Morgunblaðið - 05.04.2007, Qupperneq 38
38 FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Hinn 25. mars sl. voru liðin 50 ár
frá undirritun Rómarsáttmálanna
sem lögðu grunn að Efnahags-
bandalagi Evrópu og síðar Evrópu-
sambandinu eins og við þekkjum
það í dag. Almenningur, einkum á
Norðurlöndunum, setur ESB oftast
í samhengi við efna-
hagslegan samruna.
Meginskýringin er ef-
laust sá árangur sem
náðst hefur með því að
koma á fót sameig-
inlegum innri markaði
og með upptöku evru.
Á einungis þremur
áratugum höfðu Evr-
ópubúar orðið vitni að
eyðileggingu og hörm-
ungum tveggja heims-
styrjalda. Forvíg-
ismenn
Evrópusamrunans
voru ákveðnir í að
koma á fyrirkomulagi
þar sem ákvarðanir um
framleiðslu á kolum og
stáli, sem áður var
undirstaða hergagna-
framleiðslu, yrðu tekn-
ar sameiginlega. Efna-
hagslegur samruni var
leið til að ná pólitískum markmiðum
um frið, stöðugleika og virðingu fyr-
ir mannréttindum í álfunni allri.
Þannig hefur Evrópusambandið
einnig átt stóran þátt í að festa lýð-
ræði í sessi í þeim ríkjum Suður- og
Austur-Evrópu sem áður bjuggu við
einræði en í dag eru meðlimir í ESB.
Íslendingar þekkja vel til innri
markaðarins en grunnurinn að hon-
um var lagður með Rómarsáttmál-
unum. Það kom hins vegar fljótt í
ljós að reglugerðir og staðlar í aðild-
arríkjunum komu í veg fyrir að
frelsi í fólksflutningum, þjónustu-
starfsemi, fjármagns- og vöruflutn-
ingum næði fram að ganga. ESB
ákvað því árið 1985 að hrinda í fram-
kvæmd metnaðarfullum kerf-
isbreytingum til að ryðja úr vegi
þessum hindrunum. Með breyt-
ingum á stofnsáttmálum ESB var
sambandinu gert kleift að taka
ákvarðanir með auknum meirihluta í
stað einróma samþykkis.
Annar stór áfangi í sögu sam-
bandsins var innleiðing sameig-
inlegs gjaldmiðils. Árangur af upp-
töku evrunnar hefur verið mikill en
er oft vanmetinn. Afraksturinn hef-
ur ekki einungis skilað sér til al-
mennings sem sífellt ferðast meir,
heldur einnig aukið stöðugleika í
rekstrarumhverfi fyrirtækja. Án
þess stöðugleika hefði ríkjum Evr-
ópu gengið erfiðar að fást við áskor-
anir hnattvæðingarinnar.
Aukið samstarf í utanríkis- og
öryggismálum
Fyrir 15 til 20 árum hefði það þótt
óskhyggja að ESB yrði í náinni
framtíð mikilvægur gerandi í utan-
ríkis- og öryggismálum. Samt sem
áður hefur ESB í æ ríkara mæli tal-
að einni röddu á alþjóðavettvangi. Í
umdeildum stjórnarskrársáttmála,
sem líklegt er að verði lagður fram í
breyttri mynd á árinu 2009, var gert
ráð fyrir að ESB hefði eigin „utan-
ríkisráðherra“, þar sem störf fram-
kvæmdastjóra utanríkismála og
talsmanns ESB í utanríkis- og ör-
yggismálum rynnu saman í eitt.
Ásýnd ESB yrði þá skýrari og sýni-
legri á alþjóðavettvangi.
Öryggishugtakið hefur á und-
anförnum árum fengið
breiðari merkingu
samfara nýjum og
breyttum ógnum.
Hættur sem stafa af
hryðjuverkum, man-
sali og ólöglegum inn-
flytjendum hafa leitt
til þess að samstarf á
sviði innanríkis- og
dómsmála hefur verið
sett á oddinn. ESB
fæst einnig við hættur
sem eiga rætur að
rekja til fátæktar
(ESB er stærsti veit-
andi þróunaraðstoðar í
heiminum), umhverf-
ismengunar, loftslags-
breytinga og alvar-
legra farsótta. Auk
þess hefur ESB komið
á fót 15 smærri her-
deildum sem hægt er
að senda með litlum
fyrirvara til að stilla til friðar á
átakasvæðum.
Fyrirmynd að samstarfi á öðr-
um svæðum í heiminum?
Öryggisnálgun ESB, sem byggist
að miklu leyti á jákvæðri hvatningu
til að koma á breytingum („mjúkt
vald“), hefur orðið ríkjum á öðrum
svæðum í heiminum fyrirmynd að
svæðabundnu samstarfi. Afríku-
sambandinu svipar til ESB hvað
varðar sameiginlegar stofnanir og
pólitísk markmið. Í Rómönsku Am-
eríku og Suðaustur-Asíu hafa einnig
verið gerðar tilraunir til að fara
svipaðar leiðir og ESB hefur farið.
