Morgunblaðið - 05.04.2007, Side 42

Morgunblaðið - 05.04.2007, Side 42
42 FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Vegna mikils aðstreymis aðsendra greina í aðdraganda alþingiskosninganna verður formi þeirra greina, sem lúta að kosningunum, breytt. Er þetta gert svo efnið verði aðgengilegra fyrir lesendur og auka mögu- leika Morgunblaðsins á að koma greinunum á framfæri fyrir kosningar. Alþingiskosningar Á HVERJUM degi birtast fregnir af þeirri velmegun og þeirri hagvaxtaraukningu sem nú á sér stað hér á Ís- landi. Ef skoðaðar eru þær hagvaxtarlýsingar sem birt- ast daglega í fjölmiðlum mætti halda að hér væri að skapast fyrirmyndarþjóðfélag sem um- heimurinn mætti draga dám af. Raunin er því miður önnur, það fyr- irmyndarþjóðfélag sem Ísland hefur verið er að líða undir lok. Á meðan þjóð- in sefur fer siðferðisvitund atvinnurek- enda hnignandi og er nú komin á hraða niðurleið í forarpytt græðginnar. Græðgi íslenskra atvinnurekenda er orðin slík, að í öllum þeim hagvexti og allri þeirri vel- megun sem nú ríkir í okkar samfélagi, er launum umönnunarstarfsmanna, verkamanna og allra þeirra sem vinna með höndunum haldið niðri með innflutningi á ódýrum útlendingum. Ekki er hægt að sjá að þar sé hagvöxturinn að skila sér. Enn erfiðara er það orðið fyrir hinn almenna borgara að verða sjálfs sín herra og auðæfin færast á sífellt færri hendur. Hagræðingin er öllu fremri, jafnvel framar sjálfu réttlætinu. Í nafni hagræðingar fá auðhringir einkaaðgang að auðlindum Íslands. Í nafni hagræðingar fá aðeins þeir ríku aðgang að þeim milljörðum sem sjávarútvegurinn skapar árlega. Í nafni hagræðingar er íslenski bóndinn gerður að leiguliða. Í nafni hagræðingar á nú með vatnalögum að afnema þá hefð, að vatnið sé í eigu almennings, nú á að koma vatninu í hendur auðhringa með öllu því óréttlæti sem sú hagræðing felur í sér. En hvað viljum við Íslendingar í þessum málum? Viljum við Íslendingar að vatns- og orkuauðlindir okkar fari í sama farveg og sjávarauðlindirnar? Viljum við Íslendingar að auðhringir klófesti orku-, vatns- og sjávarauðlindir þjóðarinnar í nafni hagræð- ingar? Þann 12. maí næstkomandi höfum við Íslendingar val- ið. Sá farvegur í átt að óréttlæti, sem við Íslendingar er- um komnir í, er ekki orðinn að einstefnu. Við getum enn lagað áttavitann áður en skipið siglir í strand og engu verður breytt. Látum réttlætið ekki bíða lægri hlut í nafni hagræð- ingar. Hagræðing á kostnað réttlætis Eftir Viðar Guðjohnsen: Höfundur er lyfjafræðinemi og í forsvari fyrir Ungliðahreyfingu Frjálslynda flokksins DAG eftir dag, viku eftir viku, mánuð eftir mánuð og nú í heil fjögur ár höfum við þurft að lifa við það að fá beint í æð stanslausar sorgarfréttir frá Írak. Árið 2003, nánar tiltekið aðfaranótt 20. mars það ár, réðst Bandaríkja- og Bretlandsher inn í Írak með stuðningi 49 annarra þjóða, sem kölluðu sig „Bandalag viljugra þjóða“. Ein af þeim þjóðum var, og er Ísland. Síðan þá hafa átök staðið yfir án hléa. Morð á saklausum borgurum, mannréttindabrot og eyðilegging samfélagsins – allt í okkar nafni. Er ekkert óeðlilegt við það að ólögleg ákvörðun tveggja manna sem var tekin án samráðs við Alþingi og utanríkismálanefnd, standi óhreyfð enn þann dag í dag? Hvað er það sem hindrar íslensk stjórnvöld í því að taka okkur af lista hinna viljugu þjóða? Fulltrúar frá öllum flokkum, meira að segja samstarfsmenn Dav- íðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar til margra ára, hafa lýst því yfir að ákvörðunartaka í þessu máli hafi verið röng og að innrásin í Írak verið á röngum forsendum. Er það einungis dugleysi sitjandi rík- isstjórnar sem