Morgunblaðið - 05.04.2007, Qupperneq 40
40 FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
ÞAÐ dylst engum sem málið skoð-
ar að álver á Bakka við Húsavík er
einhver besti kostur
sem við höfum til þess
að byggja upp öfluga
og góða atvinnu-
starfsemi á Norður-
landi. Áhrif álversins
ná langt út fyrir fjórð-
unginn og fram-
kvæmdin stuðlar að
áframhaldandi já-
kvæðri uppbyggingu
efnahagslífsins í land-
inu.
Umræðan um álver,
virkjanir og nátt-
úruvernd er komin út á
hættulega braut þar sem dregnar
eru fram andstæður. Annars vegar
er talað um stóriðjusinna sem helst
vilja virkja öll vatnsföll og reisa álver
í hverjum firði. Andstæðan eru nátt-
úruverndarsinnar sem eru andsnúnir
frekari orkuframkvæmdum og upp-
byggingu stóriðju. En því fer fjarri
að tilveran sé jafn einföld og hér er
lýst.
Væntanlegt álver á
Bakka hefur mikla sér-
stöðu, ekki bara hér á
landi heldur í heiminum
öllum. Um er að ræða
álver sem nýtir orku
sem sótt er í há-
hitasvæði í grenndinni
án þess að eitt einasta
vatnsfall yrði virkjað.
Jarðvarminn er ein
helsta auðlind svæð-
isins og það er bæði
sjálfsagt og eðlilegt að
nýta auðlindina á já-
kvæðan hátt í uppbyggingu á svæð-
inu í stað þess að geyma hana ónýtta
í iðrum jarðar. Sú staðreynd skiptir
líka miklu máli í heildarmyndinni að
framkvæmdum við jarðvarmavirkj-
anir fylgir lítið náttúrurask og þær
eru að mestu endurkræfar.
Það er ljóst að álverið verður mikil
lyftistöng fyrir Norður- og Austur-
land. Álverið sjálft kallar á um 300
störf, samkvæmt skýrslu sem unnin
var um samfélagsleg áhrif hugs-
anlegs álvers á Bakka. Afleidd störf
álversins verða hins vegar mun fleiri
og á mjög stóru svæði, eða frá Sauð-
árkróki og austur að höfn í Horna-
firði. Í skýrslunni kemur fram að í
heildina skapar álverið að minnsta
kosti 1.000 störf á landsvísu, þar af
um 450 til 500 á Norðurlandi. Verði af
framkvæmdum má gera ráð fyrir því
að það fjölgi um meira en 1.000
manns í Þingeyjarsýslu vegna álvers-
ins á Bakka og framtíð svæðisins
verði tryggð.
Álver á Bakka er sú kjölfesta sem
nauðsynleg er til að snúa við nei-
kvæðri íbúaþróun og tryggja at-
vinnuuppbyggingu á svæðinu. Áhrif
álversins ná langt út fyrir Þingeyj-
arsýsluna og ljóst er að við Akureyr-
ingar og Eyfirðingar allir munu njóta
góðs af álverinu, því samkvæmt áð-
urnefndri skýrslu verða afleidd störf
af álverinu um 200 á Akureyri og
Eyjafjarðarsvæðinu. Í mínum huga
er ekki nokkur vafi á því að álverið
mun fjölga atvinnutækifærum á Ak-
ureyri. Þar horfi ég helst til lítilla sér-
hæfðra tæknifyrirtækja á sviði verk-
fræði, tæknifræði og tölvuþjónustu.
Starfsemi flutningafyrirtækja mun
aukast og eflast, einnig smiðjuþjón-
usta og önnur gróf atvinnustarfsemi,
sem þjóna mun álverinu á Bakka.
Lífsgæði íbúa á Norðurlandi
aukast verulega við tilkomu álvers-
ins. Til viðbótar við stöðugleikann og
fleiri atvinnutækifæri má nefna
styrkari stoðir undir mennta- og
skólastarf á Akureyri og úrbætur í
samgöngumálum sem óneitanlega
fylgja framkvæmdum við álverið. Þar
horfi ég sérstaklega til langþráðra
ganga undir Vaðlaheiðina sem leysa
af hólmi erfiðan veg um Víkurskarð
og gerir Eyjafjarðarsvæðið og Húsa-
vík að einu öflugu atvinnusvæði.
