Morgunblaðið - 05.05.2007, Side 46

Morgunblaðið - 05.05.2007, Side 46
46 LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR fljótlega fann ég með henni pólitíska samleið. Margar ferðir átti ég á eld- húsfund í Grafarbakka. Það var „tal- að stórt“ eða sagðar sögur og hermt eftir – stundum allt í bland – þegar húsbóndinn og þeir frændur voru á vettvangi. Við létum okkur dreyma um að sameina vinstri menn í bænum. Þeg- ar náð var áfanga 1978 var fagnað – og einstaka maður gat ekki sofið í vornóttinni vegna „endurnýjaðrar róttækni“ – þá líkaði Jóhönnu. Hún var alltaf tilbúin að leggja af mörkum – ekki bara í pólitík og félagsmálum – heldur til fjölskyldunnar og til allra annarra sem hún vissi að hún gat orð- ið að liði. Árin liðu og við fjarlægðumst Húsavík – og Jóhanna flutti síðar til Akureyrar. Þrátt fyrir það hélt hún áfram að sýna okkur Helgu að henni fannst við skipta máli. Ósjaldan hringdi hún og sagði mér hvað henni fannst um menn og málefni – sagði mér til. Jóhanna þorði að hæla fólki þegar hún taldi að það ætti skilið hrós – og hún var líka fær um að setja ofan í við mann án þess að rífa mann niður. Lengi vel hafði hún von um að úr mér mætti gera nothæfan pólitík- us – og hún vildi leggja af mörkum til þess uppeldis. Fyrir það er ég þakklátur – vitandi að það eru manneskjur eins og Jó- hanna sem þarf til að leiðbeina þeim sem ætla að bera kyndil réttlætis og mannúðar til árangurs inn í nýjan tíma. Minning Jóhönnu mun lifa með okkur; – það slær rauðum bjarma á sviðið og gítarsláttur og hrjúfur söngur Helga Bjarnasonar ómar á bakvið. Krafan um jafnrétti og tæki- færi fyrir alla verður ævarandi hluti þessarar minningar. Við Helga sendum ástvinum Jó- hönnu okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Benedikt Sigurðarson. Jóhanna Aðalsteinsdóttir, fyrrver- andi bæjarfulltrúi á Húsavík, er látin. Ég kynntist Jóhönnu fyrst fyrir um einu og hálfu ári en hafði áður þekkt til hennar af afspurn. Jóhanna skip- aði heiðurssæti á framboðslista Sam- fylkingarinnar í bæjarstjórnarkosn- ingunum á Akureyri vorið 2006 og við hittumst í nokkur skipti í tengslum við framboðið. Þótt hún væri orðin 82 ára gömul vildi hún vera með og leggja sitt af mörkum. Á einum fund- inum þar sem fjallað var um áherslur í kosningabaráttunni kom hún að máli við mig í lok fundar og sagði mér hversu ánægð hún væri með það upp- legg að leggja áherslu á hugsjónir og málefni en forðast alla neikvæðni í garð talsmanna annarra sjónarmiða. Ég veit að þessa afstöðu hafði hún sjálf alltaf að leiðarljósi í sínum störf- um að stjórnmálum. Ég minnist líka góðrar heimsókn- ar til hennar í Lindasíðu þar sem hún var búsett síðustu árin. Jóhanna bauð mér inn í kaffi og við ræddum saman drjúga stund. Í þessu samtali deildi hún ýmsu úr reynslubrunni sínum, sagði sögur af sjálfri sér og starfi sínu sem bæjarfulltrúi á Húsa- vík. Jóhanna hafði gaman af því að tala og hafði frá mörgu að segja um leið og hún nýtti tækifærið til þess að fá meiri upplýsingar um mig og mína hagi. Minning mín um Jóhönnu verður alltaf tengd þessari góðu stund okkar saman. Í stjórnmálastarfi sínu tók Jó- hanna einarða afstöðu með þeim sem minna mega sín í samfélaginu og lagði alla tíð áherslu á að berjast fyrir auknum jöfnuði og tækifærum þeim til handa. Við sem störfum í stjórn- málum á grundvelli sömu hugsjóna getum mikið lært af lífsstarfi hennar, viðhorfum og