Morgunblaðið - 05.04.2007, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 05.04.2007, Qupperneq 44
44 FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Halldóra Jóns-dóttir fæddist á Ólafsfirði 17. ágúst 1924. Hún andaðist á Sjúkrahúsi Vest- mannaeyja 28. mars síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Margrét Sigurð- ardóttir og Jón Friðrik Bergsson. Þau eignuðust tíu börn og eru þau öll látin. Halldóra giftist árið 1950 Halldóri Jóni Jónssyni, d. 26. september 1999. Þau eignuðust þrjár dætur, þær eru: Margrét Jóna, gift Þor- bergi Ólafssyni, þau eiga þrjá syni og fjögur barna- börn, Ólöf Þórey, gift Einari Sigurðs- syni, þau eiga þrjú börn og þrjú barna- börn, og Eyja Þor- steina, gift Finn- boga Halldórssyni, þau eiga þrjú börn og sex barnabörn. Halldóra fluttist frá Ólafsfirði til Vestmannaeyja árið 1947 og bjó í Vest- mannaeyjum allan sinn búskap. Útför Halldóru verður gerð frá Landakirkju í Vestmannaeyjum laugardaginn 7. apríl og hefst at- höfnin klukkan 14. Mig langar að minnast hennar Höllu, ömmu minnar, í nokkrum orð- um nú þegar hún er fallin frá. Um 10 ára aldurinn fóru sumir skólabræður mínir í sveit en ég naut þeirra forréttinda að fá að fara til Vestmannaeyja part úr sumir til ömmu, afa og Bergs frænda. Þar átti ég ógleymanlega tíma þar sem ég hafði nóg að gera alla daga, æfði fótbolta með Tý, fór að veiða, og eyddi mörgum dögum sem sérlegur aðstoðarmaður afa í sundlauginni þar sem vinnudagurinn endaði ávallt með bryggjurúnti áður en við mætt- um heim til ömmu í heimsins besta te og ristað brauð og kannski kíktum í nammiboxið sem amma geymdi uppi í skáp. Eina skemmtilega sögu man ég sem gerðist þegar amma var í Reykjavík og kom að heimsækja okkur Mögnu í Grafarvoginn og þurfti til þess að ganga upp á 3. hæð. Þegar hún var komin upp spurði ég hana hvort hún væri ekki þreytt eftir gönguna svaraði hún 80 ára gömul „þetta var ekkert mál,“ og brosti. Svona minnist ég ömmu, blíðrar og góðrar og með lúmskan húmor. Amma var síðastliðin jól og ára- mót um mánaðarskeið hér í Reykja- vík og hittumst við þá oft og vorum saman yfir hátíðarnar, nú er maður þakklátur fyrir þann tíma. Sérstak- lega minnist ég sl. nýársdagsmorg- uns þegar við sátum saman í stofunni í Stekkjarselinu, ég og amma ásamt börnum mínum Margréti og Arnari og spjölluðum um alla heima og geima og ég myndaði ykkur í bak og fyrir, ógleymanleg stund. Ég kveð þig núna, elsku amma mín, minningin um þig mun lifa með okkur um ókomna tíma. Takk fyrir allt. Elmar Þorbergsson. Elsku Halla mín. Þú varst alltaf jafn glæsileg kona, þú varst frábær og góð frænka. Ég er mjög þakklát fyrir það að hafa átt þig sem frænku, gæti ekki hugsað mér betri frænku en þig. Mig langar svo að þakka þér fyrir að hafa alltaf tekið svona vel á móti mér og við fjölskylduna mína. Ég man eftir því þegar ég var lítil stelpa að það var svo gaman að heim- sækja þig. Á svo margar góðar minn- ingar um þig, þær minningar munu alltaf verða