Morgunblaðið - 05.04.2007, Side 48

Morgunblaðið - 05.04.2007, Side 48
48 FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Það er með brosi og hlýhug í hjarta sem við minnumst ömmu okkar Þórunnar Mogensen eða ömmu Tótu eins og hún var kölluð meðal barnabarnanna. Amma Tóta var ekki þessi dæmi- gerða amma. Nei, amma Tóta var uppátækjasöm, lífleg, ótrúlega glett- in, skemmtileg og alltaf á ferðinni. Fyrstu minningarnar sem tengjast ömmu Tótu eru ýmis ferðalög sem hún var óþreytandi að taka okkur barnabörnin með sér í. Hvort sem það voru bústaðaferðir, tjaldferðalög, bíltúrar eða eitthvað annað voru barnabörnin alltaf velkomin með. Amma Tóta átti margar sérkennileg- ar setningar sem enginn annar sagði. Amma lét mann sækja eitthvað út á „altarn“ en ekki svalir, amma talaði um að „dobbla“ einhvern til þess að gera eitthvað, og það var sko hægt að „dobbla“ ömmu Tótu til þess að gera ýmislegt! Amma var alltaf sanngjörn og hlý, en gat verið ströng og ákveðin, sem eflaust var nauðsynlegt til þess að hemja barnabarnahópinn. Setningar eins og „núna er amma voðalega reið“ með meðfylgjandi hvössu augnaráði, en glettni í augum, fengu mann til þess að hlýða á örskotsstundu og færa nú fram bros á vör. Í seinni tíð breyttist hlutverk ömmu Tótu nokkuð. Eins og gengur og gerist urðu samskipti barna- barnanna og annarra í fjölskyldunni minni eftir því sem menn stofnuðu fjölskyldur og höfðu minni tíma. Með þessum breyttu tímum varð amma sú sem færði fréttirnar. Við fengum allt- af mjög nákvæmar og skemmtilegar sögur af öllum hinum barnabörnun- um sem sagðar voru af stolti og að- dáun. Mikið eigum við eftir að sakna þessa. Það er sárt að kveðja ömmu Tótu, hins vegar sitja eftir ótrúlega margar og fallegar minningar sem gleðja og verma hjartað. Regin og Birta. Nú við þessi tímamót, þegar amma er farin, hugsar maður til baka og rifjar upp allar þær stundir sem mað- ur átti með henni ömmu Tótu. Mun- um við þegar við komum í íbúðina hennar uppi í Breiðholti sem litlir peyjar, þá var það þannig að geymsl- an inn af forstofunni reyndist vera endalaus uppspretta af fjársjóði fyrir okkur guttana. Við byggðum óendan- lega mikið af skipum, geimskipum, flugvélum og öðrum farartækjum úr kubbunum og sprengdum út um alla stofuna aftur og aftur. Þegar maður hugsar til baka finnst manni ótrúlegt hvað hún tók þessum látum okkar alltaf með stakri ró, því við vorum alls ekki þeir fyrirferðarminnstu né hljóð- látustu. Einnig elskuðum við það að horfa á barnatímann á Stöð 2 hjá henni á gamla lampatækinu hennar. Svo eldaði hún fyrir okkur og var hún þá að alltaf að malla „gúffí gúffí“ og kryddaði hún það á sinn hátt. Þess ber að geta að hún spilaði mikið af hjónakapli við okkur og með undra- verðum hætti náði hún yfirleitt að vinna og voru Selfossmeldingarnarr óspart notaðar. Ógleymanlegar eru ferðirnar okkar sem við fórum að gefa öndunum brauð við tjörnina. Jæja amma, nú er komið að leiðarlok- um. Vonandi hefur þú það gott núna og flatmagar einhvers staðar í sól og hita, sem þú kunnir svo vel við. Kær kveðja frá okkur systkinunum, Sólveigu, Helga, Hrafni og Hjalta Sigvaldabörnum. Þórunn Málfríður Jónsdóttir Mogensen ✝ Þórunn Mál-fríður Jóns- dóttir Mogensen fæddist í Vest- mannaeyjum 27. október 1925. Hún lést á Landspít- alanum við Hring- braut 26. mars síð- astliðinn og var útför hennar gerð frá Fossvogskirkju 2. apríl. Elsku Tóta, nú ertu farin svo snöggt að mér finnst, en