viðmóti. Ég votta ættingjum, vinum og venslafólki Jóhönnu mína dýpstu samúð. Hermann Jón Tómasson. Jóhanna í Grafarbakka hefur nú kvatt þennan heim eftir langa og far- sæla ævi en erfið veikindi síðustu ár- in. Jóhanna var einstaklega traust og skemmtileg kona sem ég var svo heppinn að fá að kynnast í byrjun árs 1982, kona sem reyndist mér svo vel. Ég flutti þá norður til Húsavíkur úr Hafnarfirði, til að leika knattspyrnu með Völsungi og var mér komið í fóstur til þeirra heiðurshjóna, Jó- hönnu og Helga í Grafarbakka. Á þessum tíma var Ingibjörg, yngsta dóttir þeirra enn í foreldrahúsum og urðum við góðir vinir. Í Grafarbakka bjó ég á annað ár í mjög góðu yfirlæti enda var Jóhanna höfðingi heim að sækja, það vita þeir sem reynt hafa. Á þessum tíma snerist lífið að mestu um vinnu og knattspyrnu og þá skipti öllu máli að borða vel og ekki stóð á því hjá henni Jóhönnu. Hún hefur alla tíð hugsað vel um sitt fólk og það fékk ég að reyna á þeim tíma sem ég var þar í fóstri. Laugardag- arnir í Grafarbakka eru mér sérstak- lega minnisstæðir, þegar við Helgi vorum að horfa á enska boltann í Sjónvarpinu og Jóhanna snerist í kringum okkur eins og skoppara- kringla og hafði mestar áhyggjur af því að það vantaði kaffi í bollana eða kökur á diskana. En það var líka ánægjulegt að geta gert eitthvað á móti og það þurfti reyndar ekki mik- ið til að gleðja hana Jóhönnu. Bara það að hjálpa til við að mála eldhúsið eða setja tvær stífur bak við hurð á baðinu og hengja á þær hillur, dugði til. „Hann Stjáni er búinn að setja upp þessa flottu innréttingu á baðið,“ var það sem Jóhanna hafði um það að segja. Ekki leiddist henni að hæla manni, það þurfti ekki mikið til að maður yrði þessi bölvaði snillingur- inn. Það var jafnan gestkvæmt í Graf- arbakka á þessum árum, Jóhanna á kafi í bæjarpólitíkinni og Helgi í verkalýðsmálunum. Jóhanna var í bæjarstjórn þegar ég kom í Grafar- bakka og hennar hjartans mál sneru að fjölskyldunni og þá ekki síst vel- ferð barna. Jóhanna stóð sig með mikilli prýði í bæjarstjórn Húsavíkur og margir góðir hlutir gerðust fyrir hennar tilstilli. Það urðu líka oft fjör- ugar umræður í eldhúsinu í Grafar- bakka á þessum tíma. Konan mín Borghildur var einnig heimagangur í Grafarbakka eftir að við fórum að vera saman. Þegar við svo fórum að búa, var það í næsta nágrenni við Grafarbakka og þá var notalegt að eiga Jóhönnu og Helga að, enda frumbýlingsbragur á ýmsu hjá okk- ur. Minnumst við t.d. þess þegar við buðum þeim hjónum í mat og mátt- um þá biðja þau um að kippa með sér tveim stólum og einum matardiski. Auðvitað voru svo fleiri diskar í jóla- pakkanum frá þeim næstu jól. Við fluttum svo til Akureyrar og með ár- unum minnkuðu samskiptin nokkuð, en við héldum þó alltaf sambandi og seinustu árin, þegar Jóhanna var flutt hingað til Akureyrar, var það ómissandi hefð að heimsækja hana á aðfangadag. Þegar dætur okkar fréttu af andláti hennar var eitt það fyrsta sem þær spurðu um: Hvernig verða þá jólin eiginlega næst? Vegna veikinda sinna var Jóhönnu komin á Kristnesspítala og þangað heimsóttum við Bogga og stelpurnar okkar Fanney og Laufey hana á ann- an í páskum. Þrátt fyrir að vera nokkuð kvalin, bar hún sig svo vel og sló á létta strengi, eins og hún átti svo auðvelt með. Hún var svo ánægð með að fá okkur í heimsókn enda gaf hún það sterklega í skyn að það væri ekki langt eftir. Það kom líka á dag- inn og hún