Morgunblaðið - 05.04.2007, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 05.04.2007, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2007 25 AUSTURLAND Norðvesturland | Stjórn Lög- reglufélags Norðvesturlands hef- ur sent frá sér ályktun þar sem lýst er yfir alvarlegum áhyggjum vegna aukins ofbeldis og virðing- arleysis í garð lögreglumanna og löggæslunnar í heild sinni. Nefnt er að nýleg dæmi af fé- lagssvæðinu sanni að lífi og lim- um lögreglumanna og fjölskyldna þeirra, sem og annarra saklausra borgara, sé alvarlega ógnað og einskis svifist í þeim efnum af ófyrirleitnum aðilum sem virðist því miður ekki aðlagast hinni daglegu siðfræði þjóðfélagsins. „Þess er krafist að málum sem þessum verði mætt afdráttarlaust og af fullri einbeitni hvað varðar rannsóknarþáttinn og síðan af hálfu ákæruvalds og dómstóla,“ segir ennfremur í ályktun stjórn- ar lögreglufélagsins. Lýsa áhyggjum vegna ofbeldis í garð lögreglu LANDIÐ Grindavík | Grindavíkurbær og Bláa Lónið bjóða upp á menningar- og sögutengda gönguferð í samstarfi við leiðsögumenn Reykjaness, á ann- an dag páska. Gangan hefst kl. 13 á bílastæði heilsulindar og er áætlað að hún taki um tvær og hálfa klukkustund. Gengið verður m.a. um mosagróið Illahraun, framhjá Rauðhól, haldið austur með suðurhlíðum Þorbjarn- arfells og inn á Baðsvelli. Þar er ætl- unin m.a. að kíkja á þjófaslóðir og forn sel. Þá verður gengið yfir að svæði Hitaveitu Suðurnesja og um hið litskrúðuga lónssvæði og endað í heilsulind. Þeir sem vilja geta farið í Bláa Lónið á tilboðsverði. Gengið um Illa- hraun, Baðsvelli og Bláa Lónið Þingeyri | Tekin hefur verið í notk- un reiðhöll á Söndum í Dýrafirði, skammt frá Þingeyri. Hesta- mannafélagið Stormur á Vest- fjörðum stóð fyrir byggingunni. Fjöldi fólks var viðstaddur vígsl- una. Höllin hefur fengið heitið Knapaskjól. Að hestamannafélaginu Stormi standa hestamenn af svæðinu frá Bolungarvík að Patreksfirði og er mótssvæðið á Söndum miðsvæðis á félagssvæðinu. Undirbúningur að reiðhall- arbyggingu á vegum Storms hefur staðið í marga mánuði. Vinna hófst fyrir alvöru þegar fé- lagsmaður í Stormi, Árni Erlings- son, hrossaræktandi á Laugarbóli í Arnarfirði, bauðst til að leggja 10 milljónir kr. til verksins. Heildarkostnaður við höllina er áætlaður um 40 milljónir kr. og auk framlags Árna, Ísafjarð- arbæjar og hestamanna, styrkir landbúnaðarráðuneytið verkefnið. Áformað er að stofna einkahluta- félag um rekstur reiðhallarinnar en fram kom við vígsluathöfnina að fjármögnun rekstrarins er þeg- ar tryggð. Styrkir ferðaþjónustu Aðstaða til mótshalds hesta- manna á Vestfjörðum eflist til muna með tilkomu reiðhallarinnar, þar sem öll önnur aðstaða er fyrir hendi. Þá mun þessi framkvæmd styrkja ferðaþjónustu á svæðinu, auk þess sem aðstaðan nýtist til reiðkennslu fyrir grunnskóla- og framhaldsskólanemendur. Hug- myndir eru uppi um að nýta reið- höllina í tengslum við þá uppbygg- ingu menningartengdrar ferðaþjónustu sem stendur yfir í Arnarfirði og Dýrafirði þar sem Víkingar á Vestfjörðum eru að þróa verkefni á söguslóðum Gísla Súrssonar. Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson Knapaskjól Reiðhöllin Knapaskjól í Dýrafirði var vígð við athöfn sem fram fór síðastliðinn föstudag. Fjöldi gesta var viðstaddur viðburðinn. Framlag einstak- lings var kveikjan Húsavík | Fyrsti formlegi fundur fé- lagsins „Samvinnusýningin á Húsa- vík“ var haldinn í Safnahúsinu á Húsavík fyrir skemmstu. Á fundin- um undirrituðu þeir Guðsteinn Ein- arsson, formaður stjórnar Sam- bands íslenskra samvinnufélaga, og Tryggvi Finnsson, stjórnarformaður Kaupfélags Þingeyinga, stofnsam- þykktir félagsins. Í nýskipaðri stjórn félagsins eiga sæti þau Tryggvi Finnsson sem er formaður, Guðsteinn Einarsson, Haukur Halldórsson, Guðni Hall- dórsson og Erla Sigurðardóttir. Guðni Halldórsson, forstöðumað- ur Safnahússins, segir að fyrirhug- aðri sýningu, þar sem hugmyndin er að rekja á nútímalegan hátt sögu samvinnuhreyfingarinnar og áhrif hennar í Þingeyjarsýslu og á þjóðfé- lagið í heild, sé ætlað rými á hluta af miðhæð Safnahússins. Þar er nú bókasafnið á Húsavík til húsa og óvíst hvenær húsrýmið losnar enda undir ákvörðunum sveitarstjórnar Norðurþings komið hvar bókasafn- inu verður fundinn staður í framtíð- inni. Guðni segir mikla vinnu varðandi sagnfræðirannsóknir og heimildar- leit framundan og fyrsta verk stjórn- ar verði að snúa sér til Helga Skúla Kjartanssonar sagnfræðings varð- andi hluta þeirrar vinnu. Segja sögu sam- vinnuhreyfingar Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Samvinna Tryggvi og Guðsteinn undirrita stofnsamþykktir. Ölfus | Fyrirhuguð raflýsing þjóð- vegarins um Þrengsli til Þorláks- hafnar er háð mati á umhverfisáhrif- um, að því er fram kemur í úrskurði Skipulagsstofnunar. Orkuveita Reykjavíkur hyggst lýsa upp þjóðvegi 38 og 39 úr Svína- hrauni, um Þrengsli og til Þorláks- hafnar. Verða reistir um 450 tíu metra háir ljósastaurar á þessari leið sem er um 24 kílómetrar að lengd. Sveitarfélagið, Vegagerðin og fleiri umsagnaraðilar töldu ekki þörf á að fram færi umhverfismat. Nið- urstaða Skipulagsstofnunar um matsskyldu byggist á því að um sé að ræða óvissu um hvaða áhrif fram- kvæmdin muni hafa. Sérstaklega eru nefnd neikvæð áhrif á umferðarör- yggi miðað við núverandi aðstæður og sjónræn áhrif sem gera þurfi betri grein fyrir. Raflýsing um Þrengsli sett í umhverfismat Neskaupstaður | Brynja Dröfn Þórarinsdóttir, tvítug Fáskrúðs- fjarðarmær, var um helgina kjörin fegurðardrottning Austurlands að viðstöddu fjölmenni í HótelEg- ilsbúð á Neskaupstað. Brynja Dröfn verður fulltrúi Austurlands í keppninni um fegurstu stúlku Íslands. Til gamans má geta þess að Símon Ólafsson sem lenti í öðru sæti í Herra Ísland á þessu ári er kærasti Brynju Drafnar. Keppnin þótti hin glæsilegasta. Átta keppendur komu fram í tískusýningu, nærfatasýningu og í kvöldkjólum. Sigurjón Egilsson var kynnir. Annar fulltrúi Austurlands í Ungfrú Ísland verður Helga Jóna Guðmundsdóttir, nítján ára, frá Fáskrúðsfirði, en hún var valin ljósmyndafyrirsæta Austurlands. Alls tóku átta stúlkur þátt í keppninni. Úr hópnum völdu stúlkurnar sjálfar Elísabetu Mar- en Guðjónsdóttur frá Seyðisfirði vinsælustu stúlkuna. Hallveig Karlsdóttir frá Borgarfirði eystra var Tigi-stúlka Gallerí Hárs og Alexandra Tómasdóttir frá Neskaupstað var bæði kjörin sportstúlkan og