Morgunblaðið - 05.05.2007, Qupperneq 4
4 LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
SVEITARSTJÓRN Grímseyj-
arhrepps hafnar því að kröfur
Grímseyinga hafi orðið til að hleypa
upp kostnaði við endurgerð notaðs
skips sem nota á til siglinga til eyj-
arinnar. Bendir hún á að hún hafi frá
upphafi vakið athygli á kostum þess
að láta smíða nýtt skip. Tillaga full-
trúa Samfylkingarinnar um að Rík-
isendurskoðun yrði falið að skoða
málið var felld á fundi samgöngu-
nefndar Alþingis í gærmorgun.
Fram kom í viðtali við Kristján L.
Möller, þingmann Samfylking-
arinnar, í Morgunblaðinu á dög-
unum að kostnaður við breytingar á
nýrri Grímseyjarferju væri orðinn
að minnsta kosti 500 milljónir og að
minnst 100 milljónir ættu eftir að
bætast við. Sturla Böðvarsson sam-
gönguráðherra sagði aftur á móti að
þær fullyrðingar væru út í loftið.
Vegagerðin birti í framhaldi af því
upplýsingar um að áætlaður kostn-
aður við kaup og endurbætur á nýrri
Grímseyjarferju hefði í upphafi árs-
ins verið, og væri enn, um 350 millj-
ónir kr. Er það umfram það, sem
áætlað var, þegar ákveðið var árið
2005 að kaupa notaða ferju frá Ír-
landi og samið um útboð á end-
urbótum í kjölfar útboðs. Tekið er
fram í tilkynningu Vegagerðarinnar
að hluta aukakostnaðar megi rekja
til óska Grímseyinga um end-
urbætur, þar hafi verið um að ræða
nýja yfirbyggingu, viðbætur og end-
urnýjun á íbúðum áhafnar, gagn-
gerar breytingar á efri og neðri far-
þegasal, perustefni og fleira.
Vantaði sjálfsagðan búnað
Í yfirlýsingu frá sveitarstjórn
Grímseyjarhrepps er á það bent, að
allar þessar kröfur Grímseyinga hafi
legið fyrir þegar verkið var boðið út
og væru þarf af leiðandi inni í samn-
ingsupphæðinni eftir útboð. Þegar
Grímseyingar hefðu hins vegar orðið
þess áskynja að ferjan væri ekki bú-
in ýmsum búnaði sem sjálfsagður
þætti í farþegaferjum, hefðu verið
gerðar kröfur um það. Nefnt er að
þess hafi verið krafist að farþegar
gætu hlustað á útvarp og horft á
sjónvarp á siglinu, að skipið væri bú-
ið góðum öryggis- og siglingarbún-
aði og keyptir yrðu nýir farþega-
stólar í stað þess að eyða peningum í
að gera upp þá gömlu. Eins hefði
þess verið krafist að skipið yrði búið
kælingu í lest þar sem fiskflutningar
væru uppistaðan í vöruflutningum
milli Grímseyjar og lands.
Í fréttatilkynningu Vegagerð-
arinnar segir, að ákvörðun um að
kaupa notað skip hafi meðal annars
byggst á því að nýtt skip hefði kost-
að 700–800 milljónir kr. samkvæmt
könnun ráðgjafa Vegagerðarinnar.
Sveitarstjórnin efast um að nýtt
skip hefði kostnað svo mikið og nefn-
ir 400 til 500 milljónir sem líklegri
tölu. Í því sambandi bendir hún á að
nauðsynlegt sé að taka tillit til lengri
endingartíma nýs skips en notaðs og
þar með árlegra afskrifta. Lætur
sveitarstjórn það koma fram að hún
hafi bent samgönguráðuneytinu á
þann þátt áður en ákveðið var að
kaupa notað skip frá Írlandi.
Upphaflega átti endurbótum á
Grímseyjarferjunni að ljúka 31.
október sl. Í tilkynningu Vegagerð-
arinnar kemur fram að í byrjun
þessa árs hafi verið áætlað að end-
urbótunum lyki 25. maí en afar ólík-
legt sé að verktakinn geti staðið við
þá tímasetningu.