Jóhanna hefur nú fengið hvíldina. Kæru Kristjana, Aðalsteinn, Bjarni Hafþór, Helgi og Ingibjörg, makar, börn og barnabörn, missir ykkar er mikill. Guð gefi ykkur styrk í ykkar miklu sorg og Guð blessi hana Jóhönnu. Ég mun alltaf minn- ast hennar með mikilli hlýju og þakk- læti. Kristján Kristjánsson. Vinsemd sem maður hefur notið hverfur ekki. Þannig á ég, yfirkomin af rangindum og leiðindum lands- málanna, auðvelt með að ímynda mér: að ég gangi upp stíginn að bís- laginu á Grafarbakka, taki varlega í hurðarhúninn til þess að vita hvort sé læst, svipti svo hratt upp hurðinni inní húsið og hrópi áður en ég hleyp upp stigann: Jóhanna ertu heima! Og uppi á skörinni bíði Jóhanna, hlý, lág- mælt og kurteis, kannski með glettið blik í auga og bjóði uppi upp á kaffi og kleinur. Ég hlassi mér niður við borð- ið, hún bjástri við eldhúsbekkinn og upphefjist svo mas um bækur og ým- islegt annað sem endar að lokum í pólitíkinni einsog í gamla daga. Ég æsi mig og ergi, rödd hennar verði enn stilltari og skynsamari. Ég róist, baði mig upp úr vinsemd hennar. Og kleinurnar sem fyrr, bestu kleinur í heimi! Vinsemd Jóhönnu Aðalsteinsdótt- ur gagnvart öllu sem lifir var mikil og ætíð var hún að gera öðrum til góðs. Ung kom hún til Húsavíkur, giftist fátækum en knáum sjómanni. Það var því hlutskipti hennar eins og ann- arra sjómannskvenna að hlúa að börnunum sem urðu fimm, ala þau upp og koma þeim til mennta. Þegar þau voru flest flogin á brott fór hún til starfa á sjúkrahúsinu og tók þar á móti og hlúði að þeim sem áttu að leggjast inn til aðgerða. Sá vettvang- ur nægði ekki alveg fyrir alla vin- semdina svo hún bauð sig einnig fram til bæjarstjórnar fyrir Alþýðubanda- lagið. Þar sat hún á annan áratug og reyndi að sjá til þess að betur væri hlúð að konum og börnum í bænum, m.a. var hún hvatamaður að bygg- ingu glæsilegs leikskóla. Það var í Al- þýðubandalaginu sem ég kynntist henni í lok áttunda áratugarins. Mér þótti alltaf sem hún væri hjartað í þeim félagsskap og mig sem illa rekst í flokki fékk hún oftar en tvisvar til að sitja ekki heima þegar mikið lá við. Nýkominni til Húsavíkur var mér sagt að það væru fimm ættir sem byggðu þann bæ, aðrir væru að- komumenn. Jóhanna, sem ólst upp austur á Vaðbrekku í Hrafnkelsdal, giftist að sjálfsögðu inn í menningarættina eða þá ætt sem ekki var bara orðheppn- ust heldur einnig burðarásinn í Al- þýðubandalaginu (og sérframboðum úr því), verkalýðsfélaginu, íþrótta- félaginu, þorrablótunum, leikfélag- inu, myndlistinni. Helga Bjarnasyni, manni hennar, var ekki illa í ætt skot- ið. Þann skemmtilega og litríka mann, sem einsog fleiri vinstrisinnar í þá daga, vissi margt um mannrétt- indi en minna um kvenréttindi, elsk- aði Jóhönnu og í vinsemd hennar blómstraði hann. Ég og fjölskylda mín áttum með þeim hjónum margar gleðistundir í leik og starfi og eigum þeim báðum margs að unna. Þegar ég því í dag hugleiði hvernig þessi merkiskona verði best kvödd þá þyk- ir mér sem ég heyri rödd hennar stillta og prúða. Sú rödd minnir á að á Íslandi eru 5000 börn dæmd til að lifa við fátækt. Sú rödd minnir á að því verði að breyta. Þannig heiðruðum við sem notið höfum vinsemdar Jó- hönnu Aðalsteinsdóttur, held ég, best minningu hennar. María Kristjánsdóttir. Kveðja frá Samfylkingunni í Norðausturkjördæmi Við Samfylkingarmenn kveðjum í dag jafnréttis- og baráttukonuna Jó- hönnu Aðalsteinsdóttur. Jóhanna