Höfum almannahagsmuni í huga
og munum að það er bæði hægt að
njóta náttúrunnar og nýta það sem
hún hefur upp á að bjóða.
Álver á Bakka: Njótum náttúrunnar og nýtum hana
Sigrún Björk Jakobsdóttir
skrifar um álver á Bakka » Það er sjálfsagt ogeðlilegt að nýta
auðlindina á jákvæðan
hátt í uppbyggingu á
svæðinu í stað þess að
geyma hana ónýtta í
iðrum jarðar.
Sigrún Björk
Jakobsdóttir
Höfundur er bæjarstjóri á Akureyri.
MESTU lítilmenni mannkyns-
sögunnar eru þeir leiðtogar sem
komist hafa til valda með því að ala
á öfund og andúð borgaranna
gagnvart minnihlutahópum í sam-
félaginu; gjarnan af öðrum kyn-
þætti, trú eða þjóðerni. Í lýðræð-
issamfélögum nútímans hafa
jafnvel smáflokkar náð flugi í kosn-
ingum með því að höfða til óæðri
kennda og fordóma kjósenda í
garð útlendinga; flokkar undir for-
ystu manna á borð við Carl I. Hag-
en, Jörg Haider, Le Pen o.fl.
Frjálslyndi flokkurinn telur sig
vera dottinn niður á vinningsform-
úluna í komandi alþingiskosn-
ingum, en hún er sú að úthúða
þeim erlendu ríkisborgurum sem
íslenskt atvinnulíf hefur kallað til
landsins sem berklasmitandi
glæpahundum sem éti lifibrauð ís-
lenskrar alþýðu.
Stjórnmálafræðin kennir okkur
að tvær forsendur þarf til svo að
smáflokkar nái flugi á uppstreymi
útlendingahaturs.
Fyrri forsendan er sú að í sam-
félaginu ríki andúð í garð útlend-
inga vegna viðvarandi árekstra og
félagslegra vandamála sem leiði af
miklum fjölda þeirra. Íslendingar
bera ekki slíka andúð í brjósti,
enda vera hinna erlendu ríkisborg-
ara ekki vandamál, þvert á móti.
Síðari forsendan er sú að þeir
flokksleiðtogar sem kjósa að fara
þessa leið verða að hafa mikla póli-
tíska útgeislun og kjörþokka; eiga
auðvelt með að ná til kjósenda og
skynja vel andrúmið í samfélaginu.
Að þessu leyti eru hillur Frjáls-
lynda flokksins tómar og gengur
flokkurinn siðblindur til komandi
kosninga og blindur gagnvart
þeirri skömm sem frjálslyndir Ís-
lendingar hafa á stefnu hans.
Sveinn Andri Sveinsson
Frjálsblindi
flokkurinn
Höfundur er hæstarétt-
arlögmaður.
www.valholl.is
www.nybyggingar.is
Opið virka daga frá kl. 9.00-17.00
Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast.
Heilsárs lúxushús á tæplega 0,8 ha lóð til sölu. Húsið stendur í 5 húsa lok-
uðum botnlanga. Hiti er í gólfum og allir veggir hvítmálaðir en í loftum er
hvíttaður pannill. Húsið er 125 fm með fjórum svefnherbergjum og tveimur
baðherbergjum, einnig stendur við húsið 25 fm aukahús þar sem gert er
ráð fyrir bílskúrshurð (hentar vel fyrir golfbílinn, fjórhjólið eða snjósleðann).
Mjög viðhaldslítið hús með ál-/trégluggum, viðarklæddum og flísalögðum
útvegggjum (litur að eigin vali). Þök eru tyrfð að hluta ásamt lituðu þakjárni.
Húsið skilast tilbúið til innréttinga eða lengra komið. Aðeins 50 mín. akstur
frá Reykjavík.
