Morgunblaðið - 05.04.2007, Page 45

Morgunblaðið - 05.04.2007, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2007 45 ✝ Jón MagnúsSteingrímsson fæddist í Reykjavík 10. júlí 1940. Hann lést á heimili sínu 13. mars síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Margrét Hjartardóttir hús- móðir, f. á Skarði í Skarðshreppi í Dalasýslu 28. júlí 1913 og Stein- grímur Jón Guð- jónsson umsjón- armaður Landspítalans, f. á Litlu-Brekku í A-Barðastrandasýslu 30. nóv- ember 1906, d. 25. júlí 1977. Bræður Jóns eru þeir Helgi Hólmsteinn, f. 1944, Þorsteinn, f. 1947 og Guðjón, f. 1949. Með fyrri eiginkonu sinni, Ellu G. Nielsen, átti Jón fimm börn. Þau eru: 1) Súsanna Mary, f. 1961, gift Sigurði Sæmunds- syni, þau eiga saman tvö börn. 2) Eva Margrét, f. 1962. Fyrri eiginmaður hennar var Sig- mundur Elíasson en hann lést af slysförum og áttu þau saman þrjú börn. Seinni maki hennar er Áki Sigurðsson og eiga þau Rósda er gift Árna Geir Jóns- syni og eiga þau saman þrjá syni. Jón bjó alla sína bernsku á Bárugötu 6. Þegar hann var í barnaskóla gekk hann í gamla Stýrimannaskólann við Öldugötu en þaðan lá leið hans í Gaggó Vest. Eftir gagnfræðipróf settist hann á skólabekk í Iðnskóla Reykjavíkur og lærði pípulagnir hjá Sighvati Einarssyni pípu- lagningameistara. Jón varð meistari í sinni iðn og starfaði sjálfstætt um tíma en réði sig síðan til Landsspítalans og vann þar alla tíð sem pípulagn- ingameistari spítalans eða þar til hann varð að hætta störfum vegna veikinda sinna. Jón og Guðrún hófu búskap í Álfheimum 38 en árið 1977, þeg- ar faðir Jóns lést af slysförum á Breiðafirði, fluttu þau heimili sitt á bernskuheimili Jóns, að Bárugötu 6. Árið 1979 byggðu þau sitt eigið hús að Skagaseli 2 þar sem hann bjó allt til dauða- dags. Útför Jóns var gerð frá Hall- grímskirkju 21. mars, í kyrrþey að ósk hins látna. saman þrjú börn og er eitt þeirra látið. 3) Jan Steen, f. 1963. Hann á tvö börn með fyrri sam- býliskonu sinni El- ínu Ingvadóttur. 4) Reynir Harald, f. 1967. Hann á þrjú börn með fyrri sam- býliskonu sinni Guð- rúnu Haraldsdóttur en tvö börn með nú- verandi eiginkonu sinni Kolbrúnu Gísladóttur. Einnig á hann fósturson sem Kolbrún átti áður. 5) Jón Steingrímur. Eiginkona Jóns er Guðrún Hugborg Marinósdóttir snyrti- sérfræðingur, f. 27. september 1953. Börn þeirra eru: 1) Ása Gróa, f. 1977. Hún á tvö börn með fyrri eiginmanni sínum, Pétri Þórðarsyni og eina stúlku með núverandi maka sínum, Ár- manni Þór Guðmundssyni. 2) Fjóla, f. 1979, lést skömmu eftir fæðingu. 3) Þórir, f. 1982. Fóst- urdóttir Jóns er Rósa Jón- asdóttir, f. 1971, dóttir Guð- rúnar og Carls Jónasar Johansen matreiðslumeistara. Elsku pabbi minn. Hvað á ég að gera án þín? Nú ertu farinn frá mér og lífið verður aldrei eins. Þú varst ekki bara pabbi minn, þú varst minn besti vinur líka. Við gerðum svo margt skemmtilegt saman, fórum í Purkey alltaf þegar við gátum, fórum til út- landa og sýsluðum margt skemmti- legt. Ég minnist síðustu ferðar okk- ar í Purkey, það var svo gaman hjá okkur, þótt þú hafir verið orðinn frekar veikburða hélstu höfði