Morgunblaðið - 05.04.2007, Side 63

Morgunblaðið - 05.04.2007, Side 63
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2007 63        Nýr þáttur í dag þar sem landsliðskokkarnir Ragnar og Bjarni Gunnar matreiða spennandi laukkryddað lambalæri að Suður-Afrískum hætti, og galdra einnig fram skemmtilega ostaþrennu. Þú sért uppskriftirnar á Vefvarpi mbl.is FYRIR ekki svo mörgum árum hefði verið óhugsandi að Hugleiki Dagssyni – höfundi teiknisagnanna umdeildu sem var safnað saman í bókinni Forðist okkur – yrði hleypt upp á svið Þjóðleikhússins. Hvað þá að sýrðustu tónlistarmenn samtím- ans (lesist sem hól), Flísfélagar, færu þangað með honum. En svona er staðan í dag; fulltrúar hinna „æðri“ lista míga sem mest þeir mega utan í „lágmenningarliðið“ og vilja með því fá hlutdeild í stuðinu. Þeir Helgi Svavar Helgason, Dav- íð Þór Jónsson og Valdimar Kol- beinsson hafa undanfarin ár, líkt og Hugleikur, storkað viðteknum reglum í list sinni. Þeir félagar eiga rætur í djassi og heldri menn þar klóra sér fast í hausnum yfir „vit- leysisganginum“, finnst hæfileikum hreint og beint kastað á glæ. Stað- reyndin er hins vegar sú að hér fara einhverjir framsæknustu – og fær- ustu – tónlistarmenn landsins, þar sem bullandi sköpun og linnulaus ævintýraþrá vísar veginn. Tónlistin við Leg er þó því miður ekkert sérstaklega gott dæmi um þetta. Flís eru að leika sér með söngleikjatónlist og tekst svona og svona upp. Best er þegar djöflasýr- an fer upp úr öllu valdi, eins og t.d. í „Garðabær!“, „Rainbows in my Pants“ og „Hitler var grafískur hönnuður“. Síðastnefnda lagið minn- ir á tölvusteypuna sem Davíð og Helgi voru að leika sér með á plöt- unni Drunk is Faster, þá undir nafn- inu Helmus und Dalli. Mörg laganna eru þó eins og hver önnur söng- leikjatónlist, og hvorki verri né betri en annað sem úr þeim ranni kemur. Platan sem slík hefði virkað betur ef Flís-liðar hefðu hert enn frekar á brjálæðinu, en stendur líkast til ágætlega sem minjagripur um sýn- inguna. Meiri sýru? TÓNLIST Flís og Hugleikur Dagsson – Leg  Arnar Eggert Thoroddsen Hljómsveitin Flís Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.