Morgunblaðið - 05.04.2007, Side 24

Morgunblaðið - 05.04.2007, Side 24
24 FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI SAMKVÆMT rekstrarniðurstöðu fyrir árið 2006, sem var staðfest af stjórn Norðlenska í gær, hefur orð- ið umtalsverður bati í rekstri fyr- irtækisins milli ára. EBITDA-hagnaður, fyrir fjár- magnsliði, skatta, afskrift fasta- fjármuna og viðskiptavildar, er 268,7 milljónir kr., 40 millj. meira en samsvarandi tala var 2005. Heildartekjur fyrirtækisins 2006 námu 3.034 milljónum kr. og er það í fyrsta skipti sem ársvelta Norð- lenska er yfir þremur milljörðum kr. Hagnaður fyrirtækisins eftir af- skriftir og vexti var 18,6 milljónir. „Afkoman er mjög í takt við okk- ar væntingar og áætlanir,“ segir Sigmundur E. Ófeigsson, fram- kvæmdastjóri. Sigmundur segir nokkra óvissu í kjötvinnslu vegna afléttingar tolla og aukins innflutnings landbún- aðarvara. „Það eru framleidd á annað þúsund fleiri tonn af lamba- kjöti en innlendi markaðurinn hef- ur tekið við. Hins vegar eru vin- sældir lambakjötsins aftur að aukast og því er að minnka bilið á milli framleiðslu og neyslu lamba- kjöts.“ Töluverðar birgðir lamba- kjöts voru í landinu um áramót en hann segir stöðuna geta breyst fljótt ef veður verður gott í sumar. „Hagstætt sumar þýðir mikla neyslu á grillkjöti og þar með aukna sölu á lambakjöti.“ Morgunblaðið/Skapti Bati í rekstri Norðlenska MIKIÐ er um að vera á Akureyri yf- ir hátíðina sem nú fer í hönd, ekki síst á menningarsviðinu; í myndlist, tónlist og leiklist. Á laugardaginn er svo á dagskrá skemmtileg skíða- keppni í Hlíðarfjalli þar sem fram- bjóðendur stjórnmálaflokkanna reyna með sér og hafa sér til full- tingis landsþekkta skíðakappa, nú- verandi og fyrrverandi. Keppnin er hluti af afmælishátíð Íslenskra verð- bréfa, sem eru 20 ára.  Rósa Sigrún Jónsdóttir opnar sýningu í Gallerí BOX kl. 16 í dag þar sem hún sýnir m.a. postulínsverk. Rósa Sigrún útskrifaðist úr Listahá- skóla Íslands 2001. Hún hefur tekið þátt í ýmsum sýningum innan lands og utan. Síðustu þrjú ár hefur hún verið formaður Myndhöggvara- félagsins í Reykjavík.  Jónas Viðar opnar árlega páskasýningu í eigin galleríi í Lista- gilinu í dag kl. 15. Jónas kallar sýn- inguna Mosalandið, en það er svæði sem hann heillaðist af, í grennd við álverið í Straumsvík. Sýningin er op- in alla páskana frá 13-18.  Helgi Þorgils Friðjónsson sýnir í Populus tremula í Lista- gilinu. Opið er alla helgina kl. 14-17.  Þórarinn Stefánsson píanóleik- ari heldur hádegistónleika í Deigl- unni á morgun, föstudag, kl. 12.15.  Aðalsteinn Svanur Sigfússon opnar sýningu í Deiglunni kl 14 á laugardaginn.  Hlynur Hallsson sýnir nú á VeggVerk á mótum Strandgötu og Glerárgötu verkið Drulla - Scheisse - Mud. „Verkið er óður til álrisanna og þakklæti fyrir allt álið sem þeir hafa fært okkur...“ segir Hlynur.  Aðalsteinn Þórsson, sem starf- ar í Hollandi, opnar sýninguna Mána málverkin á Café Karólínu á laug- ardaginn kl. 14.  Vinnustofur listamanna á efstu hæð Listasafnsins (gamla Punktin- um) verða opnar á laugardaginn milli kl. 11 og 16. Halldóra H. Helgadótt- ir, sem nú sýnir í Ketilhúsinu, Jónas Viðar og Óli G. Jóhannsson verða með opnar vinnustofur og Svartfugl og Hvítspói, gallerí og vinnustofa, Brekkugötu 3 b þar sem Anna Gunn- arsdóttir verður að vinna og sýnir gestum það sem þar fer fram.  