Morgunblaðið - 05.05.2007, Side 38

Morgunblaðið - 05.05.2007, Side 38
38 LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Sumarhús - Opið hús Ásgarðsland - Grímsnesi Opið hús í dag milli kl. 14 og 16 Til sölu lúxus sumarhús í Ásgarðslandi. Ný- komið í einkasölu glæsilegt, nýlegt (2005), vandað 80 fm sumarhús auk 20 fm gesta- húss, í landi Ásgarðs í Grímsnesi. Húsið skiptist m.a.: Tvö rúmgóð herbergi, stór stofa og eldhús, baðherbergi, geymsla o.fl. Gestahús: Svefnherbergi og baðherbergi. Hitaveita. Kjarrivaxin 0,8 ha. eignarlóð. Parket og náttúruflísar á gólfi. Ca 150 fm verönd m. heitum potti. Ca 60 km frá Reykjavík. Verð 29 millj. Myndir á mbl.is Ægir býður ykkur velkomin, sími 822 5617. REKSTUR fyrirtækja í heilbrigð- isþjónustu hefur sérstöðu sem taka þarf mið af. Aðgengi að heilbrigð- isþjónustu er talið til grundvallar mannréttinda og starfsfólk er bundið lögum og faglegum eið sem varða þjónustuna. Þá hafa sjúklingar tak- markaðar upplýsingar eða þekkingu til að byggja á við val á við- eigandi þjónustu. Heildarútgjöld til heilbrigðisþjónustu hafa farið og munu áfram fara vaxandi. Því er sífellt mikilvægara að finna þau rekstr- arform sem skila best- um árangri með sem minnstum tilkostnaði. Samkvæmt skýrslu OECD frá 2005 námu heildarútgjöld til heilbrigð- ismála í OECD-ríkjunum árið 2003 að meðaltali 8,8% af vergri landsfram- leiðslu, samanborið við 7,1% árið 1990 og rúmlega 5% árið 1970. Heildar- útgjöld til heilbrigðismála á Íslandi árið 2005 námu samtals um 96,3 millj- örðum króna eða 9,6% af vergri landsframleiðslu. Greiðsluþátttaka sjúklinga á sér stað í flestum löndum þó að vafasamt sé að hún minnki kostnað því sjúk- lingagjöld geta dregið úr þarfri notk- un á heilbrigðisþjónustu hjá tekju- minni og eldri sjúklingum. Niðurgreiðslukerfi sjúklingagjalda geta komið til mótvægis en slík kerfi hafa líka sinn rekstrarkostnað. Kostn- aðarhlutdeild sjúklinga hér á landi er lægri en í flestum lönd- um OECD en hefur hækkað verulega eða úr um 12% heildarkostn- aðar 1980 í um 17% á síðasta ári. Heilbrigðiskerfi eru kostuð af almannafé, einstaklingum og fyr- irtækjum en fjár- mögnun heilbrigðisþjón- ustu er stærsti einstaki útgjaldaliður opinberra aðila. Sjúklingar fjár- magna hluta þjónust- unnar og hefur Ísland ekki sérstöðu hvað það varðar. Það er athyglisvert að greiðslur úr vasa sjúk- linga, sem eru ákvarðaðar af stjórn- mála- og embættismönnum, hafa vax- ið hraðar en opinberi hluti útgjaldanna. Þrátt fyrir það eru sjúkrahús rekin með viðvarandi rekstrarhalla og biðlistum eftir þjón- ustu. Við þessar aðstæður sjá fyr- irtæki í vaxandi mæli hag sínum borg- ið með því að auðvelda og greiða fyrir þjónustu starfsmanna sinna með samningum við veitendur heilbrigð- isþjónustu. Ríkisrekstur og fjármögnun heil- brigðisþjónustunnar með beinum og óbeinum sköttum er sú leið sem Ís- lendingar þekkja best. Í öllum vest- rænum löndum er heilbrigðisþjónusta í mismiklum mæli rekin af einkaað- ilum til viðbótar við opinbera rekst- urinn og er fjármögnun með sjúkra- tryggingum leið sem mörg þeirra hafa farið. Vandamál sjúkratrygginga eru vel