Morgunblaðið - 05.05.2007, Síða 54
54 LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Húsnæði óskastBílar
URAL SPORTSMAN 750
árg. 2005, ek. 50 km. Hliðarvagn með
drifi. Bakkgír. Uppl. í síma 892 8380.
Toyota Hilux 2,5 dísel beinskiptur,
árg. ‘06, ek. 8.500 km., 33", beisli,
hús, filmur. Áhv, lán, verðhugmynd
3.400 þús. Uppl. í síma 856 0640.
Toyota ek. 243 þús. km. Til sölu
Toyota 4runner á 38 tommu hálfslitn-
um dekkum. Góður bíll, þarfnast smá
aðhlynningar fyrir skoðun. Uppl. í
síma 898 9836.
SUZUKI GRAND VITARA
ljósgrár (silfur), á götuna 30.09.2003.
Ekinn aðeins 43 þús. km. Mjög vel
með farinn. Aðeins einn eigandi.
Sími 892 5941 og 863 6663.
Renault árg. '99 ek. 240 þús. km.
Renault Megan Senic til sölu, ný
skoðaður, ný upptekin vél, fæst á
yfirtöku á láni, ca. 16.000 kr.
mán-greiðsla. Uppl. sími 846 0151.
Range Rover árg. '04, ek. 99 km.
Range Rover New 3.0 dísel, einn
með öllu. Verð 7.590, lán 5.077.
Skoða skipti. Nánari uppl. í síma 691
4441. Til sýnis og sölu hjá
bilasalan.is. Sími 533 2100.
MITSUBISHI GALANT ÁRG, 2003.
USA týpa. Ekinn 67 þús. Gullfallegur
og vel með farinn bíll. Perluhvítur.
Sjálfskiptur m. öllu. Listaverð 1600
þús. Söluverð 1250 þús strax.
Uppl. í síma 895-3040
MCC ÁRG. '04 EK. 25 KM fallegur
bíll 17" álfelgur, spoiler CD. Ásett
verð 1390. TILBOÐ 1050. 100% Lán
17 á mán.
BILASALAN.IS
Stórhöfði 24 533-2100 866-5354
Honda HRV Sport árg. 2000
ek. 70 þús. til sölu. Glæsilegt eintak.
Bíll í toppstandi frá A-Ö fjórhjóladrif,
heilsárs-loftbóludekk o.m.fl. Verð
1200 þús. Uppl. í síma 868 1616.
- Gullmoli - Án efa besta eintakið á
Íslandi. BMW520i, glertoppl., álfelg-
ur, innfl. nýr af umboði. Ek. aðeins
59.000 km! Sími 849 8373.
FORD F-150
Til sölu árg. 2005, ekinn 27.000 km.
Verð tilboð, áhv. 2800 þús. Ath. öll
skipti. Upplýsingar í síma 8671335.
Dekurbíll Cadillac Escalade
Árgerð 2004, ekinn aðeins 17 þús.
km. Einn með öllu. Verð 6,5 millj., 5,9
millj. stgr. Upplýsingar í síma 899
2857/852 0748.
Volkswagen Touareq
(dísel) R5 TDI, árg. 10/04, ek. 80 þús.,
loftpúðafjöðrun, leðursæti, naviga-
tion, fjarlægðarskynjarar, 6d ma-
gasín, zenon-ljós o.m.fl. Einn með
öllu. Verð 5,9. Uppl. í síma 868 1616.
Vantar íbúð á Akureyri. Óska eftir
4ra herb. íbúð helst nálægt VMA.
Reglusöm með 3 börn. Öruggar
greiðslur. Uppl. í s. 844 7040.
Reglusamt og reyklaust par
nýkomið úr háskóla vantar íbúð til
leigu á höfuðborgarsv. frá 1. júní. Vin-
samlegast hafið samband við Sigrúnu
í s. 695 0600 á milli 17 og 22.
Bílar óskast
Sendibílar og húsbílar óskast á
0-100 þús. Mega vera klesstir, bilaðir
og ljótir en ekki skilyrði. Skoða allt.
691 4441 eða bilar@internet.is.
Þjónusta
Móðuhreinsun glerja!
Er komin móða aða raki milli glerja?
