Morgunblaðið - 05.04.2007, Page 28
neytendur
28 FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Krónan
Gildir 4. apr.–11. apr. verð nú verð áður mælie. verð
Móa veislufugl m/fyllingu ..................... 764 899 764 kr. kg
Grísalundir m/sælkerafyllingu ............... 1.898 2.626 1.898 kr. kg
SS VSOP helgarsteik ............................ 1.478 1.848 1.478 kr. kg
Krónu grísahnakkasneiðar, kryddaðar .... 1.238 1.548 1.238 kr. kg
Móa kjúklingalæri, Sole Mio.................. 788 1.125 788 kr. kg
Hóla bayonneskinka............................. 1.196 1.594 1.196 kr. kg
Hóla hamborgarhryggur m/beini ........... 956 1.594 956 kr. kg
Eðalf. Búkona graflax/reyktur, bitar........ 1.179 1.688 1.179 kr. kg
Vínber, rauð......................................... 199 247 199 kr. kg
Hvítlauksostur ..................................... 116 145 773 kr. kg
Bónus
Gildir 4. apr.–8. apr. verð nú verð áður mælie. verð
Mccain pitsur, 352–390 g .................... 98 198 98 kr. stk.
KF hrásalat, 350 g ............................... 98 159 280 kr. kg
KF kartöflusalat, 350 g......................... 98 159 280 kr. kg
Ali hamborgarhryggur m/beini .............. 1.171 1.505 1.171 kr. kg
KF kofareykt úrb. hangilæri ................... 1.520 2.280 1.520 kr. kg
KF lambalæri, einiberja ........................ 1.069 1.603 1.069 kr. kg
Reyktur lax .......................................... 1.125 1.501 1.125 kr. kg
Grafinn lax .......................................... 1.125 1.501 1.125 kr. kg
Bónus graflaxsósa, 350 ml ................... 159 179 454 kr. ltr
Fjarðarkaup
Gildir 4. apr.–7. apr. verð nú verð áður mælie. verð
Kjúklingabringur frá Ísfugli .................... 1.487 1.906 1.487 kr. kg
Lambahryggur, frosinn.......................... 998 1.275 998 kr. kg
Lambalæri, frosið................................. 898 1.087 898 kr. kg
FK hamborgarhryggur úr kjötborði.......... 1.098 1.498 1.098 kr. kg
Góu páskaegg nr. 6.............................. 995 1.298 880 kr. kg
Lamba rib-eye úr kjötborði .................... 2.398 2.798 2.398 kr. kg
Fk jurtakryddað lambalæri .................... 1.198 1.744 1.198 kr. kg
Fersk jarðarber, 250 g .......................... 249 389 996 kr. kg
Svínalundir úr kjötborði ........................ 1.598 1.878 1.598 kr. kg
Svínahnakkasneiðar úrb. úr kjötborði..... 898 1.228 898 kr. kg
Hagkaup
Gildir 5. apr.–09. apr. verð nú verð áður mælie. verð
Svínalundir úr kjötborði ........................ 1.798 2.392 1.798 kr. kg
Lambainnralæri úr kjötborði.................. 1.998 3.095 1.998 kr. kg
Kokkalandsliðs páskalamb ................... 1.439 1.799 1.439 kr. kg
Humar, lausfrystur................................ 1.268 1.585 1.268 kr. kg
Ali hamborgarhryggur, úrbeinaður.......... 1.733 2.166 1.733 kr. kg
Ali hamborgarhryggur, m/beini.............. 1.339 1.674 1.339 kr. kg
Jói Fel kalkúnafylling ............................ 569 712 569 kr. kg
Kalkúnn, frosinn .................................. 749 872 749 kr. kg
Ferskur kalkúnn ................................... 843 937 843 kr. kg
Nóatún
Gildir 4. apr.–11. apr. verð nú verð áður mælie. verð
Lamba rib eye kjötmeistarans ............... 2.298 3.189 2.298 kr. kg
Nóatúns grísahamborgarhryggur ........... 1.298 1.498 1.298 kr. kg
Nóatúns bayonneskinka ....................... 839 1.398 839 kr. kg
Móa veislufugl m/fyllingu ..................... 764 899 764 kr. kg
Sólfugl kalkúnabringa m/apríkósum...... 1.998 2.598 1.998 kr. kg
Eðalfiskur graflax, bitar ......................... 1.970 2.627 1.970 kr. kg