slær því á frest að við séum tekin af list- anum? Hvernig ríkisstjórn viljum við hafa í landi sem á að vera byggt á öryggi, lýðræði, friði og jafnrétti? Viljum við ríkisstjórn sem er eins konar hundur í bandi, dreg- inn áfram af Bush, Cheney og félögum eða viljum við ríkisstjórn með sjálfstæða utanríkisstefnu, óháða Bandaríkjastjórn? Svari hver fyrir sig en eitt er víst. Ég vil vera íbúi í ríki sem gerir allt sem í sínu valdi stendur til að ná fram friði í heiminum. Ríkisstjórn síðustu 12 ára hefur nánast ekkert gert. Tökum sem dæmi ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs þar sem Ísraelsher brýtur á mann- réttindum Palestínumanna dag hvern, meðal annars með byggingu aðskilnaðarmúrs sem að stangast á við öll alþjóðalög. Hvað hafa Sjálfstæðisflokkur og Fram- sóknarflokkur sagt eða gert í því máli? Ekkert. Það skiptir máli hver stjórnar landinu okkar. Þó að við séum lítil eyja á miðju Atlantshafi höfum við samt margt að segja um gang mála í heiminum og getum breytt ótrúlega miklu ef viljinn er fyrir hendi. Hinn 12. maí verður gengið til alþingiskosninga. Áður en þú merkir við reit á kjörseðlinum hugsaðu þá um framtíð- ina. Hvað vilt þú? Samfélag þar sem fólk styður við bakið á hvort öðru eða samfélag þar sem hinir hæfustu lifa af og enginn lætur sig varða að aðrir séu beittir misrétti? Hugsaðu þig vel um! Hver vilt þú að stjórni landinu þínu? Eftir Guðfinn Sveinsson: Höfundur er varaformaður Ungra jafnaðarmanna í Reykja- vík, ungliðahreyfingar Samfylkingarinnar. UM er að ræða mann sem hefur margt gott til mál- anna lagt. Bráðgáfaður Norðlendingur með sterkar skoðanir, en síbreytilegar. Maðurinn sem um ræðir hef- ur setið lengi á hinu háa Alþingi og m.a. í ríkisstjórn landsins. Hann ber ávallt hag þjóðarinnar fyrir brjósti. Hann þykir eflaust soldið krútt og fyndinn en þó einnig pínulítið reiður og pirraður yfir velgengni andstæðinga sinna. Þessi pirringur og reiði stafar eflaust af því að velgengnin er fólgin í málum sem hann var almennt á móti. Ég vil þó meina að þessi einstaklingur sé mjög lífsglaður og stundum, þrátt fyrir pirringinn, nokkuð skemmtilegur. Eitt í dag og annað á morgun Til þess að ráða þessa gátu þarf ég að vitna í manninn. Þessi aðili lýsti því yfir 15. október 1990, í umræðum um byggingu og rekstur álvers, þá í embætti landbún- aðarráðherra, að hann væri sammála stefnu flokks síns að útiloka ekki uppbyggingu orkufrekrar stóriðju sem valkost í atvinnumálum. Hann tók svo sterkt til orða að hann útilokaði það að „sjálfsögðu“ ekki. Vissulega setti hann skýr skilyrði fyrir því að stóriðja risi en honum virðist hafa verið það hjartfólgnast að ríkið stæði fyrir þeim rekstri. Þessi maður lagði einnig ríka áherslu á umhverfismál í því formi að stóriðja skyldi búin mjög öflugum mengunarvörnum líkt og gert er í dag. Í sömu ræðu sagði þessi maður réttilega og ég vitna í hann orðrétt. „…tel ég reyndar að við getum með stolti sýnt fram á að með því að slík álframleiðsla færi fram á Ís- landi og orkan væri raforka en ekki kol eða olía og að hér væru ýtrustu hreinsunartæki notuð drifin með raf- orku, þá væri hér um það bil eins lítil mengun við ál- framleiðslu og hægt væri að hugsa sér yfirleitt í heim- inum. Og þá er það að sjálfsögðu jákvæð niðurstaða í stærra samhengi séð að þetta sé gert hér en t.d. ekki annars staðar þar sem orkugjafarnir væru kol eða ol- ía.