Það er augljóst að á ólíkum svæðum
henta ólíkar lausnir en efnahagsleg
og pólitísk grundvallarmarkmið
ESB eiga erindi alls staðar.
Að bregðast við stærstu
áskoruninni
Á leiðtogafundi ESB um miðjan
mars náðu aðildarríkin sögulegu
samkomulagi um aðgerðir til að tak-
marka losun gróðurhúsaloftteg-
unda. Með samkomulaginu hefur
ESB tekið forystu á alþjóðavett-
vangi í þessum mikilvæga mála-
flokki. Samkomulagið felur í sér
lagalegar skuldbindingar sem munu
krefjast fórna. Ég er þess fullviss að
sú stefna mun skila árangri, því fólk
veit að það eru engar einfaldar
lausnir á svo flóknu vandamáli og
það væntir þess að ESB sé metn-
aðargjarnt og skipi sér í forystu-
sveit.
Ísland og ESB
Leiðir Íslands og ESB liggja sam-
an á mörgum sviðum og einkum í
gegnum EES-samninginn en hann
tryggir Íslandi aðild að innri mark-
aði ESB. Ísland hefur einnig smátt
og smátt gerst þátttakandi á öðrum
samstarfssviðum ESB, t.d. á sviði
innanríkis- og dómsmála með aðild
að Schengen-samkomulaginu. Í ný-
útkominni skýrslu Evrópunefndar
er bent á ýmsar gagnlegar leiðir til
að styrkja samstarf Íslands og ESB
enn frekar. Á Íslandi virðast menn
almennt sammála um að EES-
samningurinn hafi haft mjög jákvæð
áhrif á efnahagsþróun í landinu. Þó
svo Ísland sé ekki aðili að ESB, þá
er það án efa hluti af „stór-
fjölskyldu“ Evrópusambandsins,
ásamt hinum EFTA-ríkjunum. Þess
vegna tel ég að Íslendingar hafi
einnig tilefni til að gleðjast á 50 ára
afmæli Rómarsáttmálans.
Sögulegt samstarf
í 50 ár
Percy Westerlund skrifar
um 50 ára afmæli Rómarsátt-
málans
» Pólitísktsamstarf er
byggt á efna-
hagslegum sam-
runa.
Percy Westerlund.
Höfundur er framkvæmdastjórnar
ESB gagnvart Íslandi og Noregi.
STARF sem dagforeldri í heima-
húsum felur í sér spennandi og
krefjandi verkefni með litlum börn-
um. Til að gerast dagforeldri þarf
viðkomandi að hafa
ríka ábyrgðartilfinn-
ingu og geta veitt
börnum góða umönn-
un, öryggi og hlýju.
Dagforeldrar þurfa
ekki að hafa aðra
menntun en grunn-
námskeið fyrir dag-
foreldra og taka þátt í
skyndihjálp-
arnámskeiðum og
öðrum námskeiðum
og fræðslu sem boðið
er upp á hverju sinni.
Dagforeldrar starfa
sem sjálfstæðir verk-
takar en starfsleyfi og
eftirlit er í höndum
bæjarfélaga. Dagfor-
eldrar sinna verkefni
sem hefur mikla sam-
félagslega þýðingu og
því mikilvægt fyrir
bæjarfélög að styðja
vel við starfsemina.
Aðstöðugreiðslur
Í Garðabæ hefur
bæjarráð Garðabæjar
samþykkt að greiða
dagforeldrum fjárhæð
til þess að bæta að-
stöðu á heimilum dagforeldra með
tilliti til þarfa og öryggis þeirra
barna sem þeir vista. Um er að
ræða eingreiðslu sem greidd er við
leyfisveitingu. Bæjarstjórn Garða-
bæjar ákveður fjárhæð hverju sinni
að fenginni tillögu leikskóla-
nefndar. Árið 2007 eru greiddar kr.
50.000 með hverju barni. Greiðsla
til starfandi dagforeldra er háð út-
tekt Forvarnahúss og daggæslu-
fulltrúa en Garðabær hefur samið
við Forvarnahús um áhættuskoðun
á heimilum dagforeldra og næsta
nágrenni þess. Heimilin verða
skoðuð ítarlega samkvæmt þar til
gerðum gátlista, kannað verður
hvort að eldvarnir séu í lagi, sjúkra-
kassar og öryggisferlar verða skoð-
aðir og kannað verður hvort að ör-
yggi sé í lagi á lóðum dagforeldra.
