Morgunblaðið - 05.04.2007, Síða 29

Morgunblaðið - 05.04.2007, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2007 29 Auris - Nýtt upphaf. www.toyota.is matvælaframleiðslu dýrara hér á landi en annarsstaðar og þar af leiðandi verður mat- varan dýrari. Auk þess sem laun þeirra sem vinna við matvælafram- leiðslu hér eru hærri en annarsstaðar. Víkverji velur alltaf Íslenskt fram yfir inn- flutt. Hann veit t.d að ís- lenskir nautgripir fá að sprikla úti hálft árið, borða gras og fá ekki lyf nema þeir veikist alvar- lega sem gerist sjaldan með slíka kjötgripi. Vík- verji vill frekar borga meira fyrir íslenskt heldur en inn- flutt kjöt sem hann veit ekki hvaðan kemur, hvernig var uppalið og kannski unnið af fólki á hálfgerðum þrælalaunum. Verksmiðjuframleitt kjöt er ekki vænlegur kostur að mati Víkverja; gripir sem eru inni í þrengslum alla ævi, fá bara tilbúið fóður og eru sprautaðir með hormónum eru ekki heillandi á diskinn og Víkverji vonar að Íslendingar vilji ekki fá slíkan landbúnað til landsins bara til að spara örfáar krónur. Víkverji undrast oftmáttleysi vinstri handar hjá ökumönn- um vorrar þjóðar. Þeir virðast ekki með nokkru móti geta lyft upp hendinni eða hreyft puttana til að gefa stefnuljós og þá gildir einu hvort þeir eru að taka beygju, skipta um akgrein eða fara út úr hringtorgi. Ljóti ósiðurinn það. Það myndi auðvelda svo mikið í umferðinni ef ökumenn væru duglegri við að gefa stefnuljós. x x x Víkverji hefur tekið eftir því aðlandar hans kvarta stöðugt undan háu matvælaverði, allt sé svo dýrt að það sé varla hægt að borða hér á landi, en síðan kemst eitthvað í tísku, eins og kókosolía sem kostar morðfjár, og þá geta allir keypt það. Víkverji er sammála því að matvæli mættu alveg vera ódýrari en Vík- verji gerir sér líka grein fyrir því að matvælaframleiðsla er ekki ókeypis. Eins og annað á Íslandi er hráefni til           víkverji skrifar | vikverji@mbl.is Íslensk súkkulaðiegg eru flest efekki öll með merkingu semkemur í veg fyrir að hnetuof- næmissjúklingar geti notið þeirra. Þetta þýðir ekki að eggin innihaldi hnetur heldur vilja framleiðendur ekki ábyrgjast að hnetuagnir úr ann- arri framleiðslu þeirra hafi ekki bor- ist í eggin. „Innlendir sælgætisframleiðendur hafa verið að átta sig á að hnetuof- næmi er lífshættulegt,“ segir Guð- mundur Freyr Sveinsson, faðir Kjartans Sveins. „Þeir hafa brugðist við þessu með því að bæta við á sína framleiðslu textanum: „Gæti inni- haldið hnetur í snefilmagni“. Ástæð- an er sú að sömu vélar eru notaðar við framleiðslu á þessu sælgæti og öðru sem inniheldur hnetur. Mér finnst þetta hins vegar mjög ódýr leið því það væri miklu eðlilegra að hafa vöruna hnetulausa, líkt og tíðkast með erlent sælgæti.“ Hann segir nær allt íslenskt sæl- gæti merkt með þessum hætti. „Eins og þetta horfir við mér eru verk- smiðjurnar að fría sig ábyrgð með þessu því allar líkur eru á því að eng- ar hnetur séu í þessari framleiðslu. Þær ættu einfaldlega að skipta fram- leiðslunni upp eftir því hvort fram- leiðslusvæðin eru hnetufrí eða ekki. Við sem erum ekki með hnetuofnæmi myndum ekki sætta okkur við inni- haldslýsingu sem segði að varan gæti innihaldið banvænt efni. Það á að vera hægt að segja af eða á um inni- haldið - það á ekki að vera í boði að segja í innihaldslýsingu að vara „gæti“ innihaldið eitthvað.“ Foreldrar Kjartans Sveins þora ekki að taka áhættu með að gefa hon- um venjulegt páskaegg þótt þeir telji litlar líkur á að hnetur leynist í því. „Vinafólk okkar ætlar að bræða súkkulaði sem á að vera hnetulaust í mót og búa til páskaegg handa hon- um,“ segir Guðmundur sem vildi gjarnan geta verið laus fyrir þá fyr- irhöfn. „Auðvitað eiga framleiðend- urnir að þjónusta þessa ofnæm- iseinstaklinga, á sama hátt og boðið er upp á mjólkurlaus páskaegg. Sennilega sjá þeir sér ekki hag í því vegna þess hversu hópurinn er lítill en fyrir þann hóp er það mjög leið- inlegt.“ „Ofurmerkingar“ ekki góðar Að sögn Brynhildar Briem hjá matvælasviði Umhverfisstofnunar er nánast allt íslenskt súkkulaði fram- leitt í verksmiðjum þar sem hnetur eru einnig meðhöndlaðar. „Þær eru undir sama þaki og á sama lager og súkkulaðið og því kemur fram á merkingu framleiðandans að súkku- laðið geti innihaldið hnetur í snef- ilmagni,“ segir hún. Aðspurt hvort stórmál sé að binda þannig um hnúta að hægt sé að tryggja að ekki séu hnetuagnir í vör- unni segir Brynhildur: „Verksmiðjan yrði þá að hætta algerlega með allar vörur sem innihalda hnetur því hún tekur ekki ábyrgð á þessu ef vara með hnetu er framleidd í sama húsi og súkkulaðið sem um ræðir. Það er ekki víst að varan innihaldi hnetur en þar sem framleiðendurnir vita hvað hnetuofnæmi er alvarlegt hafa þeir sett þessa merkingu á til öryggis.“ Hún segist ekki geta lagt mat á hvort merkingarnar séu óþarfar. „Á ráðstefnu um öryggi matvæla sem haldin var fyrir tveimur árum kallaði fulltrúi neytenda þetta ofurmerk- ingar og taldi þær ekki góðar fyrir neytandann. Hið besta fyrir neytand- ann væri þó auðvitað að einhver tæki sig til og væri með verksmiðju þar sem hnetur koma ekki inn fyrir dyr þannig að þetta væri ekki álitamál. Framleiðandinn gæti þá sótt um það til okkar að geta merkt vöru sína sem örugglega lausa við hnetur og mark- aðssett hana sérstaklega.“ Engin hnetulaus páskaegg Morgunblaðið/ÞÖK Egg Feðgarnir Guðmundur Freyr Sveinsson og Kjartan Sveinn Guðmunds- son. Vinafólk ætlar að bræða erlent súkkulaði í egg handa Kjartani. Meðan flestir krakkar bíða spenntir eftir að komast að því hvaða tegund og stærð af páskaeggi bíður þeirra á páskadag veltir Kjartan Sveinn Guðmundsson því fyrir sér hvort hann fái egg eða ekki. Bergþóra Njála Guðmundsdóttir komst að því að það er ekki einfalt að vera fimm ára og með hnetuofnæmi þegar páskarnir nálgast.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.