“ Þess skal getið að þessi maður situr ekki lengur í rík- isstjórn og afstaða hans er ekki sú sama í dag – og þó. Eins og fram hefur komið á Alþingi undanfarið þá studdi þessi maður virkjanir í neðri Þjórsá og lýsti því yfir á Alþingi 22. nóvember 2005. Forsendur í báðum þessum dæmum sem ég hef tekið fram hafa ekkert breyst en afstaða mannsins hefur aftur á móti gert það. Hvers vegna veit enginn. Sennilegasta skýringin er sú að það henti honum vel út frá þeirri umræðu sem á sér stað í dag, en hver afstaðan er á morgun er önnur ráð- gáta. Þessi maður hefur oftar stuðst við virkjanamögu- leika en ég nefni dæmi um en af málatilbúnaði hans í dag mætti ætla að hann hefði ávallt útilokað slíkt sök- um umhverfisins en svo er ekki. Þessi maður er að sjálfsögðu Steingrímur J. Sigfús- son, sem margoft hefur talað um skattahækkanir en í dag heita þær skattatilfærslur. Ég vona að það sé ekki svona auðvelt að blekkja mannsbarnið og hvet þá sem ekki þekkja til að kynna sér stjórnmálasögu Stein- gríms. Forsjárhyggja Það er svo sannarlega margt athyglisvert sem Stein- grímur hefur látið út úr sér, t.a.m. í umræðunum um að leyfa bjórinn. Þar taldi Steingrímur það draga úr kosn- ingaþátttöku ef við leyfðum fólkinu að sötra bjór! Hann hefur væntanlega talið að landsmenn myndu sitja á knæpunni allan daginn og missa af kosningunum. Hann hafði svo miklar áhyggjur af drykkju landsmanna að hann taldi að ríkið ætti að vatnsblanda brennda drykki þannig að styrkleikinn myndi einungis mælast 30% svo að landsmenn yrði ekki eins fullir. Niðurstaðan, eins og Steingrímur lýsti henni sjálfur, „er sú að ef þetta [vatnsblandan] er selt á sama verði dregur stórlega úr áfengisneyslunni vegna þess að menn halda sig áfram við þessa einingu, flösku.“ Ég hóf greinina á því að spyrja: Hver er maðurinn? Svarið er: Steingrímur J. Sigfússon. Við þekkjum manninn en vitum við fyrir hvað hann stendur? Hver er maðurinn? Eftir Ragnar Sigurðsson Höfundur er formaður Varðar, félag ungra sjálfstæðismanna á Akureyri. Það er alltaf ánægjulegt þegar íbúar sýna málefnum sveitarfé- lagsins áhuga. Á und- anförnum árum hefur Sverrir Leósson verið duglegur við að benda á það sem betur mætti fara í mál- efnum aldraðra á Ak- ureyri. Nú síðast birt- ist grein eftir hann í Morgunblaðinu sunnudaginn 18. mars sl. þar sem hann reif- ar stöðu mála frá sínu sjónarhorni. Af því tilefni og til upplýs- ingar fyrir alla íbúa Akureyrar er rétt að fara nokkrum orðum um þennan málaflokk og stöðu hans í dag. Fjöldi aldraðra Aldraðir á Akureyri eru rétt innan við 11% af íbúafjölda sem er nálægt landsmeð- altali. Miðað við sam- setningu íbúa Akureyrar fjölgar lít- ið hlutfallslega í þessum aldurshópi fyrr en eftir 2016. Það er því enn nægur tími til að búa sig undir þá fjölgun og að því er unnið. Biðlisti eftir hjúkrunarrýmum fyrir aldraða Frá 1990–2000 var frekar stuttur biðtími eftir hjúkrunarrýmum á Akureyri en þá fjölgaði mikið á biðlistanum á skömmum tíma. Ak- ureyrarbær brást við þessari óvið- unandi stöðu með því að leita sam- þykkis heilbrigðisráðuneytisins fyrir því að mega fjölga hjúkr- unarrýmum um 15 og innrétta þau rými til bráðabirgða í gamla hús- næðinu í Skjaldarvík. Lagði Ak- ureyrarbær 30–40 m.kr. í þær framkvæmdir og hefur enn ekki fengið neitt af þeim kostnaði end- urgreitt frá ríkinu. Staðan á biðlist- anum lagaðist mikið við þetta und- anfarið eitt og hálft ár og er viðunandi um þessar mundir. Þeg- ar viðbyggingin við Hlíð með 60 hjúkrunarrýmum var tekin í notk- un í nóv. sl. var hætt að nota hjúkrunarrýmin í Skjaldarvík, vegna þess að ekki var lengur þörf fyrir þau, staðsetningin að mörgu leyti óhentug og þau dýrari í rekstri en rýmin á Hlíð. Hins veg- ar stendur húsnæðið tilbúið og því er með litlum fyrirvara hægt að taka það aftur í notkun ef þörf krefur. Ekki eru mörg sveitarfélög sem geta státað af þeirri stöðu að hafa tilbúin hjúkrunarrými á