Móðuhreinsun Ó.Þ.
Sími 897 9809.
Byggingar
TILBOÐ Á RAFSTÖÐVUM 4.5kw
1f. disel m/rafstarti 119.000.00 án
vsk 19 kw 3f.disel vatnskæld
490.000.00 án vsk.
LOFT OG RAFTÆKI Vesturvör
30B.Kópavogi S.5643000
www.loft.is
Byggingavörur
Einangrunarplast-takkamottur.
Framleiðum einangrunarplast,
takkamottur fyrir gólfhitann, fráveitu-
brunna Ø 400, 600 og 1000 mm,
vatnslásabrunna, vatnsgeyma, sand-
föng, olíuskiljur, fituskiljur, rotþrær,
vegatálmar. og sérsmíðum.
Verslið beint við framleiðandann,
þar er verð hagstætt.
Einnig efni til fráveitulagna í jörð.
Borgarplast, Seltjarnarnesi,
sími 561 2211,
Borgarplast, Mosfellsbæ,
sími 437 1370.
Heimasíða : www.borgarplast.is
Fellihýsi
Fellihýsi til sölu
Palomino colt 9 feta árg 2005.
Fylgir fortjald, svefntjöld, grjótgrind,
festing fyrir tvo gaskúta. Sími
892 9614, 567 0394.
Íbúð óskast í sumar. Óska eftir
íbúð í júní, júlí og ágúst á höfuðborg-
arsvæðinu. Lágmark 4 herb. og helst
með húsgögnum. Vinsamlegast hafið
samband í síma 863 3113.
Íbúð óskast. Að leigjanda þið leit-
ið?/Litla íbúð feðga vantar/
Stöðugum seðlum heitið/Skilvís engir
vankantar. Helst í hverfi 105 vegna
skóla barns. Uppl. í s. 865 9290.
Íbúð eða einbýli óskast. Verðandi
hjón með 2 chihuahua hunda og einn
kött bráðvantar húsnæði á 301
svæðinu til leigu. Helst í dreifbýli í ca
6 mnd-1 ár á meðan byggingu á
húsinu okkar klárast, ef til vill lengur.
M. von um skjót svör:
diljapalmer@hotmail.co
Námskeið
Veiði
Veiðikort
Til sölu veiðikort sem gildir fyrir eftir-
farandi staði sumarið 2007:
Kvíslárveitur, Þórisvatn og Fellsenda-
vatn. Frábærir staðir sem þekktir eru
fyrir væna veiði.
Verð 35.000 kr. Takmarkað magn.
Pantanir og upplýsingar á
vatnaveidi@gmail.com
Hjólhýsi
Til sölu
Tabbert Vivaldi árg. 2006. Kom nýtt á
götuna í september 2006. Klárt í
ferðalagið, hlaðið aukabúnaði,
áhvílandi 2,2 miljónir. Upplýsingar í
síma 896-8257/898-1285.
Til sölu mjög lítið notað LMC
hjólhýsi 500 RBD 2006, markísa,
sólarsella, heitt og kalt vatn, gólf-
teppi, útvarp með cd, sjónvarpsloft-
net, auka lestarlúga, grjótgrind.
Einnig Combi Camp með íslenskum
undirvagni.
Upplýsingar í símum 568 9898 og
892 0002.
Tabbert Pusini 4/2006. Smá útlits-
gallað, kostar nýtt 3.800. Eitt með
öllu. Tilboð 2.700. Sími 691 4441.
Hobby hjólhýsi 720 UML,
árg. 04/2005. L. 9150 cm, br. 2500
cm. Svefnpláss f. 6. Verð 2.500 þús.
Áhv. ca 2 millj. Glæsilegt hús.
Sími 892 8380 og 552 3555.
Húsbílar
Stangir fyrir markísu
Stangir með gormum fyrir awning
(markísu) fyrir ameríska bíla. Verð 30
þús. Upplýsingar í síma 897-4213.
Glæsilegur húsbíll
Chevrolet 1994, sjálfskiptur, dísel
turbo 6,5 ekinn 49 þús km. Rafstöð,
2x 100 v sólarrafhlöður, 220v rafkerfi.
Leðurinnréttingar, halagon lýsing.
