Morgunblaðið - 05.05.2007, Síða 8
8 LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Opið í Smáralind
Lokað í Lágmúla 8 (heimilistæki) og Síðumúla 9 (hljómtæki og skrifstofutæki)
í maí, júní og júlí á laugardögum
laugardaga frá kl. 11:00-18:00
sunnudaga frá kl. 13:00-18:00
ELDHÚSPAKKINN
AEG 66030 K-MN
- Keramikhellur
- Fjórar hraðhitahellur
- Snertirofar
- Tímastillir á öllum hellum
- “Automax“ stilling: byrjar á að fara á mesta
hita, en lækkar síðan á valda stillingu
- Fjögurra þrepa eftirhitagaumljós
KR. 73.579.-
AEG COMPETENCE B 4101-4-M
- Veggofn, stál
- Fjölvirkur ofn með 9 aðgerðum −
Undirhiti, blástur, blástur m/elem,
blástur + undir og yfirhiti + grill, grill, ljós,
undir og yfirhiti, yfirhiti + grill.
- “ISOFRONT“ þrefalt gler í ofnhurð,
auðveldar þrif - kaldari framhlið
- Sökkhnappar
KR. 104.194.-
Airforce F3 / AIRF 3
- Til uppsetningar á vegg
- Fyrir útblástur eða kolafilt
KR. 23.053.-
TILBOÐSVERÐ
ALLUR PAKKINN
129.900,-
AEG LAVAMAT 64810 ÍSLAND 6 kg
Vindingarhraði : 1400/1000/600 snúningar á mín.
Verð: 91.290 kr
HELGARVERÐ
69.900,-
202.048,-
Hvít háglans/4000
GRUNDIRNAR grænka með hverj-
um deginum og kylfingar eru farn-
ir að munda kylfurnar. Á völlum
Golfklúbbs Reykjavíkur hefur tals-
vert borið á því undanfarin ár að
slegið sé á vallarstarfsmenn þegar
þeir eru að sinna vinnu sinni á golf-
vellinum. Til þess að koma í veg
fyrir að það verði stórslys á völlum
Golfklúbbs Reykjavíkur hafa verið
sett blikkljós á öll tæki. Þau virka
þannig að meðan kveikt er á ljósinu
þá er þeim kylfingum sem eru á við-
komandi braut óheimilt að slá. „Það
er mjög vont að fá í sig golfbolta
eins og þeir sem hafa lent í vita og
þess vegna viljum við með þessu
koma í veg fyrir að fleiri vall-
arstarfsmenn lendi í því,“ segir
Ágúst Jensson, vallarstjóri á Korp-
úlfsstöðum á heimasíðu GR.
„Mjög vont að fá
í sig golfbolta“
INNRITUN í framhaldsskóla fer
fram dagana 14. maí til 11. júní.
Þann 14. maí verður opnað fyrir raf-
ræna innritun á skólavef mennta-
málaráðuneytis, menntagatt.is.
Allar umsóknir um nám í dag-
skóla eru rafrænar. Sótt er um á net-
inu og berast umsóknirnar beint til
upplýsingakerfa framhaldsskól-
anna. Frá og með 15. júní geta um-
sækjendur opnað umsóknir sínar
aftur og fylgst með afgreiðslu
þeirra. Innritun í nám í kvöldskóla,
fjarnám og annað nám en í dagskóla
verður með hefðbundnum hætti.
Nánari upplýsingar má finna á
menntagatt.is.
Innritun í fram-
haldsskólana
GISTINÓTTUM á hótelum í mars
fjölgaði um 19% milli ára og var
fjölgun í öllum landshlutum nema á
samanlögðu svæði Suðurnesja,
Vesturlands og Vestfjarða þar sem
þeim fækkaði um tæp 2%. Aukn-
ingin var hlutfallslega mest á Aust-
urlandi. Á höfuðborgarsvæðinu
fjölgaði gistinóttum um 11.900, úr
52.200 í 64.100 sem er 23% aukning.
Gistirými á hótelum í marsmánuði
jókst milli ára. Fjöldi herbergja fór
úr 3.656 í 3.866. Hótel sem opin
voru í mars síðastliðnum voru 72 en
73 í sama mánuði árið 2006.
Fleiri gistinætur
VEGNA framkvæmda
við veitulagnir í borg-
inni verða Sægarðar
lokaðir við gatnamót að
Sæbraut og að Vatna-
görðum frá 5. maí til 26.
maí 2007. Umferðarljós
á gatnamótunum verða
látin blikka á gulu ljósi.
Á Sæbraut til norðvest-
urs verður aðeins ein akbraut á 50
metra kafla. Aðkoma frá Sæbraut
að fyrirtækjum á hafnarsvæðinu
verður um Holtaveg og Sunda-
garða. Nánari upplýsingar er að
finna á vef Framkvæmdasviðs .
