Morgunblaðið - 05.05.2007, Side 29
daglegt líf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2007 29
bendir til þess, að ís-
lenzkt æskufólk sé
hraust til líkama og sál-
ar.
Þessi þróun meðal
unga fólksins hlýtur að
auka bjartsýni um
framtíð þessarar þjóð-
ar.
Víkverja finnst að
með einhverjum hætti
eigi að verðlauna æsk-
una fyrir þennan frá-
bæra árangur. Hann er
líka vísbending um að
neikvæðar fréttir af
vímuefnaneyzlu ungs
fólks, og margvíslegum
afbrotum í tengslum
við slíka neyzlu, gefi alls ekki rétta
mynd af veruleikanum í þessum efn-
um. Það er aðeins lítill hópur ís-
lenzks æskufólks sem þar á hlut að
máli, miðað við niðurstöður þessarar
könnunar.
Kannski skilar það mikla starf,
sem unnið hefur verið á heimilum, í
skólum og í íþróttafélögum og öðr-
um félögum þessum frábæra ár-
angri.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
menntamálaráðherra á að hafa for-
göngu um að sýna æsku Íslands ein-
hvern þann viðurkenningarvott sem
sýnir hversu mikils íslenzka þjóðin
metur þessa þróun.
Óskaplega eru þaðánægjuleg tíðindi
að vímuefnaneyzla hef-
ur farið minnkandi
meðal ungs fólks, ef
marka má niðurstöður
evrópskrar vímuefna-
rannsóknar, sem
Morgunblaðið skýrði
frá í gær.
Í fyrsta lagi er ljóst
að þeim unglingum
fækkar stöðugt sem
reykja. Nú er talið að
rúmlega 11% unglinga
í 10. bekk reyki miðað
við 20,8% árið 1995 og
talið er að milli 30% og
40% unglinga hafi
reykt fyrir tveimur áratugum. Þetta
er stórkostlegur árangur.
Þá er ljóst að þeim fækkar í þess-
um aldursflokki sem reykja hass eða
hafa reykt hass.
Þeim hefur fækkað stórlega á 12
árum sem hafa orðið drukknir síð-
ustu 30 daga og þeim fækkar á sama
tímabili verulega sem hafa orðið
drukknir um ævina.
Og loks sýnir þessi rannsókn að
þeim fjölgar umtalsvert sem hafa
aldrei reykt hass um ævina.
Þetta eru einhver beztu tíðindi af
íslenzkri æsku, sem hafa borizt þjóð-
inni í langan tíma.
Þetta er mikill árangur og hann
víkverji skrifar | vikverji@mbl.is
MEÐ hækkandi sól eykst löngun
fólks í grillmat og margir eiga góðar
stundir á pallinum, úti á svölum eða í
sumarbústaðnum þar sem glóðuðu
kjöti er rennt niður með góðri lyst.
En eftir tíðahvörf ættu konur að
varast að borða mjög mikið af grill-
uðu kjöti en leggja meira upp úr
ferskum ávöxtum og grænmeti, því
mikil neysla á grillkjöti og reyktu
kjöti getur tvöfaldað líkurnar á því
að þær fái brjóstakrabba. Frá þessu
er sagt á vefmiðli MSNBC. Rann-
sókn vísindamanna leiddi þetta í ljós
og studdi auk þess enn frekar þær
þekktu staðreyndir að ferskt græn-
meti og ávextir eru fyrirbyggjandi
að þessu leyti og full ástæða fyrir
konur að gefa því gaum.
Einng er talið æskilegt fyrir þess-
ar konur að draga úr kjötneyslu og
þá ekki aðeins grillkjöts eða reykt
kjöts, heldur líka soðins kjöts, því
rannsóknin leiddi í ljós sterk tengsl
milli brjóstakrabba og kjötneyslu al-
mennt hjá konum eftir tíðahvörf.
Viss efni finnast í öllu kjöti sem eld-
að er við háan hita, grillað eða reykt.
Þær konur sem tóku þátt í rann-
sókninni og borðuðu slíkt kjöt oftar
en einu sinni í viku voru 47 prósent
líklegri til að fá brjóstakrabba en
þær sem borðuðu þess háttar kjöt
sjaldnar en einu sinni í viku. Þær
konur sem bæði borðuðu grillkjöt
eða reykt kjöt og borðuðu auk þess
mjög lítið af grænmeti og ávöxtum
voru 74% líklegri til að fá brjósta-
krabba. Líkur á brjóstakrabba juk-
ust aftur á móti ekki hjá þeim kon-
um sem borðuðu grillað fuglakjöt
og/eða glóðaðan fisk.
Grillaður matur eykur
líkur á brjóstakrabba
Morgunblaðið/Golli
Grillmatur Eftir tíðahvörf ættu
konur að varast að borða grillað
kjöt í miklu magni.
VILT ÞÚ KOMA Í HÓP
ÁNÆGÐRA NEMENDA?
TJARNARSKÓLI
er fyrir nemendur í 7.-10. bekk grunnskóla.
EINSTAKLINGSMIÐAÐ NÁM
Kennslufyrirkomulagið gerir ráð fyrir því að hver og einn vinni
miðað við eigin getu. Keppt er að hámarksafköstum fyrir
hvern og einn.
HEIMANÁM INNI Í STUNDASKRÁ
Nemendur fá góða aðstoð við heimanámið í skólanum og
oftast tekst nemendum að ljúka því á skólatíma. Nemendur fá
einnig þjálfun í sjálfstæðum vinnubrögðum.
MANNRÆKTIN Í FYRIRRÚMI
Lögð er áhersla á að rækta það besta í hverjum nemanda,
góð mannleg samskipti og nemendum er leiðbeint við að
taka góðar ákvarðanir.
NOTALEGT NÁMSUMHVERFI
Áhersla er lögð á að öllum líði vel í Tjarnarskóla.
Skólaeiningin er lítil og allir þekkja alla mjög vel.
VEL FYLGST MEÐ HEIMANÁMI OG VAKAÐ
YFIR NÁMSFRAMVINDU HVERS OG EINS
Upplýsingar um heimanám, námsframvindu og fleira eru
reglulega sendar til foreldra og nemenda.
LÆKJARGÖTU 14B
www.tjarnarskoli.is
Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta!
Hafðu samband í síma 551-6820 / 562-4020 eða
tölvupósti tjarnar@ismennt.is til að fá nánari
upplýsingar eða panta heimsóknartíma hjá okkur.
Við tökum vel á móti þér.
Fréttir í tölvupósti