Morgunblaðið - 05.05.2007, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 05.05.2007, Qupperneq 28
|laugardagur|5. 5. 2007| mbl.is daglegtlíf Gaman Íris Kramer lemur húðir og skemmtir sér vel í leiðinni. Skriður á sviði Þessar ákveðnu konur tóku sig óneitanlega vel út á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður. Hér sjást þrjár Skriðnanna: Ylfa syngur, Elenor leikur á gítar og Helga Vala spilar á bassann. Við erum sjö valkyrjur úrBolungarvíkinni semskipum þessa hljómsveit.Þetta eru allt sterkar konur og ákveðnar. Innan sveit- arinnar leynist skólastjóri, tónlist- arkona, héraðslæknir, athafnakona og bæjarstjórafrú svo eitthvað sé nefnt,“ segir Helga Vala Helga- dóttir sem er bassaleikari í kvennahljómsveitinni Skriðunum frá Bolungarvík. „Við erum allar dálítið ráðríkar og þegar stefndi í fyrsta giggið hjá okkur á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður á Ísafirði, þá var mjög margt sem þurfti að ræða innan hópsins og það var þó nokk- urt átak að fá svona margar ákveðnar konur til að vera sam- mála. Það var frekar fyndið.“ Skriðurnar eru kornung hljóm- sveit sem byrjaði að spila um síð- ustu áramót. „Þessi hljómsveit varð til einfaldlega vegna þess að það er svo gaman í Víkinni. Ef það eru til hljóðfæri þá er ekkert verið að spyrja að því hvort einhver kunni að spila, ef fólk er í stuði þá eru því allir vegir færir í Bolung- arvík. Svo einfalt er það.“ Prófin tefja fyrir æfingum Þetta er í fyrsta sinn sem Helga Vala er í hljómsveit og hún kunni ekkert á bassa þegar hún byrjaði. „Ég vissi ekki einu sinni hvernig ætti að halda á honum, en núna er ég orðin ógeðslega góð. Grímur maðurinn minn er bassaleikari og hann kenndi mér. Svo sat ég bara heima og plokkaði kvöld eftir kvöld eftir kvöld. Hinar konurnar í bandinu eru sprenglærðar tónlist- arkonur, en þær eru afskaplega umburðarlyndar gagnvart mér, amatörnum.“ Helga Vala er í háskólanámi í lögfræði og er fyrir sunnan í próf- um þessa dagana. „Ég hef ekki komist á æfingar í heilan mánuð og er skíthrædd um að ég verði rekin úr hljómsveitinni þegar ég kem aftur heim í Bolungarvík að loknum prófum.“ Í skúrnum fram á nótt Konurnar sjö þurftu að æfa dag og nótt fyrir tónlistarhátíðina Aldrei fór ég suður. „Við vorum ákveðnar í því að gera þetta með stæl og ætluðum ekkert að láta taka okkur í bólinu þar. Við erum orðnar geðveikt góðar og þetta fyrsta gigg gekk alveg rosalega vel og upp úr því fór að rigna yfir okkur símhringingum þar sem óskað var eftir að við kæmum fram og spiluðum. Meðal annars spiluðum við með heimsfrægum tónlistarmönnum eins og Lay Low, Pétri Ben og Ólöfu Arnalds á tónleikum sem Rás 2 stóð fyrir í Bolungarvík og voru hluti af ferða- lagi þeirra þar sem þau plokkuðu hringinn. Grímur hljóp í skarðið fyrir mig á bassann af því ég var í prófum.“ Helga Vala segir að í Bolung- arvík geti fólk hitt nágranna sína miklu oftar en í stórborginni Reykjavík. „Fólk kemur oft í kaffi og þessi hljómsveitarhugmynd varð einmitt til í kringum eldhús- borðið af því við vinkonurnar vor- um svo þyrstar í að spila í hljóm- sveit. Þetta er svo hryllilega gaman. Oft er þetta þannig hjá okkur að maður fer kannski í mat- arboð en endar svo í skúrnum að spila fram á nótt. Sumir fara að elda mat og drekka vín en við spil- um á hljóðfæri.“ Eiginmenn í Grjóthruni Helga Vala segir að svolítil deila hafi risið í upphafi um hver ætti að spila á hvaða hljóðfæri og það er aldrei að vita nema þær róteri þeim hlutverkum eitthvað seinna. Í Skriðunum sjá Pálína og Ylfa Mist um sönginn, Soffía spilar á hljómborð, Íris og Elenor leika á gítar, Íris Kramer lemur trommur og Helga Vala plokkar bassann. Hljómsveitarnafnið Skriðurnar segir Helga Vala að hafi komið þannig til að hin hljómsveitin í Bolungarvík heitir Grjóthrun. „Reyndar er sú hljómsveit að mestu skipuð mönnunum okkar sem erum í Skriðunum, þannig að þetta er hálfgerður hjónaklúbbur og ég komst náttúrlega í Skrið- urnar í gegnum bullandi klíku.“ khk@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Vígaleg Helga Vala mundar bassann sem hún hefur plokkað bæði daga og nætur frá því hún byrjaði í Skriðunum. Bolvískar val- kyrjur láta vaða Hljómsveitir eingöngu skipaðar konum eru allt of fáar á Íslandi en nokkrar vinkonur í Bolungarvík bættu úr því. Kristín Heiða Kristinsdóttir spjallaði við Helgu Völu, bassaleikara í Skriðunum. Þessi hljómsveitar- hugmynd varð einmitt til í kringum eldhús- borðið af því við vinkon- urnar vorum svo þyrstar í að spila í hljómsveit. Ljósmynd/ Páll Önundarson Guðmunda Elíasdóttir söng- kona kann vel við sig á Vest- urgötunni og vill raunar hvergi annars staðar búa. »32 innlit Munstraðir skyrtuskokkar og skór í öllum regnbogans litum eiga eftir að setja svip sinn á sumartískuna. »30 tíska
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.