þekkt. Hrakval verður til þegar þeir sem eru líklegri að þurfa á trygging- unni að halda, tryggja sig. Iðgjöld hækka því og hinir „hraustu“ tryggja sig þá enn síður. Til að komast hjá hrakvali er til dæmis hægt að gera sjúkratryggingu að skyldutryggingu eins og gildir um ábyrgðatryggingar bifreiða. Þessa leið hafa til dæmis Svisslendingar farið. Freistnivandi er annar vandi sem fylgir tryggingamarkaði sem lýsir sér til dæmis þannig að hinn tryggði lifir síður heilsusamlega vegna að þess að hann veit að hann greiðir ekki fyrir heilbrigðisþjónustu þegar hann þarf á henni að halda. Þegar heilbrigðisþjón- usta er veitt án kostnaðarþátttöku sjúklings er líklegra að hún sé notuð án þess að brýn þörf sé til staðar. Á móti kemur að há kostnaðarhlutdeild sjúklinga fælir sérstaklega þá efna- minni frá notkun ekki aðeins á ónauð- synlegri heldur líka nauðsynlegri heil- brigðisþjónustu sem getur orðið dýrkeypt fyrir einstaklinginn og sam- félagið. Gott dæmi hér er versnandi tannheilsa barna og unglinga sem tal- in er skýrast af minni notkun á þjón- ustu tannlækna vegna aukinnar kostnaðarhlutdeildar foreldra. Þessu þurfa stjórnmálamenn og ráðamenn heilbrigðismála að gera sér grein fyrir þegar greiðsluhlutfall sjúklinga er hækkað. Sjúkratryggingar geta verið með margvíslegum hætti en eiga það sam- eiginlegt að þurfa að bregðast við hrakvali og freistnivanda. Heilsufars- saga er mikilvæg upp á mat á áhættu og þar með tryggingagjöldum ef þau eru ekki gerð að skyldu. Sjúklinga- gjald minnkar líkur á freistnivanda en eins og í opinbera kerfinu þarf að vera ákveðið hámark til dæmis á ári. Til að draga úr líkum á „tjóni“ er hægt að ýta undir heilbrigðan lífsstíl. Staða einkarekinna sjúkratrygg- inga er mismunandi eftir löndum. Í Bandaríkjunum eru þær algengar en 35% íbúa eru tryggðir með þeim hætti. Fleiri Bandaríkjamenn eða 43% eru þó sjúkratryggðir af al- mannafé. Í Evrópu standa einkarekn- ar sjúkratryggingar yfirleitt undir þjónustu til viðbótar við opinberu þjónustuna og létta þar með álagi á henni. Meðan biðlistar og rekstr- arhalli er viðvarandi vandi sjúkra- stofnanna ríkisins munu einkareknar sjúkratryggingar sem hafa hingað til ekki verið umfangsmiklar hér á landi, verða eftirsóknarverðari valkostur fyrir almenning. Framþróun læknavísindanna og aldurssamsetning þjóðarinnar leiðir óhjákvæmilega til vaxandi eft- irspurnar eftir heilbrigðisþjónustu. Hagkvæmast er að mæta þessari auknu þjónustuþörf með því að op- inberir aðilar kaupi heilbrigðisþjón- ustu með jöfnum aðgangi sjúklinga. Sjúklingagjöld hafa hækkað sem hlutfall heildarkostnaðar heilbrigð- isþjónustunnar en of há gjöld geta leitt til aukins kostnaðar í stað sparn- aðar. Fjármögnun heilbrigðisþjón- ustu með sköttum endurspeglar ekki þörfina og er háð pólitískum ákvörð- unum frá ári til árs. Skyldu- sjúkratrygging er leið til fjármögn- unar sem stjórnvöld þyrftu að íhuga. Fjármögnun og rekstur heilbrigðisþjónustu Ólafur Ó. Guðmundsson skrifar um rekstur heilbrigðisþjónustu » Því er sífellt mik-ilvægara að finna þau rekstrarform sem skila bestum árangri með sem minnstum til- kostnaði. Ólafur