Morgunblaðið - 05.04.2007, Page 20

Morgunblaðið - 05.04.2007, Page 20
20 FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING FYRIR tveimur árum fundust vest- ur í Ameríku áður óþekkt málverk, sem litu út fyrir að geta verið eftir málarann kunna Jackson Pollock. Málverkafundurinn olli töluverðu uppnámi meðal listfræðinga og hvelli, sem enn hefur ekki þagnað til fulls. Málverkin hafa verið rann- sökuð í þaula af sérfræðingum, efna- greind og reyndar greind á þá allra handa máta sem þekkjast, bæði í Harvardháskóla og víðar. Nið- urstaða rannsóknanna leiddi til þess að Pollock-sérfræðingar sem áður áttu sér engin sérstök deiluefni, skiptast nú í tvær fylkingar sem eiga í hatrömmum deilum um uppruna nýfundnu málverkanna. Deilan er nú farin að bergmála inn í listheiminn og listmarkaðinn. Búið að selja nokkur verk Maðurinn sem fann málverkin, Alex Matter, sonur góðvina Pol- locks, Herberts og Mercedes Mat- ter, hefur selt nokkur málverkanna og farið leynt með söluna, en hann hafði áður lýst því yfir í fjölmiðlum, að hann hefði engan áhuga á að hagnast á fundi málverkanna um- deildu. Matter hefur ekkert opinber- að um sölu neinna af verkunum þrjá- tíu og tveimur. Ellen Landau, einn helsti sérfræð- ingur heims um verk Pollocks hefur sagst trúa því að fundnu verkin væru eftir hann. Nýjustu vísindarann- sóknir benda þó til þess að þau séu það ekki. Enginn friður í bráð Vísbendingar um að Matter hefði selt einhver verkanna komu í ljós þegar Charles Bergmann stjórnandi Pollock-Krasner stofnunarinnar, sem hefur umsjón með arfi Pollocks hitti Ronald Feldman galleríeiganda í New York, sem kvaðst hafa keypt ótilgreindan fjölda verkanna og ætti hann nokkur þeirra í félagi við Mat- ter. Ronald Spencer lögfræðingur Pol- lock-Krasner stofnunarinnar hefur sagt að grunur leiki á að nokkur verk hafi verið seld öðrum listaverkamiðl- urum eða -söfnurum. Ronald Feldman hefur ekkert vilj- að tjá sig um kaupverð verkanna, og reyndar er óvíst hvort hann á nokk- urt þeirra enn eða hvort hann hefur selt þau. Komi í ljós, að verkin séu ekki eftir Pollock, en að reynt hafi verið að selja þau sem hans verk, gæti það orðið til þess að koma list- markaðnum í enn meira uppnám, og hugsanlega skaða orðstír málarans. Ófeðraður Pollock eða svindl Deilt um verk sem líkjast verkum Jackson Pollocks LANDNÁMSSÝNINGIN í Aðalstræti verður opin alla páskana. Þar eru hægt að skoða minjar frá landnámsöld og kynna sér sögu upphafs byggðar í Reykjavík. Marg- miðlunartækni er notuð til að útskýra byggingarlag húsa á þessum tíma. Hægt er að skyggnast inn í híbýli fólks með hjálp tölvutækni og ímynda sér hvernig lífi heimilisfólksins var háttað. Hvers vegna settist fólk hér að? Hvernig var umhverfið? Á hverju lifði fólk? Við sumum spurninganna fæst svar, en öðr- um ekki – og sýningargestir verða að virkja eigið ímyndunarafl. Söfn Heimsókn í híbýli landnámsfólksins VORHEFTI tímaritsins Þjóð- mál er komið út. Þar skrifar Björn Bjarnason um kosninga- skjálfta í röðum framsókn- armanna, 12 ára ríkisstjórn- arsamstarf og ástæður þess að slitnaði upp úr stjórnarsam- starfi Sjálfstæðisflokks og Al- þýðuflokks; Geir Ágústsson spyr hvort vinstriflokkunum sé treystandi fyrir stjórn rík- isfjármála og Hannes Hólm- steinn Gissurarson bendir á talnabrellur í mál- flutningi prófessoranna Stefáns Ólafssonar og Þorvalds Gylfasonar um hag Íslendinga. Margar fleiri greinar eru í ritinu. Útgáfa Sjónhverfingar prófessoranna Í TILEFNI af sýningu á mál- verkum Kristínar