Morgunblaðið - 05.05.2007, Síða 55

Morgunblaðið - 05.05.2007, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2007 55 Skartgripir Fjallkonunnar Reynomatic Café Mílanó árnað heilla ritstjorn@mbl.is Félagsstarf Bólstaðarhlíð 43 | Opið hús í dag kl. 13–17, hand- verks- og listmunasýning, kaffisala, heimabakaðar kökur og smurt brauð. Ingvar Hólmgeirsson verður með nikkuna. Kl. 14.30 sýna dömur úr fé- lagsstarfinu föt frá tískuversluninni Smart. Allir vel- komnir. Breiðfirðingabúð | Félag breiðfirskra kvenna. Mun- ið fundinn mánudaginn 8. maí kl. 20. Rætt verður um vorferð, vonast til að sjá sem flesta. Félag kennara á eftirlaunum | Fræðslu- og skemmtifundur og jafnframt aðalfundur í Ásgarði í Stangarhyl 4 hefst kl. 13.30. Félagsheimilið Gjábakki | Vorsýningarnar opnar í Gjábakka og Gullsmára í dag kl. 14–18. Hefðbundið vöfflukaffi. Allir velkomnir. Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Kl. 10 ganga. Vor- sýning á hand- og listverki eldri borgara verður laugardag og sunnudag. Opið kl. 14–18 báða dag- ana. Vöfflukaffi. Hæðargarður 31 | Líttu inn í morgunkaffi, skoðaðu dagskrána, líttu í blöðin og skrafaðu við skemmti- legt fólk. Alltaf eitthvað nýtt á döfinni. Fastir liðir eins og venjulega. Ókeypis tölvuleiðbeining þriðjud. og miðvikud. kl. 13–15. Allir velkomnir. S. 568-3132. asdis.skuladottir@reykjavik.is. Kvenfélagið Fjallkonurnar | Síðasti fundur vetr- arins verður þriðjudaginn 8. maí kl. 20 í safnaðar- heimili Fella- og Hólakirkju. Kvenfélag Langholts kemur í heimsókn. Skemmtidagskrá, happdrætti. Mætið með hatta. Kaffiveitingar. Lífeyrisþegadeild Landssambands lögreglu- manna | Síðasti sunnudagsfundur deildarinnar þennan veturinn verður á morgun, 6. maí, kl. 10 á Grettisgötu 89. Félagar fjölmennið. 70 ára afmæli. Hinn 6. maíverður sjötug Lilja Soffía Jónasdóttir. Af því til- efni verður hún með heitt á könnunni á afmælsidaginn fyr- ir ættingja og vini frá kl. 15 í Hvammi, Suðurgötu 15–17, Keflavík. 50 ára afmæli. ÓlafurÓlafsson héraðsdóm- ari á Akureyri er fimmtugur í dag, laugardaginn 5. maí. Hann fagnar þessum tímamót- um með fjölskyldu og vinum. Hlutavelta | Þessi föngulegi hópur tók sig til og hélt tombólu til styrktar Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra. Þau söfnuðu 30.639 krónum. Þau heita frá vinstri: Arndís Ármann Halldórsdóttir, Björn Ármann Halldórsson, Elma Sól Snæhólm, Fannar Freyr Sig- hvatsson, Herborg Vera Leifsdóttir, Ísak Hallmundarson, Lára Margrét Pálsdóttir og Þórdís Rafnsdóttir. Styrktarfélagið þakkar þeim kærlega fyrir sendinguna. hlutavelta ritstjorn@mbl.is dagbók Í dag er laugardagur 5. maí, 125. dagur ársins 2007 Orð dagsins: Vaknið því, þér vitið eigi, hvaða dag Drottinn yðar kemur. (Matth. 24, 42.) Samtökin ’78 efna til kosninga-fundar í dag, laugardag.Fundurinn er haldinn í Regn-bogasalnum í húsnæði Sam- takanna ’78 á Laugavegi 3, 4. hæð og hefst kl. 14. Frosti Jónsson er formaður Samtak- anna ’78: „Við bjóðum til okkar fulltrú- um allra flokka, bæði til að heyra hvað flokkarnir hafa upp á að bjóða, en ekki síður til að eiga samræður við fram- bjóðendur og kynna sjónarmið okkar,“ segir Frosti. „Samkynhneigðir eru fjöl- breyttur hópur með margbreytilegar skoðanir. Það er mikilvægt að raddir samkynhneigðra fái að heyrast og því viljum við umfram allt kalla eftir sam- ræðum um þau mál sem okkur varða.