Morgunblaðið - 05.05.2007, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 121. TBL. 95. ÁRG. LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
SKRIÐURNAR
LEMJA HÚÐIR, SYNGJA OG PLOKKA
OG ALVEG GEÐVEIKT GÓÐAR >> 28
HVAÐ FELST Í ÞVÍ AÐ
VERA ÍSLENDINGUR?
HÖNNUN
ÍSLENSK EINKENNI >> 22
FRÉTTASKÝRING
Eftir Ólaf Þ. Stephensen
olafur@mbl.is
VINSTRI grænum virðist hafa fatazt flugið
á endaspretti kosningabaráttunnar, miðað
við niðurstöður síðustu skoðanakönnunar
Gallup fyrir Morgunblaðið og Ríkisútvarpið.
Fylgi flokksins hjaðnar og áhugi kjósenda á
stjórnarsetu Vinstri grænna sömuleiðis.
Í könnunum í marz fékk VG tvisvar tæp-
lega 28% fylgi. Í apríl fór fylgið að minnka og
mælist nú minna en frá upphafi kosninga-
baráttunnar, 17,6%. Það er tíu prósentustiga
tap frá 20. marz, þótt VG sé enn langt yfir
kjörfylgi sínu í síðustu kosningum.
Þriðjungur vill sömu stjórn
Þegar spurt er um áhuga kjósenda á
stjórnarsamstarfi hefur sú breyting orðið frá
því um miðjan marz, að vinsælasti kosturinn
er ekki lengur samstarf VG og Samfylk-
ingar. Þvert á móti hefur stuðningur við
áframhaldandi samstarf núverandi stjórn-
arflokka – sem hafa meirihluta samkvæmt
sömu könnun – aukizt verulega, úr 24% í
tæplega 32%.
Áhugi á samstarfi Sjálfstæðisflokksins og
VG hefur dvínað verulega og þegar skoðuð
er nánari greining á tölunum kemur í ljós að
það eru stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins
sem hafa misst áhugann á samstarfi við VG,
því að í röðum stuðningsmanna síðarnefnda
flokksins hefur áhugi á samstarfi við sjálf-
stæðismenn vaxið. Miklu fleiri kjósendur
Sjálfstæðisflokksins vilja halda núverandi
stjórnarsamstarfi áfram en þegar spurt var í
marz.
Eilítið færri stuðningsmenn VG segjast nú
vilja samstarf við Samfylkinguna en í marz.
Hins vegar hefur áhugi á samstarfi við VG
minnkað verulega í hópi stuðningsmanna
Samfylkingarinnar.
Nærtækasta skýringin á þessu breytta
gengi VG er að í kosningabaráttunni hefur
flokkurinn þurft að ræða fleiri mál en um-
hverfismálin, sem hann sló sér upp á fyrr á
árinu. Stefna forystumanna flokksins í t.d.
varnarmálum, skattamálum og efnahags-
málum eru líkleg til að fæla marga kjós-
endur Sjálfstæðisflokks og raunar einnig
Samfylkingar frá hugmyndum um stjórn-
arsamstarf með VG.
Þó er hugsanlegt að dvínandi áhugi sam-
fylkingarfólks á stjórn með VG en verulega
aukinn áhugi á stjórn með Sjálfstæðisflokki
sé til vitnis um raunsæi kjósenda; þeir sjái að
stjórn vinstriflokkanna eigi ekki möguleika á
meirihluta.
VG fatast
flugið
Fylgi minnkar við
flokkinn og þátttöku
hans í ríkisstjórn
Hvað gerist? | Miðopna
Eftir Bjarna Ólafsson
bjarni@mbl.is
EINBÝLISHÚSALÓÐIR í Urriðaholti í
Garðabæ munu kosta frá 18 til 60 milljóna
króna, allt eftir stærð og staðsetningu viðkom-
andi lóða. Gert er ráð fyrir um það bil 1.630
íbúðum í hverfinu og að þar muni búa um 4.400
manns. Þar að auki er gert ráð fyrir verslunar-
og atvinnuhúsnæði.
