Morgunblaðið - 05.04.2007, Side 61
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2007 61
Eftir Ingveldi Geirsdóttur
ingveldur@mbl.is
Hátíð íslenskra heimildarmyndaverður haldin í fyrsta skipti íSkjaldborgarbíói á Patreksfirðihvítasunnuhelgina 25.-28. maí.
„Við erum fjórir sem stöndum að þessu,
það er ég, Hálfdán Petersen, Greipur Gísla-
son og Huldar Breiðfjörð,“ segir Patreks-
firðingurinn Geir Gestsson sýningarstjóri í
Skjaldborgarbíói um hátíðina.
„Um seinustu Sjómannadagshelgi sýndi
ég gamalt myndefni frá Patró, sem ég hafði
safnað saman, í bíóinu þá rambar Hálfdán
inn og segir að það væri sniðugt að koma af
stað viðburði þar. Stuttu síðar hringir hann
í mig og er kominn með þessa hugmynd um
að vera með hátíð sem yrði tileinkuð ís-
lenskum heimildarmyndum, þar sem þær fá
ekki mikla athygli, og erum við búnir að
vera að vinna í þessari hátíð síðan.“
Auk þess að frumsýna nýjar íslenskar
heimildarmyndir er hátíðinni ætlað að vera
vettvangur fyrir kvikmyndagerðarfólk og
áhugamenn um heimildamyndir til að hitt-
ast og skipast á skoðunum. Í lok hátíð-
arinnar verður besta heimildarmyndin valin
af áhorfendum.
Breiðavíkurmyndin frumsýnd
Í bland við stærri og dýrari myndir sem
verða sýndar á Skjaldborgarhátíðinni verð-
ur að finna heimildarmyndir sem fáir vissu
að hefðu yfirleitt verið gerðar.
Geir segir að nú séu komnar 22 myndir
til sýningar og séu þær frá því að vera ör-
stuttar og upp í fulla lengd og með fjöl-
breyttum efnistökum. Sem dæmi má nefna:
Kvikmyndafélagið Lortur fylgir Sigur Rós á
tónleikaferðalagi hljómsveitarinnar í Evr-
ópu. Hugleikur Dagsson skoðar hlutverka-
leiki í mynd sinni um Dungeons and Dra-
gons. Í Frönsku Rivíerunni eftir Huldar
Breiðfjörð er ísbílstjóri eltur um Austfirði
og fylgst með því hvernig gengur að selja
bændum ís. Myndin Íslenski herinn eftir
Bjarna Massa segir frá því þegar gömul
fallbyssa er flutt eftir þjóðvegum landsins.
Og í myndinni Syndir feðranna sem Berg-
steinn Björgúlfsson hefur unnið að und-
anfarin fimm ár er ítarlega fjallað um
barna- og unglingaheimilið á Breiðuvík.
„Þema Skjaldborgar í ár verður kvik-
myndagerðarmaðurinn Þorsteinn Jónsson
en á hátíðinni verða sýndar sex heim-
ildamyndir sem Þorsteinn gerði á 8. ára-
tugnum og verður hann sjálfur viðstaddur
hátíðina,“ segir Geir.
Verður árleg ef vel gengur
Skjaldborgarhátíðin verður sett föstu-
dagskvöldið 25. maí en kvikmyndasýningar
fara fram á laugardeginum og sunnudeg-
inum sleitulaust frá hádegi og fram á kvöld.
Af öðrum dagskrárliðum hátíðarinnar má
nefna pallborðsumræður um íslenska heim-
ildarmyndagerð og spjall við leikstjóra fyrir
og eftir sýningar á tilteknum myndum.
Jafnframt því bjóða heimamenn upp á skoð-
unarferð um sveitina, siglingu, sjóstanga-
veiði, grillveislu og á sveitaball.
Spurður hvort fótur sé fyrir slíkri hátíð á
Patreksfirði segir Geir það koma í ljós að
lokinni þeirri fyrstu en ef áhuginn verður
mikill mun þessi heimildamyndahátíð verða
haldin á hverju ári.
Skjaldborgarbíó var byggt 1931, þar er
Geir með bíósýningar einu sinni til fjórum
sinnum í viku og segir þær vel sóttar af
bæjarbúum. „Þótt bíóið sé gamalt er það
ekki gamaldags, það er nýuppgert, býr yfir
fullkominni sýningaraðstöðu, nýju Dolby
digital hljóðkerfi og tekur 175 manns í
sæti.“
Hátíð íslenskra heimildarmynda á Patreksfirði
Skjaldborg hýsir heimildarmyndir
Morgunblaðið/Golli
Áhugaverð Á hátíðinni verður sýnd heimildarmynd þar sem Sigur Rós er fylgt eftir í tónleika-
ferðalagi um Evrópu, m.a er sýnt frá tónleikunum á Miklatúni seinasta sumar.
Ljósmynd/Ingimundur Óðinn Sverrisson
Stjórinn Geir Gestsson er sýningarstjóri í
Skjaldborgarbíói og einn af aðstandendum
hátíðar íslenskra heimildarmynda.
www.skjaldborgfilmfest.com