Morgunblaðið - 05.04.2007, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐANdaglegt líf
Leikskólabörn í Hafnarfirðihéldu sérstakan íþrótta-dag í fyrradag og fengu tilþess aðgang að öllum
íþróttahúsum bæjarins. Dreifðu
leikskólarnir sér á íþróttahúsin og
stunduðu holla hreyfingu frá dag-
málum til nónbils.
Íþróttahátíðin var haldin með
svipuðu sniði í fyrra í fyrsta skipti og
þótti takast það vel að sjálfsagt þótti
að endurtaka leikinn þetta árið.
Settar voru upp sérstakar þrauta-
brautir og skipulagðir leikir af ýmsu
tagi, en hugmyndin sprettur upp
samhliða vakningu leikskólastigsins
um holla lífshætti barna.
Alls tóku 1.400 börn af 14 leik-
skólum Hafnarfjarðar þátt í hátíð-
inni og komu foreldrar sumra barna
til að fylgjast með.
Morgunblaðið/Ásdís
Gaman Krakkarnir fóru í marga skipulagða leiki og tóku þátt í ýmsum spennandi þrautum.
Íþróttahátíð fyrir leik-
skólabörnin í Hafnarfirði
Margir Krakkarnir sem tóku þátt komu frá fjórtán leikskólum og voru um 1.400 talsins.
Dugleg Stúlkan fer auðsjáanlega létt með þessa þraut.
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir | 4. apríl
Heppin!
ÉG ER mjög heppin kona. Ég er í
góðu sambandi við fjöl-
skylduna. Ég fékk
tækifæri til að mennta
mig og notaði það. Ég
er í öruggu starfi.
Launin gætu að vísu
verið hærri, en ég lifi af
og hef jafnvel efni á að fara til út-
landa af og til. Efnislega skortir mig
ekkert. Til þess þarf ég að vísu að
vinna eins og þræll. Ég á hús, því ég
var svo heppin að hin íbúðin í gamla
timburhúsinu þar sem ég keypti
fyrst íbúð losnaði á réttum tíma. Ég
var heppin að þá voru vextir á hús-
næðislánum í lágmarki. Ég var líka
heppin að ættingjar mínir gátu að-
stoðað mig fjárhagslega. Ég á sjö
ára gamlan, heilbrigðan son. Heppin
þar. En ég á ekki mann. Óheppin.
Meira: thuridurbjorg.blog.is
Víðsvegar um heim gæðir fólk sér á
súkkulaði á páskunum. „Níu af hverj-
um tíu segja að þeir elski súkkulaði.
Sá tíundi lýgur einfaldlega“, segir
Guido Gobino þar sem hann stimplar
og pakkar inn Tourinot súkkulaðinu
sem búið er til á Ítalíu. Sætindin eru
búin til úr hreinu kakói, sykri, vanillu
og heslihnetum og þykja mikið lost-
æti.
Sala á góðu, dökku súkkulaði hefur
aukist gífurlega og Guido Gobino
hafði í nógu að snúast nú fyrir
páskana við að anna eftirspurn vand-
látra viðskiptavini víðsvegar um heim.
Súkkulaðitími framundan
Gott Hjá konfektgerðinni Felicitas eru
páskakanínurnar handgerðar og í hverja
kanínu fara um tvö kíló af súkkulaði.
Benedikt S. Lafleur | 4. apríl
Myndun regnhlífarsam-
taka þverpólitískra
framfaraafla
UNDANFARIN misseri hafa ýmsir
þjóðfélagshópar sam-
einast í óánægju sinni í
garð íslenskra vald-
hafa. Ólíkt því sem áð-
ur var beinist óánægj-
an í dag ekki eingöngu
gegn stefnu stjórn-
valda í efnahagsmálum, heldur að
þeirri brotalöm sem hefur orðið á
lýðræðislegri hefð Íslendinga, æva-
fornri virðingu landans fyrir náttúr-
unnar helgi og ræktun friðsællar ut-
anríkisstefnu.
Meira: lafleur.blog.is
Gísli Hvanndal Jakobsson | 4. apríl
Sorglegur og hættu-
legur leiðtogi
MÁLSHÁTTURINN
„Betra er seint en aldr-
ei“ á ekki við í dag þeg-
ar talað er um George
W. Bush forseta
Bandaríkjanna. Það
sem heimsbyggðin hef-
ur talað um og vitað í nokkur ár hef-
ur George W.Bush loksins við-
urkennt að hluta til, fyrir heiminum.
Það er mjög sorglegt að heyra hr.
Bush nú fyrst viðurkenna mistök sín
og þá miklu óreiðu og ringulreið sem
hefur skapast í Írak.