“ Mikið hefur unnist í réttindabaráttu samkynhneigðra á Íslandi á síðustu ár- um: „Þrátt fyrir miklar framfarir með breytingum á lögum er okkar starfi hvergi nærri lokið hér á landi. Samkyn- hneigðir þurfa stöðugt að minna bæði sjálfa sig og aðra á réttindi sín og skyldur,“ segir Frosti. „Þess þarf einn- ig að gæta að þær réttarfarslegu bætur sem orðið hafa skapi ekki tómarúm, að það gleymist að halda sýnileika og rétt- indum samkynhneigðra á lofti. Okkur er stundum hætt við að telja björninn unninn með lagabreytingum, en það er alls ekki svo. Fordómar hverfa því mið- ur ekki af sjálfu sér og eitt af verk- efnum okkar er að efla fræðslu sem skilar miklu í þeirri baráttu.“ Frosti nefnir einnig að íslenskir stjórnmálamenn geti haft mikil áhrif á réttindabaráttu samkynhneigðra á al- þjóðavettvangi: „Víða um heim er brot- ið gróflega á samkynhneigðum og er mikilvægt að stjórnmálamenn kynni sér slík mál og færi þau í tal við fulltrúa ríkja sem þeir sækja heim, eða heim- sækja okkur.“ Samtökin ’78 eru hagsmuna- og bar- áttusamtök homma, lesbía, tvíkyn- hneigðra og transgender fólks: „Allt frá stofnun árið 1978 hafa Samtökin barist fyrir sýnileika og fullum rétt- indum þessa hóps án undantekninga eða skilyrða,“ segir Frosti. „Samtökin ’78 starfrækja menning- ar- og þjónustumiðstöð á Laugavegi 3 og á vettvangi Samtakanna starfa fjöl- margir starfshópar að ýmsum mál- efnum. Einnig bjóða Samtökin ’78 upp á ráðgjafarþjónustu sem hefur reynst mörgum ómetanleg hjálp við að stíga sín fyrstu skref andspænis sjálfum sér.“ Finna má nánari upplýsingar á slóð- inni www.samtokin78.is. Mannréttindi | Kosningafundur í dag kl. 14 hjá Samtökunum ’78 Baráttunni ekki lokið  Frosti Jónsson fæddist 1972 og ólst upp á Kirkju- bæjarklaustri. Hann lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1992, B.A. prófi í sál- fræði frá Háskóla Íslands 1998 og M.A í hagnýtum hag- vísindum frá Háskólanum á Bifröst 2005. Frostri hefur starfað að mark- aðsmálum um langt skeið, sem ráð- gjafi hjá Birtingahúsinu frá 2005. Hann hefur verið formaður Samtak- anna ’78 frá mars 2007. Tónlist Angelo | Hetjur hylltar 2 – Tommi & biggo: Tommi White hefur á ferli sín- um stimplað sig sem helsta kennileiti House á Íslandi. En það er bara topp- urinn því Tommi hefur verið að hasla sér völl um heim allan með útgáfu á eigin efni. Nú seinast með laginu Every Sunday þar sem Seth Sharpe fer hreinlega á kostum. Salurinn, Kópavogi | Laugardagur 5. maí kl. 16. Emilíana Torrini kemur fram ásamt gamla kórnum sínum, Skólakór Kársness, undir stjórn Þór- unnar Björnsdóttur. Örfá sæti laus. Aukatónleikar kl. 20. Miðaverð: 2.000/1.600 kr. Söngfélag Skaftfellinga | Tónleikar Söngfélags Skaftfellinga verða í Laugarneskirkju sunnudaginn 6. maí kl. 14. Kaffi fyrir eldri Skaftfellinga í Laugarneskirkju sunnudaginn 6. maí kl. 16. Myndlist Gallerí Fold | við Rauðarárstíg. Arakne nefnist sýning