Skilyrði fyrir greiðslu aðstöð-
ugreiðslna til dagforeldra er að
hlutaðeigandi dagforeldri hafi leyfi
til daggæslu barna í
heimahúsi og að dag-
foreldrið starfi að lág-
marki í eitt ár eftir að
greiðsla fer fram. Gert
er ráð fyrir að greiðsl-
an renni til þeirrar að-
stöðu sem unnið er í.
Þjónustusamningur
Í Garðabæ hefur
verið gerður þjónustu-
samningur milli dag-
foreldra, foreldra og
bæjarfélagsins. For-
sendur hans eru þær
að gera dvöl barna hjá
dagforeldrum að raun-
hæfum valkosti fyrir
ung börn. Vistun hjá
dagforeldri eða vistun í
leikskóla eru ólíkir
kostir en aðeins með
því að jafna kostnað
foreldra getur þjón-
usta dagforeldra orðið
raunverulegur kostur
við leikskóla. Því var
ákveðið að ganga út frá
því að foreldrar greiði
sömu upphæð fyrir
vistun barns hjá dag-
foreldri og fyrir vistun
barns í leikskóla. Foreldrar geta
þannig valið þann kost sem þeir
telja að henti sínu barni best óháð
kostnaði. Í reglum um greiðslur
vegna barna úr Garðabæ sem eru í
daggæslu í heimahúsum er gefin
upp hámarksupphæð sem Garða-
bær greiðir fyrir 4–8 stunda vistun,
einnig er gefið upp hámarksgjald
hjá dagforeldrum fyrir 4–8 stunda
vistun. Fari mánaðargjald hjá dag-
foreldri upp fyrir það hámark, sem
upp er gefið, fellur samningurinn
úr gildi. Ár er síðan þjónustusamn-
ingur þessi tók gildi í Garðabæ og
ánægjulegt er að sátt náðist strax
við dagforeldra í bænum, um að
starfa samkvæmt honum. Það kem-
ur öllum hlutaðeigandi til góða.
Fræðsla
Í Garðabæ hafa dagforeldrar
fengið starfsdaga til jafns á við þá
starfsdaga sem teknir eru í leik-
skólum. Eru þeir nýttir til símennt-
unar og til skipulags á starfinu.
Félag foreldra með börn í dag-
gæslu hjá dagforeldrum.
Í haust stendur til að stofna félag
þeirra foreldra í Garðabæ sem vista
börn sín hjá dagforeldrum og fær
fulltrúi þeirra sæti í leikskólanefnd
sem áheyrnarfulltrúi.
Spennandi starf
Starf sem dagforeldri í heima-
húsum felur í sér spennandi og
krefjandi verkefni með litlum börn-
um. Um 92% þeirra sem svöruðu
könnun um viðhorf sitt til dagvist-
unar barna hjá dagforeldrum í
Garðabæ segjast annaðhvort vera
ánægð eða mjög ánægð með
vistina. En það vantar fleiri dagfor-
eldra til starfa í Garðabæ. Garða-
bær býður upp á gott starfsum-
hverfi fyrir dagforeldra. Greitt er
fyrir grunnnámskeið, dagforeldrum
er veittur frír aðgangur að leik-
fangasafni og geta m.a. fengið þar
lánaðar fjölburakerrur og mat-
arstóla. Einnig er dagforeldrum
veittur aðgangur og afnot af gæslu-
velli í Garðabæ. Verið er að þróa
samstarf við leikskóla í Garðabæ,
m.a. með því að bjóða dagforeldra
velkomna á lóð leikskóla með börn-
in sín.
Í Garðabæ er mikil virðing borin
fyrir starfi dagforeldra og teljum
við mikilvægt að foreldrar yngstu
barnanna eigi raunhæft val á milli
daggæslu í heimahúsum sem er
studd og styrkt af sveitarfélaginu
og góðra leikskóla. Það hentar
mörgum ungum börnum vel að vera
á leikskóla í stærri hópum en öðr-
um betur að vera í 4–5 barna hópi í
heimilislegu umhverfi og þess
vegna er mikilvægt að eiga val.
Notalegur dagur hjá dagforeldrum
Hulda Ósk Gränz fjallar um
dagvistunarmál í Garðabæ
Hulda Ósk Gränz
» Í Garðabæ fádagforeldrar
styrk til að bæta
aðstöðu sína til
gæslu barna.
Foreldrar
greiða sömu
upphæð fyrir
vistun hjá dag-
foreldri og leik-
skóla.
Höfundur er daggæslufulltrúi í
Garðabæ.
Í nýlegri skoðanakönnun Frétta-
blaðsins kom fram að velferð-
armálin voru talin
mikilvægust af sex
málefnum sem fólk var
beðið að gefa einkunn.
Þetta kemur í sjálfu
sér ekki á óvart. Áhugi
fólks á velferð-
armálum er mikill og í
komandi kosningum
munu fjölmargir kjósa
þann stjórnmálaflokk
sem vill setja þennan
málaflokk á oddinn.