þér einni líkt. Lagðir aftur aug- un þín í hinsta sinn. Í huga mér varst þú alveg einstök frænka: Svo ljúf, góð og gef- andi. Ljúft er að minnast allra jólanna í æsku á Reynivöllunum. Já, það var mér sérstakt tilhlökkunarefni að augum líta hvíta jóla- lurkinn sem og hvítu og rauðu englana á stofuskenknum. Þegar ég hugsa til þessara stunda finn ég ilminn af jólasteikinni. Allt lék í höndum þér, svo einstak- lega smekkleg varst þú hvort heldur var í mat eða drykk. Eins og við systurnar segjum svo oft þegar við sjáum eitthvað fallegt og smekklegt með gleði í hjarta „þetta er svo Tótu-legt“. Oft hringdir þú í okkur systurnar, þegar við vorum að ljúka vakt í Bir- kiturninum og sagðir: „Ég verð með eitthvað ilmandi gott í ofninum þegar þið komið“. Þú reyndist okkur eins og mamma númer tvö – sem og móðursystir þín Dótla. Báðar voruð þið okkur stoð og styttur í fyrstu skrefum okkar í höf- uðstaðnum Reykjavík. Mikið var notalegt að finna ilminn úr ofninum, lesa erlendu tímaritin, bragða á kræsingunum og ekki síður að setjast við gluggan í Tjarnargöt- unni og horfa yfir tjörnina sumar sem vetur, því fylgdi einstakur sjarmi. Þú hafðir alveg einstakt lag á að láta öðrum líða vel. Margar fórum við ferðirnar niður í Silla og Valda til að kaupa eitthvað gott til að elda. Tóta mín, þú sannarlega markaðir fótspor í uppeldi mitt, sem ber að þakka. Sérstaklega þótti mér vænt um að eiga stund með þér og fólkinu þínu á áttræðisafmælinu þínu. Þú varst þá sem endranær svo glæsileg og fín. Nú er komið að kveðjustund. Hafðu kæra þökk fyrir allt og allt. Hvíl í Guðs friði. Elsku mamma, megi Guð og góðar vættir styrkja þig í sorginni, svo og ástvini alla. Sólrún Árnadóttir. Látin er ástkær móðursystir mín og velgjörðarkona. Það er skrítið til þess að hugsa að eiga ekki framar eftir að heyra í Tótu frænku. Tóta var mjög ættrækin og hélt sínu fólki saman. Fylgdist vel með öllu sem var að gerast. Hún miðl- aði upplýsingum af kostgæfni og nærgætni og sá til þess að manni kæmi ekki á óvart að heyra af gleði og sorgum fjölskyldumeðlima. Það er dýrmætt að vera samheldin fjöl- skylda. Í því liggur mikill fjársjóður sem ekki viðhelst nema við ræktum frændgarðinn. Hver verður nú mið- punkturinn, sem heldur okkur sam- an? Til margra ára hefur Tóta verið ómissandi hluti af samveru fjölskyld- unnar í sumarbústað foreldra minna. Í framtíðinni verður engin Tóta til að spekúlera í dönsku blöðunum, spila hjónakapal, nú eða bara leggja sig. Án efa verður Tóta með í anda og fylgist með frá nýjum heimkynnum. Við munum ábyggilega rifja upp minningar og hugsa til hennar með söknuði. Mér er ofarlega í huga þakklæti til Tótu fyrir allt það sem hún gerði fyrir mig og mína. Hún var örlát og rausn- arleg í öllu sem hún gerði og gaf. Til- hugsun um „orlofsferðir“ mínar á barnsaldri til Reykjavíkur vekur minningar. Tóta sótti mig í rútuna og ég fékk að afgreiða í Birkiturninum. Var það mikil upplifun og launin ósjaldan rífleg í formi góðgætis af ýmsu tagi. Jólasveinarnir sem gáfu í skóinn hjá Tótu í Tjarnargötunni voru stórskrítnir. Þeir létu sér ekki nægja að troðfylla skóinn í gluggan- um, heldur fylltu þeir alla skó í for- stofunni jafnframt. Hún tók á móti mér þegar ég hóf nám í Versló og bjó ég þá hjá henni um tíma. Sveitastúlkunni frá Selfossi leið ekki vel í borgarumhverfinu, en Tóta umvafði mig með hlýju og gjaf- mildi og sá til þess að mig skorti ekk- ert til sálar eða líkama. Hún