Loka Sægörðum
FJÖLDI fólks var samankominn í
Brandskjólunum á Hólmavík eitt
kvöld í vikunni. Fólkið hamaðist við
að leggja þökur á íþróttavöll í sjálf-
boðavinnu, tæplega 30 manns á öll-
um aldri. Fyrr á árum var þarna
malarvöllur, en nú er verið að
þökuleggja og gera lítinn fótbolta-
völl til að yngri kappar á svæðinu
geti æft þarna og leikið sér.
Strandabolti
ALLAR geymslur lögreglunnar á
höfuðborgarsvæðinu hafa fyllst af
reiðhjólum í vetur og er nú svo
komið að halda þarf uppboð á hjól-
um til að rýma geymslurnar. Verða
400 reiðhjól boðin upp í dag, laug-
ardag kl. 13.30, í húsnæði Vöku að
Eldshöfða 4 í Reykjavík.
Lögreglumennirnir Benedikt
Benediktsson og Jóhannes Guð-
jónsson voru í óðaönn að undirbúa
uppboðið þegar ljósmyndara bar að
garði. Reiðhjólin hafa verið hirt
upp á víðavangi í umdæmi lögregl-
unnar og eigendur ekki gefið sig
fram. Mörg þeirra eru í góðu ásig-
komulagi og má búast við fjölmenni
á uppboðið í dag.
Reiðhjól hafa safnast upp hjá lögreglunni í vetur sem aldrei fyrr
Morgunblaðið/Júlíus.
400 hjól
verða boðin
upp í dag
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
KÆRUNEFND jafnréttismála hefur komist að
þeirri niðurstöðu að sýslumaðurinn á Húsavík hafi
brotið gegn ákvæðum laga um jafna stöðu og jafn-
an rétt kvenna og karla við ákvörðun launa handa
kvenkyns sýslumannsfulltrúa sem starfar við
embættið. Í niðurstöðu álitsins segir m.a. að sýslu-
manninum hafi ekki tekist að sanna að hlutlægar
og málefnalegar ástæður hafa ráðið þeim kjara-
mun sem var á milli fulltrúans og karlkyns fulltrúa
sem starfar við sama embætti.
Konan óskaði eftir því í nóvember á sl. ári að
nefndin kannaði og tæki afstöðu til þess hvort mis-
munur á launagreiðslum til hennar og karlmanns í
sambærilegu starfi bryti í bága við ákvæði jafn-
réttislaga en í 1. gr. laga um jafna stöðu og jafnan
rétt kvenna og karla segir að markmið laganna sé
að koma á og viðhalda jafnrétti og jöfnun tækifær-
um kvenna og karla og jafna þannig stöðu
kynjanna á öllum sviðum samfélagsins. Sam-
kvæmt 14. gr. sömu laga skulu konum og körlum
sem starfa hjá sama atvinnurekenda greidd jöfn
laun og njóta sömu kjara fyrir jafnverðmæt og
sambærileg störf.
Í janúar árið 2002 hóf konan störf hjá embætt-
inu og hafði umsjón með opinberum málum, sifja-
málum, þinglýsingum og firmaskrá. Maðurinn hóf
störf í júlí 2004 og var falið að sinna opinberum
málum og sifjamálum auk umsjónar með dánarbú-
um og fjárnámum. Konan taldi sér vera mismunað
þar sem henni hefðu verið greidd lægri laun og
hefði muninn ekki verið hægt að skýra með öðru
en kynferði.
Sýslumaðurinn hélt því fram við meðferð máls-
ins að störf konunnar og mannsins hefðu ekki ver-
ið sambærileg og jafnverðmæt og var m.a. bent á
að karlmaðurinn hefði jafnframt gegnt stöðu stað-
gengils sýslumanns. Einnig byggði sýslumaðurinn
vörn sín á að vinnuframlag og umfang starfs
mannsins hefði verið meira en kæranda og á því
hefði launamunur m.a. grundvallast auk annarra
atriða, s.s. að gerð stofnanasamnings hefði ekki
verið lokið.
Við mat nefndarinnar var m.a. litið til þess að
bæði störfuðu þau sem lögfræðingar hjá embætt-
inu auk þess sem ekki lægi fyrir formleg tilnefning
karlmannsins í stöðu staðgengils – enda þótt fall-
ist væri á að hann hefði gegnt stöðu staðgengils,
skýrði það aðeins hluta þess munar sem væri á
kjörum aðilanna.
Mismunað vegna kynferðis
Kærunefnd jafnréttismála hefur komist að þeirri niðurstöðu að sýslumaðurinn á
Húsavík hafi brotið gegn jafnréttislögum við ákvörðun launa starfsmanna sinna
Í HNOTSKURN
»Kvenkyns sýslumannsfulltrúi við emb-ætti sýslumannsins á Húsavík óskaði
eftir að kærunefnd jafnréttismála tæki af-
stöðu til þess hvort mismunur á launa-
greiðslum til hennar og karlkyns sýslu-
mannsfulltrúa bryti í bága við jafnréttislög.
»Niðurstaða nefndarinnar er að sýslu-manninum hafi ekki tekist að sanna að
hlutlægar og málefnalegar ástæður hafi
ráðið kjaramuninum.