allan tímann og tókst dansinn með mér, það var okkar síðasti dans. Ég mun alltaf líta á Purkey sem okkar uppáhalds og kærasta stað. Þegar ég kem heim í Skagaselið núna, þegar þú ert farinn, veit ég ekki alveg hvað ég á að gera, það er allt svo tómt. Það var alltaf hægt að leita til þín og fá góð ráð, alveg sama hvað það var, þú settist bara niður og ræddir málin eins rólegur og þú varst. Ég sakna þín mikið og ég veit að þú vakir yfir mér og passar mig og mína. Ég elska þig af öllu mínu hjarta elsku pabbi, við sjáumst síðar, það er ég viss um. Þín dóttir Ása Gróa. Elsku pabbi. Ég man það eins og það hefði gerst í gær þegar ég var bara smá- polli og við vorum alltaf saman. Þá man ég sérstaklega eftir þeirri ferð þegar við vorum búnir að vera viku í Purkey og vorum á leiðinni heim, komnir alla leiðina á Kjalarnes þeg- ar við ákváðum að snúa við og fara bara aftur í Purkey og hafa það næs. Ég man það svo vel þegar við vorum að ferðast í pickupnum og ég stóð í miðjunni, hélt í mælaborðið og vísaði veginn. Þessar minningar mun ég alltaf bera með mér. Ég lofaði þér að passa allt og alla og þá sérstaklega mömmu og það mun ég standa við. Ég sakna þín rosalega mikið og veit hreinlega ekki hvern- ig ég á að gera nokkurn skapaðan hlut án þín, því þú kunnir allt og vissir svo mikið um alla hluti, þú gast aldrei verið öðruvísi en að dunda við eitthvað. Ég veit þú ert á góðum stað núna og líður betur eftir öll veikindin sem þú ert búinn að ganga í gegn- um. Ég elskaði þig alltaf og mun alltaf gera, ég geymi þig í hjarta mínu. Þinn sonur Þórir. Ég var fjögurra ára þegar þú og mamma kynntust og stofnuðuð heimili. Þú varst mjög blíður og ró- legur og þannig gerður að útilokað var aðnnað en að þykja vænt um þig. Við gátum oft hlegið og skemmt okkur saman og ekki þótti mér leið- inlegt þegar ég fékk að leika mér að kjúklingnum þínum en það var barkakýlið á þér. Já, við gátum endalaust hlegið að þessari vitleysu. Margar minningar á ég frá Land- spítalanum, þú tókst mig gjarnan með í vinnunna þegar ekki var skóli hjá mér eða um helgar þegar þú þurftir að skreppa á spítalann eins og þú orðaðir það. Ég var farin að þekkja alla króka og kima í húsinu og allar þær krókaleiðir sem sjúk- lingar og gestir notuðu ekki. Rosa- lega man ég vel eftir verkstæðinu þínu og háaloftinu í gömlu bygging- unni, þangað var gaman að koma. Það var gott að eiga eins góðan fósturpabba og þú varst og aldrei skeyttir þú skapi þínu á mér. Ég leitaði alltaf til þín ef eitthvað bját- aði á eða ef mig vantaði eitthvað eins og t.d. pening fyrir strætó, nammi eða jafnvel bensíni á bílinn þegar ég var orðin sautján. Manstu, mér þótti mamma alltaf svo pirruð eða sagði alltaf nei við öllu þannig að ég kom bara fyrst til þín. Þessu höfum við öll þrjú hlegið mikið að síðustu árin. Bláa bjallan var aðalkagginn í Skagaselinu, fyrir utan brúna pikk- uppinn sem stendur enn inni í bíl- skúr. Fljótlega þegar ég fékk bíl- prófið þá ákváðuð þið mamma að ég mætti eiga gripinn. Þetta var svakakerra sem þú hafðir lagt mikla vinnu í að hækka upp, gera upp og sprauta. Það var