Gunnlaugs- dóttur í Seltjarnarneskirkju verður þar menningarhátíð á laugardag frá 17–18.15. Gunn- ar Kvaran sellóleikari flytur Svítu nr. 1 í g-dúr eftir J.S. Bach, Rakel Pétursdóttir safnafræðingur spjallar um listferil og verk Kristínar Gunnlaugsdóttur, Bjarni Thor Kristinsson bassasöngvari og Jónas Ingimundarson píanóleikari flytja íslensk og erlend lög. Kaffiveitingar verða í safn- aðarheimilinu frá kl. 16 – og einnig eftir að dag- skránni lýkur. Aðgangur ókeypis. Listir Myndir, músík og mælt mál Kristín Gunnlaugsdóttir ÞAÐ VERÐUR ekki sagt um Sin- fóníuhljómsveit Norðurlands að hún sé við eina fjölina felld hvað varðar verkefnaval en hún hefur komið nokkuð víða við. Í dag verður klass- ísk sinfóníutónlist í aðalhlutverki á tónleikum hljómsveitarinnar í Gler- árkirkju á Akureyri klukkan 16. Verða þar flutt tvö verk eftir Lud- vig van Beethoven, annars vegar Sinfónía nr. 5 í c-moll, oft nefnd „Örlagasinfonían“ og „Coriolan“ forleikur. Einnig verður fluttur konsert í g-moll fyrir fiðlu og hljómsveit eftir Max Bruch. Verkið er í þremur þáttum og hefst fyrsti kaflinn á pákuleik, síðan leikur hljómsveitin nokkra takta áður en einleikarinn kemur inn með und- urblítt stef. Að sögn Guðmundar Óla stjórnanda hljómsveitarinnar er fiðlukonsertinn hugljúf tónsmíð sem gerir miklar kröfur til einleik- arans, bæði hvað varðar túlkun og tækni. Einleikari fiðlukonsertsins er Ari Þór Vilhjálmsson en hann hefur ný- lokið meistaranámi við New Eng- land Conservatory of Music í Bost- on og gegnir nú stöðu aðstoðarleiðara annarrar fiðlu Sin- fóníuhljómsveitar Íslands. Listaflétta „Ég bíð uns birtir yfir“ er yf- irskrift svokallaðrar „listafléttu“ sem Kór Langholtskirkju stendur fyrir á föstudaginn langa klukkan 20 í Langholtskirkju. Verður þarna blandað saman ýmsum listgreinum líkt og gert var við mikla hrifningu á afmæli Langholtssafnaðar um ár- ið. Kórinn mun flytja söngdagskrá sem samanstendur af verkum sem öll tengjast píslarsögunni. Verkin eru eftir fjögur tónskáld; Edward Elgar, Trond Kverno, June Nixon og W. A. Mozart. Einnig verður fluttur sálmforleikur J. S. Bach, „O Mensch, bewein dein Sünde Gross“. Milli kafla munu Gunnar Stef- ánsson og Hjörtur Pálsson lesa fjögur ljóð sem þeir hafa valið sjálf- ir og tengjast föstudeginum langa. Þá hefur Listasafn Íslands lánað nokkrar af Passíusálmamyndum Barböru Árnason sem verða til sýn- is í kirkjunni. Einnig hefur átta metra háum krossi verið komið fyr- ir í kirkjunni bak við altarið og mun hann standa þar alla dymbilvikuna. Andlegt verk Að lokinni guðþjónustu í Vídal- ínskirkju í Garðabæ á föstudaginn langa, sem hefst kl. 11.00, hefst flutningur á hinu andlega tónverki „Sjö hugleiðingar fyrir fiðlu og selló“ eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Flytjendur eru Guðný Guðmunds- dóttir, fiðluleikari og Gunnar Kvar- an, sellóleikari. Tónverkið er í sjö hlutum og fylgir því mikil helgi enda samið sérstaklega til flutnings á milli Passíusálma Hallgríms Pét- urssonar. Listanefnd Garðasóknar stendur fyrir þessum viðburði sem er þegar orðin kærkomin hefð í Garðabæ. Þá ber að geta þess að í kirkj- unni verður til sýnis verkið „Hand- hæga settið“ eftir Magnús Tóm- asson. Tónleikar verða haldnir víða um land yfir Páskahátíðina Aflmikið tónaflóð ÞAÐ ER leitun að þekktari sinfóníu en „Örlagasinfóníunni“, fimmtu sinfóníu Beethovens en hún verður flutt af Sinfóníuhljómsveit Norður- lands á tónleikum í Glerárkirkju á Akureyri klukkan 16 í dag. „Við höfum nú spilað flestallar sinfóníur Beethovens en þá fimmtu höfum við ekki spilað fyrr en nú,“ segir Guðmundur Óli Gunnarsson, stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands. „Í þessu verki er hljómsveitin al- gjörlega í forgrunni.