Hús sem vert er að koma og skoða. Verið velkomin.
Leiðarlýsing: Keyrður Þingvallavegur í átt að Írafossvirkjun, keyrt framhjá
afleggjaranum að Búrfelli og beygt um næsta afleggjara til hægri og svo
strax til vinstri, þá sést húsið fljótlega á hægri hönd, Freyjustígur 12.
Nánari upplýsingar gefur Steinar í síma 893-3733.
Sími 588 4477
Lúxushús með útsýni yfir Sogið
Opið hús á milli kl. 14:00 og 16:00 á
fim., fös. og lau. eða eftir nánara
samkomulagi
UNDANFARIN misseri hefur
íslenskt efnahags- og atvinnulíf
staðið frammi fyrir miklu ójafn-
vægi og óstöðugleika þannig að
fara verður allt að tvo áratugi aftur
í tímann til að finna
hliðstæðu. Verðbólga
hefur þannig verið
meiri en 4%, sem eru
efri vikmörk peninga-
málastefnu Seðlabank-
ans, samfellt síðan í
maí 2004. Við-
skiptahallinn á síðasta
ári var heimsmet og
gengi íslensku krón-
unnar sveiflast um
tugi prósentna. Þrátt
fyrir þetta hefur rík-
isstjórnin sýnt af sér
ótrúlegt aðgerðaleysi
við stjórn efnahagsmála. Hún hefur
ekki aðeins látið Seðlabankann ein-
an um að sporna gegn ofþenslunni,
heldur unnið kerfisbundið gegn
stefnu bankans með þensluhvetj-
andi aðgerðum og ögrandi breyt-
ingum á lánaskilmálum Íbúðalána-
sjóðs. Eina aðgerðin við að draga
úr verðbólguþrýstingi var að stuðla
að auknum innflutningi erlends
vinnuafls, jafnvel við aðstæður þeg-
ar sýnt var að vinnumarkaðurinn
var ekki undir það búinn að taka
við fjölda erlendra starfsmanna.
Ójafnvægi og óstöðugleiki í efna-
hags- og atvinnulífi hefur þannig
einnig leitt til vaxandi ójafnvægis
og misskiptingar í félagslegum
skilningi.
En hver hefur kostnaðurinn af
þessari óstjórn efnahagsmála verið
fyrir fjárhag heimilanna í landinu?
Heimilin í landinu skulduðu í lok
síðasta árs ríflega 1.325 milljarða
króna. Það er forvitnilegt að kanna
hvað agaleysi í stjórn ríkisfjármála
hefur kostað heimilin í landinu.
Þetta má t.d. gera með því að
leggja mat á fjárhagsleg áhrif
þeirrar verðbólgu sem hér hefur
verið umfram 2,5%
verðbólgumarkmið
Seðlabanka Íslands.
Til viðmiðunar er
ágætt að nota árið
2003. Stýrivextir
Seðlabankans þá voru
5,3%, verðbólga 2,7%
og raunvextir stýri-
vaxtanna því 2,5%. Á
sama tíma voru með-
alútlánavextir banka
11,8% á óverð-
tryggðum skuldabréf-
um og 8,6% á verð-
tryggðum. Í janúar
2007 voru stýrivextir Seðlabankans
hins vegar komnir upp í 14,25%,
verðbólgan 7,4% og raunvextir
stýrivaxtanna höfðu því hækkað
um næstum fjögur prósentustig!
Meðalvextir banka voru 19,6% á
óverðtryggðum skuldabréfum og
9,1% á verðtryggðum.
Ef við gefum okkur að hér hafi
verið ríkisstjórn við völd sem í
raun hafi haft jafnvægi í efnahags-
og atvinnumálum að leiðarljósi og
beitt ábyrgri hagstjórn til þess að
halda verðbólgu og ofþenslu í
skefjum má ætla að vaxtaþróun
óverðtryggðra lána hefði getað ver-
ið í samræmi við þann vaxtamun,
sem var á milli stýrivaxta Seðla-
bankans og óverðtryggðra útlána
bankakerfisins á árinu 2003. Það
þýðir að ef verðbólga hefði verið
hófleg og ekki hefði komið til
hækkunar á aðhaldi Seðlabankans
gætu óverðtryggðir vextir bank-
anna verið á bilinu 10–11% í stað
þeirra tæplega 20% sem þeir eru
nú. Einnig eru raunvextir í dag 4%
hærri vegna aðhaldsstigs peninga-
málastefnunnar, en það end-
urspeglast af hækkun stýrivaxt-
anna umfram verðbólguna sjálfa.
