Morgunblaðið - 05.04.2007, Blaðsíða 50
50 FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Í
bókinni um
„Skáldið frá
Fagra-
skógi“ út-
gefinni
1965, má lesa um
þann sérstæða at-
burð sem lá að baki
sálmsins. Það er sr.
Pétur Sigurgeirsson
biskup, sem þá var
sóknarprestur á Ak-
ureyri, sem fær
skáldið til þess að
leysa frá skjóðunni.
Hann er í heimsókn
hjá skáldinu og
varpar fram spurn-
ingunni um tilurð
sálmsins. Og Davíð
segir honum að að-
eins einn maður
hafi áður spurt sig
og það hafi verið
Ásgeir Ásgeirsson
forseti. Látum nú
skáldið tala:
„Ég var þá í Nor-
egi.“ Hann talar
hægt og virðulega
með áhersluþunga.
„Það var á litlu hóteli skammt
frá Ósló. Þetta var um páska-
leytið. Á föstudaginn langa vor-
um við, gestir hótelsins, stödd
við dögurð að venju. Meðal gest-
anna var móðir með barn, litla
telpu, svo bæklaða, að hún gat
ekki gengið. Við matborðið veitti
ég því eftirtekt að telpan þrábað
móður sína að fara með sér til
kirkju. Mér fannst móðirin ekki
gefa barninu þann gaum sem
það átti skilið og var í þörf fyrir.
Ég fann til með telpunni, kenndi
í brjósti um hana. Ég gaf mig á
tal við konuna og bauðst til að
fara með barnið. Hjálp mín var
vel þegin. Ég tók telpuna í fang
mér og bar hana til kirkjunnar.
Guðsþjónustan var látlaus og há-
tíðleg. Þegar við komum aftur
heim á hótelið dró ég mig í hlé –
og sálmurinn „Ég kveiki á kert-
um mínum“ varð til.
Sr. Pétur var frá sér numinn
af frásögninni.
En skáldið heldur áfram:
„Þeir hafa tekið nokkur erindi
inn í sálmabókina. Það var of
mikið að taka þau öll. Og mér
líkar vel hvernig þeir hafa val-
ið.“
Erindin eru 8 í ritsafni Davíðs
Stefánssonar, Að norðan, og
bera yfirskriftina: „Á föstudag-
inn langa.“ Það eru erindin nr.
3, 4, og 5, sem hefur verið
sleppt. Þau hljóða svo:
Ég bíð uns birtir yfir
og bjarminn roðar tind.
Hvert barn, hvert ljóð sem lifir,
skal lúta krossins mynd.
Hann var og verður kysstur.
Hann vermir kalda sál.
Þitt líf og kvalir, Kristur
er krossins þögla mál.
Þú ert hinn góði gestur
og guð á meðal vor, –
og sá er bróðir bestur,
sem blessar öll þín spor
og hvorki silfri safnar
né sverð í höndum ber,
en öllu illu hafnar
og aðeins fylgir þér.
Þú einn vilt alla styðja
og öllum sýna tryggð.
Þú einn vilt alla biðja
og öllum kenna dyggð.
Þú einn vilt alla hvíla
og öllum veita lið.
Þú einn vilt öllum skýla
og öllum gefa frið.
Tónskáldum okkar hafa þótt
kvæði Davíðs ljóðræn og vel fall-
in til söngs. Þrjú íslensk tón-
skáld hafa samið lög við sálminn
sem hér er fjallað um: 1) Sig-
valdi Kaldalóns, og er það lag í
gömlu kirkjusöngsbókinni, 2)
Páll Ísólfsson og 3) Guðrún
Böðvarsdóttir. Lög Páls og Guð-
rúnar eru í Viðbæti við kirkju-
söngsbókina frá því um 1970.
Sálmurinn er kominn í sálma-
bókina frá 1954 og er þar nr.
174. Í sálmabókinni frá 1972 og
þeirri nýju frá 1997 er hann nr.
143.