til og ég mun varðveita þær. Ég man alltaf eftir því þegar ég fór með Hólmfríði ömmu að heim- sækja ykkur. Amma bað mig um að halda á blómunum í flugvélinni. Mér fannst svo asnalegt að þurfa að fara með blómin í flugvélina. Skildi ekki alveg út af hverju við keyptum bara ekki blómin þar sem þú áttir heima. Ég var svo lítil að ég vissi ekki betur, að það var engin blómabúð þar sem þú bjóst. Það er líka ein minning sem er erfitt að gleyma. Það var þegar ég var hjá ykkur og gisti þar uppi í her- bergi. Þá vaknaði ég um miðja nótt og ég var dreginn að glugganum til þess að sýna mér eldgosið. Mér fannst þetta mjög fallegt en síðan áttaði ég mig á því hvað þetta var. Þá var allt í einu komið eldgos og við þurftum öll að flýja. Það var mjög sárt að sjá ykkur missa húsið og allt eyðilagt. Það var svo gaman að sjá hvað þið voru dugleg að byggja allt upp á nýtt. Það hefur örugglega ver- ið mjög erfitt að missa allt, bæði sorg og gleði. Hvíldu í friði. Ég sakna þín og hugsa oft til þín. Ég votta ykkur öllum samúð mína. Kveðja, frænka. Jóna Pálsdóttir. Halldóra Jónsdóttir ✝ Steinunn Sess-elja Steinþórs- dótti fæddist 29. mars 1921. Hún andaðist 25. mars síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Steinþór Pálsson, f. 1882, d. 1937, og Sveinbjörg Péturs- dóttir, frá Helgu- gerði á Húsavík, f. 1895, d. 1963. Al- systkini Steinunnar eru Þórhallur, f. á Hermundarfelli í Þistilfirði 1914, d. 1986, og Frið- björg, f. í Flögu í Þistilfirði 1917. Sammæðra eru Lilja Kristjáns- dóttir, f. á Hermundarfelli í Þist- ilfirði 1929, Fjóla Kristjánsdóttir, f. á Þórshöfn 1931, d. 1975, og Pálmi Kristjánsson, f. í Hvammi í Þistilfirði 1933, d. 1997. Steinunn ólst upp á Hermundarfelli í Þist- ilfirði hjá móður sinni til 8 ára aldurs. Þá flutti hún að Hóli við Raufarhöfn og dvaldi þar hjá föð- ur sínum í 2 ár. Þá flutti hún aftur að Hermundarfelli. Eiginmaður Steinunnar var Leó Jósepsson, f. í Fjallalækjaseli í Þistilfirði 1913, d. 2000. Á fyrsta ári flutti hann með foreldrum sínum að Kúðá í sömu sveit og ólst þar upp. Í raun ólust þau upp sem leiksystkin, því stutt er á milli þess- ara bæja í Þistilfirði og hófust því kynni þeirra á unga aldri. Þau hófu búskap á Ytra-Álandi í Þist- ilfirði 1937. Þau voru gefin saman á Skeggjastöðum í Bakkafirði 1939. Vorið 1941 fluttu þau búferlum að Kúðá. Árið 1946 fluttu þau í Hagaland. 1949 fluttu þau enn og nú í Svalbarðssel. Árið 1966 hættu þau hjón búskap og fluttu til Þórshafnar. Börn Steinunnar og Leós eru Dóra Björk, f. 1938, Ólína Ingi- björg, f. 1940, Jósep, f. 1944, Friðbergur Þór, f. 1946, Svandís, f. 1948, Lára, f. 1951, Björg, f. 1954, Hrönn, f. 1955, Steinunn, f. 1958 og Fjóla, f. 1959, d. 2005. Útför Steinunnar var gerð frá Þórshafnarkirkju 31. mars. Jarð- sett var á Svalbarði. Elsku amma, það voru sorglegar fréttir sem ég fékk af þér á sunnu- dagsmorgun, ekki trúði ég því að þú yrðir tekin frá okkur svona fljótt. Þegar ég hitti þig síðast, sem var 30. desember