skipaði með sæmd heið- urssæti flokksins í síðustu alþingis- kosningum, árið 2003. Hún fékk í uppvextinum það veganesti að allir ættu að njóta jafnrar virðingar og mönnum væri frjálst að hafa eigin skoðanir sem alveg mátti láta í ljósi svo framarlega sem menn virtu hver annan og hefðu uppi málefnalega um- ræðu. Hún var jákvæð, heiðarleg og hreinskiptin manneskja sem gott var að fá álit hjá í daglegu amstri stjórn- málanna. Mannauðinn mat hún og tók einarða afstöðu með lítilmagnan- um. Þessir eiginleikar hennar ásamt frábærri samskiptahæfni fengu að njóta sín í margvíslegum störfum fé- lagasamtaka á Húsavík, m.a. í bæj- arstjórn, þar sem hún setti á oddinn málefni kvenna, barna og aldraðra. Boðskapur uppvaxtaráranna var henni gott veganesti sem hún deildi með öðrum. Nú er skarð fyrir skildi. Við minnumst merkrar konu með hlýhug og sendum fjölskyldu hennar samúðarkveðjur. Kristján L. Möller. Jóhanna Aðalsteinsdóttir Mig langar í fáum orðum að minnast elskulegrar Stellu ömmu minnar. Í huga mínum varð Stella amma aldrei göm- ul kona í fyllstu merkingu þess orðs. Stella amma fylgdist vel með öllu sem gerðist í þjóðfélaginu og hafði líka skoðun á því. Það var oft tekist á í skoðanaskiptum og gaf hún þar lítið eftir. Ekkert málefni var svo ómerki- legt að ekki væri hægt að ræða það við ömmu og fá hennar sýn á hlutina. Þegar ég lít til baka og hugsa til þess hvernig ég sem unglingur gat rætt við ömmu og afa um mín hjartans mál þá hlýnar mér um hjartað. Þetta óbilandi traust og ástúð sem ég skynjaði ávallt hjá ömmu og afa á stóran þátt í mótun minni á við- kvæmasta æviskeiði. Fyrir það verð ég ævinlega þakklátur. Það er ekk- ert sjálfsagt við það að geta rætt hin ýmsu uppátæki og oft barnsleg við- horf við sér miklu eldra fólk og vera samt tekinn alvarlega. Amma og afi hlustuðu án þess að dæma. Amma var þó ávallt fljótari á sér með leið- beiningar í lífsleikni og lífsins gildum eins og henni var lagið en saman gátu þau iðulega haft góð áhrif á tán- inginn. Í ömmu leyndist líka tilrauna- kokkur. Afi er minna fyrir slíkt ✝ Sigurveig StellaKonráðsdóttir fæddist í Reykjavík 28. febrúar 1922. Hún andaðist á Landspítalanum í Fossvogi 13. mars síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Fossvogskirkju 20. mars. þannig að ég fékk nokkrum sinnum að vera tilraunadýr. Hjá henni smakkaði ég fyrst á ýmsu framandi kryddi sem ég notaði mikið síðar en hún kannski bara einu sinni. Þetta voru jú til- raunir og hún forvitin. Þegar forvitninni var svalað reyndist oft betur að elda eitthvað sem afi borðaði. Ég minnist þess með bros á vör þegar við borð- uðum saman nú fyrir síðustu jól og áhugi ömmu á nýjungum í matar- gerð var engu minni en fyrir 25–30 árum þegar hún gerði tilraunir sem ég átti að smakka. Svo líður tíminn og það eru ekki nema nokkrar vikur síðan við sátum yfir kaffibolla og amma sagði mér frá húsum og versl- unum við Laugaveginn. Mér varð það þá svo ljóst að amma mín hafði upplifað breytingar og þróun mann- lífs í þessu landi sem erfitt er að gera sér í hugarlund. Þarna sat hún og dró upp myndir af glæsilegum dömu- og herrafataverslunum þar sem þjónustan var frábær, vörurnar vandaðar, skaut samt inn í að rán- dýrt gólfefnið hefði illa hentað ís- lenskum aðstæðum. Það var á svona augnablikum sem auðvelt var að gleyma því að amma var alveg að verða áttatíu og fimm ára gömul og líkaminn farinn að gera henni erfitt