Meira: gislihvanndal.blog.is
Sigurður J. Hafberg og
Valgeir Ólafsson | 3. apríl
Opið bréf
til Hafnfirðinga
KÆRU Hafnfirðingar! Erindið er
að kanna hug ykkar til þess hvort og
þá hvernig við Flateyringar gætum
átt samleið með ykkur í næstu fram-
tíð. Forsagan er sú, að við Flateyr-
ingar tókum þá frjálsu ákvörðun um
mitt ár 1996 að ganga til samein-
ingar við sveitarfélögin Ísafjarð-
arkaupstað, Suðureyrarhrepp, Þing-
eyrarhrepp, Mýrahrepp og
Mosvallahrepp. Sameiningin var
gerð í þeirri góðu trú, að hún yrði
öllum til góðs í stærri og sterkari
heild. En – því miður er málum
þannig háttað nú um stundir, að nú-
verandi stjórnendur sveitarfélagsins
eru margir þeirrar skoðunar, að til
þess að halda sjó skuli gripið til þess
örþrifaráðs að herða ólina á jað-
arbyggðunum.
Meira: sigurdurhafberg.blog.is
Jakob Björnsson | 4. apríl
Er baráttan við gróð-
urhúsavána ekki al-
mannahags-
munir?
Á FORSÍÐU Morg-
unblaðsins 23. febrúar
s.l. er haft eftir um-
hverfisráðherra að
hann „gæti ekki séð að samfélagsleg
nauðsyn eða almannahagsmunir
kölluðu á eignarnám vegna virkjana
í neðri hluta Þjórsár“. Og eftir ein-
um þingmanni Sjálfstæðisflokksins
er haft um sama málefni: „Það kalla
engin almannaheill á það þótt ein-
hvern tíma hafi menn talið það í upp-
hafi rafvæðingar á Íslandi“.
Meira: jakobbjornsson.blog.is
Netgreinar á blog.is er vettvangur fyrir aðsendar greinar. Morg-
unblaðið áskilur sér rétt til þess að vista innsendar greinar á
þessu svæði, undir nafni greinahöfunda, hafi ekki tekist að birta
greinarnar í blaðinu vegna plássleysis innan tveggja vikna frá því
þær voru sendar.
Netgreinar - Umræðan
á blog.is
Önundur Ásgeirsson | 3. apríl
Tilvísunarkerfið
ÞEIR sem enn muna millistríðsárin
geta minnst þess að
skopblaðið Spegillinn
birt þá mynd af strák
að elta kött með skýr-
ingunni: „Mamma
barði pabba og pabbi
barði mig en bíddu
bara þangað til eg næ í köttinn.“ Það
er ekkert nýtt að skopast sé að
framkvæmd lýðræðisins á Íslandi.
Nýlegt dæmi er að Davíð tilnefndi
Halldór sem síðan tilnefndi Geir
Haarde sem síðan tilnefndi Valgerði
og Jón Sigurðsson sem síðan hefir
mótmælalaust og í framhjáhlaupi
tekið sæti á Alþingi. Hann á þó eftir
að sanna sig í kosningunum í vor.
Meira: onundurasgeirsson.blog.is
Ingólfur Sigurðsson | 3. apríl
Að eiga andrá
ÞEGAR karl og kona hittast fyrsta
sinni eiga sér oft stað frumtengzl,
þegar hrif eru til staðar. Sumir hafa
talað um það að íslenzkuna skorti
lýsingarorð og nafnorð fyrir þessi
hrif og frumkynni, en þó hygg ég
ekki svo vera. Rétt er að rifja upp
ýmis hugtök og einnig eru hér ný-
yrði nokkur.
Meira: ingolfursigurdsson.blog.is
Rúnar Kristjánsson | 3. apríl
Að lenda í þessu!
NOKKUÐ hefur borið á því að þeg-
ar menn hafa farið illi-
lega út af sporinu og
gleymt löglegum að-
ferðum við að koma
málum sínum fram, sé
talað um það sem eitt-
hvað sem viðkomandi
hafi lent í, sennilega þá fyrir slysni!
Meira: undirborginni.blog.is
Skúli Magnússon | 3. apríl
Ál eða fiskur?
NÝLEGA hef ég verið að lesa bók
um stjórnmálasögu
Egyptalands: Egypt –
politics and Society
1945–1984. Hún kom
út hálfum öðrum ára-
tug eftir að Aswan-
virkjunin var fullgerð.
Þar er fjallað um ávinning og fórn-
arkostnað af þeirri stóru fram-
kvæmd. Egyptar fengu frá henni
rafmagn sem full þörf var fyrir, en
það fylgdi böggull skammrifi. Fram-
burður Nílar sest nú fyrir á botni
uppistöðulónsins sem frjóvgar nú
ekki lengur akurlendi Nílardalsins.
Meira: skulimagnusson.blog.is