Morgunblaðið - 05.04.2007, Page 18

Morgunblaðið - 05.04.2007, Page 18
18 FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT VERKFRÆÐI www.hi.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /H S K 3 70 12 0 4/ 07 OPIÐ HÚS miðvikudaginn 11. apríl kl. 16–18, Tæknigarði, Dunhaga 5 MEISTARANÁM VIÐ VERKFRÆÐIDEILD HÍ MARKVISST OG ÖFLUGT NÁM Á TRAUSTUM GRUNNI ■ Byggingarverkfræði ■ Eðlisverkfræði NÝTT* ■ Fjármálaverkfræði NÝTT* ■ Hugbúnaðarverkfræði ■ Iðnaðarverkfræði ■ Lífverkfræði NÝTT* ■ Matvælaverkfræði NÝTT* ■ Rafmagns- og tölvuverkfræði ■ Reikniverkfræði NÝTT* ■ Tölvunarfræði ■ Umhverfisverkfræði ■ Vélaverkfræði Um 100 námskeið í boði Kennarar í fremstu röð á sínu sviði Nálægð stúdenta við kennara auðveldar námið Góð vinnuaðstaða Ýmsir möguleikar á styrkjum Sterk tengsl við atvinnulífið Einfalt að taka hluta námsins erlendis hjá virtum samstarfsskólum ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ Komdu í heimsókn og fáðu nánari upplýsingar – við tökum vel á móti þér! Umsóknarfrestur er til 20. apríl www.verk.hi.is *Stefnt er að því að nám hefjist haustið 2007 NANCY Pelosi, forseti full- trúadeildar Bandaríkjaþings, ræddi við Bashar al-Assad, forseta Sýr- lands, í Damaskus í gær og sagði hann vilja hefja friðarviðræður við stjórn Ísraels. Pelosi kvaðst einnig hafa fært As- sad skilaboð frá Ehud Olmert, for- sætisráðherra Ísraels, um að Ísrael- ar vildu einnig viðræður við Sýrlendinga. Pelosi sagðist hafa áhyggjur af meintum tengslum Sýrlandsstjórnar við Hamas-hreyfingu Palest- ínumanna og Hizbollah-hreyfinguna í Líbanon. Hún lagði áherslu á að Sýrlendingar gætu gegnt mikilvægu hlutverki í friðarviðræðum milli Pal- estínumanna og Ísraela. George W. Bush Bandaríkja- forseti hafði gagnrýnt ferð Pelosi til Sýrlands, sagt hana senda Sýrlend- ingum „óeðlileg skilaboð“ sem græfu undan stefnu stjórnarinnar í Washington. Nancy Pelosi segir Assad vilja friðarviðræður við Ísraela Reuters Umdeildur fundur Nancy Pelosi heilsar Bashar al-Assad. FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambandsins hefur veitt flugfélögum og stjórnvöldum í aðild- arlöndum sambandsins hálfs árs frest til að tryggja að farþegar fái bætur þegar flugferðum er frestað eða aflýst. Síðastliðin tvö ár hafa flugfélög í löndum Evr- ópusambandsins átt að greiða farþegum allt að 600 evrur, sem svarar um 52.000 krónum, í bætur þegar flugi er aflýst. Framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins segir að farþegunum sé þó oft ekki sagt frá þessum réttindum og á ári hverju segjast þúsundir farþega ekki fá bæturnar greiddar. Framkvæmdstjórnin hótar að höfða mál gegn flugfélögunum geri þau ekki bragarbót á þessu. Hún hyggst einnig senda eftirlitsmenn á flugvelli til að rannsaka málið á næstu sex mánuðum. „Við verðum að tryggja að flugfélögin og aðildarlöndin fari í einu og öllu eftir reglunum,“ sagði Jacques Barrot, sem fer með samgöngumál í fram- kvæmdastjórninni. Flugfélög greiði farþegum bætur ef flugi er frestað SÆNSKUM vísindamönnum hefur tekist að græða leg í fjórar ær sem urðu lembdar. Hafa ígræðslurnar vakið von um að síðar verði hægt að framkvæma aðgerðina á konum. Ein helsta áskorunin var að græða æðar við vöðvakerfið og lifðu ærn- ar 14 ekki allar tilraunina af, skv. tímaritinu New Scientist. Legin voru úr ánum sjálfum en næst verð- ur reynt að græða úr öðrum. Græddu leg í ær ORRUSTUFLUGVÉLAR stjórnarhersins á Srí Lanka lögðu í rúst helstu flotastöð uppreisnarmanna úr röðum Tamíl-Tígranna í sprengjuárás í gær, að því er talsmenn varnarmálaráðuneytisins fullyrtu. „Stöðin var gjör- samlega eyðilögð, þar með taldar eldsneytisbirgðageymslur, sem brunnu upp í ljósum logum,“ sagði í