Eðalfiskur reyktur lax, bitar.................... 1.899 2.532 1.899 kr. kg
Nóatúns þurrkr. grísahnakkasneiðar ...... 1.278 1.598 1.278 kr. kg
Nóatúns þurrkr. lærissneiðar ................. 1.726 2157 1.726 kr. kg
Pepsi max, 2 l...................................... 99 176 50 kr. ltr
Þín verslun
Gildir 5. apr.–11. apr. verð nú verð áður mælie. verð
Nescafe Red, 100 g ............................. 239 299 2.390 kr. kg
Nescafe Gull, 100 g ............................. 329 399 3.290 kr. kg
Nesquick, 800 g .................................. 399 579 499 kr. kg
Milba Muffins, 100 g............................ 89 110 890 kr. kg
Malt, 0,5 l ........................................... 89 125 178 kr. ltr
Appelsín, 2 l........................................ 169 199 85 kr. ltr
Pepsí max, 4x2 l .................................. 469 0 59 kr. ltr
Höfðingi, blár, 150 g ............................ 249 279 1.660 kr. kg
Gullostur, 250 g .................................. 379 439 1.516 kr. kg
Stóri Dímon, 250 g .............................. 399 459 1.596 kr. kg
helgartilboðin
Kalkúnn, humar og hamborgarhryggur
Morgunblaðið/Kristinn
M
argir og vonandi
flestir reyna að
kaupa holl matvæli
til þess að auka
heilbrigði og halda
réttri líkamsþyngd. Og oft eru mat-
væli merkt sem „holl“ án þess að
hægt sé að sýna fram á það. Óleyfi-
legt er með öllu
að segja að mat-
væli séu holl eða
hafi heilsu-
samlega eiginleika
nema fram komi
að þau séu hluti af
heilsusamlegu eða
hollu mataræði,
að sögn Jónínu Þ.
Stefánsdóttur,
sérfræðings á
matvælasviði Um-
hverfisstofnunar.
Ekki eru svo mörg ár síðan flest-
ir gerðu sinn mat heima, bökuðu,
sultuðu, ræktuðu kartöflur, frystu
grænmeti og kjöt til vetrarins. Fólk
ákvað sjálft hvað var sett í matinn
og vissi hvað hann innihélt.
Takmörk á upplýsingaflóðið
„Nú kaupum við tilbúin matvæli í
stórum stíl. Úrvalið er mikið og allt
á að vera klárt í ofninn og á pönn-
una. En það getur verið flókið og
tímafrekt að velja á milli matvæla á
grundvelli innihaldsupplýsinga því
letrið er oft mjög smátt og jafnvel
þarf að leita að því á pakkningunni
innan um mörg tungumál. Hins-
vegar er framhlið pakkninga notuð
til að draga athygli neytenda að
vörunni og þar eru gjarnan myndir
og aðrar merkingar, sem gylla vör-
una í augum kaupandans.
En það eru takmörk fyrir því hve
langt má ganga, svo að upplýsing-
arnar verði ekki villandi. Það er
skýrt tekið fram í lögum um mat-
væli að ekki má blekkja kaupendur
matvæla. Þrátt fyrir að við séum að
mestu hætt að vinna matinn frá
grunni heima viljum við samt að
matvælin séu fersk, náttúruleg, án
aukefna og af miklum gæðum.
Þetta vita framleiðendur og selj-
endur matvæla og sumir ganga
langt í að nýta sér það. Þannig
kemur fyrir að matvæli eru merkt
sem „náttúruleg“, „ekta“, „lúxus“
og „fersk“ án þess að geta staðið
undir því. Það er til dæmis spurn-
ing hve lengi er hægt að kalla app-
elsínusafa „ferskan“,“ segir Jónína.
Neytendur eiga rétt á því að mat-
vælin innihaldi það sem gefið er
upp eða gefið er í skyn. „Vörur eins
og ávaxtafrostpinni á að innihalda
ávexti eða ávaxtasafa. Og ef umbúð-
ir eru skreyttar með myndum af
ávöxtum, eiga matvælin að inni-
halda ávexti. Samkvæmt reglum á
að merkja magn hráefna, í þessu til-
felli ávaxta, ef verið er að undir-
strika mikilvægi þeirra. En svo er
hægt að benda á að vara sem sam-
kvæmt hefð inniheldur ákveðin hrá-
efni svo sem guacamole, sem er
avocadosósa, stendur varla undir
því heiti ef hún inniheldur einungis
0,6% af þurrkuðu avocado.