Hátíð verður í Hlíðarfjalli á laugardaginn á milli kl. 16 og 17 í til- efni 20 ára afmæli Íslenskra verð- bréfa. Stjórnmálamenn keppa á skíðum, sem fyrr segir, Óskar Pét- ursson tekur lagið og Karíus og Bak- tus skemmta yngstu kynslóðinni. Boðið verður upp á heitt súkkulaði með rjóma.  Sinfóníuhljómsveit Norður- lands er með tónleika í dag í Gler- árkirkju. Fjallað er um þá á bls. 20. Ál, postulín, mosi og pólitíkusar á skíðum Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Postulín Rósa Sigrún Jónsdóttir er ein margra listamanna sem sýna verk á Akureyri um hátíðina. Rósa Sigrún sýnir m.a. þessi postulínsverk. Í HNOTSKURN »Þórarinn Stefánsson leik-ur Næturljóð eftir Frédér- ic Chopin, Sónötu í C-dúr á há- degistónleikunum á morgun. »Þrjár sýningar eru á veg-um Leikfélags Akureyrar um helgina; Lífið – notk- unarreglur, Best í heimi og Ausa Steinberg. TILLAGA þess efnis að íbúar bæj- arins kjósi um framtíð Akureyrar- vallar samhliða alþingiskosningum í vor var felld á fundi bæjarstjórnar á þriðjudag. Það var Jóhannes G. Bjarnason, bæjarfulltrúi Framsókn- arflokksins, sem lagði þetta til, í um- ræðum um starfsáætlun íþróttaráðs. „Undanfarnar vikur og mánuði hafa sífellt fleiri Akureyringar lýst yfir mikilli óánægju með að Akur- eyrarvöllur verði aflagður og keppn- ishald flutt á íþróttasvæði KA og Þórs. Þessar skoðanir hafa m.a. komið fram í viðtalstímum bæjarfull- trúa, undirskriftalistum sem og í skoðanakönnunum á heimasíðum íþróttafélaganna,“ sagði Jóhannes í bókun. Enn fremur segir í bókun Jóhann- esar: „Í ljósi yfirlýsinga meirihluta- flokkanna fyrir síðustu kosningar um aukið íbúalýðræði er hér kjörið tækifæri að kjósa um framtíð Akur- eyrarvallar samhliða alþingiskosn- ingum í maí. Því geri ég það að til- lögu minni að samhliða alþingiskosningum í vor fái Akureyr- ingar tækifæri til að segja álit sitt í þessu umdeilda máli.“ Tillaga Jóhannesar var borin upp og felld með 7 atkvæðum meirihluta Sjálfstæðisflokk og Samfylkingar gegn 4 atkvæðum Framsóknar- flokksins, VG og L-listans. Bæjarfulltrúar Vinstrihreyfingar- innar – græns framboðs, Baldvin H. Sigurðsson og Kristín Sigfúsdóttir létu á fundinum bóka mótmæli við því „að hvergi sjái þess stað í starfs- áætlun íþróttaráðs, að endurnýjun fari fram á gólfefnum Íþróttahallar- innar og Íþróttahúss KA.“ Fellt að íbúar kjósi um völlinn Morgunblaðið/Ásdís Gamalt Húsið Laugavegur 4 var byggt 1890. Þar var eitt sinn prentsmiðja. Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is „EF menn vilja að þetta elsta tímabil verði sýnilegt í umhverfi Laugavegar þá er þarna tækifæri til verndunar, en það kostar heilmiklar breytingar. Það er búið að veita þarna leyfi fyrir heilmiklu byggingarmagni,“ segir Pétur Ármannsson arkitekt, sem sæti á í rýnihóp um Laugaveg. Hóp- urinn er nú að fara yfir tillögur sem fela í sér að húsin Laugavegur 4 og 6 og Skólavörðustígur 1a verði rifin og þriggja hæða hús með risi verði byggð á reitnum. Í deiliskipulagi fyrir þennan reit er gert ráð fyrir að hús á reitnum víki og byggð verði í staðinn þriggja hæða hús með risi. Sú tillaga sem nú liggur fyrir felur því ekki í sér breyt- ingu á deiliskipulagi heldur umsókn um byggingarleyfi. Húsin eru frá lokum 19. aldar Skólavörðustígur 1a er hús sem byggt var 1938 og hækkað 1947. Engar kvaðir um friðun hvíla á hús- inu. Hin húsin