mikið brasað með bjölluna, manstu. Við þurftum stundum að stinga honum í samband því að rafgeym- irinn var orðinn svo lélegur en samt sem áður ferðaðist ég á honum um landið þvert og endilangt. Purkey var annað heimili okkar þegar ég var lítil og þangað fórum við oft og iðulega. Þaðan á ég margar góðar, skemmtilegar, sárar og erfiðar minningar. Já, það var eins og það hefði gerst í gær. Ég var sex ára þegar slysið varð, þú og afi Stein- grímur félluð útbyrðis úr gráa gúmmaranum. Afi drukknaði og fannst ekki fyrr en þremur sólar- hringum síðar en þú náðir með naumindum í land. Þetta var hræði- leg stund sem ég mun aldrei gleyma. Síðastliðin þrjú ár hafa verið erf- ið. Þú greindist með krabbamein, en of seint til að eitthvað væri hægt að gera. Þú varst nú ótrúlega sterk- ur þar til fyrir ári síðan, þá fékkst þú blóðtappa í vinstri fótinn. Frá þeim tíma hrakaði þér dag frá degi. Ég var með þér heima í Skaga- selinu síðustu dagana þar sem þú barðist hetjulega við þennan illvíga sjúkdóm. Ég hélt í hönd þína á síð- ustu andartökum, lofaði þér að sjá um mömmu og allt það sem þið haf- ið byggt upp. Margs er að sakna. Margs er að minnast. Þín Rósa. Elsku afi minn, takk fyrir allt sem þú kenndir mér og hjálpaðir mér með. Manstu þegar við fórum að veiða fiska á Gula eins og þú kallaðir hann en það var guli spítt- báturinn sem þú áttir. Við veiddum heilmikið af fiskum og settum þá svo lifandi í stórt ker sem við vorum með í bátnum sem var fullt af sjó. Þegar veiðitúrnum var að ljúka rotuðum við alla fiskana og sigldum upp að Purkey þar sem bústaðurinn var. Þegar við komum í land þá röðuðum við fisk- unum á túnið og gerðum að þeim eða krufum þá eins og ég kallaði það. Þetta var geggjað gaman, að lokum elduðum við þá og átum með bestu lyst. Afi minn, ég veit að núna líður þér vel og þú passar okkur öll. Þú ert engillinn minn. Drottinn blessi þig og varðveiti þig Drottinn láti sína ásjónu lýsa yfir þig og sé þér náðugur. Drottinn upplyfti sínu augliti yfir þig og gefi þér frið. (4. Mós., 6:24–26) Kveðja, Carl Jónas. Elsku Nonni minn. Þú gekkst mér hálfpartinn í föð- urstað þegar ég kynntist henni Ásu þinni fyrir tæpum 5 árum. Við gerðum svo margt saman, skemmti- lega hluti og erfiða hluti. Það var alltaf nóg að gera, sama hvar við vorum. Í Purkey smíðuðum við og betrumbættum alla mögulega hluti, fórum í veiði og skemmtum okkur konunglega saman. Ég mun alltaf minnast þín sem lífsglaðs hress manns og sem míns traustasta og besta vinar. Ég mun sakna sam- verustunda okkar. Þinn vinur og tengdasonur Ármann Þór. Það er með miklum söknuði sem ég skrifa þessi orð til Nonna. Það eru nú orðin ein 20 ár síðan ég fór að venja komur mína í Skagaselið til að hitta Rósu. Ég fann strax að þarna var ég velkominn. Þó svo að Nonni hafi nú ekki talað af sér í gegnum tíðina fór ekkert á milli mála hvern mann hann hafði að geyma. Það var alltaf gott og gam- an að ræða við hann um hin ýmsu málefni. Hann hafði sterkar skoð- anir á málefnum dagsins, hvort sem umræðan snerist um bíla, tækni, pólitík eða trúmál, enda var hann mjög víðlesinn. Ekki