gekk meira að segja úr rúmi fyrir mig svo vel færi nú um prinsessuna, en sjálf lét hún sér stofusófann duga. Tóta var um margt á undan sinni samtíð. Á yngri árum var hún frum- leg og bjó heimili sitt nýstárlegum hlutum, sem ekki þekktust víða. Þannig var hún að nokkru fyrirmynd um það að ekki þarf ávallt að steypa allt í sama farið. Frænka var stolt kona og bjó sem slík yfir reisn og innri styrk. Hún var lítið fyrir að flíka sínum tilfinningum, en næm á tilfinn- ingar annarra. Á erfiðum stundum í lífi mínu veitti hún styrk og huggun með óeigingjarnri umhyggju sinni. Þótt við vitum öll að hverju nýju lífi fylgir dauði eigum við ávallt erfitt með að sætta okkur við dauðann, jafn óumflýjanlegur og hann nú er. Sökn- uður í hjarta, jafnvel þótt við trúum því af einlægni að dauðinn sé í raun nýtt upphaf. Að leiðarlokum þessa til- verustigs er ég þakklát fyrir að al- mættið skyldi gera okkur Tótu að samferðakonum. Hún var samofin lífi mínu, mér fyrirmynd, vinkona og sálufélagi um margt. Ég og fjölskylda mín biðjum sálu Tótu frænku blessunar. Megi algóður Guð vernda hana og styrkja í nýjum heimkynnum. Börnum hennar, fjölskyldum þeirra, systrum og ástvinum vottum við dýpstu samúð og biðjum Guð að styrkja þau öll. Kristín Hafsteinsdóttir. Elsku Tóta mín. Nú er kallið kom- ið. Þú ert loksins búin að fá hvíld í kroppinn þinn. Ég á mjög margar góðar og skemmtilegar minningar um þig, Tóta frænka. Ég man þegar þú vannst hjá Fé- lagsmálastofnun, þá leigðir þú sum- arbústað á hverju sumri uppí Mun- aðarnesi, fyrir þig og barnabörnin. Auðvitað fékk ég alltaf að fljóta með. Þú tókst mig í hóp barnabarnanna, það munaði engu um að hafa eina skottu með. Ég átti margar skemmti- legar stundir þarna í sumarbústaðn- um með ykkur. Margt var brallað í bústaðnum, við krakkarnir fórum í yfir eða einhverja ratleiki, farnar voru gönguferðir um svæðið og oft var spilað. Spilastokkarnir voru aldr- ei langt undan í þessum ferðum. Þú kenndir þeim sem læra vildu hjóna- kapal. Þegar ég var orðin nógu gömul til að skilja kapalinn þá varstu ekki lengi að kenna mér hann. Yfirleitt þegar við hittumst þá settumst við niður með spilin. Eins og þú orðaðir það alltaf; „á ég að busta þig núna, Berglind?“ Við gátum spilað þennan kapal svo klukkutímum skipti. Ég man að mamma og pabbi skildu aldr- ei þessi hróp og köll þegar við vorum að spila. Því setningar eins og „Stopp“, „oh, hvað gerði ég vitlaust núna“ og „þetta spil á að fara á und- an“ hljómuðu oft þegar við spiluðum hjónakapal. Núna er ég svo heppin að þú ert búin að kenna mömmu þetta skemmtilega spil þannig að ég get „bustað“ hana uppí sumó. Ég var mjög ung þegar þú byrjaðir að gefa mér einn og einn mokkabolla í afmælisgjöf. Það er líka þér að þakka að ég á orðið nógu marga bolla, til að ég geti haldið stórt kaffiboð. Ég er þér mjög þakklát fyrir þetta. Eftir að þú hættir að vinna þá hafð- ir þú mikinn tíma fyrir sjálfa þig. Spil og bækur fylgdu þér ávallt. Ég held að enginn hafi lesið jafn margar bæk- ur og þú. Alltaf þegar maður hitti þig þá voru kiljurnar aldrei langt undan. Þú varst ekki lengi með hverja bók. Stundum, ef bókin var spennandi, þá vaktir þú bara fram á nótt til að klára hana. Yfirleitt voru þetta bækur á ensku eða dönsku. Með þessu móti hélstu tungumálakunnáttunni mjög vel við. Elsku Tóta frænka. Ég á eftir að sakna þín mikið, en ég á margar ynd- islegar minningarnar sem ég geymi í hjarta mínu. Takk fyrir allar