Hafna úttekt
Samgöngunefnd Alþingis kom
saman til fundar í gærmorgun til að
ræða málefni Grímseyjarferjunnar,
að ósk fulltrúa Samfylkingarinnar. Á
fundinn komu fulltrúar Vegagerð-
arinnar og Ríkiskaupa. Felld var til-
laga um að Ríkisendurskoðun færi
ofan í saumana á útboði Grímseyj-
arferjunnar og málavöxtum öllum.
Guðmundur Hallvarðsson, for-
maður samgöngunefndar, segir að
allar upplýsingar hafi komið fram í
útboðslýsingu og meirihlutinn telji
ekki ástæðu til rannsóknar á þessu
stigi. Mikilvægast sé að ganga í það
af fullum krafti að ljúka verkinu.
Neita því að hafa hleypt upp verði ferjunnar
Morgunblaðið/RAX
Umdeilt skip Endurbótum á ferjunni, sem keypt var frá Írlandi, átti að
ljúka 31. okt sl. haust en óvíst er hvenær hún getur hafið siglingar.
ÚTFÖR Péturs Péturssonar,
fyrrverandi útvarpsþular, var
gerð frá Dómkirkjunni í Reykja-
vík í gær að viðstöddu miklu fjöl-
menni. Séra Örn Bárður Jónsson,
sóknarprestur í Neskirkju, jarð-
söng.
Í ræðu sinni minnti Örn Bárður
á að allir landsmenn hefðu þekkt
hina hljómmiklu rödd Péturs.
„Hún var órjúfanlegur hluti af ís-
lenskri menningu á liðinni öld
þegar útvarpið var eitt og menn-
ingin ein, áður en allt leystist
upp í póstmóderníska ringulreið.
Á sínum tíma var Pétur í viss-
um skilningi þjóðareign. Á heim-
ilum víða um land var mynd af
Pétri á vegg. Sjómenn sögðu frá
því er þeir nálguðust landið og
náðu útvarpinu og heyrðu í Pétri.
Þá var þeim borgið.“
Hér sést kista Péturs borin úr
kirkju, líkmenn voru þau Krist-
ján Stefánsson, Ragnheiður Jón-
asdóttir, Jón B. Jónasson, Stein-
unn Pálsdóttir, Ámundi
Ámundason, María Knudsen,
Árni Daníel Júlíusson og Nellý
Pétursdóttir.
Pétur Pétursson þulur kvaddur
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
SIGURÐUR Tómas Magnússon,
settur saksóknari í Baugsmálinu
svonefnda, hefur kært frávísanir
Héraðsdóms Reykjavíkur á tíu
ákæruliðum til Hæstaréttar. Hér-
aðsdómur komst að þeirri nið-
urstöðu á fimmtudag að ákærulið-
um 2–9, sem snúa að meintum
ólögmætum lánveitingum Jóns Ás-
geirs Jóhannessonar, bæri að vísa
frá dómi þar sem refsiheimild í
hlutafélagalögum hefði ekki verið
nægilega skýr. Liðum tíu og nítján
var einnig vísað frá dómi en vegna
galla á ákæru.
Sigurður hefur hins vegar ekki
ákveðið hvort málinu verði áfrýjað.
Hæstiréttur sker úr um ákæru
á hendur Jóni Gerald
Saksóknari hefur jafnframt ákveð-
ið að kæra frávísun ákæru á hendur
Jóni Gerald Sullenberger til Hæsta-
réttar. Jón, sem ákærður er fyrir
aðstoð við rangfærslu bókhalds
Baugs og fyrir að stuðla að bók-
haldsbroti, naut að mati héraðsóms
ekki þeirra réttinda sakbornings
við lögreglurannsókn málsins sem
lagaákvæði áskilja, og gat ákæra
því ekki verið reist á henni.
