Morgunblaðið - 05.04.2007, Page 30

Morgunblaðið - 05.04.2007, Page 30
ferðalög 30 FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ Hin gamla höfuðborg Ítalíu,Tórínó, er án ef ókrýndhöfuðborg bragðlauk-anna. Á Ítalíu er jú nán- ast sama hvert maður fer, alls staðar er góður matur, en auðvitað leynast gloppur þar eins og annars staðar og varast ber hina alræmdu „túrista- staði“, þar sem oft er bæði boðið upp á lélegan mat og túristinn er einnig látinn borga annað verð fyrir matinn en hinir innfæddu. Piemontehérað er ákaflega auðugt af matarfjársjóðum og menn eru afar stoltir af afurðum sínum. Slow Food samtökin eru staðsett í héraðinu og hin mikla matarsýning Salone del Gusto er haldin annað hvert ár í Tór- ínó. Borgin er orðin eins konar bæki- stöð og talsmaður hágæðamatvæla og þeirra sem vinna að því að berjast fyrir verndun bragðgæða og upp- runavottun matvæla. Nýjasta skraut- fjöðurin í matarhatt Tórínóborgar er Eataly. Um er að ræða stærsta mat- væla- og vínmarkað í heimi sem var opnaður 27. janúar sl. þar sem hægt er að versla hágæðamatvöru, taka þátt í smökkunum, námskeiðum og stúdera mat og vín í hæsta gæða- flokki. Ekki bara fyrir fáeina útvalda Eataly er í stuttu máli paradís sæl- kerans, en heimspekin að baki mat- armiðstöðinni er mjög í anda Slow Food. Um allan heim er að finna litla matvæla- og vínframleiðendur sem bjóða upp á vörur í mjög háum gæða- flokki sem oft er því miður erfitt að nálgast nema e.t.v. í litlum sérversl- unum þar sem þær eru seldar á upp- sprengdu verði sem fjöldinn getur ekki leyft sér að greiða. Segja má að Eataly sé eins konar viðleitni til þess að afsanna að fyrrnefndar afurðir (á ítölsku oft nefndar „di nicchia“ eða klettasylluafurðir til merkis um hve erfitt er að nálgast þær) séu einungis fyrir fáa útvalda. Á Eataly getur almenningur nálg- ast umræddar afurðir á mjög viðráð- anlegu verði. Margir smærri mat- væla- og vínframleiðendur sameinast hér undir verndarvæng Slow Food- samtakanna og bjóða vörur sínar til sölu og mottó þeirra er: „Aflið fæst með sameiningu!“en eitt af slag- orðum Eataly er: „Að borða er land- búnaðarathöfn – neytandinn leggur línuna í landbúnaði með því að velja það sem hann borðar.“ Hér koma saman bestu afurðir á Ítalíu og sérvalið úrval frá fleiri Evr- ópulöndum á verði sem áður er óþekkt. En hvernig tekst að halda niðri vöruverðinu? Það er einfaldlega gert með því að fækka dreifing- armilliliðum varanna eins og mögu- legt er, enda koma flestar vörurnar milliliðalaust frá framleiðendum til sölu á Eataly. Slow Food-samtökin heilluðust af framtakinu og koma að því sem gæðaráðunautur, þ.e. sam- tökin taka að sér almennt gæðaeft- irlit: að gæði matvaranna haldist en hraki ekki með aukinni eftirspurn. Fræðslumiðstöð um leið Eataly er þó ekki bara markaður, heldur er þar hægt að fá nánari upp- lýsingar um vörurnar, uppruna þeirra og notkunarmöguleika og eins er boðið upp á ótal matreiðslunám- skeið þar sem fremstu mat- reiðslumeistarar héraðsins miðla af reynslu sinni og visku. Einnig er boð- ið upp á smakkanir, „aperitivo“ (for- drykk) með vínframleiðendum, ýms- ar uppákomur og ferðir tengdar afurðum Piemontehéraðs og svo er sérhæft bókasafn og bókabúð á staðnum. Stórt svæði fer svo undir veit- ingastaði sem skipt er upp í eftirfar- andi flokka: fiskur, kjöt, kjötálegg og ostar og pasta. Allir sitja við sama borð sem ýmist er í hring utan um eldunaraðstöðuna eða endilangt og hér er boðið upp á nokkra rétti dags- ins, glas af eðalvíni eða bjór á vægu verði, en brauð og vatn getur hver fengið að vild og einnig er hægt að kaupa tilbúna rétti til að taka með heim. Eataly er í stuttu máli sagt há- gæðamatur og -menning á allra færi! Það er líka erfitt að lýsa Eataly, hvort sem er í máli eða myndum: sjón, ilm- ur og smakk eru einfaldlega sögunni ríkari. Ostar Vörur koma beint frá framleiðendum. Að hætti meistaranna Fylgst með skurði á spænskri Iberico-skinku. Freistandi Á markaðnum fást bestu afurðir á Ítalíu. Sælkeraparadísin Eataly Nýjasta skrautfjöðurin í matarhatt Tórínóborgar er Eataly. Um er að ræða stærsta matvæla- og vínmark- að í heimi. Hanna Friðriksdóttir brá sér í heimsókn. Ljósmynd/ Hanna Friðriksdóttir Að snæðingi Allir sitja við sama borð á Eataly. Lesið meira á heimasíðum Eataly (síðurnar eru enn bara á ítölsku, en munu verða þýddar og þess má geta að til stendur að opna útibú Eataly m.a. í New York). www.eataly.it www.eataliytorino.it Bloggsíða sem segir frá Tórínó í máli og myndum og þ. á m. Eataly. http://torinodailyphoto.blogs- pot.com/2007_02_01_arc- hive.html Orlando Homes For Sale If you have ever considered buying a home in Florida, Now is the time! Don't miss the opportunity to purchase a home in this great buyer's market... it won't last forever! If you are visiting Orlando this spring, call or email Meredith Mahn for an appointment to see some of these outstanding resort communities. Now through May 31, 2007, receive 1% cash back on all new home purchases! For more information, visit us at: www.LIVINFL.com Domus Pro Inc. Vacation Home Sales Division 001-321-438-5566 Vika á Spáni 13.200 kr. - ótakmarkaður akstur, kaskó, þjófavörn, flugvallargjald og skattar. Huyndai Getz eða sambærilegur 522 44 00 • www.hertz.is frá ÍS L E N S K A /S IA .I S /H E R 3 69 19 0 4/ 07 Bókaðu bílinn heima fyrir 1.maí - og fáðu 1.000 Vildarpunkta Kæru landar Óskum ykkur gleðilegra páska og hlökkum til að sjá ykkur í sumar. Helga Þóra Eder og fjölskylda.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.