sam- verustundirnar. Þín, Berglind. Elsku hjartans bróð- ir minn. Það er erfitt til þess að hugsa að þú sér far- inn frá okkur að eilífu. Ég var farin að hlakka til að koma til þín í sauðburð í vor, eins og ég hef gert sl. 6 vor. Mér var samt farið að finnast að tíminn væri að renna út hjá þér, eftir að ég hitti þig eftir áramótin. Ég sat oft og hugsaði, hvað get ég gert? Þess vegna kom símhringingin frá Sigga bróður mér ekkert svo á óvart. Hún hjó mig samt fast. Samvinna okkar í sauðburði tókst svo ótrúlega vel þó svo að ég hefði varla verið innan um fé í um 25 ár þar á undan. Við gátum alltaf fundið sam- eiginlega lausn á vandamálunum. Stundum slógum við fram setning- unni: „Hvað heldurðu að pabbi hefði gert? svona eða hinsegin?“ Mér fannst að pabbi hlyti að vera að fylgj- ast með okkur og vísa okkur á lausnir vandamálanna. Það gladdi mig alltaf að sjá hve feg- inn þú varst þegar ég kom á vorin. Hve oft þú sagðir: „Ég gæti þetta aldrei án þín.“ Hve þakklátur þú varst þegar sauðburði var lokið og mín ekki þörf lengur. Okkar samleið byggðist upp á ann- an hátt heldur en almennt gerist. Eftir að foreldrar okkar fluttu aft- ur í Miðhús 1954 frá Hlíð, fæddist ég. Þið systkinin öll komin á unglingsár og Ásta systir að stofna eigin fjöl- skyldu. Þar sem ég lenti inni á Land- spítala nokkurra mánaða gömul og var þar til 4 ára aldurs varst þú orðin tvítugur þegar ég kom aftur heim. Hin systkinin flutt að heiman. For- eldrar okkar orðnir nokkuð gamlir. Þér fannst þú ekki geta farið líka. Það þurfti að sinna þessu fyrirferðarmikla barni töluvert. Það varð því ákvörðun þín að vera kyrr og aðstoða þau við búskap og barnauppeldi þó svo að áhugamál þín væru allt önnur. Þig langaði líka að fara en skyldurækni þín leyfði það ekki. Pabbi treysti þér best fyrir jörðinni sem hann unni svo heitt. Ósáttur varstu um tíma, veit ég, en svo þróað- ist þú bara inn í þetta ferli og festir rætur. Í öllum mínum bernskuminn- ingum varstu til staðar fyrir mig. Á þig treysti ég fullkomlega og til þín leitaði ég með allar mínar spurningar og vandamál. Þú druslaðist áfram með mig í eftirdragi. Í fjárhúsin, reka féð, í fjósið þar sem þú sagðir mér sögur á meðan þú varst að mjólka. Ég sat hinum megin við flórinn og hlust- aði af athygli. Þú meira að segja fórst upp í Miðhúsadal og slóst dálítinn grasblett þar og fluttir svo heyið heim á Mósu gömlu. Bara til að sýna mér hvernig þetta hefði verið gert þegar þú varst barn. Þegar ég var níu ára langaði mig svo mikið í gítar. Þar sem peningar voru af skornum skammti leitaði ég til þín. Við sömdum um að ef ég hjálpaði þér í fjárhúsum, að sópa jötur og fleira, myndir þú borga mér nokkrar krónur fyrir hvert verk. Þetta tók mig heilan vetur. Um vorið fékk ég að fara suður til Reykjavíkur með peninginn og Guðný systir hjálpaði mér að kaupa gítarinn. Alla tíð hef ég verið þér þakklát fyrir þetta. Og gítarinn var mikið not- aður. Margt mætti fleira telja upp frá þessum árum en það myndi fylla heila bók. Eftir að ég fullorðnaðist og flutti suður var alltaf gott samband á milli okkar. Ég og fjölskylda mín komum oft norður og dvöldum oft töluvert. Og þegar þú komst suður reyndir þú að koma til mín þó að þinn frítími væri lítill og erfitt að komast frá. Síðustu Guðfinnur Stefán Finnbogason ✝ Guðfinnur Stef-án Finnbogason fæddist á Miðhúsum í Kollafirði í Strandasýslu 13. febrúar 1938. Hann lést 10. febrúar síð- astliðinn og var jarðsunginn