Ef litið er á verðtryggðar skuldir
heimilanna, sem voru 1.132 millj-
arðar króna í árslok 2006, hafa þær
hækkað um 118 milljarða króna
undanfarin ár vegna verðtrygg-
ingar lána umfram 2,5% verðbólgu-
markmið Seðlabanks. Þar sem
meðallánstími verðtryggðra skulda
heimilanna er 20 ár þurfa þau nú
að borga um sex milljörðum króna
hærri afborganir á ári næstu 20 ár-
in, eða sem svarar til jafngildis 1%
hækkunar á tekjuskatti!
Ef litið er á hærri vaxtagjöld
heimilanna vegna aukinnar verð-
bólgu og aukins aðhalds Seðlabank-
ans, þá þurfa þau að greiða 22,5
milljarða króna á árinu 2007 vegna
hærri raunvaxta af verðtryggðum
lánum og 10,3 milljarða króna
vegna hærri vaxta af óverð-
tryggðum lánum (að mestu yf-
irdráttarlán). Gengistryggð lán
heimilanna hafa vaxið úr nánast
engu árið 2003 í um 80 milljarða
króna í árslok 2006. Greiðslubyrði
þessara lána lækkaði talsvert á ár-
unum 2004 og 2005 vegna styrk-
ingar krónunnar, en hækkaði um-
talsvert á síðasta ári eftir að
krónan féll um 15–20% á fyrri
hluta ársins. Í þessum útreikn-
ingum er gert ráð fyrir að krónan
haldi núverandi stöðu að mestu
leyti þannig að greiðslubyrði geng-
istryggðu lánanna verði óbreytt frá
fyrra ári – en hér gæti brugðið til
beggja átta.
Samtals má því gera ráð fyrir að
greiðslubyrði heimilanna aukist um
38,5 milljarða króna á þessu ári. Þá
hækkun má rekja beint til þeirra
mistaka sem ríkisstjórnin hefur
gert í hagstjórn. Til að setja þetta í
annað samhengi þá þarf hver fjöl-
skylda í landinu að greiða 510 þús-
und krónum meira í afborganir og
vexti á þessu ári af lánunum sínum
vegna mistaka í hagstjórninni. Ef
miðað er við heildarlaunatekjur
allra heimila í landinu jafngildir
þetta hvorki meira né minna en
9,2% af árstekjum landsmanna!
Það er einnig athyglisvert að skoða
þróun þessarar auknu greiðslu-
byrði sl. fjögur ár sem end-
urspeglar það þekkta mynstur, að
þegar verðbólga fær að grafa um
sig langt umfram verðbólgumark-
miðið misserum saman margfaldast
vandi heimilanna með hverju árinu.
Áhrif þessara mistaka ríkisstjórn-
arinnar í hagstjórninni, sem allar
efnahagsstofnanir innanlands sem
utan eru sammála um, hafa þannig
kostað heimilin 1,7 milljarða árið
2004, 3,3 milljarða 2005, 26,0 millj-
arða árið 2006 og síðan 38,5 millj-
arða árið 2007. Það munar um
minna!
Heimilin borga brúsann
Gylfi Arnbjörnsson fjallar um
hagstjórn og greiðslubyrði
heimilanna
»… þá þarf hver fjöl-skylda í landinu að
greiða 510 þúsund krón-
um meira í afborganir
og vexti á þessu ári af
lánunum sínum vegna
mistaka í hagstjórn-
inni …
Gylfi Arnbjörnsson
Höfundur er framkvæmdastjóri ASÍ.
vaxtaauki!
10%