síðastliðinn, varstu hress, sagðir að þér liði vel og hefðir ekki yfir neinu að kvarta. Mikið er ég fegin að ég loksins kom að heimsækja þig, ég kom alltof sjaldan og ekki var nú löng leiðin á milli okkar. Ég á margar góðar minningar frá því að ég var lítil stelpa og kom í heimsókn til þín og afa. Oftast lá afi í sófanum að lesa ástarsögur eða reykja pípu, ef hann var þá ekki að prjóna sokka eða vettlinga. Þú sast oft í stólnum á móti afa með handa- vinnuna þína ef þú varst þá ekki í eldhúsinu að steikja kleinur eða baka pönnukökur, þú bjóst til bestu kleinurnar. Partur af undirbúningi jólanna var að koma til ykkar og bretta upp á laufabrauð. Þá vorum við barnabörnin oft í keppni um hver gæti skorið nafnið hans afa best út í laufabrauðsköku og afi hafði gaman af. Ég veit að nú ert þú komin til afa og Fjólu og ert á góð- um stað. Ég sagði við Áslaugu Dóru að nú væri Steina amma hjá guði og englunum hans, hún taldi að vind- urinn hefði farið með þig þangað. En nú var þinn tími kominn, ég mun hugga mig við góðar minn- ingar um ykkur og kveð þig nú, Hrafnhildur F. Ævarsdóttir. Steinunn S. Steinþórsdóttir ✝ Hafsteinn MárSigurðsson fæddist í Reykjavík 18. maí 1940. Hann lést á Heilbrigð- isstofnun Vest- mannaeyja föstu- daginn 30. mars síðastliðinn. Kjör- foreldrar hans voru Þórey Sigurð- ardóttir, f. 1. des- ember 1909, d. 16. maí 1968, og Sig- urður Hafsteinn Hreinsson, f. 26. júlí 1913, d. 24. febrúar 1975. Eiginkona Hafsteins Más er Ásta Aðalheiður Sigurbjörns- dóttir, f. 5.1. 1940. Þau eiga þrjú börn, þau eru: a) Sigurður Þór, f. 30.10. 1963, kvæntur Auði Karls- lengst af í Vestmannaeyjum. Fyrst í Bergholti, síðan í Höfða og byggðu sér hús á Höfðavegi, síð- ustu árin bjuggju þau í Folda- hrauni. Lífsstarf Hafsteins Más frá 13 ára aldri var sjómennska, ýmist á bátum eða togurum. Báts- maður varð hann 18 ára gamall á síðutogurum. Hafsteinn eignaðist bátinn Jökul 1967 ásamt Ólafi Guðmundssyni en síðar keypti Eiður Marinósson hlut Ólafs og 1978 eignaðist Hafsteinn Jökul einn og gerði út til ársins 1991. Eftir það gerði hann út smábát í 2 ár. Hafsteinn vann síðustu árin á grafskipinu Vestmannaey eða þar til hann þurfti að láta af störfum vegna heilsubrests. Útför Hafsteins Más verður gerð frá Landakirkju í Vest- mannaeyjum laugardaginn 7. apr- íl og hefst athöfnin klukkan 10.30. dóttur, f. 4.1. 1963, þau eiga tvær dætur. Fyrir átti Sigurður tvær dætur. b) Sæ- dís, f. 11.9. 1965, í sambúð með Vilberg Kristni Kjartanssyni, f. 18.10. 1973, þau eiga tvö börn. Fyrir á Sædís fjögur börn. c) Einar Oddberg, f. 4.10. 1967, kvæntur Rut Hlíðdal Júl- íusdóttur, f. 15.11. 1965, þau eiga tvo syni. Fyrir átti Ásta eina dóttur, Unni Dagmar Kristjánsdóttur, f. 12.5. 1959. Hafsteinn Már og Ásta ólu upp dóttur Sædísar, Hafdísi Ósk Ólafsdóttur 25.7. 