Einn sá flottasti. Sjón er sögu ríkari.
Upplýsingar í síma 897-0490.
Captains stólar
2 nýjir leður Captains stólar með
snúning. Verð aðeins 160 þús.
Upplýsingar í síma 897-0490.
Tennishöllin opnuð
Skemmtileg byrjendanámskeið
í tennis fyrir fullorðna í sumar.
Sumarskráning hafin.
Verð frá 8.900 kr.
Upplýsingar í síma 564 4030.
Tennishöllin og TFK.
2ja-3ja herb. íb. m. sérinngangi.
Rvk & nágrenni. Reglus., reykl. &
skilvíst par. Sérinng., jarðh. t.d. neðri
h., einbýli. Langtímaleiga, dýrahald
leyft. Sími 692 3840. *Meðmæli*.
Skoðum allt!
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
FRÉTTIR
GUÐJÓN Ólafur Jónsson, alþingis-
maður, sendi eftirfarandi yfirlýsingu
frá sér á fimmtudagskvöld:
„Í tilefni af fréttaflutningi DV í
dag, sem m.a. var vísað til í fréttum
Ríkissjónvarpsins í kvöld, tel ég
nauðsynlegt að taka eftirfarandi
fram:
Lýsing á því hvernig staðið var að
meðferð og afgreiðslu mála í undir-
nefnd allsherjarnefndar Alþingis,
þ.m.t. talið þess máls sem fréttin
fjallar um að öðru leyti, er röng. Nið-
urstaða undirnefndar allsherjar-
nefndar í hverju tilviki um hvort lagt
skuli til að ríkisborgararéttur verði
veittur eða ekki er sameiginleg nið-
urstaða þeirra þriggja þingmanna
sem þar sitja, eftir atvikum að und-
angengnum umræðum. Umrætt til-
vik var í engu frábrugðið öðrum að
því leyti. Beitti ég umrædda nefnd-
armenn hvorki þrýstingi við af-
greiðslu málsins né var beittur
þrýstingi af þeim eða öðrum.
Ég ítreka það sem áður hefur ver-
ið haft eftir mér, Bjarna Benedikts-
syni og Guðrúnu Ögmundsdóttur að
umrætt mál fékk að öllu leyti eðli-
lega og sambærilega afgreiðslu í
allsherjarnefnd eins og öll önnur mál
um ríkisborgararétt sem þar voru til
umfjöllunar fyrir þinglok. Hefur það
og verið staðfest með tölfræðilegum
gögnum frá allsherjarnefnd að af-
greiðsla málsins var á engan hátt
sérstök og efnisleg rök að baki veit-
ingu ríkisborgararéttar sambærileg
fjölda annarra tilvika.
Þrátt fyrir að það sé utan verk-
sviðs allsherjarnefndar er rétt að
nefna að til viðbótar hefur verið stað-
fest af hálfu dómsmálaráðuneytis og
Útlendingastofnunar að afgreiðsla
umræddrar umsóknar var sambæri-
leg við afgreiðslu annarra umsókna
sem berast ráðuneytinu skömmu
fyrir þinglok.
Ég dreg ekki í efa að veiting rík-
isborgararéttar með lögum frá Al-
þingi sé réttmætt umfjöllunarefni
fjölmiðla. Slík umfjöllun má þó ekki
einkennast af dylgjum og rakalaus-
um fullyrðingum.“
Yfirlýsing frá
Guðjóni Ólafi Jónssyni
Í TILEFNI af alþjóðadegi hjúkr-
unarfræðinga býður Félag ís-
lenskra hjúkrunarfræðinga upp á
dagskrá á Grand Hóteli mánudag-
inn 7. maí klukkan 16:30 – 18:00.
Dagskráin er helguð starfsumhverfi
hjúkrunarfræðinga með áherslu á
tækni í heilbrigðisþjónustu.
Í fréttatilkynningu frá FÍH segir
m.a.: Þróun heilbrigðisþjónustu í
vestrænum ríkjum kallar stöðugt á
nýja þekkingu, þjálfun og skilvirk
vinnubrögð heilbrigðisstarfsmanna.
Íslenskt heilbrigðiskerfi hefur ekki
farið varhluta af þessari þróun.