Guðrúnar Öya- hals í Hliðarsalnum. Þar sýnir Guðrún málverk og skúlptúra. Guðrún stund- aði nám í MHÍ og Burg Giebichen- stein í Halle, Þýskalandi og útskrif- aðist vorið 1997. Einnig lauk hún kennslufræði við Listaháskóla Ís- lands vorið 2005. Gallerí Lind | Guðmunda Kristins- dóttir er listamaður maímánaðar. Hún sýnir afstrakt olíumálverk sem unnin eru á þessu ári. Sýningin stendur til 11. maí. Listasafn ASÍ | Kl. 15 verður opnuð samsýning fimm norrænna textíl- listamanna: Önnu Þóru Karlsdóttur og Guðrúnar Gunnarsdóttur frá Ís- landi, Marianne Mannsåker frá Nor- egi og Agnetu Hobin og Kristiinu Wiherheimo frá Finnlandi. Tónlist Paola Livorsi. Opið nema mánudaga kl. 13–17. Aðgangur ókeypis. Til 27. maí. Listasalur Mosfellsbæjar | Í dag kl. 14 opnar Freyja Önundardóttir sýn- inguna Eiginleikar í Listasal Mosfells- bæjar. Málverkin eru allt frá hugrenn- ingum um tengsl manna og náttúru yfir í að sýna náttúruna án mannsins. Á sýningunni er kafað ofan í svörðinn og eiginleikar landsins kannaðir. Salfisksetur Íslands | Guðrún Helga Kristjánsdóttir opnar myndlistarsýn- ingu í dag, laugardaginn 5. maí, sýn- ingin stendur til 17. maí. Saltfisk- setrið er opið alla daga kl. 11–18. Skriðuklaustur | Sumaropnun hefst í dag, laugardaginn 5. maí. Þá verður einnig opnuð sýning á verkum banda- rísku listakonunnar Ruth Boerefijn í Galleríi Klaustri. Verkin eru unnin með blandaðri tækni en sýninguna kallar hún Interior Landscapes. Sýn- ingin stendur til 27. maí. Söfn Víkin – Sjóminjasafnið í Reykjavík | Grandagarði 8. Síðustu dagar sýn- ingarinnar Úr ranni forfeðranna verða helgina 5. til 6. maí. Á sýning- unni gefur að líta stærstan hluta þeirra 700 gripa sem hjónin Hinrik Bjarnason og Kolfinna Bjarnadóttir hafa gefið safninu. Opið um helgina kl. 13–17. Uppákomur Hitt húsið | Bland í poka laugardag- inn 5. maí kl. 11–16. Þar sýna og selja meðal annars starfsmenn Ásgarðs handverk sitt. Verk unnin í opnu tóm- stundastarfi Tipp topp og 40+ verð- ur til sölu. Opið kaffihús verður í kjallara hússins. Fyrirlestrar og fundir Kringlukráin | París – félag fyrir þá sem eru einir. Maí-fundur félagsins verður í dag kl. 11.30. Nýir félagar velkomnir. Maður lifandi | Borgartúni 24. Opinn hláturjógatími Hláturkætiklúbbsins verður í dag, laugard. 5. maí, kl. 10.30. Góð upphitun fyrir alþjóðlega hláturjógadaginn, 6. maí. Nýútskrif- aðir hláturjógaleiðbeinendur sjá um tímann. Allir velkomnir. Tíminn kostar 1.000 kr. Fréttir og tilkynningar Dvalarheimilið Ás | Basar verður í Föndurhúsinu á Dvalarheimilinu Ási, Frumskógum 6b, Hveragerði, sunnu- daginn 6. maí kl. 13–18. Kaffi og vöffl- ur seldar á staðnum. Frístundir og námskeið Málaskólinn LINGVA | Haustdagskrá skólans er komin út á Netið. Lærðu að tala spænsku, ensku, ítölsku, þýsku og fleiri mál hjá okkur. Skrán- ing hafin á www.lingva.is eða í síma 561-0315. FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ birtir til kynningar um afmæli, brúðkaup, ætt- armót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudags- og mánudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælis- tilkynningum og/ eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Hægt er að hringja í síma 569-1100, senda til- kynningu og mynd á net- fangið ritstjorn@mbl.is, eða senda tilkynningu og mynd í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is, og velja lið- inn „Senda inn efni“. Einnig er hægt að senda vélritaða tilkynningu og mynd í pósti. Bréfið skal stíla á Árnað heilla, Morgunblaðinu, Hádegismóum 2 110 Reykjavík. Í TILEFNI Kópavogsdaga verður Kópavogsdeild Rauða krossins með kynningarbás í Smáralind laugardaginn 5. maí kl. 12–16. Ungmenni og sjálfboðaliðar í En- ter og Eldhugum sýna skapandi verkefni sín og kynna starfið, en Kópavogsdagar í ár eru tileinkaðir menningu barna og ungmenna. Sýndar verða teikningar ungra innflytjenda af uppáhaldsstað þeirra í Kópavogi og ljósmynda- sýning Eldhuga „Vinátta og virð- ing í Kópavogi“. Eldhugar hafa hannað Kópavogsbúann árið 2057 sem lítur dagsins ljós og tímariti Eldhuga verður dreift. Nokkrir krakkar úr Enter taka þátt í menningardagskrá á sviði í Smáralindinni kl. 14–15. Eldhugar eru 13–16 ára ung- menni af íslenskum og erlendum uppruna sem vinna saman að hug- sjónum Rauða krossins um betra samfélag án mismununar og for- dóma. Ungmennin hittast vikulega í sjálfboðamiðstöð Kópavogs- deildar Rauða krossins. Verkefnið Enter er fyrir 9–12 ára krakka af erlendum uppruna og er unnið í samstarfi við nýbúa- deild Hjallaskóla. Krakkarnir koma einu sinni í viku eftir skóla í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar og fá meðal annars málörvun í fjölbreyttum leikjum og fræðslu um tómstundastarf í Kópavogi í gegnum kynningar og vettvangs- ferðir. BYKO er bakhjarl Eldhuga og Enter og verkefnið Eldhugar hef- ur auk þess fengið styrk frá ESB- áætluninni Ungt fólk í Evrópu. Ungmenni sýna á Kópavogsdögum BÁTADAGAR hjá R. Sigmundssyni í Ánanaustum 1 verða haldnir um helgina, 4.-5. maí. Þessar sýningar eru orðnar árviss viðburður hjá R. Sigmundssyni og áður hjá Vélasöl- unni, og draga alltaf að mikinn fjölda fólks. „Nú er einmitt rétti tíminn til að fara að huga að bátunum, hvort sem fólk er að hugsa um að kaupa nýjan eða lappa uppá þann gamla. Augljóslega hefur áhugi fólks á bátasportinu aukist mikið á Íslandi á undanförnum árum og virðist ekkert lát vera á því,“ segir í frétt frá versluninni. Á sýningunni um helgina verður einnig hægt að skoða ýmislegt fleira en báta. R. Sigmundsson býð- ur einnig uppá siglinga- og fiskileit- artæki í miklu úrvali, utanborðs- mótora, talstöðvar, björgunar- búnað og margt fleira. Bátadagar R. Sigmundssonar verða haldnir í versluninni í Ána- naustum 1, og verður opið kl. 10-18 á laugardaginn og kl. 12-18 á sunnudaginn. Bátasýning um helgina FUNDUR hefur verið boðaður á sunnudaginn kl. 17 um atvinnu- ástandið í Bolungarvík. Fundarboð- andi er Guðmundur Halldórsson, fyrrverandi formaður smábáta- félagsins Eldingar. Fundurinn verður haldinn í Ráð- húsi Bolungarvíkur. Frummælandi verður Anna Eðvarðsdóttir, forseti bæjarstjórnar Bolungarvíkur. Þingmönnum kjördæmisins hefur verið boðið á fundinn. Hann er öll- um opinn. Atvinnumál rædd í Bolungarvík

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.