var verra að leita til hans ef eitthvað þurfti að laga, því hann gat alltaf fundið lausn á vandamálunum. Bestu stundirnar átti ég með honum í Purkey. Þar var hann í essinu sínu. Það fór ekkert á milli mála að þarna vildi hann vera. Það er hreint með ólíkindum hvernig hann byggði bústaðinn upp aftur eftir brunann á þeim gamla. Nonni fór með allt efn- ið í bústaðinn á gúmmíbátnum sín- um í ótal ferðum. Þetta lýsir elju- semi hans og dugnaði vel. Ég á aldrei eftir að gleyma hetju- legri baráttu hans við krabbamein- ið. Hann var ekki þekktur fyrir það að gefast upp og sýndi það sig síð- ustu mánuði. Hans verður sárt saknað en nú tekur við betra líf með Guði. Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf. (Jóh. 3:16),# Árni Geir. Ég man: Þegar þú sagðist alltaf ætla að grilla mig þegar ég var óþekkur í gamla daga. Við hlógum mikið og sprellið varð enn meira þegar þetta kom til tals. Þegar við horfðum saman á norskar bíómyndir í Skagaselinu … ég skildi hvorki upp né niður í þess- um myndum en horfði samt á þær með þér og hafði gaman af, því það var svo gott að vera með þér. Þegar þú fórst með mér út í Pur- key að skjóta fugla með rifflunum þínum og við fórum á gúmmaranum eða Gula út á sjó að veiða þorska. Þegar við borðuðum alls kyns egg úr alls konar hreiðrum sem við fundum á eyjunni. Þegar við fórum á danska daga í Stykkishólmi, ég reyndi að fara inn á ballið þar en komst auðvitað ekki því ég var bara 10 ára. Þegar við vorum tveir einir í eld- húsinu í Purkey með heitt kakó og þú varst að kenna mér hvernig byssukúlur virkuðu og hvernig átti að keyra og gera við bíla. Þegar við vorum í bílskúrnum í Skagaselinu og vorum eitthvað að vesenast í gryfjunni. Að mig langaði alltaf að kunna jafnmikið og þú vegna þess að þú gast lagað allt og fannst alltaf ein- hverja leið til að redda þér með erf- ið verkefni þótt það tæki langan tíma. Elsku afi minn. Hvíldu í friði og ég mun alltaf sakna þess að vera í nálægð þinni. Skapa í mér hreint hjarta, ó Guð, og veit mér nýjan, stöðugan anda. (Sálm, 51:12) Þinn afastrákur, Hlynur Kristján. Mín stuttu kynni og minning um Nonna var í veikindum hans þar sem ég ásamt Calla, afastrák hans, heimsóttum hann nokkrum sinnum og gátum eitt mörgum klukku- stundum í að horfa á bíómyndir með honum inni í stofu. Það var mjög góður félagsskapur af Nonna enda gleymdum við okkur í marga klukkutíma þegar við vorum hjá honum og Gunnu. Það hefði ekki verið verra að fá meiri tíma með honum en þessar góðu og fáu stundir geymi ég í hjarta mínu. kveðja, Katrín Ósk Hvað er með þig, drengur, ætlar þú ekki að koma þér inn eftir? Röddin í símanum var kunnugleg, Nonni var kominn í Bátsvíkina. Það var alltaf gaman að heyra í Nonna þegar hann var komin inn í Purkey, hann kunni allt af best við sig þar. Hann sagði við mig um daginn þeg- ar hann var staddur í sumarbústað uppi í Mosfellsdal að hann skildi ekkert í mönnum að vera með bú- stað þar sem menn sæju ekki sjó- inn. Enda þreyttist Nonni aldrei á að horfa út á Breiðasundið þar sem hann sat við eldhúsborðið í Bátsvík- inni. Ég kynntist Jóni