Íbúðir í fjölbýli munu kosta 7–9 milljónir
króna, raðhúsalóðir 9–11 milljónir og parhúsa-
lóðir 12–15 milljónir. Boðið verður upp á tvenns
konar einbýlishúsalóðir, annars vegar um 600
fermetra lóðir sem kosta munu um 18–29 millj-
ónir króna og hins vegar 2.000 fermetra lóðir
sem kosta munu 50–60 milljónir króna en á þeim
verður heimilt að byggja allt að 900 fermetra
hús. Er því um að ræða töluvert hærra verð en
Reykjavíkurborg mun innheimta fyrir nýjar
lóðir. Þar mun einbýlishúsalóð kosta 11 millj-
ónir króna, svo dæmi sé tekið.
Halldóra Hreggviðsdóttir hjá Alta ehf., sem
séð hefur um skipulag svæðisins, segir Urriða-
holtið hins vegar einstakt hvað varðar þá vinnu
og hugsun sem liggi að baki skipulagi hverf-
isins. Segir hún áherslu lagða á að skapa fjöl-
skylduvænt umhverfi, með gnægð af göngu- og
hjólreiðastígum. Þá séu götur hannaðar þannig
að bifreiðar komist greiðlega leiðar sinnar, en
þó þannig að hraða sé haldið í skefjum.
„Í raun höfum við reynt að skapa anda gam-
algróins samfélags í nýju hverfi. Fjölbreytileiki
hvað varðar húsastærðir, tegundir og hönnun
verður sem mestur auk þess sem mikil vinna
hefur verið lögð í að skipuleggja Urriðaholt með
það fyrir augum að íbúar fái sem best notið úti-
vistar og nálægðar við Urriðavatn og Heið-
mörk. Grænir geirar mun t.d. ganga í gegnum
hverfið og þjóna sem útivistarsvæði, gönguleiðir
og skjólbelti trjáa,“ segir Halldóra.
Einbýlishúsalóðir boðnar
á 18–60 milljónir króna
Óvenjumikil vinna sögð liggja að baki skipulagi Urriðaholts sem ætlað er að
bera svipmót rótgróins samfélags með miklum fjölbreytileika í húsagerð
vökulu auga landnámsmannsins, hans Ingólfs Arnarsonar, og kannski
var strákurinn fremst á myndinni að líkja eftir framgöngu hans í lif-
anda lífi.
VORIÐ er komið og grundirnar gróa segir í vísunni og börnunum
finnst gaman að sletta úr klaufunum, ekki síður en kálfum og kúm.
Þessir kátu krakkar voru að leika sér á Arnarhólnum í gær undir ár-
Morgunblaðið/Ásdís
Vorfiðringur
SVO getur farið að Grímseyingar
verði án ferjusamgangna við
meginlandið í allt að mánuð en
Grímseyjarferjan bilaði í fyrra-
dag og er ekki enn ljóst hve við-
gerðin mun taka langan tíma.
Brynjólfur Árnason sveitarstjóri
segir að bilun hafi komið upp í
gír ferjunnar og að finna þurfi
varahlut áður en hægt verði að
sigla henni á ný. „Varahlutinn
verðum við að fá að utan og er
ekki enn komið á hreint hve lang-
an tíma það mun taka. Mér skilst
að hætt sé að framleiða varahluti
eins og þann sem okkur vantar
og er því verið að athuga hvort
hægt sé að finna hann notaðan.“
Segir Brynjólfur að finnist ekki
notaður varahlutur geti tekið allt
að mánuð að fá nýjan hlut sér-
smíðaðan. Þetta er bagalegt
enda hefur orðið bið á því að
hægt sé að taka nýju Grímseyj-
arferjuna í notkun, hún er enn í
slipp í Reykjavík.
Í gær sigldi Þorleifur EA88
milli eyjar og lands en mestu
skiptir að koma fiski frá Grímsey
til meginlandsins. | 4
Grímseyingar ferjulausir
Málið í biðstöðu