um vik. Hugurinn var svo skýr. Í huga mér eru óteljandi minningar um ömmu. Bara góðar minningar um hlýja, ástúðlega og skemmtilega ömmu. Fyrir það verð ég ævinlega þakklátur. Þorsteinn Torfason. Sigurveig Stella Konráðsdóttir Stuttu eftir að ég flutti á Akranes tók ég eftir vörpulegri konu sem hjólaði um bæinn. Um haustið fór ég að salta síld. Þegar ég fékk útborgað var í umslaginu kvittun, skrifuð með fal- legri rithönd, að ég hefði greitt til verkalýðsfélagsins, undirrituð af Herdísi Ólafsdóttur. Þetta voru mín fyrstu, en sem betur fer ekki síð- ustu kynni af Herdísi. Síðar var ég svo í stjórn kvennadeildar verka- lýðsfélagsins og varð það mér ómæld ánægja og reynsla að kynn- ast henni. Hún var einhver sú skemmtilegasta og greindasta og hæfileikaríkasta kona sem ég hef þekkt. Hugsjón hennar var að bæta kjör verkafólks og þá sérstaklega verkakvenna – að því vann hún af heilum hug og mikilli elju. Samn- ingakona var hún mikil, róleg og yf- irveguð. Innan verkalýðshreyfing- arinnar var mikil virðing borin fyrir henni. Ég var svo lánsöm að vinna stundum með henni á skrifstofunni. Það var bæði lærdómsríkt og gam- an. Þegar mikið var að búið að ganga á sagði hún stundum: „Við skulum láta þetta líða um dal og hól.“ Eitt sinn þegar við vorum að reikna út atvinnuleysisbætur sagði hún: „Að ég sem var mesti tossi í reikningi skyldi lenda í þessu.“ Vandvirknin var samt sú að ekki veit ég til þess að neinn hafi gert at- hugasemdir við útreikning hennar. Gaman var að sitja við eldhús- borðið á Dvergasteini og spjalla um nýlesnar bækur. Eitt sinn höfðum Herdís Ólafsdóttir ✝ Herdís Ólafs-dóttir fæddist á Vindási í Kjós 28. febrúar 1911. Hún lést á Dvalarheim- ilinu Höfða á Akra- nesi 16. apríl síðast- liðinn og var útför hennar gerð frá Akraneskirkju 24. apríl. við báðar fengið Vetr- arferðina eftir Ólaf Gunnarsson í jólagjöf. Þar sem hún var oft á öðrum nótum en ég varðandi bækur spurði ég hana hvað henni fyndist. Hún sagði: „Ég vorkenndi nú honum Kristjáni.“ Þetta lýsir henni vel. Fordómalaus og lagði fólki alltaf gott til. Herdís hætti að hjóla, fékk sér Trabant og síðan Skoda. Ég held hún hafi verði lítið fljótari í ferðum á þeim heldur en hjólinu. Hún bakkaði eitt sinn á staur og þá sagði hún. „Ég skil ekkert í þessu – þessi staur er búinn að vera þarna í mörg ár.“ Sonur hennar ráðlagði henni að fá sér sjálfskiptan bíl. Þá sagði hún við mig. „Hvað á ég að gera við vinstri fótinn ef ég hætti að trampa á kúplingunni.“ Eitt sinn vorum við ásamt fleir- um að koma af fundi í Reykjavík og bíllinn minn bilaði á miðri leið. Hún sagði þá: „Þið eigið að gera eins og ég, að fara aldrei lengra að heiman á bíl en svo að þið geti labbað heim á 5 mínútum ef hann bilar.“ Ef við ættum fleiri baráttukonur eins og hana fyrir réttindum og aðbúnaði verkafólks væru kjör þeirra lægst launuðu betri í dag. Í hvert einasta af þeim mörgu jólakortum sem ég á frá henni skrifaði hún alltaf hvatn- ingu og uppörvun til mín. Herdís var bindindiskona, en þegar ég sagði henni að ég væri að fara til Feneyja sagði hún. „Skálaðu í Martini á Markaðstorginu.“ Og ég gerði eins og hún sagði, skálaði í Martini fyrir henni á Markaðstor- ginu. Nú kveð ég með þakklæti vin- konu mína Herdísi Ólafsdóttur. Hafðu þökk fyrir allar góðu stund- irnar og þann mikla lærdóm sem ég fékk af kynnum við þig. Sigrún Clausen.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.