Merkileg saga er að baki lags
Guðrúnar, og fer hún hér á eftir:
Guðrún Böðvarsdóttir (Dúna
Böðvars) var dóttir séra Böðvars
Bjarnasonar, prests á Hrafns-
eyri við Arnarfjörð, og fyrri
konu hans, Ragnhildar Teits-
dóttur frá Ísafirði. Þegar for-
eldrar hennar skildu flutti Guð-
rún með móður sinni til
Reykjavíkur. Tvo bræður átti
hún, þá Ágúst og Bjarna. Allt
var þetta mikið tónlistarfólk og
er Bjarni þeirra þekktastur
(Bjarni Bö). Þær mæðgur voru
mjög samrýndar. Guðrún veikt-
ist af berklum og milli þess sem
hún var á Vífilsstöðum dvaldi
hún heima hjá móður sinni og dó
þar rúmlega þrítug að aldri.
Nokkru eftir dauða hennar
dreymir móður hennar að Guð-
rún (Dúna) kemur til hennar og
segir: „Mamma, ég var að semja
lag.“ Svo syngur hún lagið fyrir
mömmu sína. Er konan vaknaði
dreif hún sig að píanóinu. Hún
spilaði laglínuna nokkrum sinn-
um til þess að festa sér hana í
minni. Að því búnu náði hún í
nótnapappír og skrifaði lagið nið-
ur. Þetta er hið vinsæla lag: „Ég
kveiki á kertum mínum.“ Frá-
sögn þessa heyrði ég fyrir um 60
árum af vörum mágkonu minnar,
Bryndísar Böðvarsdóttur, en
hún var hálfsystir Guðrúnar
Böðvarsdóttur.
Golgata
sigurdur.aegisson@kirkjan.is
Einhver þekktasti og áhrifamesti sálmur
okkar Íslendinga er „Ég kveiki á kertum mín-
um“ eftir Davíð Stefánsson. Sigurður Ægisson
fann sögu hans á vef ellimálanefndar þjóðkirkj-
unnar, skráða af Guðrúnu Jörgensdóttur.
HUGVEKJA
STÆRÐFRÆÐIKEPPNI grunn-
skólanemenda var haldin fyrir
skömmu. Keppnin er í þremur stig-
um, fyrir 8. bekk, 9. bekk og 10.
bekk. Verðlaunaafhending fór fram
á hátíðarsal Menntaskólans í
Reykjavík.
Nemendur í 10 efstu sætunum á
hverju stigi fengu viðurkenning-
arskjal frá skólanum. Þrír efstu
fengu peningaverðlaun.
Í 10 efstu sætunum í
8. bekk urðu:
1. Karl Þorláksson, Landakots-
skóla.
2. Anton Geir Andersen, Hagaskóla.
3. Björn Orri Sæmundsson, Val-
húsaskóla.
4. Sunnefa Gunnarsdóttir, Valhúsa-
skóla.
5.–8. Jón Áskell Þorbjarnarson,
Hagaskóla.
5.–8. Hildur Þóra Ólafsdóttir,
Foldaskóla.
5.–8. Emil Hjaltason, Valhúsaskóla.
5.–8. Benedikt Blöndal, Austurbæj-
arskóla.
9. Birta María Gísladóttir, Valhúsa-
skóla.
10.–11. Jóhannes Bjarki Tómasson,
Hagaskóla.
10.–11. Ásgeir Tómas Guðmunds-
son, Háteigsskóla.
Í 10 efstu sætunum
í 9. bekk urðu:
1.–2. Sebastian Kristinsson, Haga-
skóla.
1.–2. Auður Tinna Aðalbjarn-
ardóttir,
Hagaskóla.
3. Torfi Karl Ólafsson, Hagaskóla.
4. Valgerður Bjarnadóttir, Háteigs-
skóla.
5.–6. Sigrún Hrönn Ólafsdóttir, Ár-
bæjarskóla.
5.–6. Hólmfríður Hannesdóttir,
Hagaskóla.
7. Sverrir Páll Sverrisson, Austur-
bæjarskóla.
8.–9. Magnús Rúnar Hjartarson,
Árbæjarskóla.
8.–9. Hallgerður Helga Þorsteins-
dóttir, Hagaskóla.