Tímaskortur og aðstöðuleysi draga
úr gæðum þeirrar þjónustu sem
þekking og faglegar kröfur heil-
brigðisstarfsmanna bjóða upp á.
Hjúkrunarfræðingar hafa áhyggjur
af gæðum þjónustu og öryggi sjúk-
linga. Rannsóknir hafa sýnt að gott
starfsumhverfi heilbrigðisstofnana
hefur jákvæð áhrif á gæði þeirrar
þjónustu sem veitt er.
Alþjóðasamtök hjúkrunarfræð-
inga munu á komandi árum halda
áfram baráttu sinni fyrir bættu
starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga í
heiminum og hafa af þeim sökum
stofnað alþjóðlega miðstöð fyrir
mannafla í hjúkrun (International
centre for human resources in nurs-
ing). Markmið samtakanna er
stuðla að gæðum innan heilbrigð-
isþjónustunnar með því að hvetja til
uppbyggingar á góðu starfsum-
hverfi fyrir heilbrigðisstarfsfólk.
Heimasíða samtakanna er
www.ichrn.ch.
Á ráðstefnunni flytur Lovísa
Baldursdóttir, hjúkrunarfræðingur
á Landspítala-háskólasjúkrahúsi,
ávarp. Framsöguerindi flytja Þor-
björg Sóley Ingadóttir, hjúkrunar-
fræðingur á LSH, Þórður Helga-
son, verkfræðingur á LSH,
Kristrún Þórkelsdóttir, gæðastjóri
á LSH, og Vigdís Hallgrímsdóttir,
hjúkrunarfræðingur hjá Félagi ís-
lenskra hjúkrunarfræðinga.
Drengjakór Hallgrímskirkju
syngur fyrir gesti að dagskrá lok-
inni.
Dagskrá á alþjóðadegi
hjúkrunarfræðinga
MORGUNGÖNGUR FÍ verða farn-
ar dagana 7.–11. maí. Þá verður
gengið á fjöll í nágrenni Reykjavík-
ur fyrir fyrsta hanagal og komið í
bæinn aftur fyrir vinnu.
Fyrsta gangan er á Helgafell, því
næst Vífilsfell, Grímannsfell, Keili
og endað með ferð í Viðey á föstu-
dag. Morgungöngur FÍ voru fyrst
árið 2005 en síðan hefur þátttak-
endum fjölgað jafnt og þétt. Allir
eru velkomnir í morgungöngurnar
og er þátttaka ókeypis.
Lagt er af stað frá Mörkinni 6 kl.
sex. Gott er að hafa með sér nestis-
bita og góðan búnað. Göngurnar
hefjast með örstuttri morgunleik-
fimi, á toppnum er síðan lauflétt
spurningakeppni og ferðin endar
með liðkandi teygjuæfingum.
Á fjöll við fyrsta hanagal
STEFNA stjórnmálaflokkanna í
mannréttindamálum verður til um-
ræðu á morgunverðarfundi mánu-
daginn 7. maí, kl. 8:30–9:30, í
Blómasal Hótels Loftleiða. Fram-
bjóðendur svara fyrirspurnum um
stefnu flokka sinna í helstu málum
er snerta mannréttindi: Fulltrúar
flokkanna verða Atli Gíslason
Vinstri grænum,
Ágúst Ólafur Ágústsson Sam-
fylkingu, Ásgerður Jóna Flosadótt-
ir Frjálslynda flokknum, Birgir Ár-
mannsson Sjálfstæðisflokki, Jónína
Bjartmarz Framsóknarflokki og
Lárus Vilhjálmsson Íslandshreyf-
ingunni.
Aðgangur er öllum opinn. Að
fundinum stendur Mannréttinda-
skrifstofa Íslands.
Mannréttindi á morgunfundi
HINN árlegi bókamarkaður Lions-
klúbbs Seltjarnarness verður nú í
18. sinn á Eiðistorgi, Seltjarnarnesi
í dag kl. 10-16.
Á boðstólum verður ótrúlegur
fjöldi bókatitla á gjafverði og má
því gera reyfarakaup um leið og
stutt er við góð málefni sem klúbb-
urinn vinnur að.
Bókamarkaður
á Eiðistorgi