“ Guðmundur segir að „Örlaga- sinfónían“ sé fyrst og fremst tækni- lega krefjandi verk en það sé sömu- leiðis krefjandi af öðrum ástæðum. „Þar að auki er þetta náttúrlega frægasta sinfóníuverk allra tíma. Hafi menn einhvern tíma heyrt eitt- hvað í sinfóníu þá hafa menn heyrt þetta verk. Alla vega fyrsta hlut- ann,“ segir Guðmundur og bætir við að það fylgi því ákveðin ögrun að flytja svo þekkt verk. „Þó að tónverk sé ævafornt og allir áheyrendur eru búnir að heyra það ótal sinnum þá þarf flytja það eins og það sé nýtt. Þannig verður upplifunin á verkinu sömuleiðis ný.“ Þegar „Örlagasinfónían“ var frumflutt í fyrsta sinn þótti verkið mjög byltingarkennt og hneykslaði marga. Byrjunarstefið þekkir hvert mannsbarn en tónskáldið lýsti því þannig sem það væri „engu líkara en örlögin sjálf berðu dyra“. Að sögn Guðmundar Óla er verkið uppfullt af einhvers konar brjálæði en á sama tíma er það hrein snilld. Brjálæðisleg snilld. Brjálæðisleg snilld Sinfóníuhljómsveit Norðurlands fær það verðuga verkefni að flytja „Ör- lagasinfóníu“ Beethovens í Glerárkirkju í dag. Að sögn Guðmundar Óla hljómsveitarstjóra er verkið afar krefjandi. Þarna er hljómsveitin al- gjörlega í forgrunni andstætt því að spila undir einsöng eða kór. Hljómsveitin í forgrunni SÖFNIN á Eyrarbakka verða opin um páskana og bjóða upp á tvær ljósmyndasýningar. Í borðstofu Hússins er ljós- myndasýningin Vesturbúðin. Á sýn- ingunni eru margvíslegar ljós- myndir af Vesturbúðinni frá ýmsum sjónarhornum. „Það er líklegt, að hvergi hafi verzlunarhús hér á landi verið betri né meiri en á Eyr- arbakka,“ segir Jón J. Aðils um Vesturbúðina á Eyrarbakka í riti sínu um verslun Dana á Íslandi, en nú er þar aðeins grasflötin ein. Sýn- ingin var sett upp í tengslum við málstofu um Vesturbúðina sem fyr- irhugað er að halda á Eyrarbakka. Í forsal Sjóminjasafnsins á Eyr- arbakka hefur verið sett upp sýn- ingin Ný aðföng, á ljósmyndum sem nýlega hafa verið gefnar safninu. Um þessar mundir er unnið að skráningu á þeim og er enn verið að afla upplýsinga um myndefnið. Myndir þessar voru í fórum hjónanna Arons Guðbrandssonar í Kauphöllinni og konu hans Ásrúnar Einarsdóttur annarsvegar og Þór- laugar Bjarnadóttur ljósmóður á Eyrarbakka hinsvegar. Húsið á Eyrarbakka og Sjóminja- safnið á Eyrarbakka verða opin frá deginum í dag til annars í páskum kl. 14-17 og er ókeypis aðgangur að söfnunum þessa daga. Í apríl og maí verður opið á sömu tímum á laug- ardögum og sunnudögum og á öðr- um tímum eftir samkomulagi. Nýjar gamlar myndir á Eyrarbaka Morgunblaðið/Þorkell Þorkelsson Vettvangurinn Húsið er safn í sjálfu sér og innan dyra hýsir það byggða- safn auk ljósmyndasýningarinnar sem opin verður um páskana. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Samhljómur Sinfóníuhljómsveit Norðurlands æfir fyrir tónleika á skírdag. RITHÖFUNDURINN Michael Dibdin lést síðastliðinn föstudag eft- ir stutt veikindi. Hann var sextugur að aldri. Dibdin var þekktastur fyrir glæpasögur sínar um rannsókn- arlögreglumanninn Aurelio Zen. Sögurnar gerðust allar á Ítalíu. Fyrsta glæpasagan hét Ratking og kom út árið 1988. Fyrir hana hlaut hann glæpasagnaverðlaunin Gullrýtinginn. Sögurnar um Zen urðu á endanum tíu talsins. Dibdin allur ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.