netstúlkan. Það voru sem fyrr Guðrún Smáradóttir og Kolbrún Nanna Magnúsdóttir sem áttu veg og vanda af skipulagi keppninnar og þjálfun stúlknanna. Fáskrúðsfjarðarmær vann Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir Fegurðardrottning Brynja Dröfn Þórarinsdóttir fegurðardrottning Austurlands 2007 og Símon Ólafsson unnusti hennar. Djúpivogur | Á hverju ári efna eldri og yngri bekkjardeildir Tónskóla Djúpavogs til tónleika fyrir bæj- arbúa. Fyrir skemmstu héldu yngri nemendur sérstaka tónleika í kirkj- unni á Djúpavogi undir heitinu Sól- artónleikar. Eldri nemendurnir hafa hins vegar undanfarin ár haldið tónleika undir heitinu Musik Festival. Tónlistarhátíðin var nú sem áður haldin á Hótel Framtíð og þar skemmtu hinir ungu og efnilegu nemendur bæjarbúum með stórkostlegri framkomu. Skólastjóri Tónskóla Djúpavogs er Svavar Sigurðsson, en hann þykir hafa náð frábærum árangri með nemendum skólans á und- anförnum árum, eins og sann- arlega kom einnig í ljós að þessu sinni. Morgunblaðið/Andrés Skúlason Innlifun F.v. Helgi Týr, Aron Daði, Dagbjört og Kjartan. Rokkað við voginn Reyðarfjörður | Sex austfirsk fyr- irtæki hafa sameinast um stofnun nýs fyrirtækis og hefur það hlotið nafnið Launafl. Þetta er gert til að hafa bolmagn til að bjóða Alcoa Fjarðaáli þjónustu í vélaviðgerðum, málmsmíði og rafmagnsvinnu vegna tækja og kerfa álversins. Jafnframt hefur Launafl gert samstarfssamn- inga við önnur fyrirtæki og getur þannig boðið Alcoa þjónustu í máln- ingu, múrvinnu og trésmíði. Hjá Launafli starfa nú 20 manns sem munu vinna fyrir álverið í upphafi, en reiknað er með að þeim fjölgi í allt að 50 þegar viðhald verður reglu- legra. Eyjólfur Jóhannsson er fram- kvæmdastjóri Launafls. Fyrirtæki sameinast til að þjónusta nýtt álver Neskaupstaður | Oddsskarðsgöng stórskemmdust í gærdag eftir að gámabíll frá fyrirtækinu Hringrás ók um þau með illa frágenginn brota- járnsfarm. Rakst farmurinn í báðar renni- hurðir ganganna auk þess að rífa niður klæðningu úr lofti. Í brotajárnsfarminum var m.a. skurðgröfuarmur og hafði hann færst til í gámnum með þeim afleið- ingum að hann stóð tæplega fimm metra upp fyrir bílinn. Armurinn rakst fyrst upp í renni- hurðina norðanmegin í göngunum en þá var bíllinn að koma frá Norðfirði. Svo virðist sem ökumaðurinn hafi látið það sig litlu varða, hann hélt áfram akstrinum inn eftir göngunum þar sem armurinn hélt áfram að valda usla og reif niður einangrun og öryggisnet sem á að varna grjót- hruni úr lofti hinna rúmlega hálfs kílómetra löngu ganga. Loks rakst armurinn upp í suðurhurðina þegar ökumaður ók út úr göngunum áleiðis yfir á Eskifjörð. Lögregla stöðvaði gámabílinn á Reyðarfirði eftir að Vegagerðin hafði farið fram á að för hans yrði stöðvuð og má ökumaðurinn búast við sekt vegna laklegs frágangs á farminum. Viðgerð á Oddsskarðsgöngum hófst í gær og varaði Vegagerðin við grjóthruni þar. Ekki er ljóst hverju tjónið nemur, en Vegagerðin segir það umtalsvert. 300–500 bílar fara að jafnaði um Oddsskarðsgöng á sólarhring og um- ferð stórra flutningatækja hefur snaraukist þar undanfarin síðustu misseri. Skeyt- ingarlaus bílstjóri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.