Morgunblaðið - 05.05.2007, Síða 59

Morgunblaðið - 05.05.2007, Síða 59
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2007 59 Í DAG er þátturinn Orð skulu standa sendur út frá Ísafirði. Gestir eru Finnbogi Hermannsson fyrrver- andi fréttamaður og Ingunn Ósk Sturludóttir kennari og söngkona. Á milli þess sem þau velta fyrir sér m.a. „vanillu“ og „apaeista“ botna þau þennan fyrripart: Á Vestfjörðum er vorið svalt og vindar blása kaldir. Í síðustu viku var fyrriparturinn dónaskapur um vestfirska heiðurs- menn: Nú vantar Hermann og Hannibal og helvítin Karvel og Matta. Í þættinum botnaði Ólína Þor- varðardóttir: Hérna er karla- og kvennaval sem kjósendur eru ekki að fatta. Davíð Þór Jónsson: Slæmt er að eiga ekki val um andskota, djöfla og skratta. Halldór Hermannsson botnaði tvisvar í þættinum: Það var nú kjarnmikið karnival með karla eins og þessa skratta. Þá var á mannfundum mergjað tal og mælt var á íslensku bratta. Úr hópi hlustenda botnaði Hall- berg Hallmundsson, „úr því farið er að blóta“: Manni gefst varla minna val en milli fjanda og skratta. Valur Óskarsson hélt áfram með vestfiska stjórnmálamenn: Mig fýsir líka að færa í tal frjálslyndan, þéttvaxinn skratta. Halldór Ármannsson: Og langömmu blessaða í Búðardal er bakaði flatbrauð og klatta. Auðunn Bragi Sveinsson sendi tvo botna: Nú er magurt mannaval, en margt um kríli og patta. Nú er hart um hetjuval, en harðla margt um patta. Halldór Halldórsson: Mikið er okkar mannaval og munum því jafna um þá patta. Og loks Benedikt Gestsson: Ef helgaðist pólitískt hanagal hágæða fengjum við skatta. Orð skulu standa Kaldir vindar Vestfjarða Hlustendur geta sent sína botna í netfangið ord@ruv.is eða bréfleið- is til Orð skulu standa, Ríkis- útvarpinu, Efstaleiti 1, 150 Reykja- vík. HARPA Dröfn Skúladóttir og Sigurbjörg Halldórsdóttir unnu til verðlauna í hár- greiðslukeppni IAHS sem fram fór dagana 26.–30. apríl í Gautaborg í Svíþjóð. IAHS eru alþjóðleg samtök hársnyrtiskóla og í Gautaborg voru samankomnir nemendur og kennarar frá ýmsum hársnyrtiskólum í Sví- þjóð, Noregi, Finnlandi, Danmörku, Eng- landi, Íslandi, Kóreu og Ástralíu til að kynn- ast innbyrðis og keppa í fjórum greinum hársnyrtifagsins. þær Harpa Dröfn Skúla- dóttir og Sigurbjörg Halldórsdóttir fóru ásamt einum kennara, Ragnheiði Bjarna- dóttur úr hársnyrtideild Iðnskólans í Reykjavík. Harpa Dröfn keppti í tískuklipp- ingu og lit herra (street fashion) og hreppti 2. sætið en Sigurbjörg keppti í Jackie Bour- nes’ Avant Garde Design, sem eru miklar og tígulegar uppgreiðslur á síðu hári, og lenti hún í 3. sæti. Íslenskir hársnyrtar í 2. og 3. sæti Morgunblaðið/G.Rúnar Stolt Baldur Gíslason, skólameistari Iðnskólans, Ragnheiður Bjarnardóttir, brautarstjóri hár- snyrtideildar ásamt þeim Sigurbjörgu Halldórsdóttur og Hörpu Dröfn Skúladóttur. MYNDBAND af leikaranum David Hasselhoff í annar- legu ástandi fer nú sem eldur í sinu um Netið. 16 ára dóttir leikarans tók mynd- irnar af honum þeg- ar hann var dauða- drukkinn og setti þær á Netið, honum til áminningar. Has- selhoff sendi frá sér fréttatilkynningu í kjölfarið og kenndi meðal annars skiln- aði um hegðun sína. Hann hefur áður lent í vandræðum vegna drykkju. Drukkinn strand- vörður á Netinu David Hasselhoff ÍS L E N S K A /S IA .I S /I C E 3 53 62 0 4 /0 7 V- RO DHarley6x + 3 milljónir í bakpokann á tvöfaldan miða! + 6,3 milljónir í skottið á tvöfaldan miða! 6xLexus GS 300 -vinningur í hverri viku Hringdu núna í síma 561 7757 Kauptu miða á www.das.is Átt þú miða? 50 þúsund vinningar dregnir út á árinu! 40 aðalvinningar á 2 milljónir hver eða 4 milljónir á tvöfaldan miða. DREGIÐ EFTIR 3 DAGA! AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.