frá Kollafjarðarnes- kirkju 17. febrúar. árin fækkaði því miður heimsóknum okkar. Breyttar aðstæður. Við töluðumst við í síma nokkuð reglulega. Á síðasta afmælisdegi þínum í fyrra, 13. febr- úar, hringdi ég í þig og óskaði þér til hamingju með daginn og sagði þér að sonur minn, Óskar Ingi, hefði eign- ast dóttur þann dag sem var skírð, Elísabet Olga. Ég held að það hafi þér þótt ánægju- legt. Ég elska þig og kem til með að sakna þín mikið, bið að heilsa pabba, mömmu, Sigga, syni mínum, og Bubba frænda. Ég veit að þau hafa tekið þér opnum örmum. Þín systir, Bjarney. Það var í janúar 1983 sem ég kom með móður minni að Litla-Fjarðar- horni í Kollafirði, þá sjö ára gamall. Þá var búið á hverjum bæ í hreppnum og margt um manninn. Einn af íbúunum í hreppnum var Guðfinnur og bjó á Miðhúsum, ekki langt frá mínum bæ. Það voru alltaf mikil samskipti milli Litla-Fjarðar- horns og Miðhúsa, og þá sérstaklega í leitum og smalamennskum, því að Guðfinnur átti alltaf meiripartinn af því sauðfé sem var frá öðrum bæjum. Ég man eitt skiptið þá hringdi Guð- finnur og spurði hvort ég og Fúsi bróðir minn myndum reka hans fé af stað á móti honum, því hann ætlaði að reka það heim. Við gerðum það, og þegar við hittumst á leiðinni og hann var að fara að taka við fénu dregur hann upp úr vasa sínum ópalpakka og segir: „Gjörðu svo vel Steinar, þið megið eiga þennan pakka, hann er svo þungur í vasa.“ Þessari setningu gleymi ég aldrei þótt ég hafi verið ungur á þessum tíma. Þegar ég komst svo til meira vits og aldurs tókst mikill vinskapur á milli okkar Guðfinns og hjálpuðum við hvor öðrum mikið. Minn kæri Guðfinnur! Nú ertu á braut horfinn og enn meira tómarúm myndaðist fyrir botni Kollafjarðar. Mér finnst ég eiga margt ósagt við þig en aldrei fundið rétta tímann til að segja það. En elsku Guðfinnur, ég á þér margt að þakka í gegnum tíðina. Þegar ég komst á vinnualdur varstu með stjórnina á löndunargengi fyrir Hólmadrang og þá fékkstu mig í það gengi. Svo aftur seinna með rækju- bátana, bæði á Hólmavík og Drangs- nesi. Og þegar þú gast ekki séð um það treystirðu mér fyrir því. Ég minnist líka oft spilakvöldanna á Hólmavík og ferðanna á þau. Þá var mikið hlegið og gantast. Þetta var skemmtilegur tími, og svo þegar við sátum við eldhúsborðið í Miðhúsum og spiluðum brids. Það var mjög skemmtilegt. Það er hægt að telja margt og mikið upp Guðfinnur minn sem ég get þakkað þér fyrir, ég kem því bara ekki öllu fyrir núna. En eitt er það sem þú átt miklar og stórar þakkir skildar fyrir. Það var var hlýja þín, hughreysting og hjálp á allan hátt þegar Franklín heitinn var að deyja og eftir það. Ég hefði ekki getað hugs- að mér að fá einhvern annan til mín en þig til að segja mér hvað var í vænd- um með hann. Eftir að ég flutti héld- um við sambandi og líka þó að ég flytti hingað til Danmerkur. Mér þótti rosalega vænt um þegar þú hringdir í mig á nýársdag, en mér fannst það alltof stutt símtal, ég ætlaði að hringja í þig og tala við þig á afmæl- isdaginn þinn. Elsku Guðfinnur minn. Það sló mig rosalega að heyra um fráfall þitt og alltaf finnst mér jafn óréttlátt þegar einhver deyr sem manni finnst ekki kominn tími á. En elsku Guðfinnur minn. Ég kveð þig með skarð í hjarta, því á eftir eins góðum félaga og vini og þér er erfitt að sjá. Ég og fjölskylda mín vottum öllum aðstandendum dýpstu samúð. Steinar frá Litla-Fjarðarhorni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.