Morgunblaðið - 05.05.2007, Síða 64

Morgunblaðið - 05.05.2007, Síða 64
64 LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ NEXT kl. 2 - 4 - 6 - 8 - 10 B.i. 14 ára BLADES OF GLORY kl. 2 - 4 - 6 - 8:10 - 10:20 B.i. 12 ára THE MESSENGERS kl. 8 B.i. 12 ára ROBINSON FJÖLSKYLDAN m/ísl. tali kl. 1:50 - 4 LEYFÐ DIGITAL 3D MEET THE ROBINSONS ÓTEXTUÐ m/ensku tali kl. 6:10 LEYFÐ DIGITAL 3D 300 kl. 10 B.i. 16 ára DIGITAL / KRINGLUNNI SPIDER-MAN 3 kl. 12 - 3 - 6 - 9 - 12 B.i.10.ára SPIDER-MAN 3 VIP kl. 12 - 3 - 6 - 9 - 12 BLADES OF GLORY kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 B.i.12.ára SHOOTER kl. 8 - 10:30 B.i.16.ára BREACH kl. 5:50 - 8:10 - 10:30 B.i.12.ára THE GOOD SHEPERD kl. 10:10 B.i.12.ára MR. BEAN'S HOLIDAY kl. 2 - 4 - 6 LEYFÐ ROBINSON FJÖLSKYLDAN m/ísl. tali kl. 1:30 - 2 - 3:30 - 4 LEYFÐ WILD HOGS kl. 8 B.i.7.ára BECAUSE I SAID SO kl. 6 LEYFÐ / ÁLFABAKKA BECAUSE I SAID SO BESTA MAMMA Í HEIMI GETUR LÍKA VERIÐ ERFIÐASTA MAMMA Í HEIMI Diane Keaton Mandy Moore ee H.J eee V.J.V. TOPP5.IS eee Ó.H.T. RÁS2 eee S.V. MBL eee V.J.V. TOPP5.IS FYRSTA STÓRMYND SUMARSINS HEIMSFRUMSÝNING WWW.SAMBIO.IS eee L.I.B, Topp5.is Íslensku þátttakendurnir lentuí gær og voru flestir, þar ámeðal Eiríkur Hauksson, að koma í fyrsta sinn hingað til lands. Stemningin í hópnum er góð og menn eru tilbúnir í slag- inn, enda þétt dagskrá fyrir hönd- um. Ljóst er að hver og einn hyggst halda af fullum krafti í undanúrslitakeppnina á fimmtu- daginn næstkomandi.    Fyrsta æfing Íslendinganna áHartwall-leikvanginum verð- ur í dag en æfingar annarra kepp- enda í undanúrslitunum eru þegar hafnar. Á vettvangi kennir ýmissa grasa, þar má sjá skipuleggj- endur, tæknimenn og örygg- isverði, blaðamenn og ljósmynd- ara, flytjendurna sjálfa og síðast en ekki síst aðdáendurna. Hverju þátttökulandi er heimilt að hafa allt að tíu aðdáendur með í föru- neyti sínu og setja þeir óneit- anlega svip sinn á atburðinn allan.    Keppnin er heldur betur farinað gera vart við sig í Hels- inki. Hvarvetna má sjá litríka blómamynstrið sem prýðir alla umgjörð keppninnar og varning tengdan henni, það þekur meira að segja heilan sporvagn sem ek- ur um í miðbænum. Þeir sem vilja áþreifanlega minningu um þennan sögulega atburð geta svo saumað sér gluggatjöld með samsvarandi flúri, því hið góðkunna fyrirtæki Marimekko hyggst prenta nær 3 km af slíku efni.    Í Finnlandi tíðkast að hlutirnirséu á réttum stað á réttum tíma. Til að enginn týnist og þeim seinki í kjölfar þess, eru á að- albrautarstöðinni æpandi skilti sem vísa vegfarendum á hvaða leiðir liggi til Evróvisjón. Ekki veitir af, því á götum borgarinnar má heyra æ fleiri tungumál úr munni ferðamanna með götukort í höndunum og jafnvel hliðartöskur með mynstrinu góða.    Í miðbænum er einfaldlega alltkrökkt af hlutum tengdum Evróvisjón. Opinber aðdáendamið- stöð keppninnar, svokallaður Eu- roclub, er í Gamla stúdentahúsinu í hjarta borgarinnar. Þar er þegar hafin heljarinnar Sing Star keppni sem rímar vel við gríðarlegan ka- raoke-áhuga Finna. Handan göt- unnar er Lasipalatsi, þar sem aðdáendur í sjálfboðavinnu selja öðrum aðdáendum alls kyns varn- ing tengdan keppninni, auk þess að veita ýmsar upplýsingar. Rétt handan við hornið er svo Evr- óvisjón-þorpið svokallaða sem styrktaraðilar keppninnar standa fyrir. Þar verður á boðstólum margs konar tónlistarflutningur, bæði fulltrúa ýmissa landa úr keppninni og þekktra finnskra hljómsveita og listamanna. Á með- al flytjenda er einmitt Eiríkur Hauksson, en hann mun troða upp í dag að lokinni æfingu. Hinir dagfarsprúðu Finnar eru nýbúnir að halda sína helstu partí- daga, sem eru í kringum 1. maí, en mannhafið á götum Helsinki þá dagana jafnast á við 17. júní í Reykjavík. Nú er rétt svo tími til að anda áður en næsta veisla gengur í garð. Það er spenna í loftinu en um leið ánægja með langþráðan og óvæntan sigur í Aþenu fyrir ári síðan. Sjálfstraust þjóðarsálarinnar hefur eflst, Finn- ar geta sigrað nágranna sína í Svíþjóð í fleiru en farsímaiðnaði og íshokkí. Finnska ríkissjón- varpið hefur lagt mikinn metnað í starf sitt sem keppnishaldara og borgaryfirvöld keppast við að róma viðburðaríkt listalíf Hels- inki. Enginn efast um að keppnin verður glæsileg og vel heppnuð og Finnar halda ótrauðir áfram að úrslitakvöldinu eins og þeim ein- um er lagið, hægt en örugglega. » Í miðbænum er ein-faldlega allt krökkt af hlutum tengdum Evr- óvisjón. Við RÚV Eiríkur leggur í hann. halldt@hi.is FRÁ HELSINKI Halldóra Þórsdóttir Morgunblaðið/Eggert Mættur Eiríkur var í miklu stuði þegar hann steig út úr flugvélinni á Vantaa-flugvellinum í Helsinki í gær. Helsinki í Evróvisjónblóma Í Leifsstöð Hópurinn við brottför.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.