Það er vissulega erfitt
að segja að einn mála-
flokkur sé mikilvægari
en annar. Hitt er víst að eigi fólk
við vandamál að stríða, félagsleg,
persónuleg eða vandamál sem
tengjast fjölskyldunni á einhvern
hátt þá hefur sú vanlíðan sem af því
leiðir margföldunaráhrif. Almenn
grunnvelferð einstaklings og fjöl-
skyldu er undirstaða þess að hægt
sé að njóta alls þess góða sem okkar
þjóðfélag býður að öllu jöfnu upp á.
Velferðarmál hafa skipt Sjálf-
stæðisflokkinn máli eins og aðra
stjórnmálaflokka. Það má best sjá
ef litið er til umbóta undanfarinna
ára. En af nógu er að taka. Um leið
og einn anginn hefur verið lagaður
og breytt til hins betra bíður sá
næsti.
Hugmyndafræðin sem mér finnst
mest heillandi þegar kemur að
þessum málaflokki er sú að hjálpa
fólki til að hjálpa sér sjálft. Að gefa
fólki þau „tæki og tól“ sem það þarf
til að takast á við og leysa sín eigin
mál. Hornsteinn slíkrar hug-
myndafræði er fræðsla. Ekki dugir
að einskorða fræðslu við skóla og
skólagöngu. Þótt megnið af ung-
mennum fari í framhaldsskóla og
háskóla er einnig dá-
góður hópur sem af
einhverjum ástæðum
kýs að fara aðrar leið-
ir. Það er heldur ekki
sjálfgefið að allir eigi
þess kost að alast upp
með sterkar og já-
kvæðar fyrirmyndir að
leiðarljósi. Sú fræðsla
sem ég tel að nýtist
einna best samfélaginu
í heild er hrein og klár
fjölskyldufræðsla. Slík
fræðsla felur í sér
fræðslu um uppeldis-
og samskiptamál til verðandi for-
eldra og til foreldra barna og ung-
linga. Fjölskyldan er eins og hvert
annað fyrirtæki sem eðlilegt er að
maður þurfi að læra að reka eigi
það að skila hagnaði. Því fyrr sem
foreldrar kynna sér almenna upp-
eldistækni og hver kjarni góðra
samskipta er, því betra. Eins og
staðan er núna kvarta sumir for-
eldrar yfir því að þeir viti ekki
hvert þeir eigi að leita til að fá svör
við spurningum og vangaveltum
þessu tengdum. Skólasálfræðingar
gera sitt besta til að sinna þroska-
greiningum, aðstoða við agavanda-
mál í bekk og leiðbeina foreldrum.
Málefnafjöldi sérhvers skólasál-
fræðings telur oft á tíðum hundruð
barna. Það segir sig því sjálft að
skólasálfræðingar geta ekki annað
öllum fyrirspurnum og beiðnum.
Það sama má segja um fé-
lagsráðgjafa barnaverndar og fé-
lagsþjónustunnar. Þeir hafa venju-
lega nóg á sinni könnu. Ættu þeir
jafnframt að afgreiða alla þá for-
eldra sem þarfnast fræðslu í upp-
eldismálum er ekki víst að þeir
næðu að sinna lögbundnum verk-
efnum sínum. Eftir stendur þá að
leita til sjálfstætt starfandi fagaðila.
Sú leið er þó heldur ekki nægj-
anlega greið eins og stendur. Sál-
fræðinga skortir sumstaðar úti á
landsbyggðinni. Síðan er það hið
gamla vandamál að sálfræðiþjón-
usta utan stofnana er ekki nið-
urgreidd af hinu opinbera trygg-
ingakerfi eins og tíðkast hefur hjá
mörgum öðrum heilbrigðisstéttum
s.s. geðlæknum. Loks má nefna að
ýmis námskeið hafa verið sett á
laggirnar sem sannarlega hafa kom-
ið mörgum vel sem þau hafa sótt.
Að mörgu er að hyggja í þessu
efni. Miklu máli skiptir að foreldrar
og fjölskyldur hafi greiðan aðgang
að fagfólki án tillits til efnahags og
búsetu og geti á öllum tímaskeiðum
barna sinna sótt sér markvissa
fræðslu og þjálfun í uppeldis- og
samskiptafræðum. Takist vel til er
hér um að ræða ódýra leið til að
styrkja forvarnir. Útkoman er
aukning á fjölskylduhagnaði.
Fjölskyldan og arðsemi hennar
Kolbrún Baldursdóttir skrifar
um velferðarmálin »Hugmyndafræðinsem mér finnst mest
heillandi þegar kemur
að þessum málaflokki er
sú að hjálpa fólki til að
hjálpa sér sjálft.
Kolbrún Baldursdóttir
Höfundur er sálfræðingur.