Ó. Guðmundsson Höfundur er læknir og nemi í heilsuhagfræði við EHÍ. NÚ LÍÐUR að samræmdum próf- um í grunnskólum landsins. Hópur nemenda er að ljúka tíu ára skyldunámi og fram- tíðin blasir við. Ekki er ósennilegt að mörgum grunnskólanemum finn- ist ástæða til að fagna á þessum tímamótum og er það vel enda stórum áfanga náð. Undanfarin ár hefur SAMAN-hópurinn stuðlað að því að þessum tímamótum væri fagnað á heilbrigðan og eft- irminnilegan hátt. For- eldrar, skólar og félagsmiðstöðvar hafa m.a. unnið saman að því að skipuleggja ýmsa atburði fyrir 10. bekkinga strax að loknum samræmd- um prófum. Hefur verið almenn ánægja með framkvæmdina og ung- lingarnir átt góðar stundir með skóla- félögum, foreldrum, kennurum og starfsmönnum félagsmiðstöðvanna. Það er mikilvægt á þessum tíma- mótum að við styðjum börnin okkar gegnum síðasta sprettinn í prófaund- irbúningi, hvetjum þau og gefum þeim af tíma okkar. Einnig að við tök- um virkan þátt í undirbúningi og framkvæmd þeirra skipulögðu skemmtana sem unglingum standa til boða að loknum próf- um. Það er ekki síst á ábyrgð okkar foreldra að stuðla að því að ung- lingurinn okkar fagni þessum þáttaskilum á jákvæðan og upp- byggilegan hátt. Við foreldrar berum ábyrgð á uppeldi barnanna okkar og menntun a.m.k. þar til þau ná 18 ára aldri. Rannsóknir hafa sýnt svo ekki verður um villst að þeim börnum sem upplifa umhyggju, að- hald og eftirlit foreldra líður betur, þeim gengur betur í skóla og þau eru síður líkleg til að neyta áfengis og annarra vímuefna. Lok samræmdra prófa eru tíma- mót þar sem sumir unglingar prófa að neyta áfengis í fyrsta sinn. Í ár ber svo við að helgin eftir að samræmd- um prófum lýkur er kosningahelgi og Evróvisjónhelgi. Mikilvægt er að for- eldrar standi saman og leyfi ekki eft- irlitslaus partý á sínum heimilum heldur séu til staðar og fylgist með að allt fari vel fram. Við brýnum fyrir foreldrum, systkinum, frændum og frænkum að sýna væntumþykju sína í verki, virða landslög og kaupa ekki áfengi fyrir ungmenni yngri en 20 ára. Bergþóra Valsdóttir skrifar um samskipti unglinga og foreldra í tilefni af samræmdu prófunum » Í aðdraganda sam-ræmdra prófa í grunnskólum landsins er nærvera okkar, stuðningur og hvatning það mikilvægasta sem við getum gefið börn- unum okkar. Bergþóra Valsdóttir Höfundur er framkvæmdastjóri SAMFOK og fulltrúi samtakanna í SAMAN-hópnum. Samræmd próf og ábyrgð foreldra Á UNDANFÖRNUM rúmum ára- tug hefur íslenskt atvinnulíf þroskast mjög, fagmennska vaxið. Við upphaf tíunda áratug- arins hófu fyrirtæki að koma sér upp Iso-staðli til þess að bæta framleiðslu og verkferli. Vinnan hefur þroskast og stöðugt er áfram haldið. Í kjölfarið fylgdu gæða- og umhverf- isstaðlar, heilsu- og örygg- isstaðlar og fremstu fyr- irtækin vinna nú að stöðugum umbótum – há- þróuðu kerfi til þess að bæta gæði og verkferli. Fyrirtæki – innlend og er- lend – votta eftir nákvæmar úttektir um að gæðakröfur séu uppfylltar. Á Íslandi er vaxandi umræða um íbúalýðræði. Sú umræða er af hinu góða og jákvætt ef íbúar koma í vax- andi mæli að ákvörðunum. En til þess að íbúalýðræði virki þurfa