eru mun eldri og eru háð lögum um húsafriðun eins og öll hús sem byggð voru fyrir 1918. Húsið Laugavegur 4 er byggt árið 1890. Fyrsti eigandi þess var Halldór Þórðarson bókbindari, en hann byggði Laugaveg 2, sem þykir einkar fallegt hús. Það hús hefur verið frið- að og endurgert í upprunalegum stíl. Laugavegur 4 var upphaflega byggt sem atvinnuhúsnæði og í upp- hafi var prentsmiðja í húsinu. Búið er að breyta húsinu mikið, rífa úr því hliðina og setja á það kvist. Húsið Laugavegur 6 er byggt 1871. Það er timburhús af dansk-ís- lenskri gerð. Það er hluti af elstu húsum sem standa við Laugaveg. Það er búið að breyta mikið götuhlið hússins. Upphaflega voru þar smáir gluggar, en nú eru þar stórir búð- argluggar. Form hússins og þak- mynd hefur hins vegar haldist. Í umsögn Árbæjarsafns um húsin er talað um að húsin mætti stækka og „láta bera ummerki um sögu sína“. Safnið segir koma til greina að leyfa nýbyggingar á lóðinni að því til- skildu að þær standist einróma mat rýnihóps. Pétur Ármannsson arkitekt segir að þetta séu gömul hús. „Þessi kafli götunnar er í rauninni elsti hluti hennar og það má segja að þessi þrjú hús, þ.e. 2, 4 og 6, séu eini kafli Laugavegarins sem minnir á Lauga- veginn eins og hann var alveg í byrj- un. Húsin voru bara ein hæð og ris. Húsin eru af þessari dönsk-íslensku hefð sem svo er kölluð.“ Pétur sagði að kaupmenn við Laugaveg hefðu lagt áherslu á að það þyrfti að auka gæði verslunarrýmis- ins, gera það aðgengilegra og fal- legra. Það væri ekki víst að starfsemi á efri hæðum húsa, íbúðum eða hót- elherbergjum, myndi bæta götuna, sérstaklega ef skuggamyndun myndi aukast í henni. Húsaröð sem tilheyrir elsta hluta Laugavegar Í HNOTSKURN »Á Laugavegi 6 var lengiLitla kaffistofan sem Hannes Kristinsson rak. Stað- inn sóttu m.a. sjómenn og skáld eins og Örn Arnarson, Stefán frá Hvítadal, Krist- mann Guðmundsson og Hall- dór Laxness. Þar deildu menn um bókmenntir og pólitík. SÍÐUSTU daga fyrir páska voru Afríkudagar í Tjarnarskóla í Reykjavík, en þemadagar í skól- anum þykja alltaf skemmtileg til- breyting í skólastarfinu. Nemendur þjálfast heilmikið í mannlegum samskiptum og í því að vinna saman í hóp sem er lífs- reynsla út af fyrir sig. Þemavinna gefur einnig mörgum tækifæri til að láta hugmyndaflugið og list- ræna hæfileika njóta sín. Svo finnst þeim ekki amalegt að fá að hafa aðeins meira frelsi en venju- lega og einnig á sér stað heilmikil þjálfun í að taka sameiginlegar ákvarðanir. Nemendur stóðu einnig frammi fyrir því að panta tíma fyrir viðtöl hjá mismunandi hjálparsamtökum, koma sér á staðinn og vinna úr viðtölum. Þeir kynntu sér átta Afr- íkuríki og jafnmarga aðila sem stunda hjálparstarf í þróunarlönd- unum. Einnig áttu nemendur að reyna að gera sér í hugarlund hvernig lífi þeir lifðu ef þeir hefðu fæðst í Afríku. Afrakstur þemadaganna var mjög fjölbreytilegur; sumir gerðu veggspjöld, aðrir glærusýningu. Einn hópur skilaði sínu verkefni í bókarformi, annar í blaðaformi og ýmsir afrísku þjóðfánar litu dags- ins ljós. Í tengslum við þemadag- ana tóku nemendur einnig þátt í söfnun á vegum ABC-hjálp- arstarfs. Afríkudagar í Tjarnarskóla Afríka Stefán, Sóley, Björgvin, Róbert og Matthías, nemendur í Tjarn- arskóla, vinna að verkefni sínu um Afríku ásamt Sigurborgu kennara. HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.