tilkynningu frá ráðuneytinu. Mikið ber á milli í frásögnum fylkinganna af atvikinu og sögðu talsmenn Tígranna að enginn hefði týnt lífi í árásinni sem hefði verið gerð skammt frá hjálparsamtökum sem aðstoða fórnarlömb jarðsprengna. „Þetta var ekki bækistöð Tígranna. Sjórinn er í um 15 kílómetra fjar- lægð frá staðnum þar sem sprengjurnar féllu,“ sagði Navaruban Selvy, talskona Tígranna. Þá féllu tveir óbreyttir borgarar og fjórir slösuðust í loftárás hersins skammt frá, að því er haldið er fram á vefsíðu Tígranna. Flotastöð Tígranna eyðilögð? BARACK Obama, öldungadeild- arþingmaður demókrata á Banda- ríkjaþingi, hefur safnað sem nemur um 1.700 milljónum króna í kosn- ingasjóð, eða svipaðri upphæð og Hillary Clinton, helsti keppinautur hans, um að hljóta útnefningu flokksins, fyrir framboð til forseta- kosninganna 2008. Jafnar við Clinton FJÁRHAGSAÐSTOÐ ríkustu þjóða heims til þróunarlandanna dróst saman um sem nemur þremur millj- örðum punda, eða um 395 millj- örðum króna, í fyrra, þrátt fyrir fögur fyrirheit um aukin framlög. Þetta kemur fram í nýjum gögnum Efnahags- og framfarastofnunar- innar, OECD, í París, sem birt voru í gær. Niðurfelling skulda er sögð eiga þátt í þessum samdrætti. Aðstoðin minnkar TAÍLANDSSTJÓRN hefur látið skrúfa fyrir aðgang að netveitunni YouTube eftir að þar birtist stutt myndskeið sem talið var móðgandi fyrir Bhumibol Adulyadej konung. Flestir Taílendingar bera geysilega virðingu fyrir konungnum sem kemst nálægt því að vera í guðatölu hjá mörgum. Talsmenn Google neita hins vegar að fjarlægja efnið, grófari myndskeið af George W. Bush Bandaríkjaforseta séu þar í umferð. Stutt er síðan Tyrkir lok- uðu fyrir veituna eftir að myndbrot var talið móðgandi fyrir Mustafa Atatürk, fyrrverandi forseta. Slíkum móðgunum er tekið afar alvarlega syðra og fyrir skömmu var svissneskur maður dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir að sýna vegg- spjöldum af konungi óvirðingu. Skrúfað fyrir YouTube syðra Virðing Bhumibol er dáður mjög. Teheran. AFP. | Stjórnvöld í Íran slepptu í gær fimmtán breskum sjóliðum sem höfðu verið í haldi í hálfan mánuð. Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, til- kynnti að sjóliðarnir yrðu látnir lausir sem „gjöf til bresku þjóðarinnar“ þótt Íranar hefðu rétt til að sækja þá til saka fyrir að rjúfa land- helgi Írans. Sjóliðarnir voru handteknir í Persaflóa þegar þeir voru í eftirlitsferð milli Íraks og Írans. Íranska ríkissjónvarpið sýndi myndir af sjóliðunum með Ahmadinejad. „Við erum þakklát þér fyrir að fyrirgefa okkur,“ heyrðist einn sjóliðanna segja við forsetann. Ahmadinejad sagði að breska stjórnin hefði sent írönskum ráðamönnum bréf þar sem hún lofaði því að Bretar myndu ekki rjúfa landhelgi Írans aftur. Handtakan hafði valdið mikilli spennu í sam- skiptum Breta og Írana. Bresk og bandarísk stjórnvöld fögnuðu yfirlýsingu Ahmadinejads og ættingjar og vinir sjóliðanna skáluðu í kampavíni í Bretlandi. Íranar sleppa sjóliðunum Ahmadinejad STUÐNINGSMENN Viktors Jústsjenkós, forseta Úkra- ínu, halda hnefunum á loft andspænis stuðnings- mönnum Viktors Janúkovítsj forsætisráðherra sem mótmæltu þeirri ákvörðun forsetans á mánudag að leysa þingið upp. Þúsundir manna tóku þátt í mótmæl- um andstæðinga forsetans á götum Kíev í gær. Reuters Þingrofi mótmælt í Úkraínu ÞAÐ FÓR vel á með Bandaríkja- mönnunum Jason Moore og John- Paul Skamarski þegar þeir fengu sér í glas í ágúst sl. Þegar vinurinn var sofnaður brá Moore sér í gervi hryllingssöguhetjunnar „Freddy Krueger“, sem er vopnaður járn- nöglum, og særði félagann. Hans bíður nú nokkurra ára fangelsi. Afdrifaríkt fyllerí

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.