Danskt paté ekki danskt
Dæmi má finna um vöru þar sem
gefið er í skyn að vara innihaldi
ákveðin hráefni, en gerir það ekki
samkvæmt innihaldslýsingu, svo
sem hunangskjöt án hunangs, síld í
hvítlauksósu án hvítlauks, kex með
jarðarberjakremi, sem er án jarð-
arberja en með bragðefni,“ segir
Jónína.
Margir neytendur vilja vita upp-
runa matvæla, sérstaklega á það við
um kjöt og grænmeti og önnur hrá-
efni. „Einhver brögð eru að því að
innflytjendur vara reyni að láta þær
líta út fyrir að vera íslenskar. Við
erum vön því að vörur séu kenndar
við lönd eða svæði án þess að verið
sé að gefa í skyn að varan sé fram-
leidd í viðkomandi landi, s.s. fransk-
ar kartöflur, vínarbrauð og danskt
paté. En það getur líka verið vill-
andi í öðrum tilvikum. Síðan má
benda á að það eru fáar reglur um
upprunamerkingu matvæla og ekki
er skylt að gefa upp á umbúðum
framleiðanda vörunnar en eingöngu
er skylt að gefa upp ábyrgðaraðila á
Evrópska efnahagssvæðinu sem ber
ábyrgð á vörunni og merkingum
hennar og því að rekjanleikinn sé
tryggður,“ segir Jónína.
Kynningar ganga
líka of langt
Það eru ekki bara merkingarnar
á matvælunum sjálfum sem geta
verið villandi, heldur líka kynningar
og auglýsingar. Flestir hafa ein-
hvern tíma orðið vitni að því að
þeir, sem eru að kynna eða selja
vöru, ganga langt í að kynna og
selja sína vöru. Hitaeiningalaus
orkudrykkur eða hitaeiningalaus
próteindrykkur eru dæmi um það,
en prótein er eitt af orkuefnunum
og hvert gramm gefur fjórar hita-
einingar svo að fullyrðingin getur
alls ekki staðist.
Nú er eftirlitsverkefni í gangi hjá
heilbrigðiseftirliti sveitarfélaga og
Umhverfisstofnun þar sem skoðað
er sérstaklega hvort merkingar,
kynningar og auglýsingar matvæla
séu villandi eða líklegar til að vera
það. Því mun ljúka síðar á árinu
með leiðbeiningum sem munu nýt-
ast bæði fyrirtækjum og heilbrigð-
iseftirliti, að sögn Jónínu.
Hve lengi er hægt að kalla
appelsínusafa ferskan?
Morgunblaðið/Golli
Merkingar Ólöglegt er að fullyrða að vara sé gædd heilsusamlegum eiginleikum nema hægt sé að sýna fram á það.
Sum matvæli eru merkt
sem náttúruleg, ekta, lúx-
us og fersk án þess að
geta staðið undir merkj-
um. Jónína Þ. Stefáns-
dóttir, sérfræðingur á
matvælasviði Umhverfis-
stofnunar, sagði Jóhönnu
Ingvarsdóttur að óheim-
ilt væri að villa þannig
um fyrir kaupendum.
Í HNOTSKURN
»Í lögum um matvæli segirm.a. að tilgangur þeirra sé
að tryggja, eins og kostur er,
að merkingar og aðrar upplýs-
ingar um matvæli
séu réttar og fullnægjandi og
að óheimilt sé að hafa matvæli
á boðstólum eða dreifa þeim
þannig að þau blekki kaup-
anda að því er
varðar uppruna, tegund,
gæðaflokkun, samsetningu,
magn, eðli eða áhrif.
»Orðið villandi hefur sömumerkingu og orðið blekkj-
andi.
»Merkingar eru víðtækt orðog í reglugerð um merk-
ingu matvæla stendur: „Merk-
ing er orð, upplýsingar, vöru-
merki, sérheiti,
myndefni eða tákn, sem tengj-
ast matvælum og eru sett á
umbúðir, skjöl, tilkynningar,
merkimiða, hringi eða kraga,
sem fylgja
matvælunum eða vísa til
þeirra.
Þetta er þriðja greinin af nokkrum
í greinaflokki, sem er samstarfs-
verkefni matvælasviðs Umhverf-
isstofnunar og Morgunblaðsins.
Jónína Þ.
Stefánsdóttir.