10. Guðrún Elín Jóhannsdóttir, Há-
teigsskóla. Í 10 efstu sætunum í 10.
bekk urðu:
1. Paul Joseph Frigge, Landakots-
skóla.
2. Hildur Hjörvar, Hagaskóla.
3. Áslaug Haraldsdóttir, Háteigs-
skóla.
4. Daníel Kári Snorrason, Haga-
skóla.
5. Ásgeir Valfells, Hlíðaskóla, 8.
bekk.
6. Marta Ólafsdóttir, Árbæjarskóla.
7. Bergsteinn Már Gunnarsson, Há-
teigsskóla.
8.–10. Trausti Einarsson, Landa-
kotsskóla.
8.–10. Heiða Kristín Ragnarsdóttir,
Valhúsaskóla.
8.–10. Haukur Barri Símonarson,
Hlíðaskóla.
Keppnin er haldin í samstarfi við
Flensborgarskóla. Sparisjóður
Reykjavíkur og nágrennis er fjár-
hagslegur stuðningsaðili keppn-
innar, og hann leggur til verðlauna-
féð. Skólinn kann honum bestu
þakkir fyrir, segir í tilkynningu.
Morgunblaðið/ÞÖK
Sigurvegarar Verðlaunaafhending að stærðfræðikeppninni lokinni fór fram í hátíðarsal MR.
Stærðfræðikeppni meðal
grunnskólanemenda
Röng mynd
LEIFUR Þorsteinsson, Nausta-
bryggju 32, Reykjavík, ritaði net-
grein á blog.is, lth.blog.is, og birtist
útdráttur úr greininni í blaðinu í
gær. Þau mistök áttu sér stað að
mynd af alnafna hans, Leifi Þor-
steinssyni líffræðingi, var birt með
útdrættinum í blaðinu.
Morgunblaðið biður hlutaðeigandi
velvirðingar á mistökunum.
Rangt föðurnafn
Í Digraneskirkju á páskadag syngur
Auður Guðjohnsen, ekki Guðjóns-
dóttir, einsöng ásamt fleiri.
LEIÐRÉTT
PÁSKAEGGJALEIT verður við
gömlu Rafveitustöðina í Elliðaár-
dalnum laugardaginn 7. apríl kl. 14.
Leitað verður að fagurlega
skreyttum eggjum og börnin fá
súkkulaðiegg. Leiktæki og hopp-
kastali verða á staðnum. Það eru
Sjálfstæðisfélögin í Breiðholti og
Árbæ sem standa fyrir þessum at-
burði og eru allir velkomnir.
Páskaeggja-
leit í Elliða-
árdalnum
Á DÖGUNUM afhentu fulltrúar
World Class í Laugum starfsemi
Meðferðarheimilisins á Laug-
arásvegi 71 og Endurhæfingarheim-
ilisins á Reynimel 55 aðgang að
heilsuræktaraðstöðu World Class í
Laugardalnum. Þessi aðgangur er
liður í samstarfsverkefni heilsu-
ræktarstöðvarinnar World Class og
starfseininganna tveggja en í ofan-
greindum þjónustueiningum á
geðsviði Landspítala háskólasjúkra-
húss er í gangi mikið þróunarstarf
sem lýtur að endurhæfingu ein-
staklinga með geðrænar raskanir.
Í þessu nýja samstarfsverkefni
munu einstaklingar sem innritaðir
eru í endurhæfingu geta nýtt sér að-
stöðu World Class í Laugum að fullu
ásamt því að fá virka aðstoð í heilsu-
átaksuppbyggingu. Björn Ásgeir
Björgvinsson stuðningsfulltrúi hefur
verið skipaður sérstakur umsjón-
araðili starfseininganna í samstarfs-
verkefninu og mun verða tengiliður
við starfsemina í Laugum.
Endurhæfing Efri röð: Stígrún Ása Ásmundsdóttir, Björn Ásgeir Björg-
vinsson, Magnús Ólafsson, Daði Óskarsson og Jenný Níelsdóttir. Neðri röð:
Gígja Þórðardóttir og Björn Leifsson
Samstarfsverkefni World
Class og LSH