lager. Húsnæðismál Akureyrarbær rekur um 195 hjúkrunar- og dvalarrými á þremur stöðum. Húsnæði Öldrunarheimila Akureyrar er með öllu móti – bæði gamalt og nýlegt, hentugt og óhentugt. Hluti af því er leigu- húsnæði, þ.e. Kjarnalundur, en samkvæmt leigusamningi getur Akureyrarbær framlengt þann samning svo ekki þarf að óttast að íbúarnir þar verði á götunni ein- hvern daginn. Með tilkomu við- byggingarinnar við Hlíð má segja að um helmingur íbúa öldr- unarheimilanna búi í góðu eða vel viðunandi húsnæði en helmingur íbúanna býr við þær aðstæður að persónulegt rými er ófullnægjandi. Her- bergin of lítil og ekki snyrtingar inni á her- bergi. Á FSA eru 20– 25 hjúkrunarrými og er persónulegt rými þar algerlega ófull- nægjandi. FSA hefur hins vegar markað sér þá stefnu að leggja þau rými niður ekki síðar en 2009–2010. Akureyrarbær ætlast til að byggt verði nýtt húsnæði fyrir þessa einstaklinga. Það er því þörf á að bæta húsnæðisaðstæður vel yfir 100 einstaklinga í hjúkrunar- og dval- arrýmum á Akureyri. Oft gleymist að ríkið ber samkvæmt lögum alla ábyrgð á rekstri stofnanaþjón- ustu aldraðra. Ólíkt flestum sveit- arfélögum annast Akureyrarbær hins vegar rekstur nær allrar stofnanaþjónustu við aldraða sam- kvæmt samningi við heilbrigð- isráðuneytið og af þeim sökum telja mjög margir að Akureyr- arbær beri einn alla ábyrgð á stöðu mála á hverjum tíma. Sveit- arfélögin eiga samkvæmt lögum að leggja fram 15% stofnkostnaðar en ríkið 85% vegna byggingar hjúkr- unarrýma. Það er því augljóst að hraðinn í endurbótum á þessu hús- næði ræðst af vilja og forgangs- röðun ríkisvaldsins. Akureyrarbær hefur í mörg ár kynnt ráðuneytinu skýrslu eftir skýrslu um stöðu mála, óskir um frekari endurnýjun eldra húsnæðis og framtíðarsýn þannig að á upplýsingagjöf og stefnumótun til ráðuneytisins hefur ekki skort. Engin svör fást nú frá ráðuneytinu. Gróflega má áætla að það kosti nálægt 1,5–2 milljörðum króna að bæta húsnæðislegar að- stæður íbúa öldrunarheimilanna og öldrunardeildar FSA í takt við kröfur og þarfir nútímans. Af þeirri fjárhæð á ríkið að leggja fram 85% en sveitarfélagið 15% eins og áður sagði. Akureyrarbær hefur alltaf sagt að ekki standi á því að bæjarfélagið leggi fram sinn hluta ef ríkið komi fram með sitt. Akureyrarbær hefur rætt þann möguleika að flýtifjármagna bygg- ingarframkvæmdirnar ef endur- greiðslur væru tryggðar en því hef- ur ekki enn verið tekið. Samantekt Biðtími eftir hjúkrunarrýmum á Akureyri er stuttur. Endurbætur í húsnæðismálum öldrunarheim- ilanna eru hins vegar brýnar. Eins og fram kom hér á undan hefur ekki skort áætlanagerð eða vilja bæjaryfirvalda til að hraða málum eins og Sverrir virðist halda. Heil- brigðisráðuneytið hefur hins vegar ekki verið tilbúið til þess að gefa neinar yfirlýsingar um það hvort eða hvenær það er tilbúið til þess að halda áfram endurbótum á öldr- unarheimilum bæjarins. Til að breyta þessari stöðu þarf að flytja ábyrgðina á rekstri og uppbygg- ingu öldrunarstofnana alfarið til sveitarfélaganna sem allra fyrst. Sveitarfélögin í landinu eru tilbúin til þess að taka við þessu verkefni eins og ágætlega kom fram í um- ræðum og ályktunum á nýafstöðnu landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga. Öldrunarmál á Akureyri Sigrún Stefánsdóttir skrifar um málefni aldraðra á Akureyri Sigrún Stefánsdóttir » Oft gleymistað ríkið ber samkvæmt lög- um alla ábyrgð á rekstri stofn- anaþjónustu aldraðra. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylk- ingarinnar á Akureyri. Skólavörðustíg 21, Reykjavík sími 551 4050 Glæsileg brúðarrúmföt í úrvali

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.