1983, frá 7 ára aldri. Ásta og Hafsteinn bjuggju Mig langar minnast Hafsteins mágs míns með örfáum orðum. Þar sem þau bjuggu í Vestmanna- eyjum, Hafsteinn og Ásta systir, var ekki mikill samgangur á milli okkar, en árið 1970 bjó ég hjá þeim í 2–3 mánuði, þannig að ég kynntist þeim aðeins betur. Hafsteinn var rólegur að eðlisfari og ég held algjör andstæða systur minnar svo þau hafa sennilega vegið hvort annað upp. Þau áttu hundinn Seppa og ég man þegar ég var í heimsókn hjá þeim einhvern tímann, þá eftir kvöldmat, settist Hafsteinn í stólinn sinn og hundurinn við hliðina á hon- um eins og ævinlega. Ásta færði Haf- steini kaffi og hundinum líka – það mátti ekki gera upp á milli þeirra. Ef ég hringdi til að spyrja frétta og Hafsteinn svaraði, og ég spurði hvað hann væri að gera, var svarið oftast „Ég er svo latur, ég nenni ekki neinu“, en rólegheitin kallaði hann „leti“. En hann var fljótur að hlaupa til þegar einhvern vantaði hjálp eða að- stoð. Þá var nú ekki „letinni“ fyrir að fara. Hafsteinn hafði mikið gaman af tónlist og í veikindum hans fyrra sendi Már, maðurinn minn, honum blúsplötur sem hann bað um og gladdist hann mjög yfir því. Alltaf var stutt í gamanið hjá hon- um, „Á ég að syngja fyrir þig?“ kom oft hjá honum í lok símtala en stund- um hafði ég ekki tíma til að hlusta á hann, því miður. Ég er viss um að hann er núna að syngja fyrir alla ættingjana sem horfnir eru yfir móðuna miklu en þetta eru skemmtilegar minningar sem ég á um hann. Elsku Ásta systir, Siggi Þór, Sæ- dís, Beggi og Hafdís, ég veit að þetta eru erfiðir tímar en söknuðurinn dvínar smátt og smátt en hverfur þó aldrei. Ég sendi ykkur mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Fríða Einars. Kæri vinur! Á kveðjustund viljum við þakka þér órofa vináttu í áratugi. Við biðj- um Guð að styrkja Ástu, börnin þín og ástvini alla. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Vald. Briem.) Þó í okkar feðrafold falli allt sem lifir, enginn getur mokað mold minningarnar yfir. (Höf. ók.) Kristín og Gísli. Hafsteinn Már Sigurðsson ✝ Hjartans þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför okkar ástkæra EIRÍKS M. ÞÓRÐARSONAR, Fjarðarstræti 2, Ísafirði. Sá mikli samhugur og öll sú aðstoð sem okkur hefur verið veitt verður seint fullþökkuð. Guð blessi ykkur öll. Pálína Þórarinsdóttir og fjölskylda. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðarför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, FJÓLU JÓNSDÓTTUR frá Víganesi. Sérstakar þakkir fær hjúkrunar- og starfsfólk Skógarbæjar fyrir góða og kærleiksríka umönnun. Guðbjörg Eiríksdóttir, Lýður Hallbertsson, Jensína Guðrún Eiríksdóttir, Sæunn Eiríksdóttir, Jón Eiríksson, Guðrún Sigvaldadóttir, Guðný Eiríksdóttir, Þorsteinn Ólafsson, Sigrún Eiríksdóttir, Haraldur Tryggvason, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, FRIÐRIKU JÓHANNESDÓTTUR, Háteigsvegi 28, Reykjavík. Þorkell Guðbrandsson, Magna Fríður Birnir, Friðrik Kristján Guðbrandsson, Sóley Sesselja Bender, barnabörn og barnabarnabörn. Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upp- lýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.