Morgunblaðið - 05.04.2007, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 05.04.2007, Qupperneq 26
Eftir Guðbjörgu R. Guðmundsdóttur gudbjorg@mbl.is A llt sem þarf til að gera páskalegt eru nokkrar páskaliljur eða falleg trjágrein í vasa sem hægt er að skreyta með eggjum eða litlum ungum. Þar að auki er svo hægt að verða sér úti um nokkra túlípanalauka eða aðra páskalega lauka sem hægt er að skreyta með því sem hverjum og einum finnst fallegt,“ segir Ey- dís Ósk Ásgeirsdóttir sem hefur undanfarin ár unnið við blóma- skreytingar hjá Breiðholtsblómum. Það tekur hana ekki langan tíma að töfra fram fallega skreytingu úr gulum túlípanalaukum á meðan við spjöllum og þetta virðist bara nokkuð viðráðanlegt, jafnvel fyrir þá sem ekki eru mjög lagnir við skreytingar. Gott að hafa steina með „Það tekur enga stund og er allt- af gaman að skreyta með laukum því þeir lifa lengur en afskorin blóm og standa svo fallega eftir að þeir springa út. Galdurinn er að hreinsa vel moldina af þeim og stytta rótina þegar þeir eru notaðir í skreytingu. Laukarnir eru svo skolaðir og settir í fallega glerskál eða vasa. Þeim er raðað eftir smekk en það er mjög gott að hafa steina með í botninum svo lauk- arnir sitji ekki á kafi í vatni. Þá geta þeir myglað. Vatnið á rétt að bleyta rótina og því þarf að hugsa svolítið vel um skreytinguna. Þegar búið er að koma laukunum fyrir getur oft verið fallegt að skreyta með stráum nú eða fallegum ung- um eða öðru páskalegu skrauti sem fólk á.“ Páskaliljur njóta sín í vasa Eydís segir að vissulega sé alltaf tíska í páskaskrauti eins og öðru og nú sé það klassíski guli liturinn sem eigi vinsældum að fagna. „Svart hefur átt upp á pallborðið undanfarið og það er mjög fallegt að hafa smávegis af svörtu með gula litnum. En svarti liturinn er á undanhaldi og hann er bara not- aður í litlum mæli og þá með þess- um gula.“ Hvað um hefðbundnar skreyt- ingar þar sem afskorin blóm eru notuð? „Þær standa alltaf fyrir sínu þar sem blómunum er þá stungið í svo- kallað óasis. En undanfarin ár hafa laukarnir verið vinsælli í skreyt- ingar og afskornu páskaliljurnar eða túlípanarnir njóta sín alltaf vel í vasa.“ Sætt Páskaliljulaukar eru settir í fallegan gler- vasa og skreytt með gulu sem til er á heimilinu. Hugmyndaflug Þegar búið er að setja laukana í botn á vasa má skreyta með fallegum stráum og jafnvel bútum af trjágrein. Morgunblaðið/Ásdís Páskalegt Eydís Ósk Ásgeirsdóttir var ekki lengi að töfra fram fallega skreytingu á meðan staldrað var við hjá henni í blómabúðinni. Gult og einfalt um páskana Auðvelt Steinar settir í botn vasa og túlípanalaukar ofaná. Skreytt með stráum. |fimmtudagur|5. 4. 2007| mbl.is daglegtlíf Sum matvæli eru merkt sem náttúruleg, ekta eða fersk án þess að geta staðið undir merkjum. » 28 neytendur Leikskólabörn í Hafnarfirði héldu sérstakan íþróttadag í fyrradag og stunduðu krakk- arnir holla hreyfingu. » 34 börn Danuse Steinová minnisþjálfari kom hingað til lands og kynnti hvernig aldraðir geta nýtt sér minnisaðferðir. »32 heilsa Eataly í Tórínó á Ítalíu er stærsti matvæla- og vínmark- aður í heimi og þar kennir ým- issa grasa. » 30 matur Samtök tileinkuð umhverf- ismálum hafa verið dugleg að aðstoða við skipulag umhverf- isvænnar ferðamennsku. » 31 ferðalög
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.