsæld Kona tekur út peninga í hraðbanka í Varsjá. Í ár bregður svo við að launahækkanir í Póllandi eru meiri en framleiðniaukningin. Líkur á að verulega dragi úr útvistun framleiðslu til landa í Mið- og Austur-Evrópu á næstu árum » Skortur á vinnuafli og hækkandi vinnu- kostnaður gæti orðið til þess að vefnaðarfyr- irtæki í Lettlandi flytji allt að 40% framleiðsl- unnar til ódýrari landa í náinni framtíð.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.