Steingríms- syni eða Nonna eins og hann var kallaður fyrst þegar við vorum að reka kindur á fjall, frá Purkey og upp fyrir Stakkaberg ég var þá bara smápolli enda 20 árum yngri en hann en þrátt fyrir þennan ald- ursmun tókst með okkur einstök vinátta enda Nonni einstakt ljúf- menni. Það er oft talað um að menn sem skara fram úr á listasviðinu séu náttúrutalentar en Nonni var nátt- úrutalent þegar kom að mannlegum samskiptum. Ég hef aldrei kynnst manni sem hafði eins góða nærveru og hann. Ég á margar góðar minningar frá því að við sátum saman inni í Purkey og töluðum um allt og ekki neitt langt fram eftir nóttu. Ég og fjölskyldan mín eigum ómetanlegar minningar um allar samverustund- irnar í Purkey með þér, Nonni, og þinni ástkæru konu, henni Gunnu. Nú er þinni sögu lokið á þessari jörð og þú siglir yfir móðuna miklu á vit feðra þinna. Gunnu og ástvin- um þínum sendi ég og fjölskyldan mín okkar dýpstu samúðarkveðjur. Jón Helgi og fjölskylda. Fallinn er frá á besta aldri elsku- legur vinur minn og félagi Jón Steingrímsson pípulagningameist- ari. Róðurinn hefur verið þungur hjá Nonna mínum og hans fólki und- anfarið og hefur hugur minn oft dvalið hjá þeim. Maður stendur frammi fyrir mis- kunnarleysi þessa illvíga sjúkdóms sem að lokum lagði hetjuna að velli og orðaforðinn hjá manni er heldur fátæklegur. Við Nonni þekktumst í tiltölulega skamman tíma og töluðum oft um það að við hefðum mátt kynnast miklu fyrr, öruggleg hefðum við getað brallað miklu meira saman því að mörgu leyti vorum við líkir og höfðum svipuð áhugamál. Kynnin verða því miður ekki lengri, allavega ekki hérna megin sundsins. Ég minnist ferða okkar, oft við töluvert slark, þegar við fórum vestur í Purkey en þar hafði hann búið sér og fjölskyldu sinn sælureit við Bátsvíkina en í Purkey hafði Nonni dvalið á sumrin sem barn og unglingur. Þar ber handbragð hans og út- sjónarsemi honum fagurt vitni. Það var oft glatt á hjalla þegar setið var á pallinum hjá Nonna með krús í hendi á góðri stund, sagðar sögur í 39 stiga hita (því alltaf teygðum við á hitamælinum um minnst 10 gráður þegar símað var suður.) Þessara stunda hugsa ég til, nú að leiðarlokum, með mikilli þökk. Ég vil einnig þakka alla þá að- stoð, hjálp og ráðleggingar sem hann veitti mér þegar ég var að smíða húsið í Grímsey. Þá var að mörgu á hyggja, það þurfti að hanna pípulögn, raf- magnskerfi, koma fyrir hreinlæt- istækjum, vatnsöflunartönkum basla við steinolíuofninn, útbúa fjar- ræsingarbúnað þannig að hægt væri að kveikja á honum með gsm- síma úr bænum, brasa við legufær- in og bátana að ég tali nú ekki um blessaða rotþróna. Hvergi kom maður að tómum kofunum hjá Nonna. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég vin minn, með söknuði og hryggur í bragði. Elskulega fjölskylda, mínar dýpstu samúðarkveðjur til ykkar allra, megi minningin lengi lifa um góðan dreng, Jón Steingrímsson. Tryggvi í Flatey. Jón Magnús Steingrímsson Elsku afi Nonni. Ég veit að núna líður þér betur. Þú ert engillinn minn. Þinn Jón Árni. HINSTA KVEÐJA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.