upp- lýsingar að vera traustar. Það þarf að vanda til verka en ekki ana til verka eins og því miður gerðist í Hafn- arfirði. Íslenskir fjölmiðlar kolféllu á prófinu í kosningunni í Hafnarfirði. Hálfsannleik, hreinum og klárum lygum var ítrekað kastað inn í um- ræðuna í anda Nix- ons gamla; „let the bastards deny it“ eða „látum helv… neita því“. Það var ómögulegt fyrir fólk í Hafnarfirði að átta sig á staðreyndum í fárviðrinu, lífsins ómögulegt að greina á milli þess sem var satt og rétt og ýkt og afskræmt. Ef íbúa- lýðræði á að virka verða fjölmiðlar að gæta hlutlægni. Árið 1977 voru uppi áform um smávægilega stækkun í Straumsvík. Þá voru 82% landsmanna á móti í skoðanakönnun Dagblaðsins. Þá var þensla og hörðu andófi haldið uppi gegn sitjandi ríkisstjórn. Árið 1995 Gæðastjórnun fjölmiðla Hallur Hallsson skrifar um íslenskt atvinnulíf, íbúalýðræði o.fl. Hallur Hallsson » Fjölmiðlar þyrftuað standast innri skoðun fagaðila til þess að fá vottun og halda vottorði. Höfundur er framkvæmdastjóri og fyrrverandi fréttamaður. réðst álverið í sína langstærstu stækkun. Þá voru allir stjórn- málaflokkar sammála, meira að segja Steingrímur J. Sigfússon greiddi ekki atkvæði á móti. Þá voru átta þúsund manns án atvinnu. And- staðan gegn Ísal fer eftir atvinnustigi og pólitísku andrúmi á hverjum tíma. Hér er lagt til að íslenskir fjöl- miðlar komi sér upp gæðastjórnun. Það er mun einfaldara mál en margir ætla en mundi styrkja lýðræðið á eyjunni við ysta haf. Fjölmiðlar þyrftu að standast innri skoðun fag- aðila til þess að fá vottun – og halda vottorði. Morgunblaðið gæti riðið á vaðið. Ríkisútvarpið og Stöð 2 fylgt í kjölfarið. Netgreinar á blog.is er vettvangur fyrir aðsendar greinar. Morgunblaðið áskilur sér rétt til þess að vista innsendar greinar á þessu svæði, undir nafni greinahöfunda, hafi ekki tekist að birta greinarnar í blaðinu vegna plássleysis innan tveggja vikna frá því þær voru sendar. Netgreinar - Umræðan á blog.is Hjörleifur Guttormsson | 5. maí Tryggjum verndun Þjórsárvera FÁTT sýnir ljósar bága stöðu nátt- úruverndarmála hér- lendis en sú stað- reynd að enn er tekist á um verndun Þjórs- árvera í stjórnkerf- inu. Í gildi eru lög frá árinu 2003, samþykkt við lok fyrra kjör- tímabils, sem heimila Lands- virkjun að fengnu leyfi iðn- aðarráðherra að reisa og reka Norðlingaölduveitu. Aðeins þing- menn Vinstri grænna greiddu at- kvæði gegn frumvarpinu á sínum tíma en síðan hafa aðrir stjórn- arandstöðuþingmenn séð að sér. Meira: hjorleifurg.blog.is Hallgrímur Viðar Arnarson | 5. maí Uppbygging eða niðurrif? ÞAÐ er korter til kosn- inga, eins og það er gjarnan kallað, og allir flokkar í miklum ham. Kosningaloforðin dynja á okkur, gull og grænir skógar í boði. Alls konar flokkar reyna að sann- færa okkur um að rétt sé að veita þeim atkvæði okkar. Margir koma með þau rök að nú verði að gefa öðrum ráðrúm til að grípa í stýrið. Þegar höfundur spyr af hverju þörf sé á nýjum ráðamönn- um þá fylgja langoftast engin rök önnur en þau að breyta þurfi breyt- inganna vegna. Meira: hallgrimurxd.blog.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.