Frávísun kærð
til Hæstaréttar
NOKKUR dæmi eru um að ein-
staklingar hafi ekki getað tekið
sæti í stjórnum hlutafélaga eða
gegnt störfum framkvæmdastjóra
vegna refsidóma sem þeir hafa
hlotið. Skv. ákvæði hluta-
félagalaga mega einstaklingar
sem hlotið hafa refsidóma í
tengslum við atvinnurekstur ekki
gegna stjórnarmennsku eða störf-
um framkvæmdastjóra hluta-
félaga þremur árum eftir að
dómur féll. Fram hefur komið að
ef Hæstiréttur staðfestir nýfall-
inn dóm héraðsdóms yfir Jóni Ás-
geiri Jóhannessyni og Tryggva
Jónssyni gæti það haft áhrif á
störf þeirra.
Hlutafélagaskrá hefur eftirlit
með að þessu ákvæði hluta-
félagalaga sé fylgt. Skv. upplýs-
ingum sem fengust hjá Hluta-
félagaskrá undirrita
stjórnarmenn og framkvæmda-
stjórar yfirlýsingu um að þeir
uppfylli hæfisskilyrði áður en til-
kynningar eru sendar Hluta-
félagaskrá. Ef tilkynningar upp-
fylla ekki formskilyrði laganna
ber Hlutafélagaskrá að gera at-
hugasemdir.
Hlutafélaga-
skrá getur gert
athugasemdir
REYKJAVÍKURBORG hefur
ákveðið að kaupa Alliance-húsið svo-
kallaða að Grandagarði 2, en borg-
arráð samþykkti á fimmtudag drög
að kaupsamningi þar að lútandi við
Reykjagarð ehf, núverandi eiganda
fasteignarinnar. Kaupverð er 925
milljónir króna.
Ekki stendur til að borgin yfirtaki
rekstur fasteignarinnar heldur er
ætlunin að endurselja húsið og reit-
inn þar sem tryggt verður að húsinu
verði sýndur fullur sómi og borgin
beri ekki kostnað af breytingunum.
Í samtali við Morgunblaðið segir
Björn Ingi Hrafnsson, formaður
borgarráðs, nokkurn aðdraganda
hafa verið að kaupunum en mikill
vilji hafi verið fyrir hendi til að
vernda Alliance-húsið. „Töluverð
vinna hefur verið unnin innan borg-
arkerfisins þar að lútandi og má til
dæmis nefna að á nýlegum fundi
skipulagsráðs var fjallað um tillögu
að breytingu á deiliskipulagi svæð-
isins þar sem gert er ráð fyrir því að
Alliance-húsið geti staðið áfram við
Mýrargötuna,“ segir Björn Ingi.
Hann leggur áherslu á að ekki
standi til að Grandagarður 2 verði
lengi í eigu borgarinnar, heldur sé
markmiðið að finna kaupanda að
eigninni, en tryggja um leið verndun
á ytra byrði hússins, enda muni það
tryggja enn betra skipulag og um-
hverfi á svæðinu, takist að sameina
uppbyggingu á lóðinni og endurnýj-
un hússins.
Miklir möguleikar
Penninn hf. hefur þegar lýst yfir
áhuga á því að kaupa fasteignina við
Grandagarð 2. Hefur Kristinn Vil-
bergsson, forstjóri Pennans, lagt
fram formlegt erindi um að hitta yf-
irvöld til að ræða framtíð eignarinn-
ar.
„Við teljum að með því að hefja
starfsemi í húsinu höfum við aukið
verðmæti þess og komið fólki í skiln-
ing um notagildi þess,“ segir Krist-
inn í samtali við Morgunblaðið. „Við
viljum gjarnan halda áfram þeirri
starfsemi sem nú þegar er í húsinu
og stækka jafnvel verslun og skrif-
stofurými Pennans. Eigninni fylgir
byggingarréttur og teljum við húsið
búa yfir miklum möguleikum.“
Borgin kaupi Alliance-
húsið á 925 milljónir króna
Penninn lýsir yfir áhuga á